Dagblaðið - 07.02.1977, Qupperneq 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. FEBRUAR 1977,
Hroðalegar lýsingar á st jórnarf ari Amins:
Fangamir
neyddir til
að berjast
til dauða
—segir í skýrslu Amnesty
International
Mannréttindahreyfingin
Amnesty International skýrði
frá því í gær að öryggissveitir í
Uganda bæru ábyrgð á fjölda-
morðum, kerfisbundnum pynt-
ingum, aftökum og fangelsun-
um án dóms og laga.
Þetta kom fram í skýrslu til
undirnefndar Mannréttinda-
nefndar Sameinuðu þjóðanna
sem kemur saman til fundar í
Genf í dag.
Rannsókn var gerð á ásökun-
um um hrikalegan skort á
mannréttindum síðan Idi Amin
komst til valda í landinu fyrir
sex árum. Greindi í skýrslunni
frá fjöldamorðum, þar á meðal
á mörg þúsund hermönnum í
her landsins. Einnig voru tvö
hundruð Kenyamenn, sem
bjuggu í landinu, myrtir skipu-
lega í fyrra þegar sambúð land-
anna kólnaði.
„Mikill fjöldi frammámanna
í landinu hefur verið handtek-
inn og horfið sporlaust í fram-
haldi af því... fyrirvaralausar
handtökur og brotthvörf fylgja
i kjölfar allra atburða sem gætu
virzt ógna stjórninni,“ segir i
skýrslunni.
Tölur um fjölda þeirra, sem
myrtir hafa verið síðan Amin
komst til valda, eru allt frá 50
þúsund upp í 300 þúsund, segir
i skýrslunni. Hafnað var niður-
stöðum tveggja innlendra rann-
sóknarnefnda um hvarf fólks i
landinu.
önnur rannsóknarnefndin
komst að þeirri niðurstöðu að
frú Dora Bloch, sem var meðal
farþega í vélinni sem rænt var
á leið frá Paris og látin lenda í
Entebbe í fyrrasumar, hefði
verið flutt frá sjúkrahúsinu til
flugvallarins áður en ísraels-
menn björguðu gíslunum, og
hefði hún verið flutt úr landi.
í skýrslu Amnesty Inter-
national segir um þetta atriði:
„Þetta kemur ekki heim og
saman við frásagnir sjónarvotta
sem segja öryggishermenn hafa
sótt konuna til flugvallarins,
kyrkt hana og síðan brennt
líkið. Eftir áhlaupið á flugvöll-
inn voru drepnir fjölmargir
flugvallarstarfsmenn og aðrir
sem töluðu eða vissu um afdrif
frú Bloch. Meðal þeirra var
Jimmy Parma, ljósmyndari sem,
talinn er hafa ljósmyndað lík
frú Bloch.
Pyntingar eru daglegt brauð
í lögreglustöðvum og fangels-
um. Fangar eru neyddir til að
berja hver annan til dauða með
hömrum og járnbútum. Sá sem
lifir þann slag af er skotinn til
bana, segir í skýrslunni.
Auglýsing
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í að
gera steinsteyptar undirstöður og
stagfestur fyrir stálturna í 220 kV
háspennulínu frá Geithálsi að
Grundartanga í Hvalfirði (Hval-
fjarðarlínu) ásamt lagningu jarð-
skauta og jarðvírs.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu
Landsvirkjunar, Suðurlandsbraut 14,
Reykjavík, frá og með mánudeginum
7. febrúar 1977, og kostar hvert eintak
kr. 3.000. Tilboðum skal skila á sama
stað fyrir kl. 11.00 föstudaginn 18.
febrúar, 1977.
Auglýsing
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í 220 og 132 kV
rofabúnað ásamt stjórnbúnaði fyrir 220/132 kV spenni-
stöð í Hvalfirði.
BUFFALO, New York: Neyðarástandi hefur verið Iýst yfir f nokkrum ríkjum Bandarfkjanna vegna
stöðugrar snjókomu og storma. Fjöldi fólks hefur látið lffið og þúsundir komast ekki út úr heimilum
sinum vegna snjóþungans. Þessi myud er frá Buffalo f New York, þar sem hefur snjóað samfleytt f 48
daga. Svarta lfnan neðst á myndinnier sfmalina.
Nýju húsgagnaáklæðin
Utboðsgögn verða seld á skrifstofu Landsvirkjunar,
Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, frá og með mánudegin-
um 7. febrúar 1977, og kostar hvert eintak kr. 3.000.
okkar vöktu athygli á Franfurt Heim Textii Messe í janúar sl.
Þessa viku sýnum við þessi áklæði íteppadeild okkar að Vesturgötu 2
Tilboðum skai skila á sama stað fyrir kl. 14.00 föstudag-
inn 1. apríl 1977.
Vi
Álafoss h/f