Dagblaðið - 07.02.1977, Side 7

Dagblaðið - 07.02.1977, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1977. Gandhi fær nú dræmar viðtökur — í upphafi kosningabaráttunnar Áberandí fjölmennara og fjörlegra var á kosningafund- um indversku stjórnarandstöð- unnar en hjá Indiru Gandhi, forsætisráðherra Indlands, þegar kosningabaráttan hófst í Nýju Dalhi í gær. Fjórir stærstu stjórnar- andstöðuflokkarnir hafa myndað með sér samtökin Janata. Þeir héldu mikinn fund í gær -ásamt klofningshóp úr Kongressflokknum, sem sleit sig úr santbandi við flokk frú Gandhis í síðustu viku. Leiðtogi þess hóps er Jagjivan Ram, fyrrum landbúnaðarráðherra. Fundurinn var haldinn á Ramlila-íþróttavellinum, þar sem frú Gandhi átti í tölu- verðum erfiðleikum með eirðarlausan hóp og neyddist til að stytta fyrstu kosningaræð- una töluvert. Talið er að um tvö hundruð þúsund manns hafi sótt fund stjórnarandstöðunnar í gær og var það nokkuð meira en á fundi Kongressflokksins. Jagjivan Ram, sem verið hefur riðherra Kongressfiokksins í tuttugu og sjö af undanförnum þrjátiu árum, sagði skilið við Indiru Gandhi í síðustu viku og berst nú gegn henni í kosningunum, sem fyrirhugaðar eru í mars. Ródesía: BÖRNIN VIUA BERJAST Örvæntingarfullum blökkum foreldrum hefur aðeins tekizt að fá 51 af nærri 400 börnum sínum í Ródesíu til að snúa heim á ný og hætta við áform um að taka þátt í skæruhernað- inum gegn stjórn hvítra manna í landinu. Segir frá þessu í fréttum frá Francistown í fiotswana í morg- un. Börnin — bæði piltar. pg stúlkur — fóru yfir landamær- in inn í Botswana fyrir viku, eftir að vopnaðir skæruliðar höfðu heimsótt trúboðsskóla þeirra í Ródesíu. Stjórn Botswana, sem kom á fundum barnanna og grátandi mæðra þeirra (ásamt bál- reiðum feðrum), segir börnin hafa farið yfir landamærin af frjálsum og fúsum vilja. Ródes- ísk yfirvöld halda því aftur á móti fram að þeim hafi verið rænt með opnum byssukjöft- um. ,,Eg held ekki að ég eigi eftir að sjá hana aftur,“ sagði Bulawayo Clerk Samson í Francistown í morgun, eftir að sautján ára gömul dóttir hans ákvað að verða um kyrrt. Orð hans eru sögð dæmi um þá ang- ist og ringulreið sem ríkir meðal þeirra 140 foreldra sem þar eru. Belgar snobbaðastir Erlendar fréttir —Bretar í fjórða sæti, við komumst ekki á blað REUTER > Snobbaðasta fólk í heimi eru Belgar, að sögn Harolds Brooks- Baker, framkvæmdastjóra Debretts, sem er einskonar ættarskrárbiblía brezka aðals- ins. „Mín skoðun er sú, að Bretar séu svo sannarlega ekki hinir einu sem eru snobbaðir,“ sagði hann i London í morgun. „Snobbaðastir eru Belgar, síðan Frakkar, Bandaríkja- Umvafinn skuldum —skaut sjálfan sig og fjöiskylduna Fjörutíu og níu ára gamall skuldum vafinn heimilisfaðir í úthverfi Bonn í Vestur- Þýzkalandi, skaut konu sína og fjögur börn til bana i rúmum þeirra, setti blóm og krossmörk á lík þeirra og svipti sjálfan sig síðan lifi. Líkin fundust þegar lögregl- an fann sér ástæðu til að fara inn á heimili þeirra í Bad Godesberg í gærmorgun. Börn- in voru á aldrinum 10—21 árs. Faðirinn, Paul Stappen, fannst með skammbyssu í hvorri hendi. Hann skildi eftir bréf, þar sem hann sagðist nt.vrða fjölskyldu sína vegna skulda, sem næmu 30 þúsund mörkum, eða tæplega 2.4 millj. ísl. Lögreglan í Bonn segir að skuldir mannsins hafi verið margfalt meiri. menn, Bretar, Austurríkis- menn og Þjóðverjar." Til að fullnægja þörfum hinna snobbuðu hyggst Brooks- Baker — sem er fyrrverandi bankamaður í Bandaríkjunum — gefa úr samskonar bækur fyrir aðalinn í öðrum Evrópu- löndum á næstu fimm árum. „Ég vil gera Debretts að alþjóðlegu fyrirtæki," sagði hann um bókina yfir lávarða og baróna. Hún kom fyrst út 1769. íslendingar komast ekki á blað fyrir snobb í ár. Við verðum að gera betur! ÚRVflL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓflU/Tfl /i/allteitthvaö gott í matinn ^utUr^ ^tversy STIGAHLÍÐ 45^47 SÍMI 35645 Meömæli kaupmannsins Græn ensk gúmmístígvél Vönduð með góðu sniði Verð: 28-34 kr. 1400.- Verð: 3541 kr. 1600.- Verð: 4245 kr. 1900.- Sérstaklega falleg tegund Brún Derry-boots Vinil kuldastígvél 25-30 Verð 2300.- 31-36 Verð 2500.- 37-39 Verð 2700.- Póstsendum um land allt Skóbúðin Suðurveri Stigahlíð 4547 Sími 83225 2. flokkur Endurnýjun^ 9 á 1.000.000- 9 — 500.000- 126 — 306 — 8.163 — 8.622 18 8.640 200.000,— 100.000 — 50.000 — 10.000 — 50.000 — 9.000.000 — 4 500.000 — 1 800.000 — 12.600.000 — 15.300.000 — 81.630 000 — 124 830.000 — 900.000,— 125.730.000 — Þeir, sem misstu af miðakaupum í byrjun janúar hafa ennþá möguleika á að eignast miða. Gleymið ekki að endurnýja tímanlega. Dregið 10. febrúar. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS ________________________Tvö þúsund milljónir í boói

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.