Dagblaðið - 07.02.1977, Page 2

Dagblaðið - 07.02.1977, Page 2
ÞAÐ A EKKIAÐ UPPHEFJA EINA ÍÞRÓTTAGREIN ) Ágúst Kárason skrifar: „Ég vil leyfa mér að mót- mæla þeirri ákvörðun ráðherra okkar að ætla að taka upp á því að styrkja handknattleiks- menn. Mér finnst það furðu- legt að ætla að styrkja suma íþróttamenn og aðra ekki. Ég er hræddur um að þeir Iþrótta- menn, sem hafa náð umtals- verðum árangri í sinni íþrótt, vilji heidur styrkja sjálfa sig. Það væri nú skárra en að borga skatt fyrir aðrar íþróttagreinar. Eins og allir vita fer ekki mikið fyrir styrkjum til íþrótta- manna. Ég vil því beina þeim orðum til ráðherra að upphefja ekki eina íþróttagrein. Það er hið mesta óréttlæti og svívirðing við þá sem stunda aðrar íþrótta- greinar en handknattleik.“ V VÍKUR ELDHÚS HÚSGAGNAVERKSTÆÐI ÞÓRS INGÓLFSSONAR SúSavogi 44 - Sfmi 31360 (GengiS inn frá Kænuvogi) VALIÐ ER AUÐVELT.. VÖNDUÐ ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA • SKOÐW SÝNINGARELDHÚS Sendum litprentaða bœklingu hvertd land semer. Stutt er síðan aS öll islenzk húsgögn voru sérsmiSuð og þá var aSeins á færi fárra útvaldra aS kaupa þau, vegna þess hve dýr þau voru. Nú eru þau meira stöðluð en áSur, og verðið viðráðanlegra. Nú er röðin komin að eldhús- skápunum. Við gefum öllum kost á að eignast VlKUR-ELDHÚSSKÁPA á verði sem allir geta ráSið viS. VlKUR ELDHÚS er draumur eiginkonunnar, . enda framleitt með þaS i huga aS gera eld- húsverkin sem auðveldust. KomiS og skoSiS sýningareldhúsiS á framleiðslustað. Ef þér komiS meS mál á eldhúsi, eSa teikningu, getum við gefiS fast verðtilboS. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. FEBRUARJ977. Skora á þingmenn að samþykkja alvöru bjórfrumvarp —og láta ekki templara villa sér sýn Baldvin Eyjólfsson, Kársnes- braut 87 Kópavogi, skrlfar: „Fyrir nokkrum dögum rit- aði Jón Helgason smágreinar- stúf í Tímann um bjórinn, að venju uppfundið af Kirkjubóls- kenningunni sem er ekki beint til þess að lagfæra áfengismál1' okkar. Þessi lygi og álfatrú um tilkomu bjórs hér á landi er landsfræg ofstækisplága sem á að berja niður með harðri hendi. Kunningjar mínir sem bæði hafa verið og starfað í Svíþjóði og öðruni löndum telja þennan áróður á móti bjór slíka firru að einsdæmi sé, einkum og sér í lagi þegar um leið eru borin á borð þau ósannindi að I bjór- löndum sé drykkjuskapur unglinga meiri en hér. Þvert á móti. Unglingar i Svíþjóð drekka minna en hér á landi. Hér á landi drekka skóla- krakkar svartadauða af stút en J.H. blessuðum láðist að geta þess. Hann útmálar aðeins skaðsemi bjórs sem er þó vís- indalega rannsakað að er holl- ari drykkur en svartidauði. Hitt er annað mál, sem menn kunnugir Svíaveldi hafa tjáð mér, að hassneyzla og annar ósómi er áberandi í skólum, en bjór og hass er tvennt ólíkt. Templarar hamra sýknt og heilagt á því að þeir vilji engan bjór, því þeir sjá ekki annað en boð og bönn á sviði bjórmála, án þess að vita um hvað þeir eru að þvæla. Ég leyfi mér að lýsa því yfir að það sé lágmarkskrafa að 'þingmannaliðið í sölum Aiþingis láti ekki mútuþægan rotinn templaralýð ráða sínum gerðum. Þá fyndist mér að loka ætti fyrir áhorfendapalla Alþingis . og eins að taka fyrir símaráp þingseta. Það er lágmarkskrafa að þingmenn samþykki alvöru- bjórfrumvarp án þess að Tíma- og Kirkjubólskenningar úr Edduhúsi komi með mótbárur. Raddir lesenda Templarar hafa ekki efni á slíku nú. Það er hægt að reka ýmislegt þveröfugt ofan í bæði þingmenn og templara fyrir hrossakaup og mútur.“ Það er nærri því synd að ekki skuli vera framleiddur aivöru- bjór í iandinu þar sem hér er eitthvert albezta vatn sem til er í heiminum. Ur því hlyti að fást góður drykkur sem síðan væri hægt að flytja út um alian heim. Eru ráðamenn sjónvarpsins á móti öllu sem er skemmtilegt? — Hvað verður af skemmtilegum þáttum? Sigfús Sveinsson skrifar: „Hvað varð eiginlega um teiknimyndina Umhverfis jörðina á 80 dögum, sem byrjað var að sýna fyrir einu eða tveimur árum I sjónvarpinu. Það er voðalega hart að allir beztu þættirnir í sjónvarpinu hverfi eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Er hægt að nefna mörg dæmi um þetta, t.d. Eisku pabbi. Hvað varð eiginlega af þeim þætti? Það er eins og þessir menn sem ráða hjá sjónvarpinu séu á móti öilu sem er skemmtilegt. Hvernig væri að fá að heyra og sjá sænsku hljómsveitina ABBA? Það hijóta að hafa verið gerðir einhverjir þættir með þeirri þljómsveit.“

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.