Dagblaðið - 27.01.1977, Blaðsíða 14
„FORANDRINGEN” KEMUR
ÚT A ÍSLENZKU í HAUST
— Þýðandinn á að vera kona
oghelzt móðiraðauki
Bókaútgáfan Helgafell hefur
nú keypt útgáfuréttinn að
„Forandringen" og er ráðgert
að bókin komi út í haust. Enn
hefur ekki verið ákveðið hver
þýðandinn verður en Liv Ull-
mann sjálf setur það skilyrði að
hann sé kona og heízt móðir að
auki.
„Við höfum prófað nokkrar
konur að undanförnu og tökum
ákvörðun um í næstu viku hver
þeirra hlýtur verkið,“ sagði
Ragnar Jónsson forstjóri Helga
fells í stuttu spjalli við Dag
blaðið.
Hann sagði ennfremur að
bókin fengist á prósentukjörum
og tæki Ullmann 5% af verð-
inu. Ekki sagðist Ragnar vita
hvort það væri dýr eða ódýr
samningur fyrir þessa metsölu-
bókþar eð hann gæfi ákaflega
lítið út af þýddum verkum.
Honum var einnig. ókunnugt
um hvort algengt væri að höf-
undar settu þýðendum verka
sinna jafnströng skilyrði og Liv
Ullmann gerir.
-AT-
Milljónir renna í vasann
hennar Liv Ullmann
Bók Liv Ullmann verður ,að
öllum líkindum metsölubók i
Bandaríkjunum í vetur og vor.
Fyrir það fær norska leik-
konan margar milljónir. Hún
starfar nú í Bandaríkjunum við
gerð kvikmynda og leikur auk
þess á Broadway.
Bók Liv Ullmann var valin
bók mánaðarins en það er ein
bezta auglýsing sem hægt er að
fá. Tvö víðfræg kvennablöð,
Vogue og McCalls, hafa auk
þess keypt réttinn til að birta
útdrátt úr bókinni. Liv vgrður
bráðlega á forsíðu TV Guide,
sem er talið útbreiddasta viku-
blað í heimi.
Allt stuðiar þetta að goon
sölu bókarinnar. Reynslan er sú
að blöð sem birta sjónvarpsdag-
skrár eru mjög góð auglýsinga-
blöð. Enginn veit með vissu
hvað Liv hefur fengið fyrir sölu
bókarinnar í Bandaríkjunum
(orðrómurinn segir að upphæð-
in sé ekki undir 2 milljónum
n. kr. 72 milljónir ísl. kr.)
Við þá upphæð bætast svo prós-
entur sem hún fær af hverju
seldu eintaki.
A þessu ári verður bókin
gefin út i vasabókarbroti.
Slíkar bækur eru venjulega
lesnar af 10 sinnum fleira fólki.
Liv Ullmann vinnur nýja og nýja sigra í Bandaríkjunum, nú með útgáfu bókar sinnar, Forandringen.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1977
EG HATA AÐ BUA ALEIN
,,Eg hef alltaf vitað að ég
myndi enda með því að búa
alein, þegar ég yrði gömul,“
sagði Bette Davis í viðtali við
bandarísk blað.
„Það er hræðilegt að vera
einmana. Það ætti enginn að
þurfa þess. Eg hata einmana-
leik,“ segir þessi heimsfræga
leikkona sem nú er oróin sextíu
og átta ára gömul.
,.Allt mitt líf hef ég verið
mitt á meðal fólks — alltaf ver-
ið þar sem hlutirnir eru að ger-
ast. Nú er ég alein heima hjá
mér. Það koma vikur sem ég
hitti engan nema hreingerning-
arfólk sem kemur til þess að
taka til hjá mér.“
A meðan á þessu samtali stóð
keðjureykti Bette hverja
sígarettuna á eftir annarri.
Hún sagðist ekki búast við því
að einhver maður kæmi og
bjargaði henni frá þessum
leiðindum.
„Hver myndi fara að kvænast
mér núna?“ spurði þessi gamla
kona sem á fjögur hjónabönd
að baki.
Hún hefur eignazt tvö börn,
sem nú eru bæði gift og flutt
burtu frá henni. „Eg ásaka þau
ekki fyrir að hafa yfirgefið
„hreiðrið." Það er allt eins og
það á að vera.
Það væri nka mjög undarlegt
ef þau hefðu viljað hanga í pils-
faldi móður sinnar. Eg hef sam-
band við þau öðru hverju og
þau hringja líka til mín,“ segir
hún.
En hvernig skyldi þessi aldna
kvikmyndastjarna fá timann til
þess að líða?
„Eg reyni að hafa eittnvað
fyrir stafni, ef ég mögulega get,
les rnikið og horfi mikið á sjón-
varpið. Eg er einnig að reyna að
fullnema mig í eldamennsku.
Ég er að reyna að læra að búa
til ítalskan mat sem mér fellur
mjög vel og prófa allar nýjar
uppskriftir sem ég kemst yfir.
Stundum elda ég bara venju
legan mat, nautasteik eða eitt-
hvað einfalt.
Fyrir mörgum árum sagðist
ég vera viss um að ég m.vndi
enda sem eldgömul kerling,
alein í stóru húsi uppi á
hæðinni. Nú hefur þetta allt
komið á daginn, nema húsið er
ekki uppi á hæðinni. það
stendur á árbakka."
Þessi gamla kvikm.vndastjarna
er ósköp einmana í ellinni og
stundum hittir hún engan
nema hreingerningarfóikið sitt
svo vikum skiptir.