Dagblaðið - 27.01.1977, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1977
17
Bogi Ingjaldsson vélstjóri,
Miðtúni 10, Rvík. lézt í Borgar-
spítalanum 25. jan.
Ingibjörg Jónsdóttir frá Völlum í
Mýrdal verður jarðsungin frá
Sólheimakapellu laugardaginn
29. jan. kl. 14.30.
Soffía Pétursdóttir Hansen
verður jarðsungin frá Frí-
kirkjunni föstudaginn 28. jan. kl.
13.30.
Brynjólfur Jóhannesson frá
Hrísey verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju föstudaginn 28.
jan. kl. 3 e.h.
Hjálprœðisherinn
Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir
velkomnir.
Nýtt líf
Unglingasamkoma í sjálfstæðishúsinu Hafn-
arfirði í kvöld kl. 20.30.
Ungt fólk talar og syngur.
Beðið fyrir sjúkum.
Allir velkomnir.
Fíladelfía
Almenn guðsþjónusta í kvöld kl. 20.30. Gestir
tala.
Aðalfundur
Knattspyrnudeildar Vals
verður haldinn í kvöld í félagsheimili Vals að
Hlíðarenda. DaKskrá: 1. Venjuleg aðalfund-
arstörf. 2. Verðlaunaafhendinjí til leikmanna
meistaraflokks.
Aðalfundi
Knattspyrnudeildar Víkings
sem átti áð vera í kvöld, hefur verið frestað
til 3. febrúar. Verður þá í félaKsheimili Vík-
ings við Hæðargarð.
KFUM
Aðaldeildarfundur i kvöld kl. 20.30 í húsi
félagsins við Amtmannsstig.
„Af frændum vorum Norðmönnum" fundur í
umsjá Þóris Guðbergssonar. félagsráðgjafa.
Allir karlmenn velkomnir.
Sálarrannsóknarfélag
Suðurnesja
Aðalfundur félagsins verður haldinn að Vík
Keflavík fimmtudaginn 27. þ.m. kl.-20.30.
Fundarefni:
Lagabrevtinuar
Venjuleg aðalfundarstörf
Kaffiveitingar.
Stjórnin.
Kvennadeild Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra
l''undur verður ao Iláaleitisbroul 13 fimmlu-
daginn 27. ian. kl. 20.30.
St jórnin.
Félagsstarf eldri borgara
Athugið að i opnu húsi að Norðurbrún 1 í dag
fimmtudag hefjast gömlu dansarnir kl. 16
(kl. 4 e.h.)
Bókmenntaþáttur Indriða G. Þorsteinssonar
rithöfundar hefst kl. 15.30 á föstudag.
Ný dagskrá liggur frammi.
Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar.
Opið hús —
Kynningrrkvöld
fimmtudaginn 27. janúar kl. 20. Fyrirléstur:
Syndafall mannsins. Samtök Heimsfriðar og
sameiningar. Skúlagötu 61. R.. s. 28405.
Vonir um að
einhverjar vörur
lækki
Nú hafa
innflytj-
endur
mikinn
áhugaá
lækkun
Vonir standa til, aö ein-
hverjar vörur muni lækka í
veröi eins og brauöin. Georg
Ólafsson verðlagsstjóri
sagöi í morgun, aö allmargir
innflytjendur hefðu snúið
sér til hans og spurzt fyrir
um hvort þeir fengju ein-
hverja umbun í verölagn-
ingu, ef þeim tækist að
sanna að varan yrði, vegna
hagkvæmra innkaupa, ódýr.-
ari en sambærilega vara á
markaðnum. Sumir hefðu
haft gögn um hagkvæmari
innkaup.
Dagblaðið héfur frétt, að
meðal þeirra vara, sem vonir
eru um að lækki, séu sumar
tegundir bifreiða. Þá hafa
ábyrgðir, teknar erlendis,
verið miklu dýrari en ef
reyndist unnt að taka þær
hér heima. Verðlagsstjóri
sagði, að verðlagsnefnd
hefði í gær heimilað sér að
víkja frá gildandi verðlags-
ákvæðum í þeim tilvikum,
þar sem ótvírætt væri
sannað að varan lækkaði í
verði.
Frumkvœði bakara-
meistara,
hveiti frá Belgíu
Verðlækkunin á brauðum
stafar annars vegar af því
að bakarameistarar fengu
fram lækkun á hveiti. Þeir
komust inn á markað í
Belgiu og innflytjendum
tókst síðan að fá samsvar-
andi lækkun á markaði í
Bandaríkjunum. Sambandið
og heildsalar, sem höfðu
flutt inn hveiti, fylgdu í fót-
spor bakara. Hins vegar á
lækkun brauða rót að rekja
til þess, að um áramótin
losnaði um innflutning á
rúgmjöli. Hann hafði áður
verið bundinn við Sovét-
ríkin, en rúgmjöl var gefið
frjálst um áramótin.
Franskbrauð og
heilhveitibrauð, 500 grömm,
lækka nú úr 80 krónum í 76.
Formbrauð úr hvítu hveiti
og heilhveiti lækka einnig
um 5- prósent og kosta 79
krónur. Maltbrauð Iækka
um tvö og hálft prósent
niður í 82 krónur. — Nú er
einnig ákveðið hámarksverð
í heildsölu á brauðum.
-HH
Jazz með Þorra-
matnum íNausti
Kristján
Magniísson
og Ólafur
Gaukur
aftur komnir f
trío saman
„Viljirðu heyra létta
jazzmúsík komdu þá í Naústið í
kvöld eða næstu fimmtudags-
kvöld,“ sagði Kristján Magnússon
píanóleikari sem leit inn til okkar
í gær. Kristján var um margra ára
skeið fremstur í flokki jazzmanna
hér og hóf að leika opinberlega
fyrir um eða yfir 30 árum. Nú
mun hann ásamt Ólafi Gauk gítar-
leikara og Helga Kristjánssyni
bassaleikara koma fram í Naust-
inu á fimmtudögum. Verður það
eflaust til þess að þorramaturinn
rennur betur niður og gleður
ýmsa, a.m.k. miðaldra Reykvík-
inga.
„Við leikum bæði jazz og sitt-
hvað, sem okkur dettur í hug,“
sagði Kristján. „Við byrjuðum
reyndar að leika saman svona
músík 1948 ásamt Halli Símonar-
syni Dagblaðsmanni. Þetta er því
að verða 30 ára stríð“ sögðu þeir
Kristján og Ólafur, „og það er
gaman að reyna þetta aftur. Það
„Svona vorum vió Olafur Gaukur og Hallur Sím.l948,“ sagði Kristján
Magnússon píanóleikari er hann dró upp þessa gömlu mynd.
gefast fá tækifæri til að leika
þessi mjúku, fínu og ágætu lög,
svo að þetta tækifæri í Naustinu
er okkur kærkomin tilbreyting."
Þeir félagar- sögðu að ekki
þyrfti að geta þess, að Naustið
væri opið öll kvöld og þar væri •
alltaf hægt að fá hvers kyns mat,
en þeir leika þar bara á fimmtu-
dögum.
-ASt.
K
Þarna er æft fyrir fimmtudags-
tónleikana í Nausti, Heigi,
Kristján og Óiafur Gaukur.
Hvernigá árshátíðargreiðslan að vera?
Starfsemi Sambands hár-
greiðslu- og hárskerameistara
hefur verið mjög mikil undanfar-
in tvö ár. Margar sýningar hafa
verið haldnar á vegum sambands-
•ins og almenningi hafa verið
kynntar nýjungar á þessu sviði.
Enn á ný ætlar Sambandið að
halda sýningu í Sigtúni og þá
verða sýndar samkvæmis-
greiðslur og klippingar. Það er
áreiðanlega mjög vel þegið, þar
sem árshátíðir fara nú í hönd.
A annað hundrað módel karla
og kvenna koma fram og á milli
sýnir Heiðar Ástvaldsson gestum
nýjustu dansana. Sýningin hefst
klukkan 3 sunnudaginn 30. jan.
og er eins og áður segir i Sigtúni.
-KP
Korkurínn horfinn
sporlaust
undir yfirborðið
Korkurinn — Christopher
Barbar Smith — finnst hvergi,
en fæstir efast um að hann sé í
felum hjá vinum eða kunningj-
um sínum, að öllum líkindum
utan Keflavíkurflugvallar. Láta
menn — t.d. lögreglumenn á
Suðurnesjum sem þekkja til
mannsins — sér detta í hug að
hann bíði nú rólegur þar til um
hægist og muni ekki um að sitja
í þröngu bakherbergi í nokkrar
vikur eða mánuði; annað eins
hafi hann setið í gæzluvarð-
haldi.
Afar líklegt er að flótti
Barbars Smith úr tugthúsinu á
Keflavíkurflugvelli hafi verið
skipulagður utan vallar. Her-
stjórnin á Keflavíkurflugvelli
hefur engar upplýsingar viljað
veit um gang rannsóknarinnar
þar eð það geti gert erfitt fyrir
um væntanlega dómsrannsókn
herréttar.
-OV
8
I
DAGBLADIÐ ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ
SIMI27022
ÞVERHOLTI 2
I
Til sölu
8
Kjöt, kjöt!
Lambakjöt, ærkjöt, egg, hjörtu,
íifur, mör, svið og hið viður-
kennda hangikjöt mitt, frampart-
ar 710 kr. kg, læri 950 kr. kg.
Sláturhús Hafnarfjarðar, sími
50791.
Til sölu
vel með farin 4ra hellna Rafha
eldavél með hitahólfi. Ennfremur
tvöfaldur eldhúsvaskur úr stáli
með borði. Uppl. í síma 35120
eftir kl. 18.
Nýr svefnbekkur
til sölu. Uppl. í síma 72712.
Óskast keypt
Kembivél óskast keypt.
Uppl. í síma 43164 eftir kl. 18 á
kvöldin.
Þvottapottur
frá Ofnasmiðjunni óskast til
kaups. Uppl. í síma 86566 milli kl.
15 og 16, fimmtudag og föstudag.
Oska eflir
að kaupa hilakút oa miðstiiðvar-
hitara. Uppl. i síma 94-8248.
1
Fyrir ungbörn
Vel með farinn
kerruvagn óskast. Hringið í síma
72233.
Nýlegur Swallow
kerruvagn til sölu. Uppl. í sima
18830.
I
Heimilistæki
Frystikista,
Ieecold. 275 1, til sölu. Uppl. i síma
72379 eftir kl. 7 á kvöldin.
I
Verzlun
8
Urval ft rðaviðtækja.
þar á meðal ódýru Astrad-
transistortækin. Kassettusegul-
bönd með og án útvarps. Bílaseg-
ulbönd, bílahátalarar og bílaloft-
net. Hvlki og töskur f/kassettur
og átta rása spólur. Philips og
ÖASF kassettur. Memorex og
BASF Cromekassettur. Memorex
átta rása spólur. Músikkassettur
og átta rása spólur, gott úrval.
Hl.jómplötur. íslenzkar og erlend-
ar. Póstsendum F. Björnsson
radíóverzlun. Bergþórugötu 2.
sími 23889.
Donnubúð;
Mikið úrval af grófu prjónagarni,.
ullarblandað en þolir þvottavéla-
þvott. Allar stærðir af prjónum og
prjónamál. Nýkomið aeryl-
heklugarn sem heldur sér í þvotti
og þarf hvorki að stífa né strekkja
dúka úr þvi. Plötulopj og hespu-
lopi alltaf til, einnig prjónaupp-t
skriftir. Þykkar sokkabuxur á
börn og fullorðna. Erum líka með
garn á útsölu, aðeins 100 kr. hnot-
an. Sendum í póstkröfu. Donnu-
júð, Grensásvegi 48, simi 36999.