Dagblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976.
Kanada:
Sovézkum flugmálasendi-
fulltrúa vísaö úr landi
Kanadíska utanrikis-
ráðuneytió í Ottawa hefur
beðið aðstoðarflugmálasendi-
fulltrúann við sovézka sendi-
ráðið að hverfa úr landi.
Var Vladimir Vassiliev
majór við sendiráðið
úrskurðaður sem persona non
grata vegna starfsemi sinnar,
sem ekki félli undir ákvæði um
sendiráðsstarfsmenn. Ekki var
farið nánar út í þá sálma. Sam-
kvæmt heimildum úr utanríkis-
ráðuneytinu, er búizt við því, að
Vassiliev fari úr iandi fyrir
helgina.
Árið 1965 var tveimur
sovézkum sendiráðsstarfs-
mönnum visað úr landi fyrir
njósnir. Höfðu mennirnir reynt
að múta fólki til að láta þeim í
té hernaðarupplýsingar. Árið
áður hafði fréttaritara dag-
blaðsins Izvestia verið visað úr
landi fyrir atferli sem ,,er alls
ekki í sambandi við störf blaða-
rnanna". Að sögn ríkis-
stjórnarinnar hafði hann reynt
að stunda iðnaðarnjósnir.
1961 var hernaðarsendi-
fulltrúa sendiráðsins visað úr
landi er uppvíst varð, að hann
hafði tekið á móti leynilegum
upplýsingum.
1 fyrra vísuðu yfirvöld í
Kanada kínverskum sendiráðs-
starfsmanni úr landi og var það
sagt öryggisráðstöfun.
lan Smith:
„Engin lausn á
þessu ári”
Ian Smith, forsætisráðherra
Rodesíu, hefur algjörlega útilok-
að möguleika á því, að árangur
náist fljótlega á ráðstefnunni um
framtíð Rodesíu í Ccnf, einmitt,
er vonir höfðu glæðzt um að svo
yrði.
„Við munum ekki finna lausn í
samningunum á þessu ári,“ sagði
hann við fréttamenn í gærkvöldi.
,,Til þess er tíminn of naumur."
Smith hitti fréttamenn að máli
eftir fund sinn með Ivor Richárd,
formanni ráðstefnunnar og
Richard sagði í óvenjnlega svart-
sýnum tón af honum að vera,
„þetta getur tekið lengri tíma, en
við héldum.“
Bretland: _ Samkomulag
innan stjómarinnar
um ráðstafanir í
efnahagsmálunum
skilyrði fyrir 3.9 milljarða
dollara láni.er Bretar þiggja
hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
pessi tíðindi spuroust út í
London eftir að brezka ríkis-
stjórnin hafði i gær komizt að
samkomulagi um efnahags-
ráðstafanir sínar án þess að það
leiddi til afsagnar einstakra
ráðherra eins og raunar virtist
mögulegt um tíma.
Fundur stjórnarinnar í gær
var hinn áttundi, sem haldinn
er um efnahagsástandið_síðan
fulltrúar Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins komu til London fyrir
mánuði síðan til að ræða um
lánskjörinog kynna sér efna-
hagsástandið í Bretlandi.
Talið er líklegt að niður-
skurður fjárlaga verði ofarlega
á blaði í sparnaðaráætlun
Healeys. Ekkert hefur þó verið
látið uppi um fyrirhugaðar
aðgerðir, en haft er eftit
kunnugum, að óbeinir skattar
muni hækka nokku<ýog komi sú
hækkun til framkvæmda þeg-
ar eftir jól.
Denis Healey, fjármála- nýjum sparnaðarráðstöfunum
ráðherra Bretlands, mun á brezku stjórnarinnar, þar sem
miðvikudaginn gera grein fyrir hún hefur komið sér saman um
Denis Healey. fjármálaráðherra Bretlands.
PELSARIURVALI
Hlý og falleg jólagjöf sem vermir. Ath. Góðir
greiösluskilmálar. Opið í dag föstudag til kl. 8. Laugardag til kl. 6.
Njólsgötu 14
Sími 20160.
sportmagasín á tveimur hæðum í húsi Litavers við Grensásveg 22
Til jólagjafa:
Allar tegundir af íþróttafatnaði, íþróttatöskum og
íþróttaskóm.
Allt fyrir hestamenn, reiðtygi, spaðahnakkar á kr.
29.00Ó,-, reiðstígvél.
Snjóþotur — Skíði — Skautar og sleðar
Ódýru barnaskíðin kr. 3.775.- settió.
Fótboltaspil — Bobbspil — Datspil
Björgunarvesti með kraga
Allt fyrir sport- og veiðimenn.
Sportmagasínið Goðaborg hf.
Sími 81617 - 82125