Dagblaðið - 18.01.1977, Page 23

Dagblaðið - 18.01.1977, Page 23
Sjónvarpið í kvöld kl. 20.35: Umræðuþáttur Bændur í brennipunkti Hagsmunamál bænda hafa mikið verið á döfinni níi sem endranær. Eftir rigningasamt sumar hér sunnanlands og vest- an gekk jafnvel verr en nokkru sinni fyrr að ná sæmilegum heyjurn inn. Afleiðingin varð sú að fóðurgildi heysins varð lítið. Það er Magnús Ölafsson. bóndi og blaðamaður. sem í kvöld ætlar að stjórna umræðu- þætti um hagsmunamál bænda með hliðsjón af fundahöldum þeirra í vetur. Þátttakendur auk hans eru Magnús Finnbogason, bóndi, Lágafelli, Kristófer Kristjáns- son, Köldukinn í Húnavatns- sýslu og Gunnar Guðbjartsson bóndi, formaður Stéttarsam- bands bænda. Einnig verður rætt við fulltrúa neytenda. EVI Kýrnar á Þorvaldse.vri í Austur-E.vjafjallahreppi þurfa ekki að kvíða því að fá ekki góð hey i vetur. Eggert Ólafsson hóndi þar var einn af fáum á Suðurlandi sem náði he.vjum sínum óskcmmdum, enda verk- ar hann einnig mikið í vothev. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAGUR 18. JANÚAR 1977. Útvarpið íkvöld kl. 19.35: Vinnumál MENGUNí ÁLVERINU „Það sem við tökum núna í bættinum er Alverið. Það er alltaf verið að tala um meng- unarhættu þar í kring og að ekkert þrífist í næsta nágrenni. Minna er hins vegar hugað að þeim, sem inni eru, og hvernig mengunarmálin snúa gagnvart þeim. Hafa þeir beðið tjón af flúormengun?" Það er Gunnar Eydal sem stjórnar þættinum Vinnumál ásamt Arnmundi Backman. sem þetta sagði. Þeir ræóa við starfsmennog yfirmenn staðarins en um fleira en mengunarmál er að ræða. Þar er geysimikil raf- magnsnotkun og spurt er um slysahættu af völdum raf- magns. Meginspurningin er hvernig stóriðjuver eru sem vinnu- staðir. Þetta er brennandi spurning vegna framtíðar slíkra vinnustaða á tslandi. Þeir Gunnar og Arnmundur fara einnig inn á öryggismálin á staðnum, snyrtiaðstöðu, kaffi- og matsali o. fl. Ef tími vinnst til munu þeir einnig svara ýmsum spurning- um sem ekki hefur verið tími Þetta eru sementsverksmiðjur rétt fyrir utan Osió. Þar hefur verlð unnið mikið starf við að útiloka mengun af reyknum og það tekizt að mestu. Vonandi berum við islendingar gæfu tii þess að hefta mengun bæði vegna þeirrar stóriðju sem fyrir er í iandinu og komandi stóriðju. tii að svara, eins og um rétt trúnaðarstörfum í vinnutíma samkvæmt nýgengnum næsta- trúnaðarmanna til að starfa að og gerðardómi í kjaradeilum, réttardómi. -EVI. Sjónvarpið íkvöld kl. 22.15: Fræðslumynd Helztu jarð- skjálftasvæði heims Jarðskjálftar urðu i Guatemala vorið 1976. Miklar skemmdir urðu meðal annars í Guatemalaborg eins og þessi m.vnd sem tekin er þar í mið- borginni ber með sér. Margir létu lífið og margir meiddust. En jarðskjálftar urðu á fleiri stöðum á hnettinum á árinu. í kvöld verður sýnd brezk fræðslumynd um ymis helztu jarðskjálftasvæði heims Filippseyjar, Kína, Alaska, Kaliforníu, Tyrkland og Gúatemala. Þá eru sýndar svip- m.vndir frá eldgosum í Etnu, Vesúvíusi og Heimaey. Þýðandi og þulur er Guð- brandur Gíslason. -EVI.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.