Dagblaðið - 26.01.1977, Side 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977.
" 11jhh^h^hhbhbbwb Hi'itnflW
'W fYTf^g
íIílLíiUÍI*
þróttir
■
■
GAGNRYNIFJÖLMIÐLA
ER ALLTOF NEIKVÆÐ
—segir pólski landsliðsþjálfarinn Janusz Czerwinski, en hann var
mjög ánægður með sigur íslenzka liðsins í gærkvöld
— Ég er öánægður með skrif ís-
lenzku blaðanna um islenzka lands-
liðið. Þau eru ekki núgu jákvæð og
ástæðan til þess, að ekki voru
fleiri áhorfendur (um eitt þúsund) á
landsleiknum í kvöld, sagði Janusz
Czerwinski, landsliðsþjálfari, eftir
landsleikinn í gær, þegar blaðamenn
fóru að spvrja hann um álit hans á
leiknum.
Við erum að gera tilraunir með
liðið, sem fram hafa komið í pressu-
leikjunum, síðan í landsleikjunum
við Dani og nú við Pólverja. Þetta
hefur allt verið í rétta átt — en
umfjöllun fjöímiðla hefur verið nei-
kvæð. Það hefur áhrif eins og sjá má
af áhorfendaf jöldanum nú, sagði
Janusz.
— En ég er ánægður, hélt hann
áfram, með strákana í íslenzka liðinu.
Þeir voru nú miklu einbeittari, en í
f.vrri leiknum við Pólverja. Allir í
liðinu áttu góðan leik, og ekki vildi
Janusz telja einhvern einn öðrum
betri. íslenzka liðið lék vel og var gott
í heild. Skotin miklu betri en i fyrri
leiknum og þess vegna virkaði mark-
varzla Pðllands nú lakari. Þetta er
bezti leikur. sem íslenzka landsliðið
hefur leikið siðan ég tók við þjálfun
þess. Þessi sigur er frábær fyrir liðið.
því lið Pólverja er í heimsklassa.
Dómararnir? — Þeir voru kata-
stroffa, sagöi Janusz að lokum.
Það er rétt að taka undir þau orð
landsliðsþjálfarans, að gagnrýnin
hefur oft verið of hörð. Það er á þessu-
sviði eins og svo mörgum í íslenzku
þjóðlífi — annað hvort í ökkla eða
eyra. Það eru fáar þjóðir i heiminum,
sem gera aðrar eins kröfur til íþrótta-
manna sinna og við íslendingar, og þá
einkum í handknattleiknum. Annað
hvort erum við í skýjunum — eða
sárreiðir. Við hér á Dagblaðinu
tökum þó þessa gagnrýni ekki alvar-
lega til okkar, og það er rétt að það
komi fram, að undirritaður lýsti því
strax yfir á pressuleikjunum. að
okkur — blaðamönnum —kæmu ekk-
ert við þær tilraunir, sem Janusz
Czerwinski var þá með á liði sínu.
-hsim.
TIL HVERS - HVERS VEGNA?
Óvænt ummæli formanns HSÍ, Siguröar Jónssonar,
Þær eru farnar að segja til sín
þessar 130 æfingar íslenzku lands-
liðsmannanna — en allir beztu leik-
menn okkar eru hér heima, sagði
Sigurður Jónsson, formaður Hand-
knattleikssambands íslands, eftir
iandsleikinn í gær.
Það er mín skoðun, að þessir lands-
leikir við Pólverjana hafi sýnt það, að
við eigum að byggja þetta upp á strák-
unum hér heima, en ekki sækja menn
til útlanda. En ég tek það skýrt fram,
að þetta er mín persónulega skoðun
og ég er hér ekki að tala fyrir hönd
stjórnar HSÍ eða landsliðsnefndar.
Þeir Axel Axelsson og Ólafur H. Jóns-
son falla ekki inn í leikkerfin, sem
verið er að byggja upp. Það yrði
vissulega styrkur af Ölafi H. Jóns-
s.vni, en ekki nema hann geti verið
eftir landsleikinn ígær
hér heima og æft með strákunum,
sagði Sigurður Jónsson að lokum.
Eg verð að segja eins og er, að ég
skil ekki til hvers — eða hvers vegna
— Sigurður vinur minn Jónsson var
að varpa þessari „sprengju" eftir
landsleikinn „einn bezta landsleik,
sem íslenzkt landslið hefur sýnt“, svo
notuð séu orð Birgis Björnssonar, for-
manns landsliðsnefndar. Það var
varla viðeigandi eftir einn mesta
landsliðssigur íslands.
Auðvitað er það rétt, að þeir Axel
Axelsson og Ólafur H. Jónsson hafa
ekki getað æft mikið með íslenzka
landsliðinu vegna dvalar sinnar í
Þýzkalandi. En það er enn heill mán-
uður til stefnu í B-keppnina — mán-
uður, þar sem þessir leikmenn hafa
miklu meiri tækifæri en áður til að
æfa með íslenzka landsliðinu. Þá ætti
að verða létt fyrir þessa greindu pilta
að komast til botns í leikkerfum
Januszar Czerwinski — og flesta leik-
menn íslenzka landsliðsins gjör-
þekkja þeir Axel og Ólafur og því
aðeins herzlumunur að ná samæfingu
við þá.
Þssi yfirlýsing Sigurðar kom mér
og fleirum vissulega á óvart — og
kom engan veginn fram á réttum stað
eða tíma. Það er auðvitað út í hött, að
segja að leikmaður eins og Ólafur H.
Jónsson sé ekki styrkur fyrir íslenzkt
landslið — sé ekki í hópi 14—16 beztu
leikmanna íslands nema æfa því
meira. Og sama gildir vissulega
einnig með Axel Axelsson.
hsím.
ÍSLENDINGAR HAFA MIKLA
MÖGULEIKA í B-KEPPNINNI
—sagði fararst jóri pólska liðsins eftir landsleikinn á gær
. , .. i_1..UA.-A nnid/a lirtsirn; nií F.inknm var litli nr. sex er beztur (Biörgvi
Ég tel að íslcnzka landsliðið hafi
mikla möguleika til að komast áfram
í B-keppni heimsmeistarakeppninnar
í Austurríki, sagði Stanislaw
Majorek, þjálfari pólska liðsins eftir
leikinn í gærkvöld. Það er ástæða til
að óska íslenzka landsliðinu og
Janusz Czerwinski til hamingju með
þennan sigur. íslenzka landsliðið
spilaði mjög vel og hin góða sam-
vinna, sem tekizt hefur milli íslands
og Póllands er mjög ánægjuleg.
Hins vegar er ég ekki ánægður með
leik pólska liðsins nú. Einkum var
vörnin slæm — og markvarzlan eftir
því. Beztu menn íslands. Geir Hall-
steinsson, Björgvin Björgvinsson og
þessi nr. 13, Þorbjörn Guðmundsson.
Ég tel, að það hefði litlu breytt, þó
leikmenn meistaraliðs okkar, Slask,
hefðu tekið þátt í þessum leik. Við
eigum svo jafna leikmenn, sagði
Henzyk Rozmiarek, landsliðsmark-
vörður Póllands, sem varði markið
svo snilldarlega i fyrri leiknum, en
var hvíldur í þeim síðari.
tslenzka liðið er mjög gott. Þessi
litli nr. sex er beztur (Björgvin Björg-
vinsson), en nr. 2 (Ólafur Einars-
son) og sá örvhenti nr. 11 (Agúst
Svavarsson), eru einnig mjög góðir
leikmenn.
Ég held, sagði Rozmiarek ennfrem-
ur, að ísland og Austur-Þýzkaland
komist áfram í B-keppninni í Austur-
ríki. Spánverjar geta verið hættulegir
— en varla norska liðið. Já, ísland, á
örugglega að komast i heimsmeistara-
keppnina í Danmörku 1978, sagði
markvörðurinn að lokum.
Opidmótfbilliard:
Kom sigurinn á óvart
Um síðustu helgi fór fram á
Billiardstofunni Júnó í Skipholti
fyrsta opna mótið í snooker, sem háð
liefur verið hérlendis.
Þátttakendur voru alls 24 og var
keppt í þremur riðlum, eða 8 kepp-
endur í hverjum riðli.
Fyrirkomulag mótsins var þannig,
að þrír efstu menn í hverjum riðli
komust síðan áfram í einn úrslitariðil
og kepptu þeir síðan allir við alla.
Sigurvegari þessa móts var hinn
ungi og efnilegi billiardspilari,
Stefán Aðalsteinsson, sem er aðeins
tvítugur að aldri.
Sigraði hann flesta andstæðinga
sína með miklum yfirburðum og með
sigri sínum i þessu móti hefur hann
sýnt það og sannað að hann er einn af
okkar allra beztu spilurum í þessari
iþróttagrein.
Stefán sigraði Ágúst Ágústsson,
margfaldan Islandsmeistara. í úrslita-
leiknum 114-86.
í þriðja sæti lenti Sverrir Þórisson,
núverandi Islandsmeistari.
..Mér kom að mörgu le.vti á óvart að
ég skyldi sigra á þessu móti,“ sagði
Stefán Aðalsteinsson, er DB ræddi
við hann að kepphjnni lokinni, „en
samt held ég að ég eigi sigurinn að
þakka miklum og ströngum æfingum
að undanförnu."
Fyrstu verðlauntivoru 30.000
krónur, önnur verðlaun 15.000 kr. og
þriðju 10.000 kr.
kkf.
Pólverjinn Koziek nr. 14 tekur heldur betur um Geir Hallsteinsson, sem reynir að brjótast inn á linu hjá Pólverjunum. Fékk aðeins dæmt aukakast. Jón Karlsson, fyrirliði íslenzka landsliðsins, lengst til vinstri, og Olafur H. Jónsson tll hægri
horfa undrandi á aðfarirnar. Á myndinni er lR-risinn örvhenti, Ágúst Svavarsson, með boltann algjörlega frír á línu og skorar auðveldlega hjá Pólverjum. Ágúst átti stórleik í íslenzka liðinu í gær. Sýndi nú loks þá hæfileika i landsliðinu, sem allir
vissu að voru fyrir hendi — en sjaldan hafa brotizt fram. DB-myndir Bjarnlelfur.
ÞETTA ER ALLTAF HÆGT, STRÁKAR
Jú, nú er ég hress! — Við
gerðum okkur grein fyrir því, að
nú var að duga eða drepast eftir
áfallið í fyrri leiknum og við
fórum eftir því, sem Janusz lands-
liðsþjálfari sagði okkur að gera
fyrir leikinn. Tala saman í
vörninni — og þegar vörnin er i
lagi þá fellur flest annað í liðinn,
því yfirleitt skorum við nógu mik-
ið af mörkum, sagði Jón Karlsson,
fyrirliði íslenzka landsliðsins,
eftir sigur íslands gegn Póllandi
— liði í heimsklassa — á fjölum
Laugardalshallarinnar í gær-
kvöld. Lokatölur 22-19 fyrir
ísland. Hvílík stemmning í
Höllinni. Þar nötraði allt, enda
leikurinn einn sá „æðisgengn-
asti“, sem þar hefur sézt. Þýzkir
furöudómarar settu þar líka sín
mörk á og ekki að vita hvort þeir
hefðu komizt heilir úr Höllinni ef
Ísland hefði tapað þessum leik.
Annar þeirra var bezti maðurinn
fyrir Pólland í leiknum.
— Það var ánægjulegt að sjá hve
Þorbjörn Guðmundsson komst
vel frá leiknum, hélt Jón Karls-
son áfram, og Ágúst Svavarsson
vaknaði af löngum dvala. Sýndi
hvers hann er megnugur. Þá var
Ólafur Éinarsson mjög góður og
miklu virkari í spilinu en áður.
Um Björgvin Björgvinsson þarf
ekki að ræða. Hann er frábær.
Það er von maður sé hress, sagði
Jón Karlsson og brosti.
— Nú var samvinna og aftur sam-
vinna í liðinu. Við fórum eftir
fyrirmælum Januszar, sem við
gerðum alls ekki í f.vrri leiknum,
sagði Jón ennfremur.
Þetta á allt eftir að springa enn
betur út, sagði Geir Hallsteins-
son. Nú var ógnun hægra megin,
sem ekki var til staðar í fyrri
leiknum. Við hlýddum f.vrir-
mælum þjálfarans í einu og öllu.
Já, það var gaman að vinna þessa
karla, sagði Geir.
Það er ekki vafi á því, að þessi
sigur gegn pólsku bronzverð-
launahöfunum frá Ol.vmpíu-
leikjunum í Montreal verður
lengi í minnum hafður. Spennan
var gífurleg — en sigur vannst,
þrátt fvri'r óhagstæða dómara. I
18 mínútur fengu leikmenn
íslenzka liðsins að kæla sig, en
Pólverjar í sex mínútur. Um tíma
voru aðeins þrír útileikmenn hjá
islandi inn á. Pólverjar fengu
fjögur vítaköst — íslendingar
eitt, og aldrei hefur sést litaðri
maður í svörtu á fjölum Laugar-
dalshallarinnar og annar vestur-
þýzku dómaranna. Þar var allt í
pólskum litum. En þó viðleitnin
væri mikil tókst honum ekki að
koma í veg f.vrir íslenzkan sigur.
Dómgæzla hans gerði meira en að
vega upp á móti f.vrir Pólverja, að
þeir voru ekki með alla sína beztu
menn í leiknum.
Það er mikinn lærdóm hægt að
draga af þessum leik. Þetta getið
þið alltaf, strákar. Hæfileikarnir
eru fyrir hendi — og þegar vilj-
inn — sigurviljinn —gneistar af
hverjum manni hlýtur sigur að
nást. Einnig gegn þeim beztu.
Allir leikmenn Islands léku vel
— en tveir slógu í gegn. Agúst
Svavarsson og Þorbjörn Guð-
mundsson, tveir risar, sterkir og
skotfastir. Agúst átti stórleik
bæði í sókn og vörn. Skoraði
fjögur falleg mörk. Brást ekki í
skottilraun. Þorbjörn átti einnig
stórleik — engan veginn þó galla-
lausan stórleik. Skoraði einnig
4 mörk. Olafur Einarsson lék
vel allan leikinn — og leikkafli
hjá honum í fyrri hálflcik var
stórkostlegur. Skoraði tvö mörk á
stuttum tíma — átti tvær frábær-'
ar línusendingar á Björgvinog
Þorbjörn, sem gáfu mörk, og
skoraði svo sjálfur þriðja af fjór-
um mörkum sínum í leiknum.
Björgvin Björgvinsson er ein-
stæður — á varla sinn líka sem
línumaðurinn. Ef þá nokkurn í
heiminum. Allt spil snýst í kring-
um Geir Hallsteinsson. — Hann
átti nú miklu betri leik, en í fvrri
leiknum. Akveðinn, dreif félaga
sína áfram með ákafa sínum og
leikni. Leikmaður, sem allt er
b.vggt í kringum í íslenzka liðinu,
það svo. að maður óttast þá til-
hugsun, að Geir fái sérstakan
gæzlumann. Að því hlýtur að
koma, því erlendir sem innlendir
hljóta að koma auga á þýðingu
Geirs í liðinu. Hvað skeður þá?
Eigum við mann til að halda uppi
merki Geirs í samleiknum?
Það er stór spurning, sem ekki
verður reynt að svara hér. Ég
held þó, að það séu til leikmenn,
sem geta haldið merki Geirs á
lofti — ef re.vnt verður að gera
Bommi heldur áfram þrátt fyrir meiðslin
eftir að hafa jafnað.
Af hverju tekurðuhannY'Þetta er rétt j
ekki út af? Þetta getur^hjá þér. Ég ætla
haft slæmar gfleið T-að setja vara-7
ingar. ____________/ mannúnn á.
' Ég hef haft á \
röngu að standa í
sambandi við hann
Ifrábyrjun. Vegna y
Bomina höfum við
(j^Já. já, en áfram)
\ með þig. —
hann óvirkan. Hlutur flestra ann-
arra í liðinu var mikill. Ólafur
Ben. frábær í marki — einkum í
síðari hálfleik, eftir heldur slaka
byrjun, þar sem hann fór um
tíma útaf. Ólafur H. Jónsson
mjög sterkur varnarmaður, sem
með krafti sínum einnig í sókn
lagði hlut að mörkum. Skoraði
eitt. Axel Axelsson byrjaði mjög
vel. Skoraði annað mark íslands
— og aðeins furðuleg heppni
SÚ SVISSNESKA
ÍEFSTASÆTI
Brigitta Habersatter, Austur-
ríki, sigraði í hrunkcppni heims-
bikars kvenna i Crans-Montana í
Sviss í gær. Sigraði þær Evu
Mittermaier, Vestur-Þýzkalandi,
sem varð i öðru sæti, og Önnu-
Mariu Moser, Austurríki, með ör-
litlum mun. Meðalhraði Brigittu,
98.8 km, „mesti hraði hjá mér i
brunbraut," sagði hún eftir
keppnina. Anna-María tók ekki
alveg sömu áhættu og áður „ég
hef fallið tvívegis og það hefur
kostað mig mörg stig. Ég vildi
ekki lenda enn einu sinni í snjón-
um,“ sagði hún eftir keppnina.
En möguleikar hennar til að ná
sigri í keppninni eru nú ekki
miklir. aðeins tvö brunmót eftir
— en sjö svig- og stórsvigsmót.
Lisa-Maria Morerod. Sviss, hefur
þar verið snjöllust, svo allt bendir
til að hún verði heimsmeistari.
Stigatalan eftir keppnina í gær er
þannig:
1. L.M. Morerod, Sviss, 165
2. A.M. Moser, Austrr.. 157
3. B. Habersatter, Aust., 146
4. H. Wenzel, Lichtenst.. 120
5. M.T. Nadig. Sviss. 99
pólska markvarðarins kom i veg
fyrir að Axel skoraði aftur. Sýndi
nú allt aðra takta en í fyrri leikn-
um, en meiddist illa eftir aðeins
sjö mínútur. Gat ekki leikið
meira eftir það — og vafasamt, að
hann geti tekið þátt í Evrópuleik
Dankersen á sunnudag.
Það er ekki ástæða til að rekja
gang leiksins í löngu máli. ísland
skoraði tvö fyrstu mörkin.
Pólverjar jöfnuðu í 2-2. Komust
yfir í 6-3 og skoruðu þá ákaflega
ódýr mörk. Stórlcikur Ólafs
Einarssonar gerði það að verkum,
að ísland jafnaði. Ólafur H. kom
islandi yfir 7-6, og Agúst, Björg-
vin, Þorbjörn og Ólafur komu
Íslandi í 11-7. Pólverjar minnk-
uðu muninn í 12-10 fyrir hlé.
Jöfnuðu í 12-12 í byrjun síðari
hálfleiks. ísland seig framúr
aftur. Komst fjórum mörkum yfir
og gaf ekki eftir þó tveimur leik-
mönnum væri vísað af leikvelli í
fimm mín. hvorum. Það voru
Þórarinn Ragnarsson og Ólafur
H. og Geir fékk einnig 2ja mín.
kælingu. En íslenzka liðið hélt
fengnum hlut og vann frægan
sigur.
-hsím.
Æfingagallar — Töskur
— Búningar — Skór o.fí.
Leggjum áherzlu á góða
vöru á hagstæðu
verði. gj|
Póstsendum
um allt land.