Dagblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976. Ólafur, Baldur og Alþýðubandalagið: FRAMAGOSAR GERAST HLAUPAGOSAR sama Rafínar að segja hver hafi stungið upp á þessum hálfs- mánaðargömlu félögum í framboð, til þess að jáfundur gæti klappað þá inn í þessar trúnaðarstöður. Þormóður Guðlaugsson skrifar: Spretthlaupararnir Ólafur Ragnar Grímsson og Baldur Óskarsson hafa nú loksins náð í mark, er þeir höfnuðu í neti Alþýðubandalagsins og voru strax settir í innsta hring flokksins. Já, þvílík forsmán! Getur það verið, aó flokkur. sem er jafn gamall og Alþýðubandalagið eigi ekki reyndari baráttumenn til trúnaðarstarfa en aðeins hálfs- mánaðar gemlinga, sem þekktir eru að framagirm og sundrungareðli. „Dýrt var Ilildur kerling keypt“, er gamall málsháttur. dýrari eru þessir strípalingar, sem eru teknir i Alþýðubanda- lagið, rúnir áð frænda- og vina- liði og settir þar í toppstöður er aðrir ættu frekar skilið að hljóta. Það er sitt hvað gæfa eða gjörvuleiki. Alþýðtihanda- lagið ernústærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, en verður svo fyrir því óláni að hirða þessa tvo framagosa og stórtapa fylgi fyrir bragðið. Ragnar Arnalds sagði að ekki hefði verið hægt að sporna við þessum frama hlaupagosanna, þar sem þeir hefðu verið leyni- lega kosnir. Nú skora ég á hinn Afhroð það, sem flokkurinn á eftir að bíða vegná þessara tveggja hlaupagosa er sárt og engin leið að bæta úr nema að reynt verði að hafa þá sem sópara ráðsins og skúggaverka- menn. Þá myndu þeir kannski gleymast og flokkurinn ná aftur reisn sinni. Það er stund- um sagt að heimilisbölið sé þýngra en tárum taki. Slíkt ólán finnst mér að hafi hent Alþýðubandalagið nú. 3 Kanntu að prjóna? Lýður Björnsson kennari. Nei, það kann ég ekki því miður, því 'að þetta er ákaflega þjóðleg íþrótt. Það getur komið sér vel að \ ingast við varnarliðsmenn þvi að í þeirra boði geta tslendingar farið og skemmt sér á skemmtistiið- um þeirra. Fyrirspurn til varnarmáladeildar: HVAÐA RÉn HAFA ÍSLENZKIR RÍKISBORGARAR SENIVINNA HJÁ VARNARLIÐINU? íslenzkur ríkisborgari spyr: 1. Hafa íslenzkir ríkisborgarar, sem starfa hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, leyfi til: 1. Að taka á leigú ríkisíbúðir í svonefndum Grænás-húsum á Keflavíkurflugvelli, og ef svo er. hver veitir slíkt leyfi? 2. Að kaupa tollfrjálsan varn- ing s.s. áfengi, tóbak, matvöru o. fl. í svonefndu PX-i og ef svo er hver veitir slíkt leyfi? 3. Að kaupa sér og handa íslenzkum gestum sínum veitingar í klúbbum hermanna á Keflavíkurflugvelli, og ef svo er hver veitir slíkt leyfi? Astæðan fyrir bréfi þessu er þrálátur orðrómur um að vissir menn njóti ofangreindra friðinda, þ.e.a.s. ákveðnir menn sem vinna hjávarnarliðinu. Ilér eru engjn nöfn nefnd, heldur einungis spurt hvort hugsan- legt sé að íslenzk lög séu ekki í heiðri höfð hjá háttsettum Islendingum, sem starfa hjá varnarliðinu Páll Ásgeir Tryggvason, deildarstjóri i varnarmála- deild tók ao sér ao svara þess- um fyrirspurnum. 1. Starfsmenn íslenzka rikisins hafa forgangsrétt að íbúðum þeim sem leigðar eru út í Grænási og eru í eigu ríkisins. Er reynt að skipta þeim jafnt á milli embætta en það er flug- vallarstjórnin, sem ákveður hverjum þær skuli leigðar. 2. Enginn íslenzkur ríkisborg- ari hefur rétt til að verzla í PX-inu enda þurfa varnarliðs- menn sérstjök skilríki til að fá inngöngu þar, en þau skilríki eru ekki veitt neinum islenzkum ríkisborgurum. 3. Nei, íslendingar hafa ekki rétt til að sækja klúbbana. Þó geta þeir farið þar inn sem gestir varnarliðsmanna. Sé islendingurinn búsettur utan vallar, þarf sérstakt leyfi lögreglustjóra til að hægt sé að bjóða honum þar inn. Páll sagðist ekki vita um mikil brot á þessum reglum, en þó taldi hann ljóst að þar sem Bandaríkjamenn og íslending- ar ynnu saman gætu hinir síðarnefndu látíð eða beðið um að hermennirnir bjóði þeim í klúbbana. Guðntundur Gislason banka- starfsmaður. Nei. jú annars, ég var að reyna þetta þegar ég var fimm ára, en það fór allt út um þúfur. Einar Eggertsson sjómaður. Nei, ég kann ekki að prjóna. enda hef ég aldrei gert tilraun til að læra þá list. Flosi Sigurðsson kennari. Jú. eitthvað kann ég fyrir mér i prjónaskap og gæti vel hugsað mér að læra að beita prjónunum meira. VARIBÝÐUR UPP Á ÖRYGGISNET FYRIR VERZLANIR Frá Þjófabjölluþjónustunni Vara: 17. nóv. sl. birtist i Dagblaðinu bréf frá Sveini Olafssyni þar sem hann gerir að umfjöllunar- efni öryggisbúnað i skotfæra- verzlunum. í bréfinu hvetur hann til þess að eigendur skotfæraverzl- ana veröi skyldaðir til að setja stálnet fyrir glugga og dyr verzlana sinna. Svipað segir blm. í myndatexta. Við viljum taka undir þetta með þeim fyrirvara þó að góð þjófavörn er jafnan hönnuð með tilliti til staðhátta — þar gildir engin ein regla. Við höf- um raunar á boðstólum öryggis- net eins og Sveinn talar um, og þau eru mjög hentug til að verja glugga — með öðru. En Sveinn hittir naglann á höfuðið. Það þarf að ganga betur frá skotvopnum en viðast er gert, og þjófavarnatækni nútímans gerir það kleift — hvers svo sem frumkvæðið á að vera; F.h. Vara Baldur Agústsson. Ifr Öryggiijnet má viða sjá.fyrir gluggum og dyrum erlendra verzlana, en slikt er fátitt ef ekki með öllu einsdæmi hér á landi. |B35SS£?iÍ3 i—■■■■..r ✓ Gísii Stefánss., vinnur hjáGjald- heimtunni. Nei. ég hef aldrei get- a<ý lært að prjóna. Eg reyndi auðvitaó að læra það sem krakki. en það gekk ekki vel. ' Jón Kjerulf. Noi. ekki get ég sagt það Það lengsta sem ég hef komizt er að prjóna leppa sem krakki. en það tiðkaðist mikið í mínu ungdæmi að börnum va*ri kennt að prjöna. I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.