Dagblaðið - 07.02.1977, Side 11

Dagblaðið - 07.02.1977, Side 11
HELGI PETURSSON farið að greina veirur og veira spönsku veikinnar er ekki til á rannsóknarstofum okkar. En þær upplýsingar sem við höfum gefa ástæðu til að ætla að veir- an hafi árið 1919 valdið in- flúensu meðal svína. „Svínaveiran" er þekkt enn í dag. Og veiran sem olli veikind- unum í Bandaríkjunum í fyrra- sumar var einmitt lík henni. Það var því eðUlegt að menn óttuðust endurkomu spönsku veikinnar. Þessar áhyggjur gerðu okkur nauðsynlegt að rannsaka nákvæmlega ein- kenni veirunnar. Við komum okkur upp birgðum af blóð- vökva og öðru nauðsynlegu til sjúkdómsgreiningar og lækn- ingar, ef svo kynni að fara að sjúkdómurinn komi upp hér. Baráttan gegn þessari in- flúensutegund er sérstaklega erfið vegna þess að finna þarf lyf sem virka á hverja útgáfu veirunnar fyrir sig, en hún er alltaf að breyta um eiginleika og sérkenni. Veira í líkingu við þá sem olli spönsku veikinni hefur enn ekki fundist í Sovét- ríkjunum. En sú útgáfa in- flúensuveiru sem við þekkjum nú þegar, A-2, getur valdið in- flúensufaraldri á þessu ári. Við gerum þó ekki ráð fyrir að það verði mikill faraldur. En þótt sjúkdómstilfellum fjölgi ekki nema um örfá prósent er þó um tugi þúsunda sjúklinga að ræóa. Hvernig búa sovésk heil- brigðisyfirvöld sig undir in- flúensufaraldurinn? Lyfja- verslanir landsins eru vel bún- ar að fúkkalyfjum og interfer- on. Hafin er framleiðsla á remantadin. Þetta síðarnefnda lyf var fundið upp íLettlandlog gaf mjög góða raun í tilraunum sem gerðar voru með það, og standa vonir til að það verði í framtíðinni fyrsta árangursríka inflúensumeðalið. 50 milljónir manna — eða fimmti hver landsmaður — hafa verið bólusettar. Þetta eru fyrst og fremst starfsmenn þjónustustofnana, verkafólk á stórum vinnustöðum — þ.e.a.s. fólk sem er í stöðugu sambandi við mikinn mannfjölda og þar af leiðandi i meiri smithættu en gengur og gerist. Sovéskir vís- indamenn telja að bólusetning- in fækki sjúkdómstilfellum um, helming. Reynslan hefur sýnt að unnt er að hindra útbreiðslu farsótta með því að einangra sjúkling- ana nógu fljótt. Þess vegna hef- ur heilbrigðismálaráðuneytið gert ýmsar ráðstafanir til að bæta þjónustu við sjúklinga og veita ýmiss konar aukaþjón- ustu þar sem á þarf að halda. Sérhver landsmaðuri sem finn- ur fyrir fyrstu einkennum veik- innar, hefur möguleika á að hringja í lækni og fá hann í heimsókn. Allir sjúklingar fá frí frá vinnu. Sjúklingurinr. þarf ekki að hafa áhyggjur af kostnaðinum þar eð sjúkra- hjálp er ókeypis í Sovétríkjun- um. Hann er einnig á fullum launum meðan veikindin standa yfir. Gömul skrýtla segir, að ef inflúensa er læknuð gangi hún yfir á sjö dögum, en sé hún látin eiga sig taki það viku að losna við hana. — í þessu er að vísu fólgið sannleikskorn, — segir Pjotr Burgasof, — við höfum enn mjög takmarkaða möguleika á að hafa áhrif á veiru sem þegar hefur tekið sér bólstað í líkam- anum. En sé fyllstu varúðar gætt og farið að læknisráðum í hvívetna má þó draga mjög úr hættunni á fylgikvillum, sem er reyndar stærsta hættan sem in- flúensa hefur í för með sér. Við reynum að telja sjúkling- ana af þeirri firru sem margir eru haldnir að vilja vera á fót- um þótt þeir séu veikir. Við segjum þeim að liggja þetta úr sér. Þetta hefur að vísu mikinn kostnað i för með sér, en þegar um heilsuna er að ræða er allur kostnaður réttlætanlegur. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1977. Margir óttuðust að svínainflúensa eða einhver annar stórhættu- legur sjúkdómur væri á ferðinni er 20 manns létust úr torkennileg- um sjúkdómi i Bandaríkjunum í fyrra. Þar var þessi mikli bölvaid- ur þó ekki á ferðinni. ar veirunni sem olli spönsku veikinni hér áður fyrr. Við get- um ekki fullyrt að hér sé ná- kvæmlega um sömu veiru að ræða, vegna þess að á tímum drepsóttarinnar var enn ekki Bandaríkjamenn hafa unnið mikið starf að rannsóknum á útbreiðslu veirunnar síðan nokkurra tilfelia varð vart þar i landi árið 1976. M.a. hefur veiran verið ræktuð í eggjum til þess að visindamenn geti betur gert sér grein fyrir því hvernig hún vex. að gegna við lýðræðislega til- högun samningamála. Þetta leiðir hugann að þeim upplýsingum, sem nauðsyn- legar eru fyrir samningsgerð og sáttastörf. 2. Nauðsynlegar uppiýsingar Samningsaðilum og sátta- semjara er nauðsynlegt að hafa sem beztar upplýsingar um ástand efnahagsmála, ekki aðeins rekstrarlega stöðu fyrir- tækja og atvinnuvega, heldur einnig um önnur atriði þjóð- hagsreikninga, svo sem stöðuna út á við, samneyzlu, einka- neyzlu, kaupmátt launa og margt fleira og um fram allt sem beztar upplýsingar um horfur í efnahagsmálúm. Þessi atriði má sízt vanmeta. Engin þjóð verður farsæl, ef þekking á þessu sviði er van- metin eða beinlínis sniðgengin. Enginn sáttasemjari fær úr slíku bætt. Mín skoðun er sú, að hér skipti mestu máli, að hlutlægar upplýsingar liggi fyrir um þróun efnahagsmála, sem allir aðilar treysti. Ég tel, að mikið hafi áunnizt hér í þeim málum, ekki sízt fyrir at- beina Þjóðhagsstofnunar og Hagstofu en einnig fyrir vax- andi skilning hjá báðum samn- ingsaðilum á því, að hafa sjálfir hæfa menn með þekkingu á þessu sviði í sinni þjónustu, m.a. til að meta framlögð gögn opinberra skýrslugerðastofn- ana. Sáttasemjari ætti sem minnst að þurfa að matreiða efnahagslegar upplýsingar, en hins vegar taka mið af þeim í viðleitni sinni til sátta, eftir því sem tök eru á. 3. Vérksvið sáttasemjara, skipuiagning og verkstjórn Sáttasemjari tekur við málum, sem til hans er vísað. Þau eru ærið mörg á hverju ári, en ekki öll söm að vöxtum. Sum spanna yfir þröngt svið, en önnur yfir stóra heild. Sum eru efnislega flókin. en önnur ein- föld í sniðum. Sáttasemjari leiðir málsaðila saman til viðræðna. hlustar fyrst og leitar síðan leiða til sátta. Hann verður að meta, hvenær ólíklegt er, að frekar gangi saman án nýs frum- kvæðis hans og verður því að taka afstöðu til þess, hvort lík- Iegt sé, að miðlunartillaga frá honum nái fram að ganga og leysi deilu. Við þessi störf þarf sátta- semjari að gæta ákveðins forms laga og reglugerða, en ekki þarf hann síður að ná trúnaðarsam- bandi við báða aðila og rýna í þau mannlegu vandamál, sem skjóta upp kolli í slíkum deil- um. í þessu sambandi reynir bæði á festu og sveigjanleika. Ef skyggnzt er nánar niður í störf sáttasemjara í meiriháttar Kjallarinn Guðlaugur Þorvaldsson deilum, þá blasa við verkefni eins og þessi: — Skipulagning fundahalda, tímasetning og boðun. — Utvegun húsnæðis, sem tryggir aðstöðu til starfa. — Trygging símaþjónustu, vélritunar-, ljósritunar-, fjölrit- unar- og prentþjónusta, einkum er líður að lokum vinnudeilu. — Viðskipti við fjölmiðla. — Hreyfanleiki milli samn- ingsaðila og söfnun upplýsinga um gang mála. — Almenn verkstjórn, bæði að því er tekur til samnings- aðila og einnig samstarfs- manna, t.d. þegar sáttanefnd er skipuð. Virkni og velviljað samstarf allra aðila er hér nauðsynleg forsenda árangurs. Ég lít svo á, að verkstjórnar- þátturinn og skipulagsþáttur- inn yfirleitt sé helzta brotalöm- in í kerfinu nú. Ástæðan er bæði sú, að sáttasemjarastarf er ekki fast starf með föstu starfs- liði og sáttanefndarmenn, sem eru helztu aðstoðarmennirnir núna, koma fyrirvaralitið og undirbúningslítið inn í starfið. Ég tel, að úr þessu mætti bæta með því að gera sáttasemj- arastarfið að föstu starfi og hann hafi á að skipa starfsliði við undirbúning funda og verk- stjórn. Sáttanefndarmenn, sem ef til vill mætti skipa til ákveðins árafjölda og þyrftu jafnan að vera viðbúnir, gætu þá helgað sig meira en nú sátta- störfum, en hvorki þeir né sáttasemjari þyrftu að standa i útréttingum eða sköpun aðstöðu fyrir vinnuhópa. Stundum hefir verið á því tæpt, m.a. af mér, að flytja mætti samningsgerðina á afvik- inn stað utan Reykjavíkur í því skyni að nýta betur tímann. Ég hef reyndar litla trú á þessu, því að samningamönnum er nauðsynlegt að rækja gott sam- band við umbjóðendur sína, og þess vegna er Reykjavík e.t.v. nauðsynlegur fundarstaður í stærri deilum. Einangraðar deilur geta hins vegar verið til lykta leiddar annars staðar. f Reykjavík er ekki í mörg hús að venda í þessu sambandi. Húsnæði sáttasemjara í toll- stöðvarbyggingu nægir aðeins í minni deilum. Aðstaðan í Loft- leiðahótelinu er ágæt, en full reynsla fæst aðeins á hana, ef verkstjórnarþættinum yrði breytt í það horf, sem ég hef áður nefnt. 4. Samband sáttasemjara við stjórnvöld og samningsaðila Sáttasemjara er nauðsynlegt að þekkja vel sjónarmið stjórn- valda í kjaramálum og þau rök, sem að baki liggja. Ekki á þetta sízt við, þegar farið er að semja um atriði eins og húsnæðismál, skattamál, lífeyrissjóði o.fl. 1 slíkum tilvikum verður varla komizt hjá því, að ríkisstjórnin hafi einhver afskipti af málum. Jafnframt er sáttasemjara nauðsynlegt að hafa tryggan aðgang að hlutlægum upp- lýsingum opinberra stofnana um þróun efnahagsmála. Ekki er minna um vert, að þessar stofnanir hafi fullt traust samn- ingsaðila. Ég er þeirrar skoðunar, að hér á landi hafi vel tekizt til í þessum efnum, en slíkt er e.t.v. ekki síður traust á einstaking- um en sjofnunum, en spyrja má, hvort það sé æskilegt í sjálfu sér, að skýrslugerðar- stofnanir hins opinbera í efna- hagsmálum séu jafnframt ráð- gefandi um stefnumótun stjórnvalda á hverjum tíma, enda þótt ýmislegt mæli líka með því. Sáttasemjara er það nauðsyn- legt að geta hvenær sem er leitað til fámenns forystuhóps beggja samningsaðila og stund- um jafnvel að stofna til við- ræðna við formenn samninga- nefndanna eina, ef umræður eiga að skila málum áfram. Þessum fáménnu samninga- nefndum er jafnnauðsynlegt að geta rætt öðru hverju við stærri hópa frá félögum sínum, bæði til að dreifa upplýsingum um stöðu mála og endurmóta stefn- una í því ljósi. Vissulega mundi það ein- falda málin, ef hvor aðili um sig vildi í upphafi fela fámennri samninganefnd að ganga frá samningum algjörlega með fyrirvara um samþykkt félags- fundar. Eg er þó ekki viss um, að það yrði til bóta að öllu leyti. 5. Heildarsamningar Sérsamningar Síðustu áratugir hafa verið ár hinna stækkandi eininga á öllum sviðum þjóðlífsins og heimsbúskaparins. Markmiðið hefur jafnan verið að bæta samningsaðstöðu og tryggja yfirsýn og völd. En hversu oft hefur slík sameining ekki með tíð og tíma orðið til þess að heildirnar hafa splundrazt út af þeim atriðum, sem óeining er um. Ég hygg að það megi ekki síður vitna til ástandsins á vinnumarkaðinum hér í þessu sambandi en fallvaltra bandalaga ríkja um efnahags- og hermál. Ekki verður því þó neitað, að þessi þróun hefur einfaldað framkvæmd margra mála um sinn, einkum þó, þegar stjórn heildarinnar hefur haft raun- verulegt framkvæmdavald, en svo er ekki alltaf. Sú spúrning hefur oft komið upp í huga mér, hvort ekki sé jafnvænlegt að heildir skipti sér upp til þess að sameinast aðeins um það, sem þeim er sameiginlegt. Ekki vil ég þó hvetja til þess hér í samningamálum. Mér finnst vænlegra að horfa til heildarsamtakanna um kjara- samninga en að hugsa sér alla þessa aðila sundraða. Hugsan- legt er þó, að hægt sé að marka ákveðið svið atriða, sem heild- irnar semja um, en láta sér- félögin um samningana að öðru leyti. Gerð rammasamninga er nokkuð í áttina að því marki, en menn hafa talið af þeim mis- jafna reynslu. Ég lít svo á, að fleira megi telja þeim til gildis en hitt. Ekki veit ég hvort að- ferðin frá siðustu samningum um ákveðna prósentu til útdeil- ingar í sérkröfur geti orðið frambúðarlausn sem liður í ramma, en óneitanlega tel ég hann hafa verið merka tilraun. Lokaorð Ákveðnar leikreglur eru nauðsynlegar við gerð kjara- samninga og ég dreg ekki í efa, að þær mætti bæta á ýmsan hátt með breyttri vinnulöggjöf hér á landi. Leikreglur marka hins vegar málum aðeins bása og farvegi. Samningsgerð er ekki síður mannlegt vandamál, sem reynir á þekkingu á efnahagsmálum og samskiptaháttum manna, sveigjanleika og stjórnmála- þroska. Kjaramál eru og verða átaka- fyrirbrigði, sem verða vafalaust aldrei skilin frá stjórnmálum af einhverju tæi, og á þeim er því engin vísindaleg lausn. Hraðvirkari og betur skipu- lögð og verkstýrð samningagerð er nauðsynjamál, en þar verður að fara með gát, ef lýðræðis- legri hefð á að halda í heiðri. Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor. J V

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.