Dagblaðið - 10.12.1976, Síða 18
1H
DAdMI.AÐH) KOSTUDACUR 10. DESEMBER 1976.
Uss, ekki hafa hátt:
HEFÐI MÁTT
VERA MUN
VANDAÐRI
JÓN RAGNARSSON: Uss, ekki hafa hátt
UTGEFANDI: SG-hljomplotur (SG-098)
UPPTAKA: Tóntœkni hf.
TÆKNIMAÐUR: SigurAur Arnason
PRESSUN: Soundtek. New York
Áður en platan „Uss, ekki
hafa hátt“ kom út, þekkti ég
ekkert til Jóns Ragnarssonar,
nema að hann hafði leikið á
gítar með hljómsveitinni Fops á
sínum tíma og að hann samdi
titillag einu stóru plötunnar,
sem hljómsveitin Svanfriður
gaf út. Platan hét What’s Hidd-
en There og Jagið var gott.
A „Uss, ekki hafa hátt” láta
mörg laganna vel i e.vrum, en
textar aftur á móti síður. Satt
að segja gerast þeir vart inni-
haldslausari og þá eru áherzlur
islenzks máls oft á tíðum
rangar svo textinn falli að
lögunum.
Með Jöni leika á plötunni
þeir Sigurður Arnason á bassa,
Hrólfur Uunnarsson á trommur
og Birgir Hrafnsson og Björg-
vin Gíslason, gítarleikarar. Það.
verður ekki annað sagt um
Hrólf en að hann haldi takti og
að hinir séu ófalskir. Hins veg-
ar minnist ég þess ekki að hafa
he.vrt meiri meðalmennskubrag
á hljóðfæraleik þessara ágætu
manna og skemma þeir fremur
en bæta lög Jóns.
Hlutur Jóns Ragnarssonar
sjálfs, auk þess að semja lög og
texta er að syngja öll lögin og
leika á kassagítar. Það fer ekki
hjá því, að maður eins og Jón,
sem hefur verið jafn lengi
fjarri lifandi tónlistarflutningi
og þeim áhrifum, sem tónlistar-
menn hafa hver á annan, sé
farinn að stirðna talsvert.
Raddbeiting hans er keimlik í
öllum lögunum og vantar þar
alla tilbreytingu.
1 heild virðist mér ekki hafa
verið nógu vel vandað til plöt-
unnar „Uss, ekki hafa hátt".
I.ögin sjálf eru flest fullboðleg
á plötu, en textar og undirleity-
ur er fyrir neðan allar hellur.
Þá virðast mér möguleikar
slúdiós Tóntækni lítt hafa verið
notaðir, en keppzt við að spara
liina og Ijúka upptökum af á
sem skemmstum tima. -AT-
ÓMAR
VALDIMARSSON
Þau stóðu að útgáfu hundruðustu plötunnar. Frá vinstri eru Öskar Halldórsson lektor. María
Jóhanna Lárusdóttir. Svavar Gests. Hólmfríður Pálsdóttirog Knútur Skeggjason.
DB-mynd: Arni Páll.
Vinsældakosningar DB
Dagblaðið hyggst nú í fyrsta
skipti gefa lesendum sínum
kost á aðveljásjálíir þaðfólk
og hljómsveitir, sem þeir telja
að hafi skarað fram úr á árinu
1976.
Til að marktæk heildar-
mynd fáist af stöðu islenzkra
tónlistarmanna innbyrðis, er
æskilegast að sem flest at-
kvæði berist og sem víðast að
af landinu. Við hvetjum ykkur
því eindregið til að taka þátt I
þessari kosningu og senda seð-
■ilinn strax í dag, eins og skáld-
ið sagði(ha.ha).
Eins og sjá má, vantar á list-
ann möguleika til að velja vin-
sælustu plötur ársins. Ekki er
ráðlegt að gefa lesendum kost
á að velja hana strax, þar eð
mikill fjöldi hljómplatna er
íútkominn ennþá, eða nýút-
kominn, þannig að fæstum hef-
ur unnizt tími til að mynda sér
skoðun um þær ennþá. Þá er
möguleiki á að velja þrjá þá
beztu á hverju sviði. Sá bezti
fer þá í 1. sæti, næstbezti í 2.
sæti o.s.frv.
Jæja, höfum ekki fleiri orð
um þetta. Skilafrestur á at-
kvæðaseðlinum er fram til
Þorláksmessu. — 23. desem-
ber. Þá sakar ekki að lesendur
láti fylgja með nokkrar línur,
þar sem þeir geta rakið raunir
sínar eða hrósað því sem vel
hefur verið gert að þeirra
dómi. -AT-
Hljómsveit \ Söngvari ! Söngkona
Bjartasta von 1 Bezta svidsframkoma m Gítarleikari
Bassaleikari i Trommuleikari m Hljómborðs leikari
Tónskáld og textahófundar 1 Önnur hljóðfæri m Erlendar hljómsveitir
Erlendur söngvari
Erlend söngkona
Nafn Eiginhandarundirskrift.
Heimili
Aldur—
í fyrradag var tímamóta-
dagur hjá SG-hljómplötum, því
að þá kom út hundraðasta stóra
platan, sem fyrirtækið hefur
gefið út á tólf ára ferli sínum.
Þetta er nokkurs konar hátíðar-
útgáfa hjá fyrirtækinu og plat-
an er helguð Lárusi heitnum
Pálssyni leikara.
Svavar Gests, eigandi SG-
hljómplatna, boðaði til blaða-
mannafundar í tilefni af út-
komu þessarar plötu. Þar sagði
hann meðal annars, að það væri
honum heiður að fá tækifæri til
að gefa út plötu moð Lárusi
Pálss.vni, sem hann hefði metið
mjög mikils.
Það var Öskar Halldórsson
lektor, sem valdi efnið á
plötuna og raðaði því niður.
Upptökur eru allar fengnar úr
segulbandasafni Ríkisút-
varpsins og ná yfir 25 ára tíma-
bil, frá árinu 1942-’67. Það var
Knútur Skeggjason, tækni-
maður og segulbandavörður,
sem tók að sér að tína til
upptökur með Lárusi og endur-
bæta þær.
A blaðamannafundinum
færði Svavar Gests þessum
tveimur mönnum þakkir fyrir
framlag þeirra til þessarar
hátíðarútgáfu. Þá voru við-
staddar á fundinum Hólm-
fríður Pálsdóttir, systir Lárusar
og dóttir hans María Jóhanna
og þakkaði Svavar þeim sér-
staklega aðstoð þeirra við gerð.
plötunnar.
SG-hljómplötur áttu tiu ára
afmæli árið 1974. Svavar Gests
ákvað þá að bíða með að halda
upp á afmælið vegna afmæla-
flóðsins, sem þá gekk yfir
þjóðina. Hann notaði því
tækifærið til að minnast tíma-
mótanna er hundraðasta platan
kæmi út.
Hjá SG-hljómplötum hafa
komið út, auk LP platnanna
100, um 80 tveggja og fjögurra
laga hljómplötur.
-AT-
1 OOasta plata SG —
Lárus Pálsson les upp
Hljómskífur
í Skíf unni
Skífan heitir hljómplötuverzlun, sem tók til starfa fyrir helgina á
Laugavegi 33 í Reykjavík. Eigandi hennar er Jón Olafsson, Kefl-
víkingur sem hefur um margra ára skeið verið viðriðinn íslenzkan
tónlistariðnað. sem umboðsmaður og hljómplötuútgefandi. auk þess
sem hann hefur um nokkurt skeið rokið hljómplötuverzlun í
Hafnarfirði. 1 Skífunni hefur Jón á boðstólum allar nýjustu
plöturnar og stefnir að auknu framboði í vistlegum hlisakynnurh.
Myndina tók Bjarnleifur af Jóni (t.h.) og afgreiðslumanninum,
Rúnari Marvinssvni. þegar verzlunin var formlega opnuð fyrir
nokkru. -ÖV.