Dagblaðið - 18.01.1977, Side 14
14
/■
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1977.
Þúgetur ekki „sofið”
í öllum skrítlumyndum eru þeir timbruðu að jafnaði með íspoka á höfðinu. Það má vel vera að þetta
gefi góða raun við höfuðverknum, en öruggasta leiðin er mjög einföld: Drekktu bara ekki svona mikið
af alkóhóli!
Flestir sem á annað borð
bragða áfengi kannast við
slæma liðan „daginn eftir“. En
hvað er það sem gerir það að
verkum að við finnum f.vrir
þessum óþægilegu áhrifum
daginn eftir að við höfum feng-
ið okkur í glas?
Við rákumst á grein um þessi
mál i sænsku blaði og fer hér á
eftir lausleg þýðing greinar-
innar, þar sem blaðamaðurinn
á samtal við Carl Magnus Ide-
ström lækni við drykkjumanna-
deild Karolinska sjúkrahússins.
Hinir svokölluðu timbur-
menn eru í rauninni ekkert
annað en óþægindi sem maður
finnur fyrir þegar alkóhólið er
að fara úr líkamanum. Það er
aðeins til eitt ráð við timbur-
mönnum og það er að drekka
ekki eins mikið af alkóhóli og
við erum vön að gera, þ.e. ef við
fáum timburmenn.
sofnaðir sofa þeir létt og
órólega. Þegar fólk sefur undir
áhrifum áfengis er að ekki
neinn venjulegur svefn. Það er
langt frá því að allir geti „sofið
áfengið burt“ úr likamanum.
Til eru þeir sem eru enn und-
ir áhrifum áfengisins þegar
þeir vakna að morgni. Þeir geta
verið hættulegir, bæði um-
hverfinu og sjálfum sér. Þeir
hafa ekki fulla stjórn á
ökutækjum eða vélum. Því mið-
ur er algengt á mannmörgum
vinnustöðum að þar séu dag-
lega einhverjir sem svo er
ástatt um.
Það er í rauninni ekkert
utanaðkomandi sem getur eytt
áfenginu úr líkamanum. Það
tekur ákveðinn tíma fyrir
líkamann að losa sig við það, og
það er mjög mismunandi hvað
sá tími er lengi hjá hverjum og
einum.
Ekki bregðast allir á sama
hátt við timburmönnum.
Síður en svo. Til eru þeir,
sem ekki finna svo mjög fyrir
þeim, á meðan aðrir líða vítis-
kvalir, þrátt fyrir að báðir aðil-
ar hafi drukkið álíka mik-
af alkóhóli.
Þarna hefur svefninn ákaf-
lega mikið að segja. Margir sofa
illa eftir að hafa drukkið
ákveðið magn af alkóhóli. Þeir
sofa „eins og steinn", en
skömmu eftir að þeir eru
Að sjálfsögðu er til eitthvert
meðaltal sem hægt er að miða
við, en það er engan veginn
einhlítt. Reiknað er með að
venjulegur maður losi sig við
tvær flöskur af áfengu öli á
fjórum tíma, eina flösku af
léttu víni á níu klukkutímum
25 cl af vodka tekur hálfan
sólarhring að losa sig við úr
líkamanum.
Allir sem einhvern tíma hafa
komizt í tæri við timburmenn
þekkja hinn hræðilega þorsta
sem fólk þjáðist af daginn eftir.
Það er almennt talið að áfengis-
neyzla auki þvagrennsli. úr
líkamanum. Líkaminn hefur
hreinlega misst of mikinn
vökva og bregzt við á þann hátt
að viðkomandi verður ákaflega
þvrstur.
Mismunandi hve lengi
líkaminn er að afgeiða
alkóhólið úr líkamanum
QUINN í HLUTVERKI
GRÍSKS SKIPAKÓNGS
OG AUÐJOFURS
I augum margra eru Anthony
Quinn og Grikkinn Zorba einn og
sami maðurinn þótt nú séu liðin
tólf ár síðan hann fór með þetta
hlutverk.
Anthony Quinn er afar Iiðugur
þótt hann sé kominn til ára sinna.
Ilann dansaði grískan dans í
næturklúbbnum Siroceo á
Manhattan um daginn við mikinn
fognuð áhorfenda.
Nýlega sýndi Quinn að
hann hefur ekki gleymt hinum
eldfjöruga gríska dansi, sem hann
dansaði af svo mikilli list í mynd-
inni um Zorba. Hann dansaði i
grískum næturklúbb á Manhattan
við gífurleg fagnaðarlæti áhorf-
enda.
„Ég dansa aðeins fyrir
peninga," sagði Quinn.
Hann fékk svo sannarlega
peninga fvrir að dansa, en ætlar
þó ekki að gera þetta að atvinnu
sinni í framtíðinni. Hann fékk 50
þúsund dollara fyrir sinn jnúð og
peningarnir gengu óskiptir til
visindastofnunar sem hefur helg-
að sig baráttunni gegn krabba-
meini, eiturlyfjum og gigtarsjúk-
dómum.
Annars er Quinn nú búinn að
fá hlutverk annars Grikkja, en
ekki er víst að hann fái að dansa í
því. Það er hlutverk skipakóngs,
sem gekk að eiga ríka, bandaríska
ekkju og mótleikari hans er
Jackie, — þ.e. Jackie Bisset.