Dagblaðið - 25.11.1976, Qupperneq 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976.
Landflótti frá Islandi
— hér er ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi
Tvítug húsmóðir skrifar:
„Það hefur mikið verið rætt
um námslánin upp á síðkastið,
enda örugglega ástæða til Eg'
efast ekki um að vandamálin
eru stór h.já námsfólkinu og þá
sérstaklega fjölskvldufölki,
þar sem ef til vil! bæði hjónin
eru við nám. En mig langar að
vekja athygli á öðru vandamáli.
Það er vandamál alþýðunnar,
þ.e. mín og hundruða annarra.
Ég er tvítug húsmóðir með 2
börn. Maðurinn minn er lærður
iðnaðarmaður og skyldi maður
þá ekki ætla að við gætum lifað
mannsæmandi iífi af launum
hans? Hann er þó alltaf lærður
og hefur að margra mati bara
dágott kaup. En ég ætla hér
með opinberlega að leiðrétta
þennan misskilning. Við lifum
nefnilega hreint ekki mann-
sæmandi lífi. Þegar búið er að
greiða húsaleigu, húsgjald, raf-
magn og hita, plús öll önnur
gjöld, hrekkur kaupið varla
fyrir mat. Endarnir ná kannski
saman, ef unnin er kvöld- og
helgarvinna. Árangurinn er
dauðþreyttur og ergilegur
eiginmaður en samt ekkert
sparifé.
Tíðarandinn er sá að allir
vilja eignast þak yfir höfuðið.
En hver hefur efni á því? Það
er hægt með því að steypa sér í
skuldir upp fyrir haus. Þræla
dag og nótt næstu tíu til
tuttugu árin. Framtíðin blasir
við fremur ógnvekjandi. Hús-
gögn og þvíumlíkt lætur maður
sig ekki dreyma um, allt á að
bíða betri tíma. Betri tima.
Hvenær verður það? Eg þekki
fjöldann allan af ungu fólki,
sem nýlega hefur byrjað
búskap, og alls staðar er sama
sagan. Skuldir á skuldir ofan,
allt of litlir peningar og hvern-
ig eiginlega éndar þetta allt
saman?
Æ ofan í æ heyri ég fólk tala
um að flytja til Svíþjóðar eða
Noregs, t.d. Og nú er svo komið
að ég og maðurinn minn erum
byrjuð að planleggja flutning.
Það er ekki sársaukalaust að
yfirgefa landið sitt, vini og ætt-
ingja og ekki sízt foreldrana,
sem einnig með söknuði sjá á
bak barnabörnum sínum yfir
hafið og í fjarlægt land. Og
auðvitað dreymir okkur öll um
að ala börn, duglega krakka,
sem mættu verða til gagns bæði
landi og þjóð. En nú er það bara
draumur. Hér er ekki hægt að
búa.
Ég hef ekki áhuga á að fá allt
upp i hendurnar fyrirhafnar-
aust. Langt frá því. Hér er bara
enginn millivegur. Ég vildi
óska að ég ætti passlega stóra
íbúð, fallegt og notalegt heimili
handa manni mínum og börn-
um. En því miður sjáum við
ekki fram á annað en skuldir og
basl, mörg ár fram í tímann. Og
það setur víst ábyggilega sín
mörk bæði á foreldra og börn.
Eg hef ekki áhuga á að fórna
líkamlegri og andlegri heilsu
fyrir hús og bíl. Þess vegna
erum við nú sennilea á förum.
Ég vona bara að þeir sem
stjórna hér á landinu okkar sjái
að sér áður en þeir sjá á bak allt
of mörgu ungu fólki, sem fer i
leit að betri lífskjörum. Það
hlýtur að vera mikils virði
að halda í unga fólkið og það er
sorglegt að það skuli þurfa að
fara héðan af illri nauðsyn. Og
þó ég hafi ekki mikið vit á
pólitík, hef ég þó réttlætis-
kennd. Eg kem ekki auga á
nokkurt réttlæti hér á landi.
Það er ekki nóg að hrósa sér af
mikilli vinnu heldur þarf
mannsæmandi laun fyrir hana
líka.“
Timburmannahugleiðing:
Hitt og þetta úr ýmsum áttum
Erla skrifar:
Ja, hún ér merkileg þessi
Hótel Jörð. Hér gónum við og
göpum upp í hvers manns kjaft.
Einn vill þetta og annar hitt.
Alltaf er eitthvað merkilegt að
gerast.
Núna eru t.d. sál vor og sómi
(ég meina þá Alþingi) nýtekin
til starfa aftur og gaman verður
að fylgjast með þeim krafta-'
verkum sem þaðan koma
(m.a.o., það er víst ljótt að
hæðast).
Jæja, allar syndir þínar
verða fyrirgefnar, stendur
einhvers staðar. Svo heyri ég
það líka stundum á sunnudags-
morgnum, þegar^ég er ekki að
drepast úr timburmönnum. Það
er annars skrýtið að allar
syndir okkar verði
fyrirgefnar.
Allt er nú í báli hjá náms-
Er nokkur skrýtið þótt fólk reyni að krækja sér í aukagjaldeyri og
noti hann til að fata sig upp? segir Erla.
fólki. Jú, víst er þetta léiegur
styrkur, en það er bara verið að
setja ykkur á sama bekk og
verkamennina um stund. Þegar
þið komizt til vits og ára munuð
þið hafa reynt hvað það er að
vera bara óbreyttur verka-
maður. En því í andsk... Iiggur
mér við að segja og segi, gerir
verkamaðurinn ekki meiri
kröfur?
Nú á að fara að herða eftirlit
með fatakaupum sem gerð eru
erlendis (þá á ég við svokall-
aðan smyglvarning). Er það
nokkuð skrýtið þótt fólk reyni
að krækja sér í aukagjaldeyri
og noti hann til að fata sig upp
erlendis? Skýringin liggur ljós
fyrir þegar maður hefur labbað
í bæinn og litið inn í táninga- og
tízkuverzlanir borgarinnar.
Að lokum. Húrra fyrir Al-
þýðuleikhúsinu.
Fyrsti og
annar
verðflokkur
— en það eru 4
gæðaflokkar á kjöti -
Guðjón Guðjónsson hafði sam-
band við DB:
„Mig langar að gera athuga-
semd við grein sem ber yfir-
skriftina „Annar flokkur ekki
til“ og birtist í DB þann 20.
nóvember sl. Þar er verið að
ræða um verðflokka á dilka-
kjöti og finnst mér þar gæta
misskilnings.
Eins og fram kemur í grein-
inni þá gætir þess misskilnings
að það séu til þrír verðflokkar á
kjöti. Þeir eru tveir. Aftur á
móti eru til fjórir gæðaflokkar.
I fyrsta verðflokk fara 1. og 2.
gæðaflokkur, en í annan
verðflokk fara 3. og 4. gæða-
flokkur.“
Lestu þetta Regína:
KENNARASTARFIÐ ER EKKIAÐEINS
UNNIÐ í KENNSLUSTOFUNNI
Kennari úr Reykjavík skrifar:
1 Dagblaðinu 10. og 17. nóv.
sl. eru birtar ritsmiðar eftir
Regínu á Eskifirði, sem mér
finnst rétt að svara vegna van-
þekkingar og misskilnings bréf-
ritara.
Regina segir í DB 10. nóv. að
hún hafi spurt réttindalausa
kennara, hvort þeir færu með
góðri samvizku í verkfall þann
8. nóv. en þeir svarað neitandi.
en sagzt fylgja fjöldanum.
Hvaða fjölda? Regína segir
nefnilega 17. þ.m. í DB að af 11
kennurum á Eskifirði sé aðeins
einn með réttindi. Aðgerðir
þann 8. nóv. voru skipulagðar
af kennarafélagi hvers skóla.
en ekki af neinum heildarsam-
tökum.
Það voru kennarar í Sam-
bandi íslenzkra barnakennara,
sem héldu fundi í skólum
sínum til að ræða málefni stofn-
ananna með sérstöku tilliti til
kjara og aðbúnaðar kennara, en
síðustu kjarasamningum
lyktaði nteð dómi, sent úlilokað
er fyrir kennara að sætta sig
viö. Með þessunt aðgerðum
voru kennarar einnig að mót-
mæla þvi að árlegur vinnutími
þeirra var lengdur um 8 daga
án þess að nokkur greiðsla
kæmi fyrir. Þessi lenging var
gerð með einhliða ákvörðun
Menntamálaráðuneytisins og
án samráðs við SlB. Þá mót-
mæltu kennarar ráðningu
fjölda réttindalauss fólks í
kennarastöður. enda mun eins-
dæmi að slikt sé leyft meðal
annarra stétta. Slíkt ýtir undir
léleg laun, sem aftur fælir fólk
frá kennaranámi og menntaða
kennara frá því að sækja um
kennarastöður. Einnig mót-
mæltu kennarar því hróplega
ranglæti. sem hvergi þekkist i
öðrum stéttum, að fullgilt emb-
ættispróf. sem tekið var fyrir
nokkrum árum, sé ekki metið
í launum til jafns við próf, sem
tekið er nú og veitir sömu rétt-
indi.
Ein stærsta villan i bréfi
Regínu lýsir vel hversu illa hún
er að sér í málefnum kennara.
en villan er sú, aó kennarar geli
unnið allt sumarið í öðrum
störfum og bætt upp laun sín.
Hún veit ekki að kennarar eiga
að skila 160 stundum i undir-
búning og námskeiðasetu að
sumrinu, enda þótt komið hafi
fyrir að kennarar hafi þurft að
bæta á sig einhverri sumar-
vinnu til að geta dregið frant
lifið. Þá bætist sú vinna, sent
þeir hefðu átt að vinna í þágu
kennslunnar á þeim tíma, bara
á vetrarstarfið sem aukinn
undirbúningur. Regína veit
heldur ekki að vinnuskylda
kennara í fullu starfi er 47
stundir á viku enda þótt
kennslustundirnar séu ekki svo
margar — kennarastarfið er
ekki aðeins unnið i kennslustof-
unni þótt Regína haldi það ef
til vi 11. Það er jafnvel hugsan-
legt að einhverjir þeirra. sem
ráða sig i kennarastöður án
þess að þekkja til starfsins.
HVAÐ GERIR RIKISSTJORNIN NÚ?
Henína. Kskifirði, skrifar:
..Knííin kennsla i barna- ojj
«a«nfra‘rtaskólanum i da«.
Trausti Björnsson skólastjóri
fór til Reykjavíkur a föstudajis-
kvöldió o jj auKlýsti í áður-
uroindum skóla aö kennsla félli
nióur þann H.l 1.
Kn hrinjídi í da« til réttinda-
lausra kennara o« spurói þá
hvort þeir færu meó jjóðri sam-
vi/ku i verkfall i dau Þeir
svöruóu allir neitandi en aó
þeir yróu aó fvlnja fjöldanum
Þennan eina réttindakennara
hér hitti éjj á förnum ve«i áóan
<)R spuröi hann sötnu ‘tuirn-
in«ar Hann svaraói hiklaust
játandi. Kl' kennarar þurfa aó
fara”’i verkfall þá held éu aó
flestar stéttir i okkar þjóófélaui
'þurfi þess. |»aö er hryjjjjilojjt aó
hujjsa til þess aó kennarar ls-
lands skuli hrjóta l«>« landsms
aó ástæóulausu. Þeir sem hafa
kaup allt ánó ou jjeta auk þess
linmö 2—mánuöi á ári til aó
hæta upp sin laun. Ilvaö mejja
verkamenn sejjja? Kf þeir
koma nokkrum minútum of
seint'er drejjiö af kaupi þeirra.
en hvað koma börnin oft lieim
úr skólanum af þvi aó kennsla
fellur nióur i einn ojj einn
tima ’ Kjj veit ekki annaó en
kennarar lái fullt kaup þó þeir
fái fri einn (ijj einn tíma ofj séu
fjarverandi i marjja kennslu-
dajja. Kjj vil spyrja. eru rétt-
indakennarar ölyjjnari þjóó-
félajjsþejjnar en réttindalausir?
Lýóræóió vejjur salt í okkar
þjóófélajji. Ríkisstjörnin er
marjjhúin aó lýsa því yfir að
þjóóarbúió þoli enjjar kaup-
hækkanir. Vió menntafólk vil
éjj sejjja þetta Verió sem lenjjst
. i setuverkfalli ojj svipur á
ykkar eijjin skrokk. Menntafólk
þarf enjja styrki meóan nójj er
atvinna í okkar þjóðfélajji ein.>
ojj hefur verið sí. 25—30 ár.
Mín tillajja er sú aó allir skóla-
stjórar og kennarar. sem eru i
verkfalli i dajj. verði leystir frá
storfum frá oj; meó 5/11 sl. Þeir
eru húnir að brjóta landslöjj ojj
jjanjja á undan með slæmt for-
dæmi oj; eijja þar af leiðandi
ekki heimtinjju á kaupi frá
5/11. Kennarar hefðu gott af
þvi aó vita hvernijj þeir jjætu
lifað af launum verkamanna.”
Ungir nemendur i harnaskóla i
Reykjavik hlusta hér á löjj-
rejjluþjón sem er aö kenna
þelm umferðarrejjlurnar.
haldi það líka og ráði sig á þeim
forsendum. Kennarar eru
þannig búnir að „vinna af sér“
meira en þann mánuð, sem
eftir er þegar eins mánaðar
sumarleyfi, námskeið og undir-
búningur að sumrinu er frá
talið.
Regína fjargviðrast út af því,
sem hún kallar lögbrot kennara
þann 8. nóv., er kennarar héldu
fundi í stað þess að kenna. Væri
ekki nær að ræða um það hvort
Menntamálaráðuneytið er ekki
að brjóta lög með ráðningu alls
þessa réttindalausa fólks? Er
það ekki öllu alvarlegra mál?
Er það ekki brot á mannréttind-
um, þegar Menntamálaráðu-
neytið ákveður einhliða með
reglugerð að lengja vinnutíma
kennara um marga daga árlega
án þess að tryggja það að greitt
verði fyrir? Er ekki frekar
ástæða til að mótmæla slíku
gerræði en re.vna að gera
aðgerðir þeirra, sem því eru
beittir, tortryggilegar í augum
almennings?*)
Næst. þegar Regína tekur sér
penna í hönd til að kveða upp
dóm í málum, sem hún telur
sér viðkomandi, ætti hún að
kvnna sér málavöxtu f.vrst.
*) Aðdróttanir aó kennarastétt-
inni vegna þess að kennarar
geti verið fjarverandi dögum
saníán og sent börnin heim að
þvi er virðist aó eigin geðþótta
eru ósmekkleg vitleysa og ekki
til að prýða ritsmið Reginu,
enda hvgg ég að vart finnist
stundvisari og samvizkusamari
stétt í landinu.
V