Dagblaðið - 07.02.1977, Side 28
Áttu ófama 700 metra leið til
næsta bæjar er þau fundust
„Það er nú misskilningur að
við Ingibjörg dóttir mín höfum
lent í einhverjum hrakningum.
Við áttum aðeins ófarna 700
metra að bænum Mælifellsá —
efsta bæ í Mælifellsdal — er
þyrlan fann okkur," sagði
Sigutþór Hjörleifsson ráðu-
nautur í samtali við Dagblaðið í
morgun.
Sigurþór og dóttir hans, sem
er 12 ára göraul, fóru af stað frá
L —
Sauðárkróki um hálftvöleytið á
laugardaginn og hugðust lesa
af mælum sem Orkustofnun
hefur sett upp sunnan Mæli-
fellshnjúks vegna fyrirhugaðra
línulagna. Fyrsta spölinn fóru
þau í bifreið, en skiptu síðar
yfir á vélsleða.
Fundu slóð um kvöldið
Er þau komu ekki heim um
kvöldið var farið að undrast um
þau. Tveir menn fóru þá af stað
til leitar og komust á slóð. Þeir
sneru þó við og biðu til
morguns er Skagfirðingasveit
Slysavarnafélagsins var kölluð
út. Sveitin fór þegar til leitar og
skildi eftir einn mann með
talstöðvarsamband á Mæli-
felli. Leitarmenn röktu slóð
sleðans og fundu hann brátt
mannlausan.
Um hádegisleytið var Slysa-
varnafélagið í Reykjavík beðið
að útvega flugvél til að létta
undir með leitarmönnum.
Hannes Hafstein, fram-
kvæmdastjóri félagsins, hafði
þegar samband við Norðurflug
á Akureyri og bað um aðstoð.
Þar var enga flugvél að fá en
hins vegar var þar stödd lítil
þyrla, TF-AGN. Flugstjóri
hennar, Guðbrandur Jónsson,
fór þegar til leitar.
Það var síðan um tvöleytið í
Festu sleðann
„Astæðan fyrir því að við
yfirgáfum sleðann er sú að ég
missti hann niður,“ sagði Sigur-
þór í morgun. „Það var því ekki
annað til ráða en að halda
áfram fótgangandi."
Sigurþór bætti því við að þau
feðginin hefu verið búin að
vera á gangi í 15 klukkustundir
er þau fundust. Þá höfðu þau
farið um 30 kílómetra leið —
með hvíldum.
Um nóttina var á þessum
slóðum austan hvassviðri, um
4—5 vindstig og skafrenningur
sem torveldaði þeim gönguna.
Frostið fór mest upp í sjö stig.
Þau Sigurþór og Ingibjörg
dóttir hans höfðu næg matvæli
meðferðis og sagði hann að það
hefði ekki væst um þau. .,,í raun
og veru var þetta engin svaðil-
för og varla til þess að segja frá
í blöðum," sagði hann.
* -----------------------------
Feðgina leitað í Mælifellsdal:
gær, sem Guðbrandur fann þau
feðginin. Höfðu þau þá verið
um það bil sólarhring á ferð.
Tvær snjóskriður féllu í Önundarfirði:
„Sá skriðuna koma
æðandi með mikl-
um gný og mekki”
— raf magnslaust á Súgandafirði, snjóf lóðavarnir björguðu miklu
„Eg heyrði miklar drunur úr
Eyrarfjalli og þegar ég leit í
áttina þangað sá ég hvar snjó-
skriðan æddi nióur með mikl-
um hraða og allt niður í sjó,“
sagði Þorsteinn Jónsson frétta-
ritari DB á Flateyri við
Öndundarfjörð í samtali við
blaðið í gær.
Skriðan fór yfir veginn
skammt utan við þorpið og tók
með sér fimm rafmagnsstaura
svo rafmagnslínur til
Súgandafj. slitnuðu. Mældist
skriðan um hálfur kílómetri á
breidd og fór um 6-700 metra
leið niður úr fjallinu. Gerðist
þetta um kl. 18 á sunnudags-
kvöld.
Um hádegi á sunnudag félf
önnur skriða innar í önundar-
firði. Var sú um 400 metra
breið og fór yfir veginn og
lokaði honum við Selaból.
Hafði þar með verið klippt á
vegasamband við innsveitina
ogvarðað fara sjóleiðina á flug-
völlinn. Grjótgarður, hlaðinn til
varnar gegn snjóflóðum, barg^
símalínum þar.
Þorsteinn sagði að mikill
mökkur hefði staðið upp af
skriðunni sem hann sá æða
niður Eyrarfjall um 1 km utan
við Flateyri. „Það hefur tekið
skriðuna 2-3 minútur að falla,"
sagði Þorsteinn, „og var
gnýrinn af henni mikill. Hann
sagðist ekki hafa séð skriðuna
fara af stað, heldur hafa litið
upp þegar hann heyrði
drunurnar.
Unnið var að því að grafa
upp rafmagnsstaura og síma-
línur í gær, svo og að ryðja
veginn þar sem skriðurnar fóru
yfir.
Engan sakaði í snjó-'
flóðunum en maður nokkur á.
Flateyri var nýiega kominn frá
öskuhaugunum, þar sem
skriðan fór yfir að hluta þegar
síðari skriðan féll í fyrrakvöld.
-ÖV/ÞJ, Flateyri.
Ráðherrar við spennandi átök
Meirihluti ríkisstjórnar mætti í Laugardalshöll
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
gjörsigruðu samráðherra sína úr
Framsóknarflokknum á laugar-
daginn þegar íslenzka landsliðið í
handknattleik sigraði það v-
þýzka. Fjórir Sjálfstæðisráðherr-
ar mættu til landsleiksins gegn
aðeins einum framsóknarráð-
herra. Líklega hefur áhugi al-
mennings á handbolta sjaldan eða
aldrei verið meiri, enda hefur ís-
lenzka liðið náð meiri og betri
árangri en nokkru sinni fyrr, lagt
þrjár af beztu handboltaþjóðum
veraldar, Pólverja, Tékka og nú
V-Þjóðverja tvívegis. Á myndinni
sjáum við nokkur hundruð æsta
handboltaáhorfendur, þar á
meðal ráðherrana, fimm af áttá.
Frá vinstri eru Gunnar Thorodd-
sen, Einar Ágústsson, Matthías
frfálst, óháð dagblað
Völvan
spáði snjó-
flóðunum
fsjón-
varpinu
Fleiri snjóflóð ættu ekki að
falla á Islandi i ár, ef marka má
völvu, Halldóru Björt Öskars-
dóttur, sem viðtal var við í sjón-
varpsþættinum „Úr einu f ann-
að“ á sunnudagskvöldið.
Sagði Halldóra Björt þar að
snjóflóð ættu eftir að falla
tvisvar í ár, annað á Aust-
fjörðum og hitt fyrir vestan. A
milli þess sem viðtalið var átt
við völvuna og þess að það var
sýnt, féllu þessi snjóflóð, þótt
fréttir af skriðuföllunum í
Önundarfirði bærust ekki fyrr
en í gær.
Virðist því sem spádómur
völvunnar hafi rætzt jafnvel
fyrr en hún sjálf átti von á.
-ÖV.
Bjarnason, Matthías Mathiesen og
Geir Hallgrímsson. A myndinni
má og sjá borgarfulltrúa Fram-
sóknar, Kristján Benediktsson og
Jón Skaftason þingmann sama
flokks, ásamt aragrúa af öðru
góðu fólki.(DB-mynd Bjarnleifur)
Brezki sendlherrann
SÓTTI
HVAMMS-
TANGA
HEIM
Sendiherra Breta á íslandi
kom í heimsókn til Hvamms-
tanga á laugardaginn. Daginn
áður hafði hann verið á Akur-
eyri. Þetta mun vera í fyrsta
skipti sem hann heimsækir
þessar slóðir á þessum árstíma.
Sendiherrann skoðaði ýmis
mannvirki á Hvammstanga,
svo sem Sjúkrahúsið og rækju-
vinnsluna. Þá hélt Lionsklúbb-i
urinn Bjarmi á Hvammstanga
honum samsæti. Um nóttina
gisti hann síðan á Tjörn á
Vatnsnesi.
Brezki sendiherrann var
ákaflega heppinn með veður.
Hér var logn og sólskin en mik-
ill snjór.
— Robert Jack/AT-