Dagblaðið - 27.01.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 27.01.1977, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1977 12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1977 13 - Irina Rodnina varð Evrópumeistari íníunda sinn íHelsinki ígær og í fimmta sinn með eiginmanni sínum íkeppninni um heimsbikarinn á skíðum fgær Eftir keppnina í gær var stigatala efstu stúlknanna þannig: 1. L.M. Morerod, Sviss 193 2. A.M. Moser, Austurríki, 174 3. B. Habersatter, Aust. 147 4. H. Wenzel, Lichtenst. 131 5. M.T. Nadig, Sviss 122 6. B. Zurbriggen, Sviss 78 7. M. Kaserer, Austurríki 76 8. N. Spiess, Austurríki 61 9. E. Mittermaier, V-Þýzk. 57 10. P. Pelen, Frakklandi, 54 Skautaparið heimsfræga, Irina Rodnina og Alexander Zaitsev sigruðu með yfirburðum á Evrópumeistaramótinu i list- hlaupum á skautum í Helsinki i gær. Hlutu tæpum fimm stigum meira en næsta par. Þau Rodnina og Zaitsev eru einnig heimsmeist- arar — og sigruðu með yfir-: burðum á Olympiuleikunum í Innsbruck fyrir ári. Þetta voru fyrstu úrslitin á Evrópumeistaramótinu i Helsinki nú og sjaldan eða aldrei hafa sovézku hjónin sýnt . glæsilegri: tilþrif á skautasvellinu. Það var í níunda sinn, sem hin 27 ára Rodnina verður Evrópumeistari — í fimmta sinn með Zaitsev sem félaga. Hann er 25 ára. Þau hlutu nú 141.08 stig. I öðru sæti urðu Irina Vorobieva og Alexander Vlasov, einnig frá Sovétrikjun-; um, með 136.74 stig og í þriðja sti Marina Tcherkasova og Sergei Shakrai, Sovétríkjunum, með1 133,97 stig. Þetta unga skautapar átti hug og hjarta 7000 áhorfenda i Helsinki. Marina aðeins 12 ára og 27 kíló að þyngd, en félagi' hennar 18 ára. I fjórða og fimmta sæti var skautafólk frá Austur- Þýzkalandi, Mager og Benders- dorf með 132.77 stig, og Bass og Thierbach m eð 128.24 stig. í einstaklingskeppni karla á Evrópuméistaramótinu hefur Vladimir Kovalev örlitla forustu eftir frjálsu æfingarnar. Hann er með 85.08 stig, en fyrrum meist- ari Jan Hoffman, Austur- Þýzkalandi, var með 85.00 stig. Á' Evrópumeistaramótinu í fyrra varð Kovalev í öðru sæti á eftir John Curry, Bretlandi, sem nú er hættur keppni. I þriðja sæti með 81.64 stig var Finninn' Pekka Leskinen og fjórði var Robin Cousins, Bretlandi, með 79.32 stig. Cousins er talinn hafa góða möguleika til að vinna mjög á efstu menn I úrslitakeppninni í kvöld — en varla verður hann þá Evrópumeistari. Eftir tvær æfingar í ís- dansinum er sovézka parið Irina Moiseyeva og Andréi Minenkov i efsta sæti með 40.48 stig og í gær hlutu þau tíu fyrir æfingu. 1 öðru sæti eru Natalia Linichuk og Gennandi Karponosov, Sovét- ríkjunum, með 39.24 stig, en síðan koma Kristzina Regoczy og Andr- as Sallay, Ungverjalandi, með 38.88 stig og Janet Thompson og Warren Maxwell, Bretlandi, með 38.40 stig. Anna-María Moser varð í 16. sæti í sviginu á 1:30.98 mín. og það nægði henni í annað sæti samanlagt í bruni og svigi. Þar sigraði María-Theresa Nadig, Sviss, og Hanni Wenzel, Lichtenstein, varð í þriðja sæti. Lisa- María varð í fimmta sæti samanlagt. <Ttl, Evrópukeppnin íkörfubolta (25-45). Þessir leikir voru í A-riðli, en B-riðlinum urðu úrslit þessi: í Cantu: — Birra Forst Cantu, Ítalíu, Juventud Badalona, Spáni, 105-76 (51-37). í Búkarest: — Steaua, Búkarest, Rúmeníu, Villeurbabbe, Frakklandi, 65-59. Nokkrir leikir í Evrópukeppninni í körfuknattleik voru háðir í gær. Úr- slit urðu þessi i keppni bikarhafa: í Milanó: — Cinzino Milanó, Ítaliu, Spartak, Leningrad, Sovétríkjunum, 94-69 (50-35). 1 Sofia: — Slavia, Sofia, Búlgaríu, Slavia, Prag, Tékkóslóvakíu, 60-65 Italir fengu á sig mark! italir sigruðu Belgi í landsleik í knattspyrnu í Róm i gær með 2-1 — og landsliðsmarkvörðurinn belgíski Piot félagi Ásgeirs Sigur- vinssonar hjá Standard, var fyrstur til að skora mark hjá itölum á heimavelli í fimm ár. Það var úr vitaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Þá var staðan 2-0 fyrir italíu. Graziani skoraði á 46-min. og síðan varð Meeuws fyrir þeirri óheppni að skora sjálfsmark á 76. mín. Liðin voru þannig skipuð: italía, Zoff, Cuccureddu, Tardelli, Zaccarelli, Mozzini, Scirea, Causio, Pecci, Graziani, Antognoni og Pulici. Belgía: Piot, Gerets, Renquin, Broos, Van den! Daele, Cools, Van der Elst, Courant, Beheyft, Coeck og Wellens. Næsta miðvikudag leika Eng- land og Holland á Wembley í Lundúnum, og Spánn-irland á Spáni. Tékkneska landsliðið lék við 1. deildarlið Haag í gær í Haag og sigraði með 6-1 eftir 2-0 í hálfleik. Moder, Gajdusek (3) og Nehoda (2) skoruðu mörk Tékka, en Noel fyrir Haag. Ahorfendur 2.500. Tveir af leikmönnunum, Jim Mont- gomery, markvörður, og Dick Malone, bakvörður, voru í sigurliði Sunder- land, sem sigraði Leeds í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley fyrir fjórum árum. Hinir fjórir eru Tommy Gibb, sem lengi lék með Newcastle, Alan Foggon, Roy Greenwood, og Ray Framkvæmdastjóri Sunderland, Jimmy Adamson, sem verið hefur þar við stjórnvölinn í nokkrar vikur, kom talsvert á óvart í gær, þegar hann setti sjö leikmenn á söiulista. Þar á meðal nokkra kunnustu leik- menn liðsins. Til dæmis Jim Holton, sem keyptur var frá Manch. Utd. á 90 þúsund sterlingspund nýlega. Train. Allt mjög kunnir leikmenn. Greenwood var keyptur í fyrra frá Hull City fyrir stórpening, 140 þús- und sterlingspund. Train frá Carlisle fyrir 90 þúsund sterlingspund, og í haust kom Foggon til Sunderland frá Manch. Utd., en hann hafði áður lengi leikið með Middlesbro. Greinilegt er, að Adamson ætlar sér að „hreinsa til“ hjá Sunderland, en liðið er í neðsta sæti í 1. deildinni og virðist hafa sáralitla möguleika að halda sæti sínu þar. Þá var einnig í gær tilkynnt, að allir leikmenn Halifax væru til sölu, en félagið hefur 21 atvinnumann á skrá. Aðsókn hjá félaginu er mjög slæm — meðaltal 2500 — og fjárhag- urinn slæmur. HAPPDRÆTTI FH Handknattleiksdeild FH er með happdrætti í gangi til að vinna upp tapið af Evrópuleikj- unum. Dregið verður 1. febrúar og um helgina gera félagar FH lokaátakið í sölu happdrættis- miða. 1 fríi sinu sl. laugardag notaði Bjarnleifur ljósmyndari Dag- blaðsins tímann til að heimsækja yngstu flokkana í FH og tók þá þessa ágætu mynd af 6. flokki félagsins en það eru drengir inn- an 10 ára. Æfing stóð yfir hjá hinum ungu FH-ingum í Gamla leikfimihúsinu við Lækjarskól- ann í Hafnarfirði en er Bjarn- leifur kom kusu hinir ungu Hafn- firðingar að myndin af þeim yrði tekin úti i hraunklettunum svo hún fengi hafnfirzkari blæ — og yrði ósvikin Hafnarfjarðarmynd. Æfingar yngstu flokkanna: Æfingar yngstu flokka FH fara fram í hinu gamla leikfimihúsi fyrst um sinn á Iaugardögum og hefur 6. flokkur æfingar frá 13.00 til 15.30 og síðan æfir 5. flokkur til 16.20. — Síðan verður æft í Kaplakrika eins og kostur verður Frœðslufundir Undirbúningur 3. og 4. flokks hefst með fræðslufundum um knattspyrnu og verða þessir fundir út febrúar. skemmtilegri íþrótt fyrir sjálfa sig og áhorfendur sem unna tápi og fjöri i skemmtilegum leik. Fundir þessir verða eins og nafnið bendir til fyrst og fremst fræðsla um knattspyrnu sem hóp- íþrótt, er leiknir, vel þjálfaðir og samhuga einstaklingar gera að Einnig verður farið yfir knatt- spyrnulögin með drengjunum, en virðingin fyrir lögum iþróttarinn- ar, er ein meginundirstaðan fyrir framkvæmd góðrar knattspyrnu. tékkneska sem leikur við Island í Laugardalshöll í kvöld. Þrjár breytingar á liði Islands frá sigurleiknum við Pólverja íslendingar og Tékkar leika í 13. sinn landsleik í handknattleik í kvöld og verður leikurinn háður í Laugardalshöllinni. Tékkar hafa sterku liði á að skipa og sjö af leikmönnum liðsins léku á olympíuleikunum í Montreal sl. sumar. Þrjár breytingar verða gerðar á íslcnzka landsliðinu frá sigurieiknum við Pólverja á Rodnina og Zaitsev enn einu sinni meistarar og aldrei betri Bommi og Roger leika knettinum sin á milli -1------* og allt í einu opnast vörnin. Bommi spyrnir að marki Þór vann Laugdæli voru þeir Alfreð Túliníus (>g Bjarni Jónasson. Leikurinn var liður i islandsmótinu, 2. deild. Á sunnudaginn léku sömu liðin á ný og aftur sigruðu heimamenn. nú með 75 stigum gegn 63. Leikur þessi var liður í Bikarkeppni KKÍ. Dómarar voru þeir Alfreð Túliníus og Gunnlaugur Björns- son. -STA. Einn leikur fór fram í körfu- knaltleik á laugardaginn á Akur- eyri og leiddu þá saman hesta sina lið Þórs og lið Laugdæla. Leiknum lauk með sigri Þórsara sem skoruðu 59 stig gegn 50 stigum Laugdæla. Fjórir leik- menn Laugda-la sem léku þennan leik gegn Þór. höfðu leikið í blak- leiknum rétt á undan. Dómarar Tennisleikararnir frægu BJörn Borg, Svíþjóð, og Jimmy Connors, Bandaríkjunum, léku til úrslita í miklu tennismoti i Florida í Bandaríkjunum á sunnudag. I fýrstu verðlaun voru 100 þúsund dollarar — 19 milljónir íslenzkra króna. Björn vann öruggan sigur á Connors 6-4, 5-7 og 6-3, og var sigur hans talsvert óvæntur. Connors hefur yfirleitt haft tak á Svíanum unga — og er skráður fremsti tennisleikari heims. Borg cr Wimbledon- meistari, sem talinn er hinn óopinberi heimsmeistaratit- ill. Báðir kapparnir keppa nú á handaríska meistaramót- inu í tennis. Mvndin að ofan var tekin í Florida. Björn Borg nýbúinn að slá knöttinn í erfiðri stöðu frá vallar- brúninni. res Syndicata. Inc . 1975 World rights •aserved. íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir iþróttir Iþróttir RITSTJÖRN: HALLUR SiMONARSON < JPI |H.> é * ví‘f

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.