Dagblaðið - 07.02.1977, Page 9

Dagblaðið - 07.02.1977, Page 9
9 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 7. FEBRUAR 1977. Jólavinningamipafhentir ígærdag: Fengu Videomaster sjónvarpsleiktæki í verðlaun Það dróst talsvert að vinning- arnir bærust í hendur verðlauna- höfunum okkar í jólagetrauninni. Sjónvarpsleiktækin voru loks af- hent í gær, þrír af fimm verð- launahöfum mættu og sóttu tæki sin, VIDEOMASTER-tæki sem efalítið munu verða vinsæl. Reyndar var það vinsældum tækj- anna að ,,kenna“ hvernig fór. Framleiðendur gátu ekki staðið við afgreiðslu fyrir jól eins og til stóð. Tækin komu hingað til lands fyrst núna um mánaðamótin. Með tækjum þessum má bregða á ýmsan leik, tennis, knattspyrnu, skotfimi og sitthvað fleira. Erl- endis fara tæki þessi eins og eldur í sinu og seljast með eindæmum vel, enda ekki um mjög kostnað- arsamt tæki að ræða. Vinningshafarnir sem sóttu tæki sín í gærdag voru þeir Guð- mundur R.J. Guðmundsson Kefla- vik, Jón Arnar Traey Grýtubakka hjá DB Birgir Helgason, sölustjóri hjá NESCO á Laugavegi 10 afhenti þrem verðlaunahaf- anna sjónvarpsleiktækin í gærdag. Birgir er lengst til vinstri á myndinni. en þá. koma þeir Kristbjörn Jóns- son, Jón Arnar og Guðmund- ur Guðmundsson. (DB- m.vnd Bjarnleifur). 26, Reykjavík, og Kristbjörn Jóns- son Aðalbóli við Starhaga, Reykjavík. Tækin til hinna tveggja vinningshafanna, Olgu Ásbergsdóttur Suðureyri við Súg- andafjörð og Guðrúnar Jónsdótt- ur Skaftahlið 38, Reykjavík, verða send þeim þegar í dag. Að lokum þökkum við þátttak- endum öllum góða þátttöku í þessum árlega jólaleik okkar. -JBP- Eldurá Akureyri: KVIKNAÐI í ÚT Heimili víðsvegar að-Heimilið er fyrir alla VEGGSAMSTÆÐUR Vorum aðtaka upp danskar veggsamstæður frá Denka úr palesander. Eigum þrjárgerðir úr sýrubrenndri eik. Verð pr. einingu frá kr. 60.900. SÓFABORD Þýsk söfaborð m/marmara plötu. Hæð stillanleg (frá 54-72 cm.) Einnig sænsk úr bæsaðri eik, sýrubrenndri eik og hnotu, einnig hornborð og lampaborð. Verð frá kr. 14.500. FRÁ BENSÍNGUFU Bakhús við Oddeyrargötu á Akureyri varð alelda á svip- stundu á laugardagsmorguninn er kviknaði í út frá bensíngufu. Miklar skemmdir urðu á húsinu og munum sem voru geymdir þar. Piltur, sem vann þar við að hreinsa vélarhluta úr vélsleða slapp hins vegar ómeiddur. Bakhúsið var hitað upp með rafmagnsofni með glóðargormum og er hann taldinn hafa valdið íkveikju. Pilturinn, sem inni var, hafði útidyrnar opnar og slapp hann þegar í stað út er eldurinn blossaði upp. — Eldurinn var slökktur á rúmri klukkustund. -at- Titringur á Hengilssvæöínu: ALLT MEÐ R0 0G SPEKT AFTUR ..Titringur á Hengilssvæðinu hefur verið algengur siðast- liðna áratugi en í kringum 1950 var nokkur órói á þessu svæði. sem fór svo minnkandi næstu tvo áratugi á eftir,“ sagði Ragn- ar Stefánsson jarðskjálftafræð- ingur í samtali við DB. Klukkan tíu mínútur yfir átta á laugardagsmorguninn kom snarpur jarðskjálftakipp- ur í Hveragerði. sem mældist 4 stig á Rieterkvarða. Hlutir féllu úr hillum og sprungur komu í hús. Hafa Hvergerðingar haft það á orði að þeir hafi ekki fundið eins snarpan kipp síðan árið sem Hekla gaus 1947. Annar stór kippur kom svo klukkan fimmtán minútur fyrir niu og að sögn Ragnars mældist hann 3.6 stig á Ricterkvarða. Upptök skjálftana eru um 10 kílómetra norðvestur af Hvera- gerði. Ragnar sagði að síðan um há- degi á laugardag hafi verið ró- legt á svæðinu og ekki sagðist hann halda að þessir skjálftar væru merki um að neitt óvenju- legt væri að gerast á þessu svæði. -KP. B0RÐST0FUHUSGÖGN Okkar sérgrein er úrval af borðstofuhúsgögnum, íslensk, dönsk, hollensk og belgísk, margar gerðir, sýnishorn ávallt fyrirliggjandi. Gerum sérpantanir fyrir viðskiptavini. Sjön er sögu ríkari. Verið ávallt velkomin. Símsvari allan sólahringinn S0GAVECI 188 - SÍMI 37210

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.