Dagblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976. 3 Innihaldið fyrsta flokks —■ en brösulega gengur að opna dósirnar Jón Einarsson skrifar: „Ég sendi ykkur hér meö dós af sardínum í tómat sem ég keypti fyrir skemmstu. Ég reyndi að opna hana meö þeim lykli sem var ætlaður til þess, en ég hafði ekki árangur sem erfiði. Mig minnir að fyrir um 20 árum hafi erlent fyrirtæki neitað viðtöku og krafizt skaóa- bóta vegna gallaðra dósa. Eg man ekki hvaða fyrirtæki átti í hlut, en það skiptir ekki máli. Það er hræðilega ergilegt að komast ekki að innihaldi dósanna, sem er mjög gott. Varan er fyrsta flokks, en um- búðirnar eru fyrir neðan allar hellur." InnihaUiið or alveg frábært, en það eru bara umbúðirnar sem koma í veg fyrir að hægt sé að njóta þess. DB-mynd Bj.Bj. Miklu auðveldara að „veiða” karlmenn -þeir kosta ekki einu sinni einn sjúss Tvær á Akureyri skrifa: „Þegar við lásum grein sem OUT skrifar í Dagblaðið um ^amanburð á kostnaði á íslenzk- um og nigerískum stúlkum, gátum við ekki orða bundizt. Rætt er um að konur séu ódýrar, það er að auðvelt sé að fá þær með sér í rúmið. En hafið þið hugleitt hvað það kostar að fá íslenzkan karl- mann með sér í rúmið? Ekki einu sinni einn sjúss! Er ekki kominn tími til að það sé talið jafneðlilegt að konur þjóni sín- um hvötum á þessu sviði eins og karlmenn? Hvers vegna er sá karlmaður sem „veður í stelpum" álitinn mikiíl maður þegar stúlka sem „veður i karl- mönnum" er niðurlægð og talin lauslát? Og þó er alveg örugglega auðveldara að „veiða" karlmenn en öfugt. Þeir eru yfirleitt ekki vand- látari en konur nema síður sé. An þess þó að mæla með laus- læti, er ekki eðlilegt að jafn- rétti komist á, á þessu sviði sem öðrum? Sá tími ætti að vera liðinn þegar konan átti að að láta ganga á eftir sér og sína tregðu í samskiptum við hitt kynið, jafnvel þótt hún hefði bæði löngun og vilja. Ekki er hægt með nokkurri sanngirni að krefjast þess að konan standi bæði gegn sinni eigin löngun og karlmannsins." Nafnlaus lesendabréf fara í taugarnar á útvarps- og sjónvarpsmönnum — en þeir eru sjálfir með „nafnlausa” hlustendur í útsendingum sínum Það er oft kvartað yfir svo- kölluðum „nafnlausum" lesendabréfum í dagblöðunum. t haust voru ýmsir útvarps- og sjónvarpsmenn að þenja sig út af þessum „nafnlausu" sem virtust fara ógurlega í taugar þeirra. Það var í þættinum Ut og suður. í sama þætti komu fram „nafnlausir" hlustendur og við það höfðu hinir sömu ekkert að athuga. Hlustendur voru „teknir tali“ í síma víðs vegar á landinu. Sumar spurningarnar sem þeim var gert að svara Raddir lesenda voru meira að segja þess eðlis, að ef ekki lá ljóst fyrir hvaðan af landinu viðkomandi var, var svarið alveg út i hött (Það var verið að spyrja um hvernig heyrðist í útv./sjónv. og ýmis- legt fleira i þeim dúr). Mig minnir að það hafi verið Eiður Guðnason sem var einna svekktastur út í þessa „nafn- lausu." Það er dálítið kyndugt, því sjónvarpið gerir mikið að því að taka „nafnlaust" fólk tali á giitum úti. Það er líklegast með þetta mál eins og önnur, það er ekki sama Jón og séra Jón. Það er nú kannske orðið of langt síðan þessi umræddi útvarpsþáttur var fluttur til þess að fara að ergja sig út af honum, en ég get ekki stillt mig um að láta i ljós undrun mína yfir því sem þar kom fram. Dagskrarmenn sjónvarpsins viðurkenndu í áðurnefndum þætti, að áhorfendur sendu sjónvarpinu gagnrýni — En það var á þeim að heyra að engin ástæða væri til þess að taka tillit til óska þeirra. Eg man ekki greinilega hvernig orð fellu en það var engu líkara en fólkið væri fyrir sjónvarpið en ekki.eins og maður hefði haldið, sjónvarpið f.vrir fólkið. Annars er alls ekki hægt að segja að allt sem flutt er í sjón varpi sé lélegt. Margt er alveg ágætt, og að sjálfsögðu, og sem betur fer, er smekkur fólks mis- jafn. Það getur engínn ætlazt til þess að hann hafi ánægju af öllu efni sem flutt er í dagskrá útvarps og sjónvarps. I þættinum Á seyði, laugar- daginn 13. nóv.,var enn á ferð- inni upptaka við „nafnlausa" vegfarendur. Mér fannst spyrj- andinn einungis vera að reyna að fá fram óánægju fólks með það efni sem flutt væri bæði i útvarpi og sjónvarpi. Fólk er nú annars mjög skrítið þegar það lætur í ljósi skoðanir sínar: Ein stúlka sagði að dagskrá útvarpsins væri svo „ofsalega leiðinleg." Þegar átti síðan að skilgreina nánar hvað það væri sem væri svona fúlt, kom i ljós að hún hlustaði aldrei á útvarp. Svo var um fleiri. Hvernig er hægt að halda því blákalt fram að útvarpsdagskrá sem aldrei er hlustað á sé leiðinleg? Mér er ekki grunlaust um að útvarpsdagskrá sé nokkuð sem maður þarf að venjast, ef svo má segja. Þegar hlustað er á útvarp að staðaldri í dálítinn tíma verður þaö svo að segja partur af manns daglega lífi og maður vill helzt ekki missaaf því. Það ma liklega segja það sama um sjónvarpsdagskrána. En ef ég ætti að velja á milli ríkisfjölmiðlanna myndi ég hik- laust velja útvarpið, þótt sjón- varpið geti oft stytt ntanni stundir. því er ekki að neita. „Nafnlaus" lesandi. Ætlarðu að taka þér vetrarfrí? Hálfdán Helgason: Nei, og ég tók ekki neitt sumarfrí í sumar. Ég má hreinlega ekki vera að því. Halldór Vigfússon: Nei, ég tek mitt frí á sumrin og ferðast þá um landið. Sigursteinn Hersveinsson: Nei, það fer lítið fyrir fríi hjá mér þ.etta árið. Ég notaði sumarfríið mitt til þess að sejast á skólabekk í sumar. Guðmundur Hauksson: Nei, en mér lízt ágætlega á nugmyndina að skipta fríinu í tvennt og taka vetrarfrí. Emil Þór Sigurðsson: Nei, ég tók mitt frí í sumar. Annars lízt mér mjög.vel á þá hu^mynd að skipta fríinu í tvennt. Manuel Arjona- Nei. ég tók mitt frí i sumar. Það er hægt að taka fri á veturna ef maður hefur efni á þvi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.