Dagblaðið - 12.02.1977, Qupperneq 2
2
r
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1977.
MEÐ FIÐRINGIMAGANUM
—er farið að huga að „réttu ferðinni”
—en hún finnst ekki nema fá prísana líka
Nú líður undir enda þorra
gamla, og ekki hefur hann
verið grimmur við okkur að
þessu sinni. Að visu hefur verið
þyrkingsfrostgutlingur, en snjó
er ekki að sjá hér syðra nema
tína fram myndirnar síðan í
fyrra. Mér varð það á í haust að
kaupa mér ný snjódekk með
súpermunstri, þótt gömlu dekk-
in væru ekki búin að ná
hámarkssliti, ég var orðinn
leiður á því í fyrra að vera ekki
á snjódekkjum nema að nafn-
inu til. En ég þykist sjá í hendi
mér, að þau hefðu dugað mér
takk bærilega í vetur. Og ég er
jafnnær um, hvort súper-
munstrið er eins mikið súper og
af er látið. Það verður senni-
lega næstum horfið þegar það
kemur í snjó.
En þótt snjór komi kannski
einhver það sem eftir er vetrar,
verður það varla neitt til að
bretta grönum yfir. Gamalt
spakmæli segir: Illa stendur út-
mánaðasnjórinn. Þó dreymdi
mig þann veg á dögunum, að
við myndum fá þriggja daga
snjó einhvern tíma fyrir vorið,
þar af einn verulegan snjódag
en tvo minni. Nú er bara eftir
að vita hvort mínir draumar
eru spálegri en þeirra Kröflu-
dreymenda.
Já, maður er sosum farinn að
hugsa eins og veturinn sé á
undanhaldi. Og eins og venju-
lega á þessum árstíma leitar
hugurinn æ meira til sólar og
hlýinda; maður má varia sjá
flugvél svo maður fái ekki
gamalkunnan fiðring í magann
og hugsi með löngun til þeirra
staða þar sem maður þarf ekki
að vera dúðaður heldur getur
farið út á brókinni svo að segja,
án þess að blána af kulda eða
vekja almenna undrun og jafn-
vel hneykslun. Og ekki læknar
auglýsingaél ferðaskrifstof-
anna þennan fiðring, enda
heldur ekki til þess ætlað.
Árlegur útmánaðafiðringur i
maga Háaloftsritara hófst rétt
um áramótin, er Ferðaskrif-
stofan Utsýn sendi honum daga-
tal snotúrt í sniðum, með miklu
af brjóstastóru og jafnvel
brjóstaberu kvenfólki undir
berum himni. Innan sviga má
kannski skjóta því hér inn í, að
mér er kunnugt um heimili
með fimm stálpuðum sonum
þar sem ennþá er verið að slást
um þetta dagatal, jafnvel þótt
nú séu nánast slitrurnar einar
eftir af því. Nema hvað ef
grannt er gáð í kringum kven-
fólkið á þessu dagatali má sjá
ýmislegt af því landslagi, sem
hugurinn leitar til á þessum
árstíma, en þó ennþá fremur
því loftslagi og hitafari. Og þar
við bætist, að fyrir utan mynd-
irnar og sjálft dagatalið eru
þarna nokkrar grundvallarupp-
lýsingar um það, hvert sé hægt
að komast á sumri komanda
með téðri ferðaskrifstofu,
meira að segja hvaða daga verði
lagt upp.
Síðan hef ég verið að þreifa
fyrir mér um nánari upp-
lýsingar ef vera kynni að hægt
væri að spara fyrir einhverri
upplyftingu af þessu tagi með
því til dæmis að hætta að éta
smjör eða hætta að reykja úr
því maður vinnur nú aldrei í
happdrætti. Eitt af því fyrsta er
þá að vita hvað það kostar að
fara þessar ferðir. Og alltaf er
verið að hvetja mann til að
velja réttu ferðina tímanlega.
En til þessa dags hefur
mér ekki tekist að fá upp-
lýsingar um verð þeirra né
heldur hvað sé falið í því verði.
Það skal þegar í stað tekið
fram, að þetta gildir ekki um
Útsýn eina, heldur allar þær
ferðaskrifstofur, sem ég hef
haft samband við, — að Land-
sýn undanskilinni, sem lofaði
að póstleggja til mín allar upp-
lýsingar fyrir lok þessarar
viku.Annars staðar frá er þess
víst ekki að vænta fyrr en undir
mánaðamót eða kannski í mars.
Og fyrr treysti ég mér ekki til
að velja, ef ekki fer þá eins og
venjulega að maður ýtir öllu
frá sér mæðulega og vonar að
nýtt skattalagafrumvarp hressi
svolftið upp á fjárhaginn á
næsta ári.
Raunar skal ég játa það, að
þrátt fyrir miklar vangaveltur
um þessi efni og magafiðring
langar mig svo sem ekkert ýkja
mikið í smalferð með mörgum
tugum landa minna á einhvern
afmarkaðan stað. Ég hef raunar
aldrei farið slfka ferð, en heyrt
sögur af þeim og séð til hópa
íslendinga á erlendri grund.
Það er lítil von að fá að vera í
friði eða geta hvfit sig ærlega,
eins og draumurinn hneigist
raunar tii, og fjarska litlu
kynnist maður af liferni
framandi þjóða í svona
smalferð. Og hvað á maður
sosem að gera til Kanaríeyja að
hlusta á „er ég kem heim í
Káaioftið
SIGURÐUR
HREIÐAR
HREIÐARSSON
Búðardal" af plötu?
En illt er betra en ekkert,
segir einhvers staðar, og fjár-
hagurinn hlýtur að ráða að ein-
hverju leyti. Því það er nú svo
raunalegt með flugfargjöldin
okkar, sem er fyrsti aðgöngu-
miðinn að framandi slóðum, að
fargjaldið eitt, fari maður upp
á eigin spýtur, er nokkurn veg-
inn jafnhátt og ferða- og hótel-
kostnaður f meðal smalferð í
hálfan mánuð, fyrir nú utan
það, að átthagafjötrar gjald-
eyrissölunnar gera manni
ókleift að rangla um löndin á
eigin spýtur nema kannski
örfáa daga næst þeim
flugvelli, sem lent kynni að
verða á. Þetta er gert tíl að
bjarga þjóðinni.
Helvftis barlómur er þetta f
manninum, sýnist mér sem éin-
hver segi. Hvað þarf hann að
vera að þvælast til útlanda?
Hann getur bara hunskast
þangað sem sólin skín á skerinu
okkar góða. Rétt er það og satt,
og ýmsa staði á ég þar óskoðaða.
En það er bara dýrara heldur
en utanflakkið, þegar dæmið er
upp gert, með hótelkostnaði og
mat — því annars er ekki um
sambærilegan hlut að tala. Og
það er ekki hætta á að heima-
flakkið gleymist, þótt einhverju
öðru kynni að verða skotið inn
f.
Og þess vegna bíð ég og vona
að ferðaskrifstofurnar fari
senn að hafa tölur sínar og upp-
lýsingar til reiðu, svo póstinum
fari að rigna inn um rifuna á
hurðinni. Þá fyrst verður hægt
að velja réttu ferðina — verði
það á annað borð kleift með
einhverju móti.
r
|4- 11 |n m nf
ui um g ■ yoO ð Eiríkur
nll mát wÆ ■ ■ t m*m M Einarsson
DYKKUm mur fráHæli
Vísur og
vísnaspjall
Jón Gunnar Jónsson
Fáar munu þær stofnanir á íslandi þar
sem skáld eða hagyrðingar koma ekki
við sögu. Margir alþingismenn fyrr og
sfðar hafa verið skáldmæltir. Einn
þeirra var Eiríkur Einarsson frá Hæli í
Gnúpverjahreppi. Hann var fæddur
1885 og dó 1951.
Eiríkur var fyrst kosinn á þing 1920 og
var síðan nær til æviloka, með nokkrum
hléum, alþingismaður. Á dánarári Eirfks
komu út Vfsur og kvæði, sýnishorn af
kveðskap hans. Þaðan eru teknar eftir-
farandi tækifærisvfsur.
Eirfkur var lögfræðingur og borgara-
leg staða hans, auk þingmennskunnar,
var útibússtjóri banka á Selfossi, og
sfðari ár starfaði hann í banka í Reykja-
vík. Hann yrkir um þetta fjórar sam-
felldar vfsur og kallar kvæðið Gisting.
Fyrsta vfsan hljóðar svo:
Einatt blíni ég augnasúr
út um glygg á þykkum múr,
múrinn sá er bankans búr,
búrinu vil ég komast úr.
Þannig lýsti Eirfkur manni, sem
honum þótti beggja handa járn og nokk-
uð viðsjáll:
Best er að eiga undirtök
á þeim góða vini,
sem er eins og opin vök
orpin mánaskini.
Eiríkur og Jörundur Brynjólfsson
kepptu lengi um hylli kjósenda austan-
fjalls og veitti ýmsum betur. Lengi voru
þeir báðir þingmenn fyrir Arnessýslu.
Eirfkur sjálfstæðismaður, Jörundur
fyrir Framsókn. Eftir kosningarnar 1937
skrapp þessi vísa af vörum Eirfks og
varð landfleyg:
Jafnan sigrar Jörundur,
játum vorar nauðir.
Hann er f jár- og f jörhundur,
en fólkið mestu sauðir.
Þannig lýsti hann þingmannahófi:
Veisla þessi og vinahót
verða ei nema prettir.
Eftir skammvinnt skálamót
skyrpa þeir eins og kettir.
Einhverju sinni að loknum mörgum
framboðsfundum varð Eiríki að orði:
Ertu ei þreyttur, munnur minn?
Mjög var reynt á þrekið.
Nú höfum við í sjötta sinn
sama rjómann skekið.
Kannski er frægust vísna Eiríks sú, er
hann nefndi Heybrækur:
Man ég svona brækur best
blásnar í rjáfri hanga.
Nú hafa þær á þingi sést,
þóst vera menn — og ganga.
Margar vfsur orti hann á þingi. Ein
var svona:
Hjörðin, sem er dauf og dreifð,
dugir ei móts við bítinn.
Okkar fagra föðurleifð,
frelsið, treðst í skítinn.
Önnur var þessi. Övenjufá mál voru á
dagskrá.
Heiðri þingsins hrakar nú.
Háttar dagskrá leiðri
eins og væru eitt til þrjú
egg í tittlingshreiðri.
Hér er nýársvísa.
Tímans fákur tygjaður,
treður nýárshlaðið.
Nú er hann skuggaskýjaður,
skal þó lagt á vaðið.
Svona lýsti hann að gamni sfnu
sóknarpresti:
Hér stendur stirðvaxinn klerkur,
stóriax að ærunni.
1 sálinni er vaxtarverkur
og vorull á gærunni.
Hér er beðist gistingar.
Sígur yfir heiminn húm;
herra náðargjarni,
Ijáðu hentugt legurúm
lífsins tökubarni.
Hér kemur kvenlýsing:
Stúlkan er sem stærðarf jall,
strandbergjuð og gljúframörg.
Hún á að fá sér kræfan kall
og kenna honum að síga i björg.
A hernámsárunum orti hann:
Drúpir þjóð í höndum hers,
horfir út í biáinn.
Býr á milli báru og skers
blessuð frelsisþráin.
Þessa þingvísu orti hann. I henni er
nokkur orðaleikur. Eiríkur barðist fyrir
bættum vegasamböndum f sínu kjör-
dæmi, Árnessýslu, og var hinn svokall-
aði Austurvegur honum mikið áhuga-
mál, en samþingsmenn hans voru margir
orðaðir við vesturveg, þ.e. sambönd við
Ameríku.
Enn held ég í austurveg,
æsku minnar gestur,
þó að ellin þreytuleg
þokist öll í vestur.
Jón Gunnar Jónsson
S. 41046