Dagblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977 3 Hljómar vorubezta hljómsveitin sem við höfum átt. F.v. Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson og Erlingur Björnsson skipuðu hljómsveitina Hijóma sem gerðu garðinn frægan á sínum tíma. Hljómar voru á heimsmælikvarða —tónsmíðar Gunnars hafa sérstakan gæðastimpil Raddir lesenda ALLT ÞAÐ SKILUR BATTI L.H. sendi cftirfarandi: Ekki er kerfið umtalsvert, allt það skilur Batti, ýmsir komast opinbert undan þungum skatti. ÓLIJÓOG EINAR EIGA AÐ VÍKJA — ekki síður en Haukur Steinar Guðjónsson hringdi: Ég vil gjarnan koma með fyr- irspurn. Ber ekki Einari Agústssyni utanríkisráðherra og Ólafi Jóhannessyni dóms- málaráðherra að segja af sér á meðan mál þeirra eru á rann- sóknarstigi? Þeir eru ekki síður bendlaðir við mál en Haukur Guðmundsson lögreglumaður. Honum var vikið úr starfi og hefur aðeins hálf laun á meðan verið er að sanna sekt hans eða sakleysi. Það hlýtur að vera skýlaus krafa almennings að þessir tveir verði látnir víkja. Hefur nokkur séð hana Skottu? Vigdís Ingibergsdóttir hringdi. Það var fyrir um það bil viku að ég tapaði henni Skottu, en skott hennar er óvenju stutt, þess vegna hlaut hún nafnið. Skotta er hálfstálpuð og því miður ekki með hálsband. Það er mamma hennar aftur á móti með en hún er vön að fara út í fylgd með henni.Að þessu sinni var það einnig svo en hún kom bara ekki inn aftur. Skotta er dálítið fælin og ekki mikið fyrir ókunnuga. Ef einhver hefur nú skotið skjólshúsi yfir hana eða séð henni bregða fyrir væri ég afar þakklát fyrir að fá að vita af henni. Sími minn er 25658 og ég á heima í Eskihlíð 18. St. Guðm. skrifar: Þegar fyrsta bréf 453031 birt- ist í Dagblaðinu varð ég mjög undrandi á því að maður með jafngóðan tónlistarsmekk og 453031 virðist hafa samkvæmt upptalningu sinni á góðum tón- listarmönnum skuli ráðast svo harkalega að okkar bezta og af- kastamesta tónlistarmanni. Þar sem 453031 er jafnaldri minn hefur hann líklega fylgzt með tónlistarferli Gunnars jafn- lengi og jafnmikið og ég, þó varlega megi ætla það sam- kvæmt því að hann kallar Gunnar mesta óvin íslenzkrar tónlistar og vill hann úr landi. Ef við skoðum tónlistarferil Gunnars frá því er Hljómar byrja er ekki annað hægt að sjá en sá ferill sé lýtalaus, að undanskilinni Lónlí blú bojs . peningavélinni. Ferill Hljóma er tvímælalaust merkilegasti ferill hérlendrar hljómsveitar til þessa. Ástæður tel ég aug- ljósar, þær má hiklaust rekja til tónsmiða Gunnars Þórðarsonar sem oftast hafa sérstakan gæða- stimpil. Þá hafa vandaðar út- setningar meistarans sitt að segja því augljóslega var það. hann sem samdi og stjórnaði þegar hin frábæra hljómsveit Trúbrot var stofnuð af úrvals tónlistarfólki var augljóst að þar leiddi Gunnar hljómsveit á heimsmælikvarða. Það sann- aðist til dæmis með plötum hljómsveitarinnar Undir áhrifum og Lifun, sem báðar eru enn í dag í hópi okkar beztu platna. Þegar Hljómar voru endurreistir gáfu þeir út stór- góða plötu, Hljómar ’74. A þeirri plötu stjórnar Gunnar heilmiklu liði bandarískra sessiontónlistarmanna. Líklega hefði ekki öðrum tekizt það verk betur. Það var líka árið 1974 að Gunnar leiddi fram- varðasveit íslenzkra popptón- listarmanna á tónlistarhátíð í Stokkhólmi. Þar var einmitt verið að mótmæla hinni árlegu Eurovision söngvakeppni en í henni er eingöngu flutt innan- tóm commercial-tónlist sem. 453031 er svo mjög á móti, sem og ég og allir er una þróaðri tóniist. Þessi hljómsveit. Gunnars vakti mikla athygli og var íslenzku þjóðinni til mikils sóma. Árið 1975 sendi Gunnar frá sér sína fyrstu sólóplötu sem var eins og við mátti búast mjög góð í alla staði. í fyrra kom út á plötu Vilhjálms Vil- hjálmssonar lagið Hrafninn eftir Gunnar. Með þessu lagi tel ég Gunnar hafa náð hvað lengst í tónsmíði. Vonandi hefur 453031 heyrt það lag. Ekki má líta fram hjá öllum þeim fjölda hljómplatna með ýmsu tónlistarfólki sem Gunnar hefur veitt ómetanlega aðstoð á. Og nú hefur Gunnar unnið sinn stærsta sigur til þessa, undirritað samning við banda- rískan umboðsmann um útgáfu hljómplatna hjá heimsþekktu hljómplötufyrirtæki. Ég er viss um að 453031 þárf ekki að óttast það að Gunnar hefur, eins og allir vita, hlotið lista- mannalaun. Það var ekki að ástæðulausu. Flestir eru líklega þeirrar skoðunar að Gunnar hafi unnið til úthlutunar lista- mannalauna oftar en í þetta eina sinn. Enginn íslenzkur tónlistarmaður hefur veitt mér meiri ánægju en Gunnar með tónlistarsköpun sinni. Hef ég þá trú að 453031 hafi þar haft ánægju af líka. Auðvitað er ekki sama snilldin í öllu sem Gunnar hefur látið fara frá sér á hljómplötum. Lónlí blú bojs (peningavélina) tel ég vera ör- þrifaráð févana listamanns til að framfleyta sér og sínum. Sjálfum er mér meinilla við tónlist LBB en get engan veg- inn sagt hið sama um plötuna Einu sinni var. Mér finnst hún vönduð fjölskylduplata og vel útsett, þó að hún sé auðvitað ekkert til að þroska tónlistar- smekk fólks. 453031, reyndu að líta fram hjá LBB og öðru slíku, sem er miður umræddum lista- manni, njóttu heldur i ríkum mæli þess góða sem frá honum kemur. Að lokum vil ég taka undir það sem 453031 beinir til 0840-1241 að reyna að minnsta kosti eina kvöldstund að hlusta á snillingana Bob Dylan og Megas, þó ekki væri nema textana. Hún Skotta er koisvört og með stutt skott. Þetta er mamma hennar sem lika er svört. Virðirei vísindi slík DB fékk senda eftirfarandi vísu: Við reynum að setja upp sanna mynd af sjávarins nytsömu gæðum, en eigum að stríða við öflin biind, sem afneita siikum fræðum. Seint mun vor elja það afkastarík sem allir vér kjósa myndum, og Matthías virðir ei vísindi slik, sem vald’a h’onum óþægindum. Spurning dagsins litasjónvarp? Hólmfríður Gfsladóttir: Nei, ég horfi svo sjaldan á sjónvarp, það er ekki nógu skemmtiiegt og svo er litasjónvarp allt of dýrt. María Anna Þorsteinsdóttir: Nei, ég horfi ekki svo mikið á sjón- varp, en ég mundi alveg þiggja það ef mér væri gefið eitt. Óskar Jóhannesson: Já, það er allt annað að horfa á dagskrána i lit, fólki finnst sjónvarpið svona leiðinlegt, af því að það sér allt i svarthvítu. Þóra Hafsteinsdóttir: Já, það er miklu skemmtilegra að horfa á þætti í lit, en svo kemur það á móti að litasjónvörp eru svo dýr. Ólafur Arnars: Já, þvi ekki það. Ég er viss um að það er allt annað að horfa á sjónvarpið i lit en svarthvitu. Sigurður Jóhannsson: Já, það er miklu skemmtilegra að hafa sendingar í lit. Það er að visu alltaf hægt að gagnrýna dag- skrána, en litirnir hressa mikið upp á hana.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.