Dagblaðið - 27.01.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 27.01.1977, Blaðsíða 2
2 PAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1977 — 22. TBL, Það er ekki allt gott sem kemur frá Norðurlöndum Mikið andskotans ógeð va' þessi sænska mynd sem sjón- varpið sýndi okkur á föstudags- kvöldið þann 14. þ.m. Mér finnst kvikm.vndir sem þessar hafa lítið erindi til okk- ar, sérstaklega þegar haft er í huga að lofað var þá er Ríkis- sjonvarpið hljóp af stokkunum, að í því skyldi aðeiris menningu verða sjónvarpað, alls konar fróðleik, svo sem kennslu í tungumálum, sem er einkar vel fallið til þess að hafa um hönd í sjönvarpi. í íslenzka menningarsjón- varpinu átti ekki að sýna bandarískar glæpakvikmyndir, en það var ein af höfuðástæð- unum fyrir því að Keflavíkur- sjónvarpinu vinsæla var lokað. Nú hefur haldið innreið sína í ríkissjónvarpið sægur nor- rænna kvikmynda sem eru sýnu verri heldur en bandarísk- ar glæpakvikmyndir sem margar hverjar eru næsta sak- laust grín, eða a.m.k. lít ég svo á að margar þeirra, eins og t.d. McCloud og Columbo séu ekk- ert annað. Ef þessir einræðisherrar í Sjónvarpinu halda að allt sé gott, bara ef það er komið frá Norðurlöndunum. þá fara þeir mjög svo villir vegar. A Norðurlöndunum eru oft framleiddar örgustuklámmynd- ir, svo krassandi að mikið þarf til að fá þær sýndar í Banda- ríkjunum. Norræn menning stendur að þessu leyti langt að baki öðrum þjóðum, það höfum við séð og fengið sannað. í áðurnefndri mynd var auk nauðgunar sýnd ákaflega mikil misþyrming á fólki, svo mikil að varla hefur sézt annað eins. Sparkað var t.d. í manneskju til ólífis og önnur drepin á þann hátt að liöfði hennar var barið við steinvegg. Allt þetta ofbeldi var þannig sýnt að mesta ógeð var . í myndinni er svo sýnd heil fjölskylda af sálsjúku fólki og er næsta ótrúlegt að heil fjöl- skylda sé þannig á sig komin. Nokkrar hengingar eru sýndar þarna, að vísu hengdu tveir menn sig sjálfir en ógeð var þetta samt. Að lokum bjargaði svo gamal- menni, sem lifði í öðrum heimi, þvi að skjóta sökudólginn eftir að yfirvaldið hafði sakir gungu- skapar og/eða hræðslu ekkert aðhafzt. Finnst yður, lesandi góður, að þetta sé hægt? Myndin var bönnuð börnum, eða eins og sjónvarpið kemst svo ábyrgðarlaust að orði „er myndinni lék sægur barna, sem Mér datt þetta (svona) i hug. ekki við hæfi barna“. En i mér þótti mjög athyglisvert. Siggi flug, 7877-8083. Það var Clu Gulager sem fór með hlutverk Ameríkubófansi sænsku kvikmynainni í sjónvarpinu þann 14. janúar. Bruninn að Aðalstræti 12 Slökkviliðið Raddir lesenda Of mikið af ensku knattspyrnunni Húsið að Aðalstræti 12. Hreinsað til eftir brunann. 3103-3993 skrifar: Ég vil nú fyrst byrja á því að þakka fyrir allar þær góðu og skemmtilegu myndir sem hafa verið sýndar í íþróttaþætti sjónvarpsins, en það er bezt að komast að efninu. Hver er ástæðan fyrir því að sjónvarpið sýnir nær þvi eingöngu enskar knattspyrnumyndir? Hvers vegna eru ekki sýndar myndir frá Belgíu þar sem fjórir ís- lenzkir knattspyrnumenn leika. Einnig mætti hafa myndir frá íikotlandi þar sem einn maðun leikur sem atvinnumaður. Mig langar einnig til að spyrja, hvers vegna eru ekki sýndir handknattfeikir frá Þýzkalandi þar sem fimm ís- lenzkir leikmenn eru? Það væri miklu vinsælla meðal áhorfenda þinna, Bjarni Felixson, að fá að sjá félögin sem íslenzku leikmennirnir okkar eru með, leika. Það getur verið allt of þreytandi að bjóða upp a enska knattsp.vrnu sýknt og heilagt. stoð sig með pryði geta komið í veg fyrir að þakið félli. Ef það hefði gerzt mundi mikið neistaflug hafa þyrlast upp og næstu hús orðið í bráðri hættu. Vindátt var breytileg og þrjú til fimm vindstig. Lögreglan starfaði einnig vel, hún flutti íbúa næstu húsa burtu og lokaði gluggum, og aðstoðaði þá, sem björguðust úr brunanum. I svona tilfellum er álitamál hvort þeir, sem verða elds varir, eigi að hringja fyrst í' lögregluna eða slökkviliðið. En ég held að heppilegra sé að hringja í lögregluna, þar sem hún er á næstu grösum og þvf fljótari á staðinn til að vara fólk við eða að bjarga þvi. Nauðsyn- legt væri að hún hefði reyk- grímur í bílum sínum og varð- stofunum. Magnús Finnbogason húsasmiður. — lögreglan þyrfti að hafa reykgrímur Vegna blaðaskrifa um slökkvistarfið þegar húsið Aðalstræti 12 brann, vil ég skýra lauslega frá því sem þar gerðist. Þegar hringt var til lögregl- unnar og henni tilkynnt um eldinn, stóð mikil eldtunga út um glugga á bakhlið hússins. Er ég kom að húsinu voru þrír menn komnir út á þakið á nr. 10, og þá var ekki vitað'hvort allir væru komnir út. Tveir lög- regluþjónar voru einnig komnir að húsinu og reyndu þeir að fara upp á efri hæðina en urðu frá að hverfa vegna Ekki eru allir sammála um efnisval í fþróttaþáttinn, bréfritara finnst of mikið af fréttum af ensku knattspyrnunni. mikils elds og reyks. Er fyrsti brunabíllinn kom að var eldhafið orðið mjög mikið á báðum hæðum hússins, þó leið ekki langur tími frá því að hringt var að fyrsti bíllinn kom. Reykkafari var strax sendur inn í húsið en varð frá að hverfa vegna elds og sprenginga. Tenging á bruna- slöngum virtist ganga nokkuð greiðlega og sneri slökkviliðið sér strax að eldinum þar sem hann var mestur. Eftir að fleiri bílar komu var mjög skipulega staðið að slökkvistarfinu og er alveg ótrúlegt að þeir skyldu ráða við þetta mikla eldhaf og V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.