Dagblaðið - 10.12.1976, Síða 15

Dagblaðið - 10.12.1976, Síða 15
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976. íþróttir Muhammad Ali mun áreiðanlega verja tilii sinn í þungavigt i hnefaleikum. sagði Ilarold Conrad á fundi st.jórnar alþ.jóðasambands hnefaleika- manna í Las Vegas í gær — en þessi Conrad er þekktur útgef- andi iþróttablaða og bóka. Formaður sambandsins, Jose Sulaiman, sagðist vilja fá yfir- lýsingu frá Ali sjálfum eða fram- kvæmdastjóra hans, Herburt Muhammad, áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar um titilleik. Harold Conrad var viss í sinni sök og sagði, að Ali mundi frekar berjast tvisvar en einu sinni. Þeir George Foreman og Earnie Shavers mundu sennilega báðir fá tækifæri til að keppa við Ali um heimsmeistaratitilinn. Aðalvandamálið enn er þó varnarleikur íslenzka liðsins og allar æfingar í janúar verða miðaðar við að reyna að laga varnarleikinn sem mest, sagði Janusz ennfremur. Sóknarleikur liðsins er hins vegar að koma til. Mér fannst þýzka liðið ekki eins sterkt núna og þegar það lék landsleikina í Reykjavík í nóvember 1974, sagði Ölafur Einarsson, en hann var einn bezti maður íslands í leiknum og hættulegur í sókninni og það svo, að Þjóðverjar tóku hann úr umferð allan síðari hálfleikinn. 1 landsleikjunum 1974 sigruðu Þjóðverjar í báðum leikjunum. Fyrst með þriggja marka mun, 24-21, en 24-20 í síðari leiknum. Leikurinn i gær var sá fimmti við Austur-Þýzkaland — og fimmti tapleikurinn. A Olympíuleikun- um í Munchen. 1972 vann A- Þýzkaland ísland með 16-11. Það var ekki stór handknatt- leikur, sem Austur-Þýzkaland og ísland sýndu í Austur-Berlín i gær. Mikill tilraunasvipur á báðum liðum og greinilegt, að þjálfarar liðanna eru að þreifa sig áfram fyrir B-keppnina í Austur- ríki um mánaðamótin febrúar- marz. Löndin eru þar í sama riðli ásamt Portúgal. — Ég hef fengið þrjd mánuði til að undir- búa íslenzka landsjiðið fyrir þá keppni, sagði Janusz Czerwinski í gær — þegar flestir aðrir þjálf- arar hafa fengið tvö ár til að undirbúa lið sín fyrir heims- meistarakeppnina. En ég ætla að koma íslandi í úrslitin í Dan- mörku 1978, bætti hann við. Viðar Símonarson sýndi mikið öryggi í leiknum í gær og var markhæstur íslenzku leik- mannanna. Skoraði níu mörk og_ sjö þeirra voru úr vítaköstum.’ Þau brugðust aldrei hjá honum. Olafur Einarsson og Jón Karlsson skoruðu þrjú mörk hvor. Björgvin Björgvinsson tvö og Geir Hallsteinsson eitt. Nær sörnu leikmenn léku allan leikinn. Ölafur Benediktsson, Viðar, Geir, Ólafur, Jón, Björg- vin, Þorbjörn Guðmundsson og Þórarinn Ragnarsson. Gunnar Einarsson kom ekki f markið — og þeir Ágúst Svavarsson, Bjarni Guðmundsson og Viggó Sigurðsson komu lítið við sögu. Þorbergur Aðalsteinsson og Kristján Sigmundsson léku ekki í gær — en í kvöld munu þessir ungu leikmenn leika sinn fyrsta landsleik. Þá leika Austur- Þýzkaland og Island aftur og verður leikurinn háður í Frank- furt am Oder. Á laugardag verður haldið til Danmerkur og lands- leikur leikinn við Dani á sunnudag. Lise-Maria'Morerod. Sviss. sigraði í f.vrstu keppni heimsbikarsins. — Eg er eftir atvikum ánægður með leik íslenzka liðsins. þótt margt megi enn laga. Þetta er þriðji leikur liðsins á stuttum tíma — tveir pressuleikir áður — og samkvæmt skrám. sem við höldum vfir leikina er lands- leikurinn við Austur-Þjóðverja mun betri en pressuieikirnir. Þetta fer allt batnandi. sagði pólski landsiiðsþjáifarinn. Janusz Czerwinski. eftir leik Austur-Þýzkalands og íslands i Berlín í gær. Þjóðverjarnir sigruðu með sex marka mun. 25-19. sem er. þegar litið er á tölurnar. mikil framför frá siðasta leik tslands og Austur- Þýzkalands ytra. 1973 í desember unnu Austur-Þjóðverjar með 35- 14 eða 21 marks mun. Þó var sigur þýzka liðsins óþarflega stór í gær miðað við gang leiksins. Islenzka liðið hafði ekki alltaf heppnina með sér og átti þrjú stangarskot, en verst var, þegar knettinum var gloprað á óþarfan hátt og Þjóðverjar brunuðu upp og skoruðu. Það kom allt of oft fyrir i leiknum. KEPPIR ALIEÐA? Það miðar í rétta átt hjá strákunum - sagði landsliðsþjálfarinn, Janusz Czerwinski, eftir landsleikinn í Berlín í gær ANNA-MARÍA HEFUR ENGU GLEYMT Mesta skíðakona heims. Anna- María Moser-Pröll sýndi i gær. þegar keppnin um heimsbikarinn hófst í Val d’Isere í Frakklandi. að hún hefur engu gleymt. þrátt fyrir rúmlega ársfjarveru frá keppni. Frú Moser. sem nú er 23ja ára. varð í þriðja sæti í svig- keppninni í heimsbikar kvenna — en svigið hefur alltaf verið hennar veikasta grein. í bruni var hún langbezt — og einnig sterk í’ stórsvigi. Sigurvegari í gær varð Lise-Maria Morerod. Sviss. og önnur — mjög óvænt — hin 19' ára Abbi Fisher. Bandarikjunum. En það var þó fyrst og fremst. Anna-María, sem dró að sér at- hyglina. Hún hafði nýlega gengizt undir læknisaðgerð vegna maga- veiki og það var ekki við miklu búizt af henni. Eftir keppnina sagði hún: —,,Ég vissi að ég gekk ekki alveg heil til leiks og er ekki í þeirri æfingu, sem þarf. Mér hefur sjaldan liðið eins illa og var gráti næst — en ég mátti ekki láta tilíinningarnar ráða og er mjög ánægð með þriðja sætið.“ Það var mikil snjókoma, þegar keppnin hófst, og dimmt yfir á rásstaðnum. Lise-Maria Morerod sýndi mikla hæfni í brautinni, sem var 1500 metra löng með 53 hliðum og fallhæð 320 metrar. Tími hennar var 1:17.10 min., en Anna-María keyrði á 1:17.29 mín. Svissnesku stúlkunni hefur al- mennt verið spáð miklum frama í heimsbikarkeppninni í vetur, en eftir keppnina í gær munu þó fleiri hallast að sigri Önnu-Maríu enn einu sinni. Lisa-María hefur tækni, sem minnir mjög á Ingemar Sten- mark, sænska heimsmeistarann. Sjaldan hefur henni þó tekizt að líkjast Svíanum eins og í gær. Hún sagði: „Tíu mínútum áður en keppnin hófst var ég taugaóstyrk — en það hvart og ég var mjög róleg, þegar að keppninni kom. Ég ætla ekki að hugsa svo mikið um sigur í heimsbikarnum, að minnsta kosti ekki á þessu stigi — en reyna að einbeita mér að því að sigra í hverri keppni." Mest á óvart kom frammistaða Abbi Fisher, en hún hafði rás- rúmer eitt — og varð raunveru- lega að ,,ryðja“ brautina fyrir aðra, sem á eftir henni komu. „Ég er orðin vön þessu. Þetta er i fjórða skipti á stuttum tíma og ég er mjög bjartsýn á árangur í vet- ur. Ég get aðeins orðið betri og betri," en hún er ekki talin eins góð skíðakona og Cindy Nelson, sem varð í áttunda sæti í dag. í 10. sæti varð Becky Dorsey, Banda- ríkjunum, svo þrjár bandarískar stúlkur voru með 10 beztu í keppninni. Skíðakonan kunna, Birgitte Zurbriggen, Sviss, varð i fjórða sæti og 16 ára frönsk stúlka Perrine Pelen varð í sjötta sæti. Hins vegar voru hinar frægu stöll- ur hennar frá Frakklandi, Dan- ielle Debernard og Fabienne Serrat, aðeins i 13. og 14. sæti. Ég vil að þú aðstoðir Roger, en mundu, að þú ert fnegur og þín verður —J ___________________________________ gætl vei __________________________________________________________________________________________________________________________________ •' ’vott'*’i Aah, ég vona að ‘ jRólegur, drengur. ^þetta gangi... ^Þú átt eftir að hrist; upp i þeim. ----------- Iþróttir HALLUR SÍMONARSON Ingemar Stenmark Stenmark byrjar vörn heimsbikars- ins í dag Heimsmeistarinn í alpagrein- um. Svíinn Ingemar Stenmark, byrjar vörnina i heimsbikarnum í Val d’Isere í Frakklandi í dag — og er talinn langsigurstrangleg- astur. Keppnin í heimsbikar- keppninni hjá körlum hefst með stórsvigi. Fyrir aðeins mánuði sagði Ingeniar Stenmark. að hann væri illa undirbúinn fyrir keppnina í vetur miðað við marga aðra. Margir af beztu skíðamönnum heims æfðu í Argentínu í sumar — en á þeim mótum, sem háð hafa verið hefur Ingemar sýnt. að hann er sá snjallasti. þó hann hafi ekki farið til æfinga í Argentínu. Þrír sigrar af fjórum mögulegum — einu sinni 'annað sætið. Það þarf kraftaverk til þess að einhver „steli“ heims- bikarnum frá honum. sagði fréttamaður Reuters í gær. Ótti Ingemars að þriggja mánaða her- þjónusta í sumar geri það að verk- um. að hann sé ilia undirbúinn fyrir keppnistímabilið. virðist ástæðulaus. Helztu keppinautar hans i vetur verða eflaust Gustavo Thoeni, fjórum sinnum heims-, meistari. sem er nú í góðri æfingu eftir slakan árangur á síðasta keppnistímabili. Piero Gros. einnig ftalíu. og Heini Hemmi.Sviss. Þá gæti brunsér- fræðingurinn austurríski. Franz Klammer. skotið þessum görpum aftur fyrir sig — en fyrsta brunkeppni heimsbikarsins verður á sunnudag.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.