Dagblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1977.
<9
Góður hamar atarna, má lesa úr svip menntamálaráðherra þar sem hann skoðar
vinnusal Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Þór Sandhoit skólastjóri Iðnskólans (í
miðið) getur víst ekki státað af annarri eins aðstöðu. Guðmundur Sveinsson
skólastjóri Fjölbrautaskólans er iengst til hægri á mvndinni (DB-mvndir Bjarnleif-
ur).
Þessi glæsiiegi salur á væntanlega eftir að leiða fram á vinnumarkaðinn margan
hagleiksmanninn til handa islenzkum iðnaði. Til þess er leikurinn gerður og
milljónatugum til varið og í engu sparað að séð verði.
Iðnfræðslubrautin fær glæsilegan vinnusal:
Þaðan koma trésmiðir og málm-
iðnaðarmenn framtíðarinnar
Við Fjölbrautaskólann í Breið-
holti hefur nú verið tekið í notk-
un fullkomið kennsluhúsnæði
fyrir nemendur á iðnfræðslu-
braut skólans. Húsið er ætlað til
kennslu í trésmíðum og málm-
smíðum og skiptist nokkurn veg-
inn til helminga milli þessara
greina.
Þetta er eina skólahúsið sem er
sérútbúið fyrir kennslu í þessum
greinum, að Iðnskólanum undan-
skildum. Er hér því um mikla
framför að ræða í menntun iðn-
nema.
Auk vinnusala eru í húsinu tvö
búningsherbergi, snyrtiaðstaða
og steypiböð fyrir allt að 100 nem-
endur. Tvö kennaraherbergi eru
fyrir kennara og kennslustofa er
f.vrir 16 nemendur. Einnig er
kaffistofa nemenda í húsinu.
Áfallinn og greiddur bygging-
arkostnaður við skólann i árslok
1976 var um 90 milljónir króna og
áætlað er að eftir sé að greiða
u.þ.b. 5 milljónir. Vélar og annar
kennsluútbúnaður eru ekki með-
talinn í framangreindum tölum-
vegna þess að verulegur hluti
þeirra var keyptur á árinu 1975
og hefur verið notaður í bráða-
birgðahúsnæði í Fellaskóla.
-KP
bi?;
(DB-mynd Arni Páll)
GEMSINN GERIR ÞAÐ GOTT
ÞRÁTT FYRIR HÁAN ALDUR
Enda þótt þrjátíu ár og rúmlega
það séu liðin frá þvi hinni ill-
ræmdu heimsstyrjöld (þeirri síð-
ari og vonandi síðustu á þessari
öld) lauk er ekki þar með sagt að
öll verksummerki hafi verið af-
máð, til dæmis þessi gamli og
seigi „gemsi“, þ.e.a.s. GMC-
trukkur, sem hefur borizt hingað
til lands vegna styrjaldarástands-
ins og veru bandarísks herliðs hér
á landi síðari hluta stríðsins.
Hann er enn að vinnu suður í
Hafnarfirði hjá Skipasmíðastöð-
inni Dröfn, endurbættur að vísu,
en þó í svipaðri mynd og í upphafi
17 erlend veiðiskip í
landhelginni í gær
íslenzka landhelgin hef ur aldrei verið „hrein” af erl.
skipum þó 15 mánuðir séu f rá útf ærslu í200 mflur
Landhelgisgæzlan skýrði frá
því í gær að 17 erlend veiðiskip
væru nú við íslandsstrendur að
veiðum eða á siglingu. Segir
Gæzlan hér um að ræða 11 þýzk
skip og 6 belgísk samkvæmt
samningum um veiðar þeirra.
Sama dag í fyrra, eða 17.janú-
ar, voru hér við landið að veið-
um innan 200 milna fiskveiði-
lögsögu íslands alls 72 erlend
veiðiskip. Þar af voru 52 brezk-
ir togarar en brezku togararnir
urðu flestir i janúar 1976, 57
talsins.
Gæzlan segir að á islandi
yrðu belgísku togararnir marg-
ir kallaðir togbátar. 12 slíkir
hafa hér veiðiheimildir og eru
nú á 6 mánaða samningi sem
hófst 15. október. Mega þeir
samkvæmt samningnum veiða
1-500 tonn af þorski og 5000 t
af öðrum fiski. Meðalstærð
belgisku skipanna eru 257 tonn
brúttó og meðalaldur skipanna
22 ár. Öll eru skipin siðutogarar
með 7-10 manna áhöfn. Skipin
eru léleg og aflamagn þeirra
lítið, að sögn Gæzlunnar.
Veiðiheimildir Þjóðverja
renna út hér við land síðla á
þessu ári samkvæmt gildandi
samningi. Afli Þjóðverja er
samkvæmt samningi mest
bundinn við karfa en heimild
hafa þeir til veiða á 5 þúsund
tonnum af þorski.
15 mánuðir eru liðnir frá út-
færslu okkar í 200 mílur. Ekki
einn einasta dag síðan þá hefur
íslenzka landhelgin verið
,,hrein“ af erlendum fiskiskip-
um. Umtalsverð „hvíld" fyrir
miðin fékkst ekki fyrr en 1. des.
sl. er brezku togararnir hurfu
út fyrir 200 mílna mörkin.
-ASt.
Tærandi efni íheita vatninu íKröflu:
Leiðslur og guf u-
skiljur líka íhættu
— aðeins gufa leidd inn á hverflana o$ þeim
þvíekkihætt
Það verður fvlgzt náið með tær-
ingarhraða í leiðslum og skiljum
þegar þar að kemur og reynist
hún veruleg verður rennsli þar
um stöðvað áður en skaði hlýzt af.
sagði Karl Ragnars deildarverk-
fræðingur hjá Orkustofnun er
hann var spurður hvort tæringar-
hættan með heita vatninu við
Kröflu gæti ekki skaðað fleiri ein-
ingar en holurnar sjálfar.
Að sögn Karls á heita vatnið að
renna eftir leiðslum til skilju-
hússins og fara þar um skiijur
sem skilja vatn og gufu að. Gufan
fer síðan inn á hverflana í stöðv-
arhúsinu en i gufunni eru ekki
nein efni sem geta valdið óeðli-
legri tæringu.
Eins og fram er komið er talið
að óvænt gas, sem blandazt vatn-
inu. auki sýrumagnið í því og þá
um leið tæringarhættuna. Kar!
sagði að þetta gas hefð* komið
óvænt og gæti þess vegna horfið
aftur úr vatninu en ekkert væri
hægt að segja um það með vissu
,að svo stöddu. Sagði hann að víð-
tæk athugun á þessu væri í gangi
með .samvinnu Orkustofnunar og
Rannsóknastofnunar iðnaðarins
og skýrðust línurnar væntanlega
alveg á næstunni þar sem áherzla
er lögð á það. F.vrirbæri þetta er
ekki þekkt í jafnríkum mæli, t.d. í
Japan. sem er mikið eldfjallaiand.
-G.S.
1 ~ -
THkynning til
viðskiptavina
Verzlunin Krómhúsgögn, Grensásvegi 7,
Reykjavík, hefur fíutt að Smiðjuvegi 5
Kópavogi.