Dagblaðið - 07.02.1977, Síða 4

Dagblaðið - 07.02.1977, Síða 4
Starfskraftur óskast strax við símaafgreiðslu o.fl. Föst yfirvinna. Umsóknir sendist afgreiðslu Dagblaðsins merkt „Rösk 1357”. Auglýsinga- skrifstofa óskar að ráða starfsfólk sem fyrst. Æskileg er starfsreynsla við gerð aug- lýsinga. Einnig kemur til greina ráðning starfskrafts sem hefur góða vélrit- unar- og íslenzkukunnáttu. Umsóknir, sem greinir aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist afgreiðslu Dagblaðsins, Þverholti 2, merkt „Strax 123“. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. FEBRUAR 1977. Kaupmenn vildu hækka mjólkina —segir Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins Kaupmenn fá nokkrar glósur fyrir mjólkursölumálið frá Upp- lýsingaþjónustu landbúnaðar- ins í nýkomnu fréttabréfi henn- ar. Kaupmenn hafi viljað hækka mjólkina, segir þar, og beðið um, að álagningin í smá- sölu yrði 14 prósent en hún var ákveðin 11 prósent. ,,Það'virðist vera erfitt að gera kaupmönnum til hæfis á þessum siðustu og verstu tím- um,“ segir þar. „Bændur höfðu nú álitið að í herbúðum kaup- manna ríkti fögnuður yfir sigri þeirra á mjólkureinokunni," En annað hafi verið uppi á ten- ingnum. Kaupmenn hafi krafizt hærri álagningar og mótmælt þegar það var ekki samþykkt. „Verðlagning mjólkur verð- ur endurskoðuð eftir tæplega einn mánuð og þá kemur vænt- anlega i ljós, hvort ástæða er til að hækka verð á mjólk eða ekki,“ segir í fréttabréfinu. „Það verður örugglega ekki safnað í sjóði hagnaði af heild- sölu og vinnslu mjólkur, því að bændur þakka fyrir ef þeir fá grundvallarverð í ár, en á síð- asta ári vantaði tugi milljóna upp á að það næðist. Nú eiga kaupmenn að vera kátir og selja sem allra mest af mjólk og öðrum vörum mjólkurbúanna," segir í bréfinu. Þar kemur fram að hlutur mjólkurbúa hafi verið ákveð- inn hærri en hann var fyrir breytinguna á mjólkursölunni. Hafi það verið gert tii að vega upp á móti tekjutapi þeirra við breytinguna, en þau hafi áður flest haft „smávegis hagnað“ af verzlunum sínum, sem hafi stuðlað að þvi að bændur fengju umsamið verð fyrir mjólkina. -HH 12 gerðir af hjónarúmum, og allar íslenskar! Þér getiö valið um spring- eöa svampdýnu, mjúka eða stinsia aö vitd. Rúmin finnið þér i svefnherbergisdeildinni á 5 hæö í J.L.húsinu. Þar fáið þér einnig allt annað sem tilheyrir, svo sem sængurfatnaö, rúmteppi, o.m.fl. 1 herbergisdeild, 5. hæö 11 iH yiiiii 11 U H ii 11 H m ii ii 11 |B 11 H húsið Jon Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Veðrið að undantórnu hefur leikið við Sunnlendinga og þá sem á suðvesturlandssvæðinu búa. Uppbót fyrir sumarið ’76 sem var með eindæmum fúlt á því svæði. Yfir Norðlendinga hefur fannfergið aftur á móti steypt sér að undanförnu. Það er ekki venjan á þorra að sinueldar logi á Reykjavíkursvæðinu, né heldur að strákar spili fótbolta. Hér eru nokkrir í þeim eðla leik, og vænt- aniega „koma þeir vel undan vetri“ eins og einhver orðar slíkt, eða öilu heldur munu þeir mæta til keppni í vor í betri æfingu en nokkru sinni fyrr. (DB-mynd Sveinn Þormóðsson) Akureyri: SLASAÐIST í ÁREKSTRI Ökumaður á léttu bifhjóli slasaðist nokkuð á Akureyri á föstudagskvöldið. Hann lenti í árekstri við bifreið á gatna- mótum Glerárgötu og Þórunn- arstrætis um klukkan 21.55 þá um kvöldið. Pilturinn meiddist nokkuð í baki og var fluttur á sjúkra- hús. Vélhjólið er talsvert skemmt. -at-

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.