Dagblaðið - 27.01.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 27.01.1977, Blaðsíða 15
ÐAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1977 ........ Persónubundnar kosningar stuðla að BETRISTJÓRNSKIPAN Með breytingu á stjórnar- skránni árið 1959, þegar 31. grein hennar var breytt, um kosningar til Alþingis, var horfið algjörlega frá persónu- kjöri í einmenningskjördæm- um og komið á hlutbundinni kosningu i 8 stórum kjördæm- um. Umrædd breyting hefur haft veruleg áhrif bæði á stöðu alþingismanna og kjósenda, þ.e. aðhald kjósenda á stjórn- málamenn hefur minnkað all- verulega og ábyrgð þingmanna farið mjög dvínandi, en þess í stað hefur ábyrgðin færst á hendur stjórnmálaflokkanna. Að mínu mati er þessi þróun mjög skaðleg og hefur örðið enn róttækari en flestir gera sér grein fyrir. auk þess sem hún leiðir til meiri afskipta ríkisvaldsins af málefnum þegnanna. Einnig hefur með þessari skipan stóraukist flokksræðið í landinu og völdin innan flokkanna færst á fáar hendur. Það er því höfuðnauð- syn í dag að snúa við á þessari braut. Það er þó aðeins hægt ef þjóðin sjálf sýnir þann vilja í verki og myndar samstöðu um breytingar i þá átt. Ég mun hér setja fram ákveðna hugmynd um breytt fyrirkontulag á kosningum til Alþingis sem byggir í höfuðat- riðum á núverandi kjördæma- skipan, en í stað hlutbundinna kosninga verður meirihluta- kosning í einmenningskjör- dæmum, sbr. nánar hér síðar. Haft er í huga að ekki verði komið á ofurvaldi þéttbýlisins, einnig er gengið út frá því að erfitt muni reynast að fækka þingmönnum frá dreifbýlustu kjördæmunum: Kjördæmi Þingmenn Fólksfjöldi á hvern þingmann Reykjavík 21 4.016. Reykjaneskjörd. 12 3.853. Vesturlandskjörd. 6 2.340. Vestfjarðakjörd. 5 2.010. Norðurlandskjörd. (bæði eystra og vestra) 13 2.654. Austurlandskjörd. 6 2.042. Suðurlandskjörd. 7 2.724. Samtals 70 þingmenn Skipting ofangreindra kjördæma í minni einmenningskjördæmi er fram- kvæmdaatriði og ekkert stórt vandamál, sem hér er ekki rak- ið frekar. Ofangreindar upp- lýsingar byggjast á bráða- birgðatölum um mannfjölda 1. des. 1976. Með þessari skipan er tryggt að atkvæði á höfuðborgarsvæð- inu gildir rúmlega tvöfalt meir en í dag, enda þótt viðurkennd verði áfram sérstaða dreifbýlis- ins. í þessu s-ambandi eru 'tvær mjög þýðingarmiklarbreytingar nauðs.vnlegar miðað við fyrri reynslu okkar af einmennings- kjördæmum. í fyrsta lagi er nauðsynlegt, ef enginn fram- bjóðanda fær helming atkvæða eða meir, að kjósa aftur viku síðarmilli þeirraframbjóð- enda sem liafa fengið í það minnsta 10% fylgi og ræður þá afl atkvæða úrslitum. í öðru lagi að kosinn verði varantaður fyrir hvern þing- mann sem taki sæti hans ef hann de.vr eða verður forfall- aður frá þingsetu. Hætti þannig þingmaður störfum þá verður hann eigi þingmaður aftur nema í nýjum kosningum. Með tvíkosningu í einmenningskjör- dæmum gefst tækifæri fyrir stjórnmálaflokkana og fram- bjóðendur að ná samstöðu um skýrari línur milli væntanlega kannski aðeins tveggja eða þriggja frambjóðenda, í seinni kosningu, svo og gefst þannig fulltrúum smærri flokkanna tækifæri að ná kjöri ef fram- bjóðandi þeirra hefur náð góðum árangri í fyrri kosning- unni. í reynd rnyndi slikt fyrir- komulag leiða til þess að flokk- arnir næðu meiri samstöðu fyrir alþingiskosningar en nú tíðkast og stuðla að virkari stjórnun í stað þess að nú er reynt að ná slíkri samvinnu milli ólíkra flokksbrota á Alþingi. Er enginn vafi á því að slíkt fyrirkomulag myndi stuðla að heilbrigðara stjórnar- fari og sterkari ríkisstjórn sem byggðist væntanlega á meiri- hluta alþingismanna úr einum flokki, svo og yrði stjórnarand- staðan langtum sterkari og ábyrgari. Með því að kjósa varamann þyrfti ekki að kjósa að nýju ef þingmaður forfallast. Ein höfuðröksemd gegn einmenn- ingskjördæmum mun verða byggð á því að slíkt fyrirkomu- lag dræpi alveg minnstu flokk- ana. Fellst ég alls ekki á það sjónarmið enda reynslan ekki sú t.d. i Frakklandi. Einnig verður að hafa í huga að núver- andi stjórnmálaflokkar eru engin endanleg forsenda stjórnmálalífs tslendinga í nútíð og framtíð. Höfuðatriðið er, að kosningahættir til lög- gjafarsamkomu auki heilbrigða þátttöku kjósenda i stjórnmála- lífinu. Með núverandi fyrir- komulagi mun í dag láta nærri að jafnaðarlega séu um 10 vara- menn í störfum löglegra kos- inna þingmanna þar sem reglur um tilkvaðningu þeirra eru í raun mjög misnotaðar. Vara- menn fá þingfararkaup jafn- framt því að aðalmenn halda þeim óskertum. Fjölgun þing- manna í 70, eins og þessi tillaga ber með sér, hefur því alls ekki nein teljandi aukaútgjöld í för með sér. Einnig aðhyllist ég skoðun Bjarna Benediktssonar, að Alþingi á að vera í sem nán- ustu tengslum við hið almenna starfslíf í landinu en ekki sér- stök stétt stjórnmálamanna. Varaði hann við því að alþingis- menn yrðu, með því að fá laun fyrir öllu lífsuppihaldi, aðeins 60 nýir embættismenn sem bættust við kerfið. Þeir yrðu atvinnustjórnmálamenn úr tengslum við starfslífið í land- inu og virðing þeirra og tiltrú myndi þverra að sama skapi. Með bættum vinnubrögðum og betra skipulagi virðist nægur tími fyrir Alþingi að koma saman í byrjun október og ljúka störfum fyrrihluta aprílmánaðar með hæfilegu jólafríi og nægðu fundarhöld 3—4 daga í viku. Virðist þvi eðlilegra að miða laun þing- manna við það, t.d. % af núver- andi launagreiðslu. Starfstil- högun yrði þannig fyrirkomið að dugmiklir og athafnasamir menn og konur gæfu sig að þingmennsku en ekki einvörð- ungu þeir sem eru á kafi í stjórnmálum og vinna ekkert annað. Þyrfti að gera gagngera breytingu á 35. gr. stjórnar- skrárinnar í samræmi við ofan- greind sjónarmið. Allnokkrar umræður hafa átt sér stað um deildaskiptingu Alþingis, þ.e. efri-deild og neðri-deild, svo og hvernig laga- frumvörp ná samþykki í þing- deildum, sbr. 44. gr. og 45. gr., og hallast flestir að því sjónar- miði að hafa aðeins eina þing- deild og telja núverandi skipan úrelta. Að mínu mati tel ég skiptingu í deildir hafa marga kosti og þá helst þann að með því gefst betri tími fyrir þing- menn að kynna sér ný laga- fyrirmæli, því að oft á tíðum þarf góðan tíma og yfirlegu ef vel er unnið að lagasetningu. Neðri deild verður áfram aðal- vettvangur stjórnmálaátaka og af þeim sökum gefst þar minna tóm til þess að vinna að laga- setningu. Þessu er öðruvisi varið í efri-deild. Á ntargan hátt munu og deildirnar hafa eftirlit hvor með annarri, báðum deildum til góðs. Aftur á móti er eðlilegt að bre.vta 45. gr. stjórnarskrárinnar í það horf að ekki verði hægt að stöðva lagafrumvörp í annarri deild- inni ef ríkisstjórn styðst við nauman meirihluta þingmanna, eins og fjölmörg dæmi eru til um, og gera með því slíka ríkis- stjórn alveg óstarfhæfa. Virðast lok 45. gr. um tvo þriðju atkvæða þeirra, sem greidd eru í sameinuðu þingi fyrir almenn- um lagafrumvörpum, ekki nauðsynleg og mætti fella það ákvæði niður og meirihluti lát- inn ráða úrslitum. Samkvæmt 42. gr. stjórnar- skrárinnar er það einvörðungu á valdi Alþingis að afgreiða fjárlög og fjáraukalög á sam- einuðu þingi. í fljótu bragði væri hægt að ætla að valdahlut- fall milli ríkisstjórnar og Alþingis væri mjög ójafnt með þetta í huga og þannig stórauk- ið fjárausturinn úr ríkissjóði. Væri slíkt mjög óeðlilegt því að fjármálastjórn landsins á að vera í höndum ríkisstjórnarinn- ar. t raun má segja að þar sem ríkisstjórn byggir fylgi sitt á þingmönnum úr sínum stjórn- málaflokkum hafi hún verulega hönd í bagga um afgreiðslu fjárlaga. Reynsla síðari ára sýnir samt ljóslega verulega til- hneigingu Alþingis til þess að auka greiðslubyrði ríkissjóðs. Virðist því þurfa að sporna við þeirri þróun með því að tak- marka þetta vald Alþingis sam- kvæmt 42. gr., svo og skylda alþingismenn og ríkisstjórn til þess að gera jafnframt grein fyrir fjáröflun til ríkissjóðs til þess að standa straum af tillög- um og frumvörpum sem hafa aukin útgjöld í för með sér. Á það er lögð áhersla að Alþingi hafi margvísleg störf með höndum: 1) Það setur lög og gerir þingsályktanir. 2) Það hefur eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins og 3) Það verður að sjá landinu fyrir starfhæfri ríkisstjórn, auk fjöl- margs fleira. Aðaleftirlit Alþingis fer fram í formi fyrirspurna til ríkis- stjórnar og til einstakra ráð- herra. Eru það aðallega stjórnarandstæðingar sem taka þátt i fyrirspurnum enda þótt sá réttur sé fyrir alla þing- menn. Akvæðinu í 39. grein stjórnarskrárinnar um skipan nefndar þingmanna til þess að rannsaka mikilvæg mál hefur aldrei verið beitt af Alþingi og tel ég það miður. Aftur á móti tel ég mjög varhugavert, ef rikisstjórn hefur verið mynduð á þingræðislegum grundvelli, að koma fram með ótímabærar vantrauststillögur, nema sann- anlega sé fyrir hendi grundvöll- ur fyrir annarri ríkisstjórn sem styðst við meirihluta alþingis- manna. Hafa nokkrar vest- rænar þjóðir sett ákvæði um þetta í stjórnarskrár sínar eða það byggist á stjórnarfarslegri venju. Áðeins í þremur tilvik- um hafa slíkar vantrauststil- lögur verið samþykktar en verulegum tima alþingis ár hvert er eytt i slíkar umræður sem engum tilgangi þjónar. Væri eðlilegt að taka þennan þátt til gagngerrar athugunar. Landshlutasamtök Nauðsynlegt er að lands- hlutasamtökunum verði veittur réttur skipaður með lögum til þess að þau ráði sjálf málefnum sínum með umsjón ríkis- stjórnarinnar. Margt mælir með því að dreifa valdinu meir en gert er. Eðlilegt er að kosið verði til slíkra landshlutasam- taka eftir svipuðum reglum og sjónarmiðum og gilda um kosn- ingar til Alþingis þannig að tekið verði tillit til þess að þétt- býlustu sveitarfélögin nái ekki algjörum völdum innan lands- hlutasamtakanna. Eðlilega verða þessi mál að þróast og verða fastmótaðri en nú er svo að uppbygging þeirra verði sem traustust. Kjallarinn Sigurður Heigason Meðferð framkvœmdavaldsins Það er grundvallaratriði í lýðræðis- og þingræðisríki að með framkvæmdavaldið fari sterk og virk ríkisstjórn sem hafi nokkuð frjálsar hendur til þess að hrinda í framkvæmd þeim fjölda verkefna sem jafn- an er við að glíma. A margvís- legan hátt verða ráðherrar að standa Alþingi reikningsskil á sínum gerðum, eins og þegar hefur verið rakið. Ráðherrar eru samt í raun ekki valdir af Alþingi heldur stjórnmála- flokkunum. Þar sem þeir eru oftast jafnframt forystumenn flokkanna þjappast völdin óeðlilega mikið í fárra hendur. Jafnframt hættir Alþingi að veita framkvæmdavaldinu nægjanlegt aðhald. Það er brýn nauðsyn að mín- um dómi að skilja betur hér á milli og eiga ráðherrar ekki að vera jafnframt þingmenn. Verði þingmaður valinn ráð- herra þá verði hann að hætta störfum sem þingmaður. Einnig myndi slík ráðstöfun opna leiðir fyrir vali á ráðherr- um utan raða þingmanna, sem oft getur verið til bóta, því að aðalatriðið er að ráðherrar séu starfi sinu vaxnir. Eðlilega eiga ráðherrar rétt á setu á Alþingi en ekki at- kvæðisrétt. Forsætisráðherra er oddviti ríkisstjórnar ög í raun valdmesti embættismaður þjóðarinnar. Byggjast völd hans á venjum og á þingræðis- reglunni. Er mikil nauðsyn að festa völd hans og starfssvið meira en nú er gert í stjórnar- skránni. Ákvæði um landsdóm, sbr. 14. gr. stjórnarskrárinnar, er algjörlega úrelt, enda hefur aldrei reynt á hann ennþá. Væri eðlilegra að fela Hæsta- rétti að fjalla um kærur á hendur ráðherra vegna emb- ættisreksturs þeirra. Embœtti forseta íslands Um störf og valdsvið embættis forseta tslands fjallar stjórnar- skráin i 11. kafla, þ.e. greinar 3—30, báðar meðtaldar. Að mörgu leyti eru greinar þessar nær óbreyttar frá því hér var konungsstjórn en á márgan hátt hafa nú skapast ákveðnar venjur um stöðu og vald emb- ættisins. Með þjóðkjöri forseta lýðveldisins eru völd hans vissulega mjög styrkt og það tryggir ennþá betur hlutverk hans sem mannasættis. Það hefur komið í ljós að, þjóðin vill ekki að stjórnmálamennirnir ráðskist með val á mönnum í embættið og virðast flokkspóli- tísk bönd ekkert halda þegar kosið er i embættið. Öll ákvæði stjórnarskrárinnar um vald for- seta til að skipa ráðherra og veita þeim lausn verða að skoðast í skjóli þingræðisins, svo og mörg önnur ákvæði. Samkvæmt 11. gr. er hann áb.vrgðarlaus í stjórnarathöfn- um og því þarf forsætisráð- herra eða viðkomandi ráðherra eftir inálaflokkum að bera ábyrgðina. Vald forseta tslands kemur þá helst fram þegar ekki tekst að mynda ríkisstjórn, svo og ef veruleg hætta steðjar að þjóðinni, en um hvorugt þetta atriði eru ákvæði nægjanlega skýr í stjórnarskránni og þyrfti að gera gagngera endurbót á því. Það er nauðsynlegt að ef Alþingi getur ekki komið sér saman um ríkisstjórn eftir að sú leið er könnuð til hlítar og nægjanlegir frestir veittir hafi forseti lýðveldisins frjálsar hendur um val ráðherra. Verður slík ríkisstjórn eðlilega að víkja þegar Alþingi hefur komið sér saman um aðra ríkis- stjórn, sem styðst við meiri- hluta þingmanna, en fyrr ekki. Nauðsynlegt er einnig að tryggja forseta lýðveldisins aukin völd, ef veruleg hætta steðjar að þjóðinni, og 'verði það gert með sérstökum ákvæðum í stjórnarskránni. Eðlilegt væri að störfum vara- forseta gegni bara einn aðili en ekki þrír, sbr. 8. grein, og finnst mér að það skuli vera forseti Hæstaréttar þar sem hann er líklegastur í hlutverki manna- sættis. Ákvœði um mannréttindi og önnur mól I VII. kafla stjórnarskrár- innar er fjalTað um- mannrétt- indi almennt. Þessi ákvæði hafa staðið lengi óbreytt. I mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, svo og i samningi Evrópuráðsins um mannréttindi og frelsi, eru ákvæði sem bæta mætti við þennan kafla, að svo miklu leyti sem það á við. í stjórnarskrána vantar einnig skýr ákvæði um það að lög geti ekki verkað aftur fyrir sig og á það að gilda um öll lög. Að mínum dómi vantar einnig ákvæði um þjóðarat- kvæðagreiðslur, sem þó eiga ekki að vera bindandi, heldur til leiðbeiningar fyrir Alþingi. Einnig tel ég rétt að miða kosn- ingaaldur við 18 ára, sem tekist hefur vel í löndum þar sem sú skipan er komin á. Lokaorð Ég hefi ráðist í að skrifa 10 greinar í Dagblaðið um stjórn- skipan landsins, ástand og horfur, og bent á hugsanlegar leiðir til úrbóta. Einnig hefur verið skýrt frá nokkrum er- iendum fyrirmyndum. Mála- flokkur þessi er ntjög yfirgrips- mikill og hefur því verið reynt aó draga fram aðalatriði máls- ins, eftir bestu getu. Við íslend- ingar höfum margsinnis ákveðið að taka stjórnarskrá landsins til rækilegrar endur- skoðunar og sýnt marga til- burði í þá átt en lítil niðurstaða orðið. Nú mun enn ein stjórnar- skrárnefndin, sem setið hefur á rökstólum í nokkúr ár, skila tillögum um stjórnarskrár- breytingu innan skamms og verða þessi mál þá væntanlega ofarlega á dagskrá á næstunni. Að mörgu leyti hefur og hvati að þessum greinaflokkum verið sú sannfæring mín að sífellt eru að koma betur í ljós veilur á núverandi stjórnskipan. Þessar greinar mínar eru við- leitni af minni hálfu til þess að skapa umræður um málið. Það er að lokum eindregin skoðun mín að stjórnarskrár- málið eigi að ræða á þjóðfundi og eiga fulltrúar þar að gefa sér góðan tíma til þess að komast að farsælum niðurstöðum i þessu mikilvæga máli til heilla fyrir land og þjóð. Einnig er það skoðun min að þessi mál megi ekki vera flokkspólitísk. Hér mega fulltrúar stjórnmála- flokkanna ekki verða einráðir um allar umræður og tillögur. Stjórnarskrármálið er og verður alþjóðarmál. Sigurður Ilelgason hrl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.