Dagblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1976.
Enn er ekki búið að ákveða
hvaða dag það verður —
fulltrúar Allsherjarþingsins
vilja bíða eftir utanríkis-
ráðherra Angóla en hann er nú
í Genf, þar sem hann hefur
verið áheyrnarfulltrúi á
Ródesíuráðstefnunni.
Angóla fær aðild að Sameinuðu þjóðunum:
Bandaríkjamenn og
Kínverjar sátu hjá
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna hefur samþykkt aðild
Angóla að samtökunum,
eftir að Bandaríkjamenn
breyttu afstöðu sinni til
málsins með því að sitja hjá í
stað þess að beita neitunar-
valdi, eins og þeir hafa gert
áður.
Ekkert er því nú til fyrir-
stöðu að þessi fyrrum nýlenda
Portúgala fái aðild að sam-
tökunum sem 146. þjóðin.
Sendiherra Bandaríkjanna
hjá Sameinuðu þjóðunum,
William Scranton, sagði að
Bandaríkjamenn létu af and-
stöðu sinni gegn aðildarbeiðni
Angóla ,,með tilliti til afrískra
sjónarmiða", eins og segir í til-
kynningu frá Einingarsamtök-
um Afriku.
En hann endurtók mótmæli
ríkisstjórnar sinnar gegn veru
kúbanskra hermanna í landinu
— sagði að þeir hefðu verið
sendir til Angóla tveimur
mánuðum áður en landið varð
sjálfstætt og að þeir stæðu nú
fyrir blóðugum skæruhernaði á
a.m.k. þremur stöðum I
landinu". Þá sagði hann, að
stjórn Angóla hefði ekki nema
rétt svo tök á öllu landinu og að
víðs vegar um landið væru
hreyfingar manna sem berðust
gegn henni.
Þrettán af fimmtán
fulltrúum í öryggisráðinu
greiddu aðildarbeiðni Angóla
atkvæði sitt, en landið varð
sjálfstætt fyrir einu ári.
Kínverjar sátu hjá ásamt
Bandaríkjamönnum, en það
gerðu þeir einnig er málið var
til umræðu í júní sl. Bæði
Bandaríkjamenn og Kínverjar
hafa mótmælt áframhaldandi
dvöl kúbanskra hermanna í
landinu en þeir njóta
stuðnings Sovétmanna. Það var
fyrir tilstilli þeirra, sem núver-
andi stjórn landsins tókst að
vinna fullnaðarsigur á öðrum
frelsishreyfingum í landinu í
borgarastyrjöldinni sem háð
var í Angóla.
Sigurvegararnir og nýjustu fuiltrúar-á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, MPLA í Angóla.
Erlendar
fréttir
REUTER
Átök við
landamæri
Thailands
og Kambódíu
Talsmaður landamæravarða í
Thailandi hefur sagt, að margir
hermenn frá Kambódíu hafi fallið
í átökum við landamæri ríkjanna
í Suðaustur-Thailandi í gær.
Hversu margir þeir eru er ekki
vitað en talsmaðurinn sagði að
þeir væru ,,mjög margir '. Átökin
í gær áttu sér stað í Hat Lek-
héraðinu, þar sem landamæri
ríkjanna ná niður að Thailands-
flóa.
Sagði talsmaðurinn, að thai-
lenzku sveitirnar hefðu notið
stuðnings þriggja fallbyssubáta af
hafi. Ekki hefði orðið mannfall í
liði þeirra.
MUGURINN REÐST AÐ LOG-
REGLUMÖNNUM í MADRID
— handtóku tvo blaðasala
Reiður múgur réðst að tveim
lögreglumönnum í Madrid í gær-
kvöldi og særði þá illa er þeir
handtóku tvo kommúnista sem
stóðu fyrir fyrstu opinberu
félagasöfnun til flokksins í 40 ár.
Sagði borgarstjórinn í Madrid
að lögreglumennirnir hefðu
skotið af byssum sínum upp í
loftið til þess að reyna að dreifa
æstum múgi er ráðizt hafði að
þeim fyrir að handtaka tvo
unglinga er voru að selja vikurit
kommúnistaflokksins.
Þessi fyrstu opinberu umsvif
flokksins í fjóra áratugi koma í
kjölfar samþykktar um stjórnar-
skrárbreytingar, sem binda enda
á einveldi Francos og gera ráð
fyrir rýmra stjórnmálalífi. Fyrr í
gær handtók lögreglan í Madrid
fimm kommúnista, sem voru að
dreifa bæklingum á neðanjarðar-
járnbrautarstöð í borginni.
Omar
krefst
yfirráða
yfir
Panama-
skurðin-
um á
næsta
r ■
ari
Þjóðarleiðtogi Panamabúa,
Omar Torrijos, hershöfðingi
hefur lýst því yfir að tími sé
kominn til að ,,nýlendustaða“
landsins leggist af við Pananta-
skurð þegar á næsta ári.
Sagði hann að þolinmæði
þjóðarinnar væri nú á þrotum
og timi væri kominn til að
Panamabúar fengju sjálfir
yfirráð yfir skurðinum úr
hendi Bandaríkjamanna.
Torrijos gaf út þessa yfir-
lýsingu eftir að hann og forseti
Colombíu, Alfonzo Lopez
Michelsen, höfðu undirritað
samning um skipan mála á haf-
svæðum sínum.
Bandaríkjamenn og
Panamabúar standa þessa
dagana í samningum um
endurleigu á skurðinum, en
hann var leigður Banda-
ríkjunum til eilifðarnóns árið
1903.