Dagblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976.
9
N
Háu sektirnar fækka umferðarlagabrotunum:
150 ökumenn hafa verið
kærðir fyrir of hraðan akstur
— Einn fékk 19 þúsund króna sekt fyrir að vera með fjórum farþegum of mikið
Þó ekki liggi fyrir tölur uni
sundurliðaðan . ákærufjölda
vegna umferðarlagabrota i
Reykjavik virðist ljóst að eftir
að sektarákvæði við brotunum
voru stórhækkuð hefur slikum
brotum fækkað. Sektirnar voru
hækkaðar 1. október sl. og sið-
an hafa um 150 kærur verið
gefnar út vegna brota á lögum
um hámarkshraða. Sa kæru-
fjöldi þykir ekki eins mikill að
vöxtum og búizt hafði verið við
þvi talsverð áherzla hefur verið
lögö á hraðamælingar. einkum
þó á götunt innanbæjar.
„Sektirnar við of hröðum
akstri eru frá 8-15 þúsund krón-
ur eftir því hve langt yfir
hraðatakmörkin er farið," sagði
Sturla Þórðarsttn fulltrúi lög-
reglustjóra i viðtali við DB.
„Þetta eru færri kærur fyrir
hraðakstur en var i fyrra og
vegna þess hve að þessum þætti
umferðarmálanna hefur verið
hugað innanbæjar verður að
telja að þetta atriði umferðar-
innarséi nokkuð góðu lagi.“
Allar kærurnar nú fyrir of
hraðan akstur. að einum 10
undanskildum, eru vegna brota
innanbæjar. Sturla kvaðst ekki
vita í hve miklum mæli hraða-
mælingar hefðu verið gerðar á
brautum utan borgarinnar, þar
sem hærri hraðamörk eru
leyfð, og þvi væri talan um 10
kærur e.t.v. ekki sambærileg
við tölur frá öðrum tímabilum.
Sturla viðurkenndi að i hitti-
fyrra hefði það verið athugað
nokkuð hversu mikil brögð
væru að þvi að bifreiðarstjórar,
sént hefðu talstöðvar, vöruðu
félaga sína við hraðamælingum
gegnum talstöðvarnar. Þá hefði
oft komið i ljós að teknir hefðu
verið 2-3 bilar fyrir of hraðan
akstur en siðan hefði umferðin
öll fallið i ramma heimils öku-
hraða.
Um önnur brot, t.d. að aka
gegn rauðu ljósi, stöðva ekki
við stanzskyldumerki o.s.frv.,
liggja ekki sundurliðaðar tölur
um kærufjölda en ljóst þykir að
hinar hækkuðu sektir hafi
dregið úr slikum brotum
einnig.
Sturla kvað hækkun sekt-
anna koma óþægilega við
marga er kærðir 'væru. T. d.
væru nú miklar sektir við því
að hafa fleiri farþega i bifreið-
um en skoðunarvottorðjrvæði á
um. Næmu þær sektir 4000
krónum fyrir fyrsta farþega
sem er umfram hámarksfar-
þegafjölda viðkomandi bifreið-
ar og 5000 krónum fyrir annan
umframfarþega og hvern þann
er til viðbótar kæmi. Kvaðst
Sturla hafa nýlega gengið frá
kæru á ökumann sem var með 2
umframfarþega. Hlaut hann
samkvæmt sektarlistanum 9000
kr. sekt. Annar var tekinn með
fjóra umframfarþega og hlaut
þvi 19 þúsund króna sekt.
Háar sektir virðast því eitt-
hvað draga úr umferðarlaga-
brotum.
-ASt.
Minna um ölvun við
akstur nú en í fyrra
Svo virðist sem örlitið hafi
dregið úr akstri manna undir
áhrifum áfengis og má ætla nú
að árið 1976 verði ekki metár
hvað þetta snertir, eins og mörg
undanfarin ár hafa verið. Má og
segja að mál sé að linni. Nú um
helgina höfðu verið tekin 837
blóðsýnishorn úr ökumönnum i
Reykjavik. Ekki eru þetta þó
allt tilfelli þar sem áfengi
reyndist hafa verið haft um
hönd þvi þeim hefur nokkuð
fjölgað þeim tilfellum. er blóð-
sýnishorn voru tekin vegna um-
ferðarslysa, þar sem þó ekki lá
fyrir beinn grunuf um slikt.
A öllu árinu 1975 tók Reykja-
vikurlögreglan 1087. ökumenn
vegna gruns um ölvun við akst-
ur. Reyndust 164 þeirra vera
undir þeirn mörkum sem lög
ákveða ökumann „undir
áhrifum“. 300 áðurnefndra
ökumanna reyndust á „lægra
stiginu" samkvæmt lögunum
en 623 reyndust yfir þeim
mörkum sem marka „hærra
stigið"
Finnist 0,62 prómill áfengis-
magn i blóði ökumanns telst
hann ekki sekur um áfengis-
akstur samkvæmt lögum. Sé
áfengismagnið frá 0,63 prómil!
og að 1,32 prómill telst hann
brotlegur við „lægra stig“ lag-
anna og lýkur máli hans þá
venjulega með fésektum sem,
oftast eru á bilinu 25-35 þúsund
kr. hafi hann ekki valdið tjóni.
Auk þess er hann sviptur öku-
leyfi i 3-6 mánuði.
Sé áfengismagn i blóði öku-
manns meira en 1,33 prómill
telst hann brotlegur samkvæmt
„hærra stiginu". Hlýtur hann
þá varðhaldsdóm sem breyta
má i sekt eftir sérstakri beiðni
til forseta. Önnur viðurlög eru
ejnnig öll þyngri en fyrir
minna brotið.
ASt.
NÝTT FRUMVARP
UM ÞJÓÐNÝT-
INGU LANDS
„Landið allt með gögnum þess
og gæðum og miðin umhverfis
það, svo sem viðtekin efnahags-
og fiskveiðilögsaga hverju sinni-
greinir, er sameign þjóðarinnar
allrar. .." Svo segir i frumvarpi
tveggja alþýðuflokksmanna sem
fram kom i gær.
í frumvarpinu er. að sögn
flutningsmanna, reynt að „búa
sjónarmiðum Alþýðuflokksins og
annarra, er likar skoðanir
hafa...stakk“.
Ar og vötn skulu sameign þjóð-
arinnar, svo og virkjunarréttur og
veiðiréttur. Jarðeiganda skal þó
frjálst að virkja íallvatn fyrir
landi sinu til eigin nota ef „það
brýtur ekki i bága við almanna-
þarfir". Rikið greiði bætur fyrir
veiðirétt. Eiganda veiðiréttar skal
frjálst að velja milli bóta og þess
að halda veiðiréttindum i allt að
20 ár eða unz viðkomandi jörð er
seld.
Bændum skal frjálst, „ef og
nieðan þeir svo kjósa, að eiga jarð-
ir til eigin búrekstrar," segir í
frumvarpinu. Rikinu skal skylt að
kaupa bújarðir af bændum, ef
þeir óska, og miðist kaupverðið
við gildandi gangverð jarða.
Sömuleiðis skal rikinu skylt að
kaupa af bændum hús og ræktun
á jörðum sem fara úr b.vggð vegna
óbyggis eða afbýlis.
Umráðaréttur framangreihdra
„þjóðareigna". skal, samkvæmt
frumvarpinu, vera i höndum Al-
þingis en það getur með sérstök-
um lögum veitt „sveitarfélögum.
félagssamtökum og einstakling-
um tiltekinn rétt til gagna og
gæða lands og miða. enda fari það
ekki i bága við hag almennings".
Rikið eignast óbyggðir og af-
réttir utan heimalanda. „Skylt er,
ríkinu að anna eftirspurn þétt-
býlisbúa eftir leigulóðum undir
sumarbústaði," segir i fruntvarp-
inu. Það skuli vera leigulóðir til
að hindra brask.
Allur jarðhiti uttdir 200 metra
dvpi skal verða sameign almenn-
ings, rikisins.
Lóðir og lendur undir mann-
virkjum skulu eign sveitarlélags
eða rikis.
Kvrsti flutningsmaður er Bragi
Sigurjónsson.
18ÁRA
KOSNINGAALDUR?
og una sér hið bezta
Kinnn þingmenn Alþýðu-
flokks leggja til að athugað
verði hvort ekki ætti að lækka
kosningaaldurinn i 18 ár.
Jafnframt verði endurskoð-
aðar til santræmis við það,
aðrar aldurstakinarkanir laga á
•réttindum ungs fólks.
Niu ntanna riefnd. kósin af
Alþingi. skyldi gera slika
athugun.
K.vrsti flutningsmaður er
varaþingmaðurinn Eyjólfur
Sigurðsson.
-IIII
Tvær ungar háhyrningskýr
voru f.vrir nokkrunt dögum
veiddar í net sjómannanna á
vélbátnum Guðrúnu frá
Hafnarfirði. Haldið var rakleitt
til Grindavikur með háh.vrning-
ana en þaðan var ekið með þá
til Re.vkjavikurflugvallar þar
sem íscargó-flugvél beið þeirra.
Það voru höfð snör handtök
við að konta háhyrningunum á
nýjan dvalarstað i stedýrasafni
i Harderwijk i Hollandi. 200 km
frá Rotierdam. Krá þvi að há-
h.vrningarnir komu I netin og
þar til þeir gátu farið að svarnla
aftur i lauginni i sædýrasafn-
inu liðu 30 klukkustundir.
Liðan háh.vrninganna var
mjög góð að sögn Jóns Gunnars-
sonar, forstöðumanns Sædýra-
safnsins við Hvale.vrarholt en
Sædýrasafnið hefur með veið-
arnar hér að gera f.vrir erlend
söfn. Sagði Jón að háhyrning-
arnir hefðu haft góða matar-
lyst. þeir éta 20 kiló af sild á
dag og una sér hið bezta.
-IIII