Dagblaðið - 25.11.1976, Síða 1

Dagblaðið - 25.11.1976, Síða 1
dagblað 2. ARG. — FIIWMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976 — 266. TBL. RITSTJORN SIDUMULA 12. SlMI 8.‘}:i22. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2. SÍMl 27022 V Aðaláherzla lögð á flugsamgöngur Almannavarnir vinna að skipulagi hjálparstarfs vegna Suðurlandsjarðsk jálfta: — hætta á að útihús verði illa úti „Vió munum fyrst og fremst leggja áherzlu á flugtæknina rofni vegasamband, enda eru góöir flugvellir í Gunnarsholti á Hellu og á Selfossi,“ sagöi Guðjón Petersen, fulltrúi hjá Almannavarnaráði, í viötali við DB í morgun er rætt var við hann um viðbrögð við hugsan- legum jarðskjálftum á Suður- landi. Bæði Ölfusárbrú og Þjórsár- brú eru á miklum hættu- svæðum miðað við skjálftann 1896. Þá stóð þó reyndar Ölfusárbrúin en hún sprengdi sig frá endunum. Að sögn Guðjóns er aðaláherzla nú lögð á öryggi manna, en nokkuð af húsum á Suðurlandi er hlaðið og sýndi það sig í Kópaskersskjálftanum að þau eru veikust fyrir. Reikna má með að Suðurlands- skjálftar verði mun sterkari þannig að nú er húgmyndin að gera úttekt á íbúðarhúsum á mestu hættusvæðunum og gera á grundvelli upplýsinga hennar, hugsanlegar fyrir- byggjandi ráðstafanir, þar sem hús eru veikust. Þá sagði Guðjón að ekki væri nægilega vel hugað að útihúsum og með hliðsjón af að suðvesturhorn landsins fengi sínar landbúnaðarafurðir af Suðurlandinu, kynni að skapast hið versta ástand, þá sér- staklega -ef skjálftarnir kæmu að vetrarlagi. Nú er unnið að skipulagn- ingu alhliða hjálparstarfs á svæðinu, en Guðjón tók fram að flest hús þar væru nu mun sterkari en þau voru í síðasta stórskjálfta og þvl mun minni lífshætta á ferðum, þótt hús kynnu að skemmast verulega. Einnig lagði hann áherzlu á að ekki væri von á skjálftanum í bráðina frekar en eftir einn tíl tvo áratugi, en jarðfraeðíngar teldu hann þó óumflýjanlega. -G.S. Séra Jón Dalbú hlaut flest atkvæði — munaði aðems 52 atkvæðum á frambjóðendunum Séra Jón Dalbú Hróbjarts- son fékk flest atkvæði í prestskosningum i Laugar- nesprestakalli. Atkvæði voru talin á skrifstofu biskups í morgun og lauk um 11-leytið. Hlaut séra Jón Dalbú 1089 atkvæði, séra Pjetur Maack hlaut 1037 atkvæði, ógildir seðlar reyndust 9. en auðir seðlar voru 4. -JKP- Það var ljót aðkoman hiá starfsmönnum Fósts og sima i kópavogi þegar þeir komu til vinnu sinnar í morgun. Þar hafði verio brotizt inn. Alls konar pakkar voru á víð og dreif um gólfið og höfðu þeir veriðtættir upp. DB-mynd Arni Páll. Misheppnuð aðför að milljónaverðmætum í skáp — er brotizt var inn í pósthúsið í Kópavogi og tugir pakka rifnir upp og tættir sundur Brotizt var inn í pósthúsið í Kópavogi í nótt og þar gerð atlaga að peningaskáp stofnun- arinnar en hann geymir margra milljóna virði í frí- merkjum og öðrum verð- mæturn. Miklar skemmdir voru unnar á pökkum sem í pósthús- inu voru. Voru þeir rifnir upp og tættir sundur tugum saman. Ekki er ljóst hvort verið var að leita að einhverju sérstöku eða hvort pakkaskemmdirnar voru unnar í bræði vegna misheppn- aðrar atlögu að rammbyggðum peningaskápnum. Guðmundur Árnason, stöðvarstjóri Pósts og sima í Kópavogi, sagði að lögreglan teldi fullvíst að gluggi á salerni hefði verið sprengdur upp og farið þar inn. Sprengdar voru upp tvær læstar skúffur í skrifborðum og ein peningaskúffa sem læst var. Er af þeim brotum nokkurt tjón. „Það hefur verið farið í allar skúffur hér. Þær læstu eru brotnar og skemmdar en hinar heilar, enda er það meginregla hér að flytja öll verðmæti i peningaskápinn og hafa síðan hirzlur opnar.“ Rannsóknarlögreglan í Kópa- vogi gerði frumrannsókn í póst- húsinu í morgun en siðan unnu tveir menn frá póststjórninni og fulltrúi í Kópavogspósthús- inu að skýrslugerð vegna eyði- leggingar á póstpökkunum og öðru sem skerpmt var. Eins og fyrr segir mistókst atlagan að skápnum. Var þó brotið múrverk ofan til við hann og eitt horn hans er nokkuð „marið" og beyglað. ASt. * Yfir 3000 manns fórust í jarðskjálftiun í Tyrklandi — sjá erf. fréttn- á bls. 6-7 Hinir útvöldu og brennivínsskatturinn — sjá kjallaragrein Halldórs Halldórssonar á bls. 10-11 Á órökstudd skoðun eins manns að ráða, að grund velli efnahagslegs sjálfstæðis verði kippt burt? — sjá kjallaragrein Reynis Hugasonar á bls. 10-11

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.