Dagblaðið - 07.02.1977, Qupperneq 26
26
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 7. FEBRtJAR 1977.
1
TÓNABÍÓ
Enginn er fullkominn
(Some like it hot)
„Some like it hot“ er ein bezta
gamanmynd sem Tónabíó hefur
haft til sýninga. Myndin hefur
veriö endursýnd víða erlendis vió
mikla aösókn.
Leikstjóri: Billy Wilder.
Aðalhlutverk: Marilyn Monroe,
Jack Lemmon, Tony Curtis.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30.
French Connection 2
íslenzkur texti
Æsispennandi og mjög vel gerð
ný bandarisk kvikmynd, sem alls
staðar hefur verið sýnd við met-
aðsókn.
Mynd þessi hefur fengið 'frábæra
dóma og af mörgum gagnrýnend-
um talin betri en French Connect-
ion I.
Aðalhlutverk:
Gene Hackman
Fernando Ray.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7.T5 og 9.30.
Hækkað verö
HAFNARBÍÓ
V_________________^
Frœknir félogar
Sprenghlægileg ný gamanmynd í
litum með Rodney Bewes og
James Bolan.
tslenzkur texti.
Sýnd kl. 9 og 11.
1
GAMLA BÍÓ
Sólskinsdrengirnir
Víðfræg bandarísk gamanmynd
frá MGM; samin af Neil Simon og
afburðavel leikin af Walter
Matthau og George Burns.
íslenzkur texti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
1
LAUGARASBÍO
I
Hœg eru heimatökin
Ný hörkuspennandi bandarísk
sakamálamynd um umfangsmikið
gullrán um miðjan dag.
Aðalhlutverk: Henry Fonda,
Leonard Nimoy o. fl.
tsl. texti.
Sýnd kl. 5, 7, 9ogll.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
1
HÁSKÓLABÍÓ
3
Mánudagsmyndin:
Sandkastalinn
Japönsk verðlaunamynd.
Leikstjóri: Yoshitaro Nomura.
Sýnd kl. 5 og 9.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Leikið við dauðann
(Deliverance)
tSLENZKUR TEXTI
Æsispennandi kvikmynd, byggð á
samnefndri sögu, sem kom út í ísl.
þýðingu fyrir sl. jól:
Aðalhlutverk: Burt Reynolds,
John Voight.
Bönnuð innan 16 ára.
Endursýnd kl. 5, 7 og 9.
Nýjung: Samfelld sýning kl. 1.30
til 8.30
Hart gegn hörðu
Hörkuspennandi litmynd með
Robert Fuller og Sherry Bain og
Ruddarnir
Hörkuspennandi panavision
litmynd, endursýnd.
Samfelld sýning kl. 1.30 til 8.30.
^WÓOLEIKHÚSIfl
Dýrin í Hálsaskógi
þriðjudag kl. 17, uppselt.
Sólarferð
miðvikudag kl. 20.
GuIIna hliðið
fimmtudag kl. 20,
föstudag kl. 20.
Litla sviðið
Meistarinn
þriðjudag kl. 21.
Miðasala 13.15—20, sími
11200.
STJÖRNUBÍÓ
Okkar beztu ór
(The Way We Were)
íslenzkur texti
Ný, viðfræg, amerísk stórmynd í
litum og Cinema Scope með hin-
um frábæru leikurum Barbra
Streisand og Robert Redford.
Leikstjóri Sidney Pollack.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
Mannrónin
Nýjasta mynd Alfred Hitchcock,
gerð eftir sögu Cannings „The’
Rainbird Pattern". Bókin kom út
í ísl. þýðingu á sl. ári.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 9.
íslenzkur texti.
BIAÐIB
Umboösmann vantará
Blönduós.
Upplýsingar hjó Sœvari Snorrasyni,
Hlíðurbraut 1 Blönduósi, sími 95-4122 og
afgreiðslunni í Reykjavík, sími 22078.
d
Utvarp
Sjónvarp
i
því að sit ja auðum hðndum
— segir Sigurkarl Stefánsson fyrrum yfirkennari sem les
Passíusálmana að þessu sinni
í kvöld kl. 22.15 eftir lestur
kvöldfrétta og veðurfregna,
hefst lestur Passíusálmanna.
Að þessu sinni er það Sigurkarl
Stefánsson, fyrrum yfirkennari
við Menntaskólann í Reykjavík,
sem flytur okkur þessar perlúr
sálmaskáldsins, Hallgríms
Péturssonar.
Við hringdum í Sigurkarl og
spjölluðum lítillega við hann.
— „Nei, því miður kann ég
ekki Passíusálmana utanbókar
en hefði helzt viljað að ég gerði
það,“ sagði Sigurkarl. „Mér
fellur ágætlega vel að lesa
sálmana, það er mjög gott sam-
starf í útvarpinu og þetta
gengur vel,“ sagði hann.
„Það eru nú þrjú ár síðan ég
hætti kennslu eftir að hafa
verið við Menntaskólann í
Reykjavík í rúm fjörutíu ár og
við stærðfræðikennslu í
Háskólanum í rúm þrjátíu ár.
Nei, ég er ekki þannig maður
að mér leiðist. Eg hef alltaf nó6
að stússa. Stundum er ég að
grúska og stundum að smíða,
bæði fyrir sjálfan mig og aðra í
fjölskyldunni. Ég hef aldrei
vanizt því að sitja auðum
höndum,“ sagði Sigurkarl.
Passíusálmar Hallgríms
Péturssonar voru fyrst gefnir
út árið 1666. Þeir hafa komið út
í meira en sextíu útgáfum.
Passíusálmarnir hafa verið
lesnir á föstunni síðan í síðari
heimsstyrjöldinni og hafa
margir valinkunnir menn tekið
þátt í að lesa þá upp, bæði
lærðir og leikir.
Það er jafnan mjög notalegt
að hlusta á sálmana og þá veit
maður líka að vorið er í nánd.
A.Bj.
Útvarp eftir kvöldf réttir næstu vikur:
Hef ekki vanizt
Sigurkarl Stefánsson kenndi
stærðfræði um fjörutíu ára
skeið við Menntaskólann i
Reykjavík og í um þrjátíu ár
við Háskóla islands. DB-mynd
Bjarnleifur.
Útvarp í kvöld kl. 19.40: Um daginn og veginn
Bendir á ýmislegt sem
betur má fara ítalmáli
„Það má segja að aðalefnið í
erindi mínu sé meðferð ís-
lenzks máls og ég vek athygli á
ýmsu sem mér finnst miður
fara, frekast í talmáli, en eitt-.
hvað minnist ég þó á ritað mál,“
sagði Eiríkur Stefánsson kenn-
ari. Hann ræðir um daginn og
veginn í útvarpinu í kvöld kl.
19.40.
„Undanfarin ár hef ég haft
með það að gera að leiðbeina
börnum með framsögn og kann-
ski er það hvatinn að umræðu-
efni mínu,“ sagði Eiríkur.
Okkur langaði til þess að vita
um þessa framsagrrarleiðbein-
ingu Eiríks og spurðum hann
nánar út i hana:
„Það var að vilja og ósk
þáverandi skólastjóra Lang-
holtsskóla, Kristjáns Gunnars-
sonar núverandi fræðslustjóra,
Eiríkur Stefánsson hefur verið
barnakennari í fjörutíu ár og
nú á síðustu árum leiðbeint
börnum með framsögn.
►
að þessi leiðbeining var tekin
upp. Núverandi skólastjóri er
Erling Tómasson og hefur ekki
orðið nein breyting á þessu í
hans tíð.
Þetta er alls ekki hjálpar-
kennsla fyrir þá nemendur sem
orðið hafa afturúr heldur eru
miklu frekar þau börn sem
maður treystir til þéss að
komast eitthvað áfram i flutn-
ingi móðurmálsins valin í þessa
hópa.
Börnin eru valin í þetta
þegar þau eru orðin þolanlega
læs, svona átta til níu ára, átta
til tíu börn í hverjum hópi og
eru þrír hópar samtímis. Hver
hópur fær tvo tíma á viku
þannig að þetta eru sex tímar á
viku í allt. Annað kenni ég ekki
því ég er kominn yfir aldurs-
takmörkin," sagði Eiríkur.
Þetta er nítjánda árið sem
Eirikur er við Langholtsskól-
ann en áður var hann lengi
barnakennari á Akureyri og
þar áður á Húsavík. Kennslu-
feril sinn hóf Eiríkur sem far-
kennari í Skriðuhreppi í Eyja-
fjarðarsýslu.
Um tveggja ára skeið hafði
Eiríkur umsjón með barnatíma
útvarpsins og sagðist hann
alltaf hafa gætt þess að hafa
eitthvað af börnum til þess að
flytja efnið og fyndist sér það
mjög vel til fundið. A.Bj.: