Dagblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 1
friálst,
úháð
dagblað
2. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976. — 264 TBL. i RITST.ÍORN SIÐUMULA 12, SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022
— segir Guðmundur Pálmason
,,Það er viss sannleikur í frétt-
um um að holan kunni að vera
ónýt en ég vil ekki ræða þetta mál
nú, þetta skýrist allt frekar í
dag,“ sagði Guðmundur Pálmason
hjá Orkustofnun í vi'ðtali við Dag-
blaðið í morgun um þá frétt, að
borhola fimm við Kröflu sé að
öllum líkindum ónýt. Mun fóðring
hafa skemmzt og bognað og því
erfitt að halda áfram borunum
við holuna. ,,Það er auðvitað rétt
að það er erfitt að standa í
borunum hér á svæðinu en ég vil
samt ekki fullyrða að hér sé um
ónýta holu að ræða.“
Vildi Guðmundur ekki viður-
kenna að hér væri sama vandamál
á ferðinni og er Sjálfskaparvíti
tók að gjósa, og sagði að fleiri
holur væru með skemmdar fóðr-
ingar. Máli sínu til stuðnings
beitti Guðmundur eftirfarandi
röksemd:
„Hcla er hola en Sjálfskapar-
víti er ekki hola og því ekki hægt
að ræða um það í þessu sam-
bandi.“
Sjálfskaparvíti var eitt sinn
borhola númer fjögur en sprakk
síðan og tók að gjósa. Því gosi er
nú lokið.
•HP.
Rauðu strikin dugðu skammt
Kaupmáttur hefur fallið
um 5,8 prósent frá í marz
Verðbólgan hefur valdið því,
að kaupmáttur launa hefur fall-
ið um 5,8 af hundraði síðan í
marz þrátt fyrir öll „rauðu
strikin". Lítið er eftir af kaup-
hækkunum sem urðu l.marz.
Iðnaðarmenn munu búa við
svipaðan kaupmátt og var fyrir
samningana síðustu. Kaup-
hækkun þeirra 1. marz og
hækkanir rauðu strikanna eru
uppétnar. Hins vegar er talið að
verkamenn hafi 2,3 prósnt
hærri kaupmátt launa og verka-
konur um 3% hærri en var,
áður en síðustu kjarasamningar
voru gerðir. Þarna kemur til
1500 króna láglaunabót, sem
var samþykkt í síðustu
samningum, og taxtatilfærslur
Þarna er um meðaltal að ræða,
sem þýðir að margir verka-
menn og verkakonur búa nú
ekki lengur við pieiri kaupmátt
en var fyrir samningana.
Verðbólgan heíur verið 27,3
prósent síðan 1. febrúar. Rauðu
strikin taka hins vegar ekki alla
þætti með, svo að verðbólgan
samkvæmt þeim er talin minni
á blaði.
Meðalkauphækkun allra
hópa í ASÍ síðan 1. febrúar er
talin 29,18%. Meðalkaup-
hækkun iðnaðarmanna mun
vera 27,9%, meðalkauphækkun
verkamanna 30,25% og verka-
kvenna 31,1%.
Þannig er lítið eftir af
aukningu kauþmáttar, þótt
kauphækkunin 1. marz sé tekin
með, og 5,8% fall kaupmáttar
hefur orðið þegar vegnar eru
saman þær breytingar sem hafa
orðið á kaupi og verðlagi síðan.
! þessum útreikningum er
miðað við vísitölu fram-
færslukostnaðar. Umdeilt er,
hve vel hún mælir
verðhækkanirnar, til dæmis
vill húsaleiguliður hennar, sem
verulegu máli skiptir, gjarnan
hækka lítið og draga meðaltalið
niður.
-HH.
Er borhola 5 énýt?: „ÞAÐ ER VISS SANNLEIKURIÞVI”
Þó holugöng bogni og gangi til. borholur hætti að gefa gufu eða breyti sér í leirhveri, þá hefur það engin
áhrif á gang framkvæmda í og við Kröfluhúsið sem einnig sígur og rís með mannskap og vélar
innanborðs. Hér sjáum við annars vegar gufuleiðslurnar utan á húsinu tilbúnar að flytja gufu inn, fáist
gufan. Hins vegar er verið að setja hluta hverfils á sinn stað.
Engin bylting í Varðarfélaginu:
Stjórnarlistinn flaug inn
Á aðalfundi landsmálafélags-
ins. Varðar í gærkvöldi hlaut
framboðslisti stjórnarinnar
kosningu við stjórnarkjör, með
yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða. Björgúlfur Guðmunds-
son (Dósagerðin) var kosinn
formaður, 149 atkv., en aðrir i
stjórn Varðar voru kosnir:
Aslaug Ragnars 137 atkv.,
Brynjóifur Bjarnason (AB) 152
atkv , (iuðmundur J. Oskarsson
(Sæbjörg) 149 atkv., Hilmar
(iuðlaugsson (Múrarafél.) 156
atkv.. Oskar Friðriksson (Ráðn-
Kvíkur) 125 atkv., Ottar
OKtósson verzlm. 126 atkv.
Fráfarandi formaður,
Ragnar Júlíusson skólastjóri,
gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs.
Talið var að einhver undir-
búningur væri að skipulegu
mótframboði. Minntust menn í
því sambandi ágreinings sem
upp kom i hörðum orðaskiptum
á aðalfundi félagsins i fyrra en
þá reyndi hluti félagsmanna að
beita sér fyrir skipulagsbreyt-
ingu við stjórnarkjör 1 Verði.
Ekki kom til svipaðra átaka á
aðalfundinum i gærkvöldi og
hlutu ofangreindir menn kosn-
nigu með yfirburðum yfir
önnur framboð.
BS.
Skjálftahrina við Kötlu í nótt
„Skjalftarnir héldu áfram i
nótt og í morgun, en engmn
verulega stor skjálfti hefur
orðið á svæðinu siðan á
sunnudaginn," sagði Páll
Emaissou jarðeðlisfræðingur i
viðtali við Dagblaðið í morgun.
„Þettahafa verið svona tveir til
fimm skjálftar á sólarhring en
það er ómögulegt að segja til
nákvæmlega hvar á svæðinu
þeir hafa orðið."
Sagði Páll ennfremur að
erfitt væri að geta sér til um
hvað þarna væri að gerast,
aðeins væri fylgzt vandlega
með skjálftunum.
-HP.
Hugsanlega heilsárs loðnuvertíð
— með því að dýpka næturnar ganga veiðarnar enn vel
Það er nú allt eins líklegt að tæpum mánuði hefur skipið eitthvað farinn að gera vart «íð
Það er nú allt eins líklegt að
loðnuveiðarnar í ár nái saman
við vertíðina í fyrra, en það
veltur nokkuð á veðri þar sem
loðnan heldur sig heldur dýpra
ef eitthvað er að veðri.
Nótin á loðnuskipinu Gísla
Arna hefur verið dýpkuð niður
í 60 faðma, sem er a.m.k. tíu
föðmum dýpra en gerist og
gengur. Arangurinn hefur
ekki látið á sér standa og nú á
tæpum mánuði hefur skipið
fengið um 2 þúsund tonn af
góðri loðnu. Verðmæti þess afla
er lauslega áætlað 17 til 18
milljónir króna, þannig að
hlutur hvers skipverja er eitt-
hvað nálægt 400 þúsundum á
þessu tímabili.
Búast má við að loðnan fari
nú að hreyfa sig eitthvað austur
á bóginn.enda hafa vertíðir
undanfarinna ára hafizt út af
Norðausturlandinu. Hafís er
eitthvað farinn að gera vartt «íð
sig_ á miðunum nú en ef ekki
verður mikið af honum-virðist
ekkert því til fyrirstöðu að bát-
arnir haldi austur með Norður-
landinu með loðnunni.
Þess má geta að ekki er fjarri
lagi að tvöfalda megi verðmæti
upp úr sjó í útflutningi, þannig_
að Gísli Arni hefur í raun veitt
fyrir á fjórða tug millióna á
tæpum mánuði.
-G.S.
i