Dagblaðið - 27.01.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 27.01.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR27. JANÚAR 1977 Einn litur — og listaverk verður til „Hugmyndirnar skapast með ýmsu móti, stundum tekur mað- ur sér lit í hönd og þar með verður kveikjan til að verkinu. Sumir teikna ekki einu sinni upp það sem þeir ætla að gera, heldur kemur þetta af sjálfu sér.“ Eitthvað á þessa leið mæltu þær Sigrún Sverrisdótt- ir, Þorbjörg Þórðardóttir, Ragna Róbertsdóttir og Asg'erð- ur Búadóttir þegar við litum inn á blaðamannafund á Kjar- valsstöðum i gær. Þar stóðu þær i stórræðum við að setja upp afar fjölbreytta sýningu á norrænni veflist. Upphafið var það að þeim i Danmörku fannst veflistinni ekki nægur gaumur gefinn og tóku sig til og skrifuðu til Synneve Anker Aurdal er ein- mitt að búa til verk fyrir Þjóð- arbókhlöðuna okkar, en þetta verk nefnir hún „Rauða ballett- inn“. Það er dóttir Asgerðar, Þórunn, sem stendur þarna. kollega sinna í greininni. Úr því varð svo sú sýning, sem okkur er gefinn kostur á að sjá hér nú. Sýningin hefur þegai verið í Svíþjóð, Danmörku. Noregi og Finnlandi. Héðan fer hún til Færeyja. Norðurlandabúar hafa stund- að veflist frá örófi alda, í fyrstu til að skýla limum fyrir veðri og vindum, síðar til augnayndis eða til heiðurs Guði og fylgdar- liði hans,“ eins og segir m.a. í fréttatilkynningu frá sýning- unni, sem nefnist „Norræn vef- list“. Slík sýning sem þessi verður haldin á þriggja ára fresti og eiga þær að gefa fyllri hug- mynd um það sem er að gerast í veflist á Norðurlöndum. Félag textílhönnuða annaðist undir- búning þessarar sýningar fyrir Islands hönd. Ásgerður Búadóttir var full- trúi íslands í dómnefnd kunn- áttumanna frá öllum Norður- löndum. 665 verk bárust og 116 verk voru valin til sýningar. 16 íslenzkir veflistarmenn sendu inn verk sín en 6 voru sam- þykkt til sýningar og geta ís- lendingar verið stoltir af því hlutfalli. Gagnrýnendur hafa lokið miklu lofsorði á þessa sýningu og er hún án efa sú glæsilegasta sem hingað hefur komið. Lista- mennirnir eru alls 95, þar af 3 karlmenn. Spanna verk þeirra yfir myndvefnað, teppi, ísaum, tauþrykk, „Patchwork“teppi, macramé, rýateppi, batík, prjón, góbelín, ofinn skúlptúr og alls konar blandaða vef- tækni. Sýningin stendur frá 29. janúar til 20. febrúar. Flugleið- ir munu veita fólki utan af landi sérstakan helgarafslátt meðan á sýningunni stendur. Myndarlegt blað fylgir sýn- ingunni og breytist aðeins hausinn eftir því í hvaða landi er sýnt. Blaðið hér ber nafnið „Kjarvaisstaðir — Reykjavík“. EVI Sigrún Sverrisdóttir, Asgerður Búadóttir, Þorbjörg Þórðardóttir pg Ragna Róbertsdóttir hafa lagt nótt við dag við að koma myndunum á norrænu veflistarsýningunni fyrir á Kjarvalsstöðum. Þær standa fyrir framan listaverk eftir finnsku listakonuna Irmu Kurkka- sjárvi. ísland er ekki eina landið þar sem eitt hneyksli á dag kemur skapinu í lag Varla er hægt að komast hjá því að gera samanburð á Is- landi og Frakklandi við lestur greinar eftir Edward Behr, svæðisritstjóra Newsweek í Evrópu, sem birtist í nýjasta hefti ritsins. I greininni „Hneykslisland- ið“ eru rakin nokkur hneykslis- mál í Frakklandi allt frá árinu 1934, og vikið að getu- og vilja- leysi franskra dómstóla til að upplýsa mál sem hafa pólitíska undirtóna. „Meira að segja minniháttar „skandalar" deyja stundum eðlilegum dauðdaga," segir í grein Behr. „1972 sakaði franskur stjórnarstarfsmaður, Gabriel Aranda, franska stjórn- málamenn og kaupsýslumenn um samvinnu um verðlagningu og beitingu pólitiskra áhrifa til að fá arðbæra byggingarsamn- inga við hið opinbera. Aranda lagði fram stafla ljósrita og var sannleiksgildi þeirra aldrei dregið í efa. Þau gáfu sterklega til kynna að hluti hagnaðarins rynni í fjárhirzlur Gaullista- fiokksins. Þótt kaldhæðnislegt sé fór það svo, að stjórnvöld. höfðuðu mál gegn Aranda fyrir skjala- stuld. Það var eins og að leiða Woodward og Bernstein fyrir rétt fyrir að skýra frá vitneskju sinni um Watergate — og það athyglisverðasta var að.í Frakk- landi virtist öllum nákvæmlega sama." Þetta var franska dæmið. Ef til vill þarf þó ekki að fara alla leið til Frakklands til að finna dæmi af þessu tagi. Síðastliðið haust birti Dagblaðið ítarlega greinargerð um starfsemi flug- vélagsins Vængja og meintan fjárdrátt úr sjóðum félagsins. Einnig var skýrt frá dularfull- um hlutabréfakaupum og söl- um pólitískra samherja og sam- starfsmanna. Lögð voru fram ljósrit, sem sýndu að umræddir peninga- flutningar höfðu farið fram; að löglegri stjórn félagsins hafði ekki verið gerð grein fyrir nær tuttugu milljónum króna og fleira, sem hlaut að teljast lög- brot. Rannsóknin, sem hafin var, beindist að því að upplýsa hvernig Dagblaðið hafði komizt yfir skjölin og hverjar heimild- ir aðrar blaðið hefði. Engum datt í hug að hefja rannsókn á atferli nokkurra stjórnar- manna í félaginu, ekki einu sinni ríkissaksóknara. Það þótti heldur ekki athugavert að varaformaður bankaráðs Landsbanka íslands væri með þeim gögnum, sem birt voru, sannur að fyrirhuguðum skatt- svikum. En fleira er það í grein News- week-ritstjórans, sem kemur kunnuglega fyrir sjónir hér á landi. Hann skrifar: „Gullin regla, sem allar franskar ríkisstjórnir halda í heiðri þegar meiriháttar hneykslismál blasir við, er að halda því fram að árásir á þær séu af pólitískum toga spunnar Poniatowski sagði það einmitt fyrir skemmstu (um morðið á de Broglie prins). En Georges heitinn Pompidou forseti hafði gert það með mun meiri krafti 1972, þegar Aranda-málið var í hámarKi. „Varið ykkur," sagði hann þá við fréttamenn. „Þeir sem henda skít i andlit and- stæðinga sinna hitta stundum og stundum ekki, en þeir eru alltaf óhreinir á höndunum." I þetta sinn gæti viðvörun Pompidous rætzt á annan veg. Almenningsálitið í Frakklandi kann enn að bresta siðgæðis- mat, en þegar efnahagsástandið er slæmt verður lítil þolinmæði sýnd þeim mönnum á haum stöðum, sem starfa í skugga vopna- og olíusölu, skattfríð- inda og gríðarlegs ólöglegs gróða.“

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.