Dagblaðið - 25.11.1976, Side 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976.
Forstjóri Innkaupastofnunar
ríkisins:
J „Ollum er frjálst
að kynna sér efni tilboöa
þau hafa veriö opnuð”
,,Það kemur fyrir í svo sem
eitt skipti af hverjum tuttugu
að við höfnum öllum tilboðum
sem hafa borizt i tiltekið verk
sem við höfum boðið út,“ sagði
Asgeir Jóhannesson forstjóri
Innkaupastofnunar rikisins, er
Dagblaðið innti hann eftir
frétt, sem birtist í Timanum i
gær. Þar kemur fram, að Inn-
kaupastofnunin hafi hafnað
tveimur tilboðum i ákveðið
verk, en síðan gefið þriðja aðii-
anum kost á þvi að vinna verk-
ið. eftir að hafa kynnt honum
tilboðin sem bárust.
I frétt Timans segir meðal
annars, að þarna hafi verið um
að ræða útboð Innkaupastofn-
unar ríkisins á smíði innrétt-
inga i eðlis- og efnafræðistofu
Kennaraháskólans. Tveir aðilar
buðu í verkið, — Tréval og
Hjálmar Þorsteinsson. 1 frétt-
inni segir, að maður frá Tré-
smiðjunni Asi í Kópavogi hafi
verið viðstaddur, þegar tilboð
þeirra voru opnuð.
Tilboðunum var báðum hafn-
að, en þáverandi framkvæmda-
stjóra Trévals mun vera
kunnugt um, að Innkaupastofn-
unin hafði stuttu siðar sam-
band við Trésmiðjuna Ás og fól
henni siðan verkið. Að sögn
Timans var verkið boðið út árið
1975.
Ás vann verkið fyrir 38%
lœgra verð en lœgra
tilboðið hljóðaði upp ó.
„Þetta ártai er ekki rétt,“
sagði Ásgeir Jóhannesson i
samtali við Dagblaðið. „Þetta
verk var boðið út árið áður, þ.e.
1974 og tilboðin opnuð í sept-
ember það ár.
Ástæðan fyrir þvi, að við
höfnuðum tilboðunum tveimur,
er sú, að tækniráðgjafi Inn-
kaupastofnunarinnar taldi þau
bæði of há og vinnslutiminn,
sem lægra tilboðið bauð upp á,
væri of langur, — eða 3-4 mán-
uðir. Trésmiðjan Ás vann verk-
ið hins vegar á 3-4 vikum og
fyrir 678.460 krónur. Lægra til-
boðið hljóðaði upp á 940.000
krónur þannig að Ás gat unnið
verkið fyrir 35% lægri upphæð
og á 2-3 mánaða skemmri tíma.“
Hver sem er mó vera
viðstaddur, er tilboð
eru opnuð.
Ásgeir Jóhannesson kvað
ekkert óeðlilegt við það, þó að
maður frá Trésmiðjunni Ási
hefði verið viðstaddur, er til-
boðin voru opnuð. Það væri öll-
um frjálst. Eftir að tilboð hefðu
verið opnuð væri öllum frjálst
að kynna sér skilmála þeirra.
„Satt að segja er svo langt
siðan þetta gerðist, að mig rek-
ur ekki minni til að nokkur hafi
verið viðstaddur frá Trésmiðj-
unni Ási, en það er hins vegar
aukaatriði," sagði Ásgeir. „Hitt
skiptir meira máli, að við buð-
um verkið út og hlittum i öllu
islenzkum staðli, ÍST 30, um
meðferð tilboða.
Við höfnuðum tilboðunum
tveimur bréflega þann 16. sept-
ember 1974 og gengum síðan
frá framkvæmd verksins við
Trésmiðjuna Ás 10 dögum
siðar.“
Ásgeir Jóhannesson vildi
bæta þvi við að lokum, að ekki
hefði komið fram i undirrit-
uðum bókunum þeirra, sem
voru viðstaddir opnun tilboð-
anna, að nokkuð hafi verið
óeðlilegt þar. Þá hefðu full-
trúar Trévals og Hjálmars Þor-
steinssonar ekki gert neina
athugasemd við návist fulltrúa
Áss, — hafi hann þá nokkurn
tima verið viðstaddur. -ÁT-
Smiðjustígurinn f ær andlitslyftingu
fm" *
Gamalt hús hvarf og í Ijós kom
minnsta torg Reykjavíkur og 700
fermetra sýningarsalir húsgagna
í nær 50 ára gömlu húsi
-
Ymsir hafa að undanförnu veitt
athygli nýstárlegum breytingum
við Smiðjustiginn i Reykjavik.
Gamalt hús við götuna hvart
skyndilega og að baki hefur
annað gamalt hús tekið miklum
breytingum og fengið sérkenni-
lega andlitslyftingu. Þetta er
gamla smiðaverkstæði Húsgagna-
verzlunar Kristjáns Siggeirssonar
h.f. Það hefur nú verið dubbað
upp aó innan sem utan og mun
það vekja athygli og undrun
margra. Þarna fær þessi lands-
þekkta húsgagnaverzlun 700 fer-
metra viðbótarsvæði til að sýna
framleiðslu sína og ódýr innflutt
sænsk húsgögn sem einkum eru
ætluð ungú fólki og unglingum.
Þótt gamla smíðaverkstæðið sé
nú orðið nýstárlegt bæði að innan
og utan, og þótt fólki kunni að
þykja húsgögnin þar girnileg, þá
mun rýmið eða „torgið“ milli
hússins og Smiðjustigsins ekki
vekja minnsta ath.vgli. Þar hefur'
sömu smekkvísi verið beitt við
allar húsbreytingarnar.
Á efri hæð hinna nýju sýn-
ingarsala er sérdeild f.vrir skrif-
stofuhúsgögn. Þar er mikið úrval
skrifborða, i öllum stærðum og
ýmsum litum, fundarborð, skrif-
stofusófar, margar gerðir skápa.
Þannig litur þetta út við Smiðjustig 6. Minnsta torg Reykjavíkur og gamla húsið sem fékk andlitslyft-
ingu.
Nýtt og glæsilegt
SP0RT MAGASÍN
0PNAR Á M0RGUN
FÖSTUDAG
í HÚSI LITAVERS VIÐ
GRENSÁSVEG -
NÆG BÍLASTÆÐI
Sportmagasíniö
G0ÐAB0RG HF.
Símar 81617 og 82125
sem raða má santan á ótal vegu i
stórar og smáar heildir. Eru þetta
svonefnd ..Varia" húsgögn sem
fyrirtækið framleiðir. Eru þau
svo vinsæl að nú hafa 45 þúsund
húsgögn verið seld eða álika mörg
og fjölskyldur eru á íslandi. Yms-
ar aðrar skápa- og geymslueining-
ar er þarna að finna.
A neðri hæðinni eru svonefnd
„Innovator" húsgögn frá Sviþjóð,
nýjung hér á landi. Þau eru oft
nefnd „pakka-húsgögn" og eru
mun ódýrari en venjuleg húsgögn
hér. Séu þau keypt i pökkum og
setji kaupendur þau saman sjálf-
ir. fá þeir 5% verðafslátt.
Kristján Siggeirsson hefur um
árabil verið einn stærsti hús-
gagnaframleiðandi hérlendis.
Margar vörur firmans eru vel
kunnar og vinsælar. Áður eru
nefnd Varia-húsgögnin en auk
þess má nefna Mekka-
skápasamstæðuna. Novis-
heimilissamstæðuna og Zontbi-
töfraborðið fyrir allt og ekkert
Fyrirtækið hefur sennilega
framleitt fleiri skrifborð en nokk-
urt annað islenzkt fyrirtæki og
eru þau i stofnunum og á heimil-
um um allt land. Sama er að segja
um geymsluskápana. Nú bætist
við ný gerð af stól sent Hjalti Geir
Kristjánsson hefur hannað en
hann er i senn fundarstólí og
skrifborðsstöll.
Verkstæði firmans er nú i 2400
fermetra sölum við Lágmúla. Þar
Hjalti Geir og Jón Helgason
verzlunarstjóri i „pakka-
húsgagnadeildinni" sem einkum
er ætluð ungu fólki og táningum.
-DB-mvnd Bjarnleifur.
starfa um 30 manns. Nýjar vélar
hafa verið ke.vptar sem auka
framleiðsluna um 30%. 15 manns
vinna á Laugavegi 13 og er skrif-
stofa og verzlanir á tveimur hæð-
um og nú að auki að Smiðjustig 6 i
nálega 700 fermetra húsnæði.
Þarna var verkstæðið i 30 ár.
Veggklæðning innanhúss er enn
hin santa i húsinu. plægð fura.
sem nú hefur verið sandblásin og
setur sérstæðan blæ á salina.
Verzlunarstjóri er Jón Helgason
en framkva'indastjóri Hjalti Geir
Kristjánsson.
-ASt.