Dagblaðið - 10.12.1976, Side 10
10
DACHI.AÐIÐ KÖSTUIMCUR 10. DKSKMBKR 1976.
írjálst, úháð dagblað
Útgefandi DagblaAiö hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjansson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aöstoöarfróttastjóri: Atli
Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrimur Pálsson.
Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingolfsdottir, Gissur
Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Johanna Birgisdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kristin
LýÖsdóttir, Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson. Lfósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur
Bjarnleifsson, Sveinn Þormóösson.
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Áskriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. Í lausasölu 60 kr. eintakiö.
Ritstjórn Síöumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiösla Þverholti 2, simi 27022.
Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19.
Misheppnað undanhald
Skipulagssýning Reyk.javíkur á
Kjarvalsstöðum ber nokkur merki
gagnrýninnar á svonefndar blikk-
beljur, sem hefur verið í ti/ku á
undantornum árum. Sú uagnrýni
ristir þó ekki dýpra en svo, að
höfunclar hennar stiga gjarnan
upp í einkabíla sína að reiðilestri loknum.
Peningaleg rök eru fyrir því, að notkun
strætisvagna eigi að aukast á kostnað notkunar
einkabíla. Taprekstur strætisvagnanna felur
líka í sér viðurkenningu borgaryfirvalda á því,
að notkun þeirra sparar borginni gerð umferð-
armannvirkja.
Ef skipulagsmenn telja svo, að þessi peninga-
legu rök skipti mestu máli, vaða þeir í villu og
svima. Einkabíllinn er annað og meira en flutn-
ingatæki. Hann er sálrænn og félagslegur hluti
nútímamannsins. Þetta meginatriði málsins
verða menn að viðurkenna, þegar þeir skipu-
leggja borgir.
Þróunarstofnun Reykjavíkur treður bíleig-
endum ekki upp í strætisvagna með því að
skera niður áætluð bílastæði í gamla miðbæn-
um úr einu stæði á hverja 50 fermetra gólfflat-
ar í eitt stæði á hverja 150 fermetra gólfflatar.
Menn munu áfram þrjózkast um á einkabílum í
umferðarteppunni, hvað sem yfirvöldin segja.
Þetta er líka reynslan erlendis, þar sem ástand-
ið er verra en hér.
Auðvitað verður að bæta strætisvagnakerfið
og reka það áfram með tapi, þótt ekki sé nema
fvrir börnin og gamla fólkið. En það er ófært,
að skipulags.vfirvöld leggi á flótta undan blikk-
beljugagnrýninni og taki að fækka bílastæðum.
Meið slíku er einungis verió að skipuleggja
umferóaröngþveiti í framtíðinni.
Auka þarf flutningsgetu Skúlagötu og Hring-
brautar frá því, sem sýnt er á skipulagssýning-
unni, óg reisa vió Hverfisgötu nokkur bíla-
geymsluhús, sem ekið sé inn í frá Skúlagötu.
Þar með er hindrað, að umferðarþunginn frá
Skúlagötu stífli hinar þröngu götur gamla mið-
bæjarins og spilli svip þeirra. Úr slíkum bíla-
geymsluhúsum er svo unnt að hafa innangengt
í yfirbyggða göngugötu framtíðarinnar á
Laugavegi.
Aðrar breytingar umferöarmála á sýning-
unni eru yfirleitt til bóta, til dæmis fráhvarfið
frá tengingu Túngötu við Grettisgötu. Það er
ekki rétt að slíta gamla miðbæinn mikið í
sundur meö bílaumferð. Undantekningin er
Lækjargatan, enda háttar landslagi þar svo, aö
þægilegt er að koma fyrir brúm fyrir gangandi
fólk milli holts og kvosar.
Skipulag borga hefur löngum veriö háð alls-
konar dellum og tízku. Blikkbeljugagnrýnin er
þar í flokki. Hún tekur ekki tillit lil sálrænna
og félagslegra þarfa nútímamannsins, þótt hún
líli vel út á öðrum sviðum. Ef skipuleggjendur
Reykjavíkur láta hugmyndafræði blikkbelju-
gagnrýnenda loka augum sínum fyrir heil-
brigðri skynsemi, er voðinn vís. Þá kafnar
gamli miðbærinn í umferðaröngþveiti.
Skipuleggjéndur eiga að miða við fólk. eins
og það er í raun og veru. en ekki við fölk. eins
og það ætti að vera frá sjónarmiði blikkbelju-
gagnrýnenda. Um þetta geta skipuleggjendur
sannfærzt með því að skoða einkabí||ieign
hinna reiöu inanna.
Eftir stefnubreytingu Kína:
Albanía
einangrast æ meir
Vestrænn sendiráðsstarfs-
maður, sem aðsetur hefur i
Tirana, höfuðborg Albaníu,
þurfti að panta hótelherbergi í
Róm. Hann varð að aka
rúmlega þrjú hundruð
kílómetra vegaíengd að hóteli
skamml innan við landamæri
Júgóslavíu til þess að geta
notað símann. Það er ekkert
simasamband til vesturs og
norðurs frá Tirana.
Hinir sárafáu ferðamenn frá
Vestur-Þýzkalandi, sem leyft
hefur verið að heimsækja
landið. segja að þeir haf'i verið
undir stöðugu eftirliti. „Þegar
ég reyndi að fara út af hótelinu
að næturlagi til þess að fá mér
göngutúr," sagði einn þeirra í
grein sinni um ferðina, ,,kom
lögregluþjónn aðvífandi og
skipaði mér að fara aftur upp á
herbergi.“
Aðrir, sem telja sig þekkja
til, segja, að þrátt fyrir blóðuga
sögu þjóðarinnar og inn-
hveríingu hennar, séu flestir
menntamenn hennar vel að sér
í frönsku og lesi franskar bók-
menntir sér til skemmtunar.
Slíkar einstaka fréttir á
stangli og ónákvæmar, eru
þær einu, sem berast frá
Albaníu, einu einangraðasta
landi Evrópu, þar sem öllu er
stjórnað af mikilli hörku og
fátækt er mikil. Þó vita menn
nóg til þess að staðfest er, að
leiðtogi þjóðarinnar, hinn 68
ára gamli Enver Hoxha, hefur
náð sér það vel af veikindum
sínum, að hann heldur enn
traustataki um stjórnvölinn hjá
2.4 miljjón manna þjóð sinni,
þrátt fýrir ýmis aðsteðjandi
vandamál.
Deild úr albanska kvennahernum ágöngu.
Að loknu þingi
Alþýðusambands
Um síðustu helgi lauk að
Hótel Sögu í Reykjavik stærstu
og valdamestu samkomu, sem
haldin er í landinu, jafnvel þótt
Alþingi sé talið með. Þing
Alþýðusambands íslands, sem
haldin eru á fjögurra ára fresti.
geta valdið þáttaskilum í sam-
félaginu. Samhent verkalýðs-
hreyfing getur steypt ríkis-
stjórnum, og hefur raunar gert
það.
Við leikmanni, sem fyrir
utan stendur og horfir á, virðist
samt blasa við, að að þessu
sinni hafi verið óvenjumikil
ólga á þinginu. Á yfirborði
virðast það vera nýróttæk öfl
einhvers konar, en sé betur að
gáð virðast það þó fremur vera
öfl, sem eru óánægð með kjör
sin, lágtekjufólk sem finnst það
orðið útundan í kjarakapp-
hlaupi síðustu ár og fólk sem
finnst kerfi stjórnmála-
flokkanna liafa óeðlileg af-
skipti af málefnum verkalýðs-
hreyfingar. Stundum er þetta
sama fólkið, en þó ekki alltaf.
Þessu fólki hefur samt vaxið
fiskur um hrygg, og er ekki
ólíklegt að hlutur þess eigi enn
eftir að vaxa á næstu árum.
Alþýðusambandsþing endur-
kaus Björn Jónsson til forseta.
hann virðist vera sterkur og
njóta trausts. Þjóðstjórnin svo-
kallaða. það er miðstjórn kosin
eftir hlutfallareglum stjörn-
málaflokka. situr áfrant þó með
nokkrum breytingum sé. Þó
vex hlutur fulltrúa láglauna-
fólks og hlutur þeirra sem eru
óbundnir stjórnmálaflokkum.
Hvort tveggja virðist þróun i
hagstæða átt.
Á Alþýðusamband að
vera stjórnmólaflokkur?
A þessu Alþýðusambands-
þingi var samþykkt stefnuskrá
fyrir Alþýðusambandið, í fyrsta
skipti síðan viðskilnaður
Alþýðuflokks og Alþýðusam-
bands átti sér stað árið 1940.
Vandinn er auðvitað samt sá, að
verkalýðssamtökin eru óendan-
lega viðkvæm samtök, þar sem
lítið má út af bera. Þar er að
Kjallari á
föstudegi
Vilmundur Gylfason
l'inna allar mögulegar skoðanir
á öllum mögulegmn málum. 1
fyri a bjuggu einhverjir forkólf-
ar Alþýðusambandsins til frasa
um alþýðuvöld. Kf sú hugsun er
lnigsuð til enda. þá hlýtur það
að vera einhvers konar tilraun
til þess að auka afskipti
Alþýðusambands af pólitiskum
málum. sem hins vegar eru
ekki faglegs eðlis. í þá veru er
eiunig samþykkt þingsins nú
um að Ísland skuli l'ara úr
NATO.
Vandiun er samt sá að stór
hluti fulltrúa á þessu þingi, stór
hluti launþega yfirleitt, vill og
ætlast til, að verka-
lýðshreyfingin sé einasta
fagleg hreyfing, sem fjallar um
kjaramál, aðbúnað á vinnu-
stöðum og önnur mál sem
tengjast vinnu og framleiðslu.
Fjölmargir eru þeirrar
skoðunar, að með þessum hætti
sé verkalýðshreyfingin færust
um að ná árangri. Og að
pólitískar skiptingar. að ekki sé
talað um flokkspólitískar
skiptingar, hafi reynzt til
bölvunar á undangengnum
árum.
Það er aö sjá sem hugmvnda-
fræði Aðalheiðar Bjarnfreðs-
dóttur og þeirra. sem
umhverfis hana eru, gangi fyrst
og fremst út á þetta. Og efalitið
eru þetta hvort tveggja:
skvnsamlegar skoðanir og
skoðanir sem munu verða oían
á á næstu árum. Þau pólitísku
hrossakaup. sem fara fram á
þessum þingum, og fjölmiðlar
gera mikið úr — kannske of
mikið þó — eru auðvitað til
þess fallin að rýra álit slíkra
þinga.
Uppreisn geqn
flokkum?
Flokkspólitískt Alþýðusam-
band flokkspólitisk verkalýðs-
hreyfing. er ekki til þess fallin
að verða launþegum það tæki.
sem hún annars gæti orðið.
Þegar svo við bætist. að stjórn-
málaflokkarnir eru meira og
minna brenglaöir og úreltir.
lýðræði innan þeirra oft tak-
markað og þátttaka í starfsemi
þeirra af skornum skammti.
Iireinlega vegna þess hve þeir
— allir sem einn — oft eru
leiöinlegir og litt aðlaðandi. þá
gel'ur auga leið að eðlilegt er að