Dagblaðið - 25.11.1976, Side 9

Dagblaðið - 25.11.1976, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1976. 9 Það verður sumar altt árid ínýja Kringlubænum „Þróunarstofnun Reykjavik- ur hefur í mörg ár unnið að endurskoðun aðalskipulagsins frá 1965 undir yfirstjórn skipu- lagsnefndar Reykjavíkur, sem hefur rætt allar tillögur og hug- myndir jafnóðum og þær hafa komið fram.... Skipulagsneínd borgarinnar hefur afgreitt hið nýja aðal- skipulag að sínu leyti og nú ér það borgarráðs og borgarstjórn- ar að samþykkja það endan- lega.“ Þetta sagði Birgir ísteifur Gunnarsson m.a. við opnun á Skipulagssýningu Reykjavikur að Kjarvalsstöðum i gær. Þar gefst borgarbúum kostur á að k.vnna sér íramtiðaráætlanir um skipulag borgarinnar, eins og það er sett fram á þessari sýningu, fram til ársins 1995. Aður en borgarráð og borgar- stjórn fjalla um hið nýja skipu- lag geta borgarbúar komið á framfæri hugmyndum sinum um breytingar. Það er mjög margt að sjá á sýningunni og meðal þess sem vakti forvitni okkar var nýi miðbærinn við Kringlumýrar- braut. Hann afmarkast af Miklubraut að norðan, Hvassa- leiti og Háaleitisbraut að aust- an, Bústaðavegi að sunnan og Kringlumýrarbraut að vestan. Um 30 þúsund manna ibúða- svæði umlykur þetta svæði. Þar eru settar fram hug- myndir um göngugötur, sem verða alveg aðskildar vélknú- inni umfer'ð og verða þær yfir- byggðar með glerþaki. Það rignir hvorki né snjóar á fólk sem mun eiga leið um þennan nýja miðbæ. Hitinn verður um 18 gráður og alls konar skraut- jurtir suðlægra landa verða vegfarendum til augnayndis. Meðfram götunum verða svo verzlanir af ýmsu tagi og alls konar þjónustufyrirtæki. I nýja miðbænum verða svo alls konar menningarstofnanir, t.d. borg- arleikhús, borgarbókasafn, út- varp og sjónvarp. Gert er ráð fyrir heilmiklu gróðurtorgi sem er ætlað til alls konar útivistar og þar ætti að vera hægt að efna til hljóm- leika og jafnvel leiksýninga. Blikkbeljurnar koma þarna hvergi nærri, þær verða geymd- ar neðanjarðar. -KP. A Eskifirði eru menn bólusettir heima Það er ekki annað hægt en að hrósa læknaþjónustunni hér á Eskifirði. Fyrir nú utan hvað læknirinn er góður þá gengur, já gengur á tveimur jafnfljótum, hún Sigurborg héraðshjúkrunar- kona i hús á kvöldin og er búin að bólusetja við svinainflúensu flest fólk sem komið er yfir sextugt og einnig öryrkja. Þetta er til þess að vinnutap verður ekki hjá mönnum, en hér eru allir á kafi i vinnu. Það er eitthvað annað en hjá ykkur höf- uðborgarbúum þetta með bólu- setninguna. Hér þarf ekki einu sinni að fara neitt. Það er bara komið heim að dyrum með bólu- efnið. Til fróðleiks skal þess getið að á Eskifirði búa um 1 þús. manns. Regina. I nýja Kringlubænum verður Rikisútvarpið meðal annarra stofn- ana. Kári Jónasson fréttamaður hjá útvarpinu virðir fyrir sér teikninguna af nýja húsinu. Runtal-ofnamálið: ,Runtal-0fnar HF. á réttinn samkvæmt samningi’ — segir lögmaður Guðrúnar Vegna frétta Dagblaðsins varðandi fyrirtækið Runtal- Ofna hf. í Reykjavík. þar sem þau Birgir Þorvaldsson og Guð- rún Einarsdóttir eru hluthafar að jöfnum hlutum, svosemstað- fest hefur verið á grundvelli Hæstaréttardóms i sambandi við búskipti á milli þeirra, hef- ur lögmaður Guðrúnar Einars- dóttur komið að máli við blaðjð. Eftir atvikum telur hann rétt, að það komi fram, að Guð- rún liti svo á, að leyfissamning- ur við Runtal Holding Company S.A. i Sviss, sé gerður við Runtal-Ofna hf., en ekki Birgi Þorvaldsson persónulega. I frétt i DB i gær heldur Birgir þvi hins vegar fram, og til stuðnings þeirri staðhæfingu vitnar hann, einnig i DB i gær, i bréf dags. 26.4.1976 frá Runtal Holding Co. A.S. Leyfissamningur sá, sem hér um ræðir, var, aðsögnlögmanns Guðrúnar, upphaflega gerður á miðju ári 1965, tæplega hálfu ári áður en Runtal-Ofnar hf. var stofnað. Átti samningurinn þá að vera við Vélsmiðjuna Járn hf„ þar sem Birgir Þor- valdsson var aðalhluthafi. Hins vegar var hann þá að gera ráð- stafanir til að selja það fyrir- tæki, og bar þvi fram þá ósk, að samningurinn yrði við sig per- sónulega. Var það staðfest með bréfi frá Runtal Holding 22. júlí 1965, að svo skyldi vera. Þegar Runtal-Ofnar hf. var svo stofnað i árslok 1965, gerð- ist það aðili að samningnum. Hefur það fyrirtæki meðal annars greitt öll Ieyfisgjöld, sem greidd hafa verjð sam- kvæmt honum til þessa dags, að sögn lögmannsins. Við breytingar, sem gerðar voru á þeim samningi 1968 og 1971, var sérstaklega staðfest, að félagið, þ.e. Runtal-Ofnar hf„ væri aðili að honum. Síðari breytingarsamningurinn, þ.e. frá 1971, lá frammi í dómsmáli þvi, sem áður var greint frá. Segir i fyrirsögn þess samn- ings, að um sé að ræða „breyt- ingu á leyfissamningi frá 1. ágúst 1965, milli Runtal Holding Company S.A. (Runtal Holding), Nauchatel, Sviss og Runtal-Ofnar hf. (Runtal Ice- land), Siðumúla 17, Reykjavík, Islandi, undirritaða af hr. E. Runte fyrir hönd Runtal Holding og af hr. Birgi Þor- valdssyni fyrir hönd Runtal- Ofna“. Eru undirskriftir á samningnum i samræmi við þetta, þ.e. milli félaganna, en ekki persónulega. Fyrri breytingarsamninginn lagði Birgir Þorvaldsson ekki fram i áðurgreindu dómsmáli, en Guðrún Einarsdóttir hafði undirritað hann með honum af hálfu Runtal-Ofna. Að sögn lögmannsins er Guð- rúnu að sjálfsögðu kunnugt um bréf það frá Runtal Holding, sem vitnað var til í frétt Dag- blaðsins i gær. Hins vegar Iitur hún svo á, að þar sé um að ræða misskilning eða mistúlkun á leyfissamningnum, þar sem hvorki Birgir né Runtal Holding geti breytt þvi eftir á, sem gert var á löglegan hátt með ofangreindum breytingar- samningum. BS. Tröllabingó Tröllabingó KR-inga verður í kvöld 25. nóvember, í Sigtúni. Húsið opnað kl. 20.00. Forsala á aðgöngumiðum verður í KR-húsinu við Frostaskjól. Heildarverðmæti vinninga kr. 700.000, þar á meðal 5 utanlandsferðir. KR-Tröllin

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.