Dagblaðið - 07.02.1977, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. FEBRUAR 1977.
mmumÐ
frýálst, úhái dagblað
Útgefandi Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson.
Fréttastjórí: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjómar:
Johannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfréttastjórí: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Sœvar Baldvinsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson.
Blaöamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín Pálsdóttir, Krístin Lýösdóttir, Ólafur Jónsson,
Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Sveinn
Þormóösson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoríeifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M.
Halldórsson.
Áskriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 60 kr. ointakið.
Ritstjóm Síöumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskríftir og afgreiösla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaöiö og Stoindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerö: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Lykilmál upplýst
Dagblaðið upplýsti í síðustu
viku lykilmál í íslenzkri pólitík og
atvinnulífi. Frá upphafi álversins
í Straumsvík hafa margir spurt, :
hvort verið gæti, að raforkan til
þess væri seld svo lágu verði, að í
rauninni væri um niðurgreiðslur
að ræða. Vinir Alusuisse hafa hummað þessa
spurningu fram af sér. Útkoman hefur orðið
sú, að almenningur hefur talið, að þetta gæti
ekki verið. Svo vitlausir væru stjórnmála-
menn okkar ekki.
Ohlutdræg rannsókn sérfræðings á þessu
hefur ekki legið fyrir fyrr en nú. Samkvæmt
beiðni Dagblaðsins gerði Gísli Jónsson prófess-
or úttekt á málinu og komst að því, að raf-
magnsverðið til álversins er stórlega niður-
greitt, og almenningur borgar brúsann.
„Margur kann sjálfsagt að spyrja, hvaða
áhrif niðurgreiðslan á raforkuverði til stóriðju
hefur á verð til hins almenna neytanda.Árið
1974 hefur niðurgreiðslan valdið um það bil 30
prósent hærra útsöluverði en árið 1976 um það
bil 20 prósent hærra verði,“ segir Gísli Jónsson.
SOVÉTMENN AUKA
VIÐBÚNAÐ VEGNA
YFIRVOFANDIHÆTTU
Á SVÍNAINFLÚENSU
Eleonora Gorbunova, blaðamaður
APN-f réttastof unnar, lýsir
viðbúnaði Sovétmanna vegna
þessa íviðtali við sovézka
landlækninn, Pjotr Burgasjof
Kólera, svarti dauði, spánska
veikin — þessir sjúkdómar eru
okkur tákn um bráða lífshættu.
Enda þótt hálf öld sé liðin síðan
þeir voru ofarlega á svarta list-
anum yfir skæðustu óvini
heilsu okkar geymum við enn
svo hræðilegar minningar um
þessar drepsóttir að segja má
..................
að almenningur fái slæmt áfall
í hvert sinn sem minnst er á
þær, jafnvel þótt aðeins sé um
að ræða einstök tilfelli. Nú
nýlega hafa menn fyllst áhyggj-
um vegna endurkomu veiru
þeirrar sem á árunum 1919-
1920 olli plágunni sem kölluð
var „spánska veikin“. Þá hafði
hún á brott með sér 20 milljónir
mannslífa, eða fleiri en fyrri
heimsstyrjöldin. Eiga áhyggjur
manna rétt á sér? Er „draugur
fortíðarinnar" endurvakinn?
— Ég get ekki staðhæft að
hætta á útbreiðslu spönsku
veikinnar sé ekki fyrir hendi,
en ég efast um að af henni
verði á næstunni, — sagði
sovéski landlæknirinn, Pjotr
Burgasof, á blaðamannafundi
sem fram fór í Moskvu fyrir
stuttu.
Ef spánska veikin er á ferð-
inni er nauðsynlegt að hraða
mjög framleiðslu á nýju bólu-
efni og það krefst gífurlegra
fjárútláta og mikillar vinnu. En
ef hættan er ímynduð?
— Ég hygg að við eigum
hvorki að gera of mikið né of
lítið úr hættunni. Það er satt,
að árið 1976 komu upp veik-
indatilfelli í einu af fylkjum
Bandaríkjanna og veirurnar
sem ollu þeim voru mjög áþekk-
Menn rekur í rogastanz yfir þessari niður-
stöðu. Almenningur hafði ekki hugsað til þess,
þegar hann greiddi hina háu rafmagnsreikn-
inga, að allt að þriðjungur verðsins væri vegna
niðurgreiðslna til álversins. Vinir Alusuisse
munu enn halda því fram, að rétt hafi verið að
fá álverið hingað, vegna þess að það gerði
Búrfellsvirkjun mögulega og gjaldeyristekjur
séu okkur svo mikilvægar. Þó má nú öllum vera
ljóst, að upphaflegi samningurinn við Alu-
suisse var vondur samningur. Svisslendingun-
um tókst að plata sveitamanninn. Reynslan
síðar, til dæmis gífurlegur áhugi Alusuisse á
frekari útþenslu hér, sýnir okkur glöggt, að við
þurftum ekki að betla til að fá hingað erlenda
stóriðju.
Hroðalegast í þessu máli er, hvernig stjórn-
málamenn hafa haft almenning að fíflum með
þögn sinni og vífilengjum um niðurgreiðslurn-
ar. Reglur lýðræðisskipulagsins hafa verið
þverbrotnar. Auðvitað hefði hið eina heiðar-
lega verið að leggja spilin á borðið þegar í
upphafi. Sérfræðingar ríkisvaldsins áttu að
skýra frá, um hversu miklar niðurgreiðslur
væri að ræða. Svo gátu menn út frá því rætt um
rökin fyrir byggingu álversins.
Samkvæmt niðurstöðum Gísla Jónssonar
greiddu almennar veitur árið 1974 66,6 prósent
hærra meðalverð en þeim bar samkvæmt til-
kostnaði, en ísal greiddi þá aðeins 53,7
prósent af því verði, sem verksmiðjan hefði átt
að greiða.
Með nýlegum samningum um hækkun raf-
magnsverðsins hafa niðurgreiðslurnar til ál-
versins minnkað verulega, en þær eru enn
miklar.
Nú skýrist betur árátta stjórnvalda að reyna
að halda leyndu því, sem fram fer milli þeirra
og Svisslendinganna. Fortíðinni verður ekki
breytt, en hindra verður, að Alusuisse leiki
þennan leik. Hafna verður þegar í stað tilmæl-
um þess um frekari útþenslu hér á landi.
Spjall um
hlutverk
sáttasemjara
1. Vald sáttasemjara og
lýöveldislegir stjórnarhættir
Launamál og önnur kjaramál
eru átakafyrirbrigði í þjóð-
félaginu og líklega mun svo
ávallt verða, þó að með ólíkum
hætti sé, eftir því hvert
stjórnarfyrirkomulag ríkir.
Ég hætti mér ekki út í það að
skilgreina hugtakið lýðræði, en
leyfi 'iífér að halda því fram, að
hér á landi ríki lýðræði og lýð-
ræðislegar leiðir hafi einkennt
samningamálin á vinnumark-
aðnum í stórum dráttum.
Lýðræði er tímafrek stjórn-
unarleið og krefst þolinmæði.
Nútiminn einkennist þó miklu
fremur af skorti á tíma og
þölinmæði en öðru, og við
hljótum því að spyrja okkur,
hvort við höfum tíma og þolin-
mæði til lýðræðislegra stjórnar-
hátta yfirleitt.
Samningsaðilar vinnumark-
aðsins, fulltrúal- ' okkar á
Alþingi og margir fleiri hafa
verið gagnrýndir fyrir seina-
gang mála og vafstur við
ákvörðunartöku, sem hljótist af
of langri umræðu um mál.
Hljótum við því ekki að spyrja
okkur, hvort við höfum tíma til
lýðræðis? Er hægt að aðlaga
lýðræðið hraða nútímans með
því að knýja lýðræðiskerfið til
virkari og skjótari ákvörðunar-
töku, sem jafnframt ,hvílir á
traustari þekkingargrunni, eða
verðum við að hægja á lífs-
hraðanum, ef við viljum halda í
lýðræðið?
Þetta er í mínum huga mikil-
væg spurning, og undir svari
okkar er það komið, hvort gagn-
rýni okkar á seinvirkt kerfi lýð-
ræðisins sé að fullu á rökum
reist. Ef við viljum lýðræði, þá
verðum við líka að gefa okkur
þann tíma, sem þarf til ástund-
unar þess.
Ég lít svo á, að lýðræðishug-
Sjónin sé það ^rótgróin hér á
landi, að breytingar á vinnulög-
gjöfinni og starfsháttum við
samningsgerð séu varhuga-
verðar, nema báðir aðilar
vinnumarkaðsins séu sam-
þykkir þeim. Menn játist undir
hinn nýja sið. Sérstaklega er
þetta nauðsynlegt í landi, þar
sem framkvæmdavald er veikt,
svo sem hér hefur verið, þar
sem ögunarstofnanir ríkisins
eru fáliðaðar og getulitlar. Lög-
þvingaðar breytingar við slíkar
aðstæður leysa ekki vandann,
en breyta farvegi hans.
Sáttasemjari í lýðræðisþjóð-
félagi er meðalgöngumaður,
sem leitar sátta og lausnar á
vanda, sem báðir aðilar vinnu-
markaðsins geta sætt sig við, en
er ekki settur sérstaklega til að
framkvæma opinbera stefnu í
launamálum, þótt honum sé
nauðsynlegt að þekkja hana og
þau rök, sem hún hvílir á.
Ég er þeirrar skoðunar, að
við íslenzkar aðstæður sé vafa-
samt að auka mjög vald sátta-
semjara, nema fullur vilji
beggja aðila vinnumarkaðsins
sé fyrir hendi. Ella sé enginn
vandi leystur til frambúðar.
Hins vegar þarf valdsvið sátta-
semjara að vera skýrt afmark-
að, að því er samningamál
varðar. Þá tel ég, að aðilum
vinnumarkaðsins beri skylda til
þess að freista þess til hlítar aó
gera lýðræðið við samnings-
gerðina hraðvirkara og hag-
kvæmara þeim, sem við það
búa.
Vald sáttasemjara má heldur
ekki auka svo, að samningsaðil-
arnir telji sig firrta allri
ábyrgð. Þá er ekki lengur um
sáttasemjara i lýðræðisþjóð-
félagi að ræða, heldur mið-
stýrða framkvæmd af öðru tæi.
Ég er ekki þeirrar skoðunar,
að skortur á valdi sáttasemjara
sé höfuðástæðan til þess, að
samningsgerð sé seinvirk, eins
og almennt er haldið fram.
Virk, upplýst og ábyrg þátt-
taka samningsaðilanna í samn-
ingsgerðinni er að minni
hyggju höfuðnauðsyn lýðræðis-
legs fyrirkomulags og sátta-
semjari hefur aðeins hlutverki
V.