Dagblaðið - 12.02.1977, Page 3

Dagblaðið - 12.02.1977, Page 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977. 1 " ...— 3 \ Landbúnaðarmál Ástandið í landbúnaðar- málum hér á landi býður oft upp á margvíslegar „kross- gátur“ með broslegum lausnum „lárétt", en óhugnanlegum lausnum þegar ,,lóðrétt“ er iesið. Nýlega hefur heyrzt, að hátt eða lágt settir forystumenn landbúnaðarins hafi stungið upp á auðveldri lausn á of- framleiðsluvandanum og upp- bótafarganinu, sem sparað gæti ríkissjóði 4'A milljarð árlega, eða sem svarar kostnaðarverði Kröflu. Nýlega upplýsti formaður Stéttarsambands bænda að raunverulegir bændur í land- inu væru ekki orðnir fleiri en 3700. Hin nýja tillaga kvað vera sú. að í stað uppbóta og niður- greiðslna verði hverjum þess- ara bænda sendur heim mán- aðarlega launagreiðslutékki úr ríkissjóði að upphæð kr. 125 þúsund, sem hefur þótt góður launaflokkur hjá ríkinu miðað við árslok 1976 er fjárlög voru lögð fram. Þetta gerir l'A milljón á ári á bónda. í fjárlögum er gert ráð fyrir að verja 10 milljörðum af opin- beru fé til að tryggja hag bænda og búskapar. Hálf önnur milljón á hvern af þessum 3700 bændum gerir alls um 5'A millj- arð. Útsöluverð búvöru skuli standa óbreytt, en bændur ráði. Raddir lesenda hvað þeir framleiða og hversu mikið, enda glími þeir svo sjálfir við drauga sína. Þessi nýja leið kvað vera kölluð „niðurgreiðsla búvöru- verðs á frumstigi framleiðsl- unnar“. Erlendur frá Hjalla. 1HF1 «■ pST |w».| Ofstækispakk má ekki breyta hugmyndum Sólness um bjórinn — grfn eða alvara? Örn Ásmundsson hringdi: Ég vil bara láta í ljós stuðn- ing minn við skoðanir Jóns Sól- ness á bjórnum og vonast til að hann láti engan segja sér fyrir verkum eða vaða ofan í sig í þessu máli frekar en Kröflu- málinu. Jóri er að mínu áliti sómakall og mikill fram- kvæmda- og framfaramaður. Ég skora á hann að láta ekki alþingismenn og eitthvert of- stækispakk breyta þessum hug- m.vndum sínum. Auk þess finnst mér að mörg-um þeim, sem eru að gagnrýna þessa hug- mynd Jóns, farist ekki að tala. Ég þekki áfengisvandann en það er mín eindregna skoðun að boð og bönn lagi þar ekkert afnám þeirra og skynsamleg fræðsla komi hins vegar fremur að gagni. Ég álít að bjórinn sé atriði númer eitt til að bæta úr þess- um vanda hér, enda er bjórinn þó alltént ntun hollari en sterku vínin. Nægir i því sam- bandi að minna á grein, sem virtur bandarískur læknir rit- aði 1954 og mikið fjaðrafok varð út af. <C Þessir staflar af bjórkössum eru að vísu í Þýzkalandi, en kannski sjáum við nokkra kassa hér á landi innan tíðar. Meirapróf —svarviðgrein frál.feb. í Dagblaðinu 1. febr. birtist grein frá manni, sem kallar sig meiraprófsnema og gefur í skyn, að hann sé þátttakandi í námskeiði í Keflavík. Hann segir. að nemendur séu 45. Þeir eru 42. Það hefði e.t.v. verið heppilegra fyrir greinar- höfund að ræða við mig eða umsjónarmann námskeiðanna áður en hann skrifaði greinina. Við, sem störfum að nám- skeiðunum, erum alltaf þakk- látir, ef nemendur koma með ábendingar um atriði, sem betur mega fara. Nú skal ég svara því, sem greinarhöfundur spyr um. Hver er nákvæmur kostnaður við námskeiðið? Um- ræddu námskeiði er ekki lokið og liggur því ekki fyrir, hver endanlegur kostnaður verður. Hvað verður um afgangsfé og hvort löglegt sé, að láta þátttak- endur greiða meira en beinum kostnaði nemur? 1 reglugerð segir: „að gjöld hrökkvi til greiðslu kostnaðar". Dóms- málaráðuneytið hefur ákveðið að sama gjald skuli taka af öllum þátttakendum, sem eru samtímis á námskeiði, hvar sem er á landinu og að gjaldið eigi að nægja fyrir kostnaði. Það er MEIRAPRÓF í KEFLAVÍK - gaeti veríð betra fyrírkomulag MelraprAfineml tkrlfar: Mig langar að vekja athygli t fyrirkomulagi nimskeiðs fyrir þi sem eru að taka ivokallað meirapröf, er verið er að halda I Keflavlk. Þitttakendur eru um 45 talsins. Hver þeirra greiðir rúmlega 25.000 krðnur I þitttðkugjald Samanlagt fist þvl ein milljAn og eitt hundrað þúsund krónur til að standa straum af kostnaði við nim- skeiðið. Cg gerði mér til gamans að iætla gróflega kostnað vlð nimskeiðið og fékk þi talsvert lægn upphæð en innkomið þitttökugjald. I 13. grein reglugerðar um ökukennslu og próf ökumanna o. fl. stendur: „Nimskeið skulu að jafnaði standa 4-6 vikur og kennslustundir vera um 180 samkvsrmt stundaskri er for- stöðumaður semur Fyrir þitt- töku I nimskeiði greiði hver nemandi kennslugjald. er ikveða skal iður en nimskeið hefst og miða við að gjöldin hrökkvi til greiðslu kostnaðar Vil ég nú beina spjótum mlnum að forstöðumanni nim- skeiðsins og fi skýr svör og skilmerkileg varðandi. hve nikvæmlega mikill kostnaður er við nimskeiðið. hvað verði um afgangsféð og hvort löglegt Guðna Karlsson Þar úir og gruir af ónothæfum mil- skrlpum i anda milhreinsunar- manna, sem orsakar m.a. að notendur þeirra fi aldrei vara- hluti i bllana slna Eða hvað finnst ykkur um: „Egætlaaðfl tvö strokk. -lok' þétti og eias bullu valarlegu, takk"? Annað sem mig langar að i- fellast er skripaleikur sl sem kennslufyrirkomulag nim- skeiðsins leiðir. af sér. Þannig er I pottinn búið að nimsefnið allt er lesið upphitt. ann- aðhvort af kennara eða þitt- takendum rétt eins og hji ólses- um hópi barnaskólagrislinga Nimsefnt sem hcgt er að lesa með gióu móti i tveimur helg- um og hcgt að hafa fyrir spurnir um vafaatriði og um- rcður varðandi efnið 1 nim- skeiðinu. Með þvi mundi vinn- asl margt Nimskeiðið myndi styttast og kostnaður við það minnka Prófin myndu vera mclikvarði 1 hcfm og þekkingu. en ekki linnulausar mctingar I grautfúla upplestr- arkennslu Fleiri myndu afla sér þessara sjilfsögðu réttinda. en veigra sér við það nú vegna þess hversu timafrekt það er Er það ekki einungis hagur stundakennara að draga nim- skeiðið i langmn og auka þannig þessar velkomnu auka- tekjur? Aðeins eitt atriði enn Þar a ég við kennslugagn eitt. bók sem nefnist „Blllinn" eftir gert erfllt fyrlr að laka melraprófið, seglr elnn neraandl I melraprðfsaimskeiðl mismunandi. hve margir þátt- takendur eru í námskeiðunum og eins er mjög mismunandi eftir þvl hvar námskeiðið er á landinu, hve kostnaðurinn verður mikill. Það er því aug- ljóst, að sum námskeið skila nokkrum hagnaði, en á öðrum verður tap. Venjulega hefur orðið nokkur halli á nám- skeiðunum í heild, og hefur hann verið greiddur úr ríkis- sjóði af fjárveitingu til bif- reiðaeftirlitsins. Yrði hins veg- ar tekjuafgangur rynni það fé í ríkissjóð. Varðandi kennslu og kennslufyrirkomulag vil ég segja. að námskeiðin eru sniðin eftir reglugerð. sem bifreiða- eftirlitið hefur að vísu óskað eftir að yrði breytt nokkuð, í því augnamiði, að nemendur geti fengið meiri kennslu. Lagaákvæði um námskeiðs- gjald er ekki til, aðeins reglu- gerðarákvæði um að nemendur skuli greiða kostnað hvers nám- skeiðs. Eins og áður segir, hefur Dómsmálaráðuneytið sett nánari reglur um greiðslu nám- skeiðsgjalda. Fjárhagur námskéiðanna ,er mjög þröngur. Hefur þvi upp- bygging varðandi kennslu- búnað gengið hægt, þótt nokkuð hafi miðað, einkum í Revkjavík, þar sem flest nám- skeiðin eru haldin í sérhús- næði. Við teljum samt mikil- vægt. að nemendur sæki tíma. ekki síst vegna þess, hve kennslugögn eru af skornum skammti. Það verður ekki komist hjá því, þegar tekin er saman ný kennslubók um efni eins og vinnu og hirðu bílsins, að sumum finnist of langt gengið í' málhreinsun, en öðrum of skammt. I bókinni Bíllinn eru u.þ.b. þrjátíu orð, sem notuð eru í daglegu máli samhliða er- lendum tökuorðum, og var reynt að þræða nteðalveginn í málhreinsuninni. Flestir af- greiðslumenn verslana þekkja þessi orð, en að sjálfsögðu er engum gert að skyldu að nota þau, þótt þau hafi orðið f.vrir valinu í nefndri kennslubók. Reykjavík. 6. febrúar 1977. Guðni Karlsson r-------- Spurning dagsins Viltuleyfa bjór hérálandi? Marteinn Njálsson: Mér finnst alveg grundvöllur fyrir því að leyfa hann. Það er ekki hægt að útiloka hann frá okkur, fólk bruggar hann þá bara. Þorsteinn Laufdal: Eg er hlynntur bjórnum, þótt ég sé templari að vissu marki. Helgi Benónýsson: Bjórinn mundi alveg bjarga Kröfluævin- týrinu, ef Jón Sólnes fær frum- varpið samþykkt á þirigi. Hilmar Pétursson: Mér finnst það allt I lagi að fá alvöru.bjór hingað og mér er alveg sama í hvaða tilgangi Jón Sólnes flytur þetta frumvarp á alþingi, ég vona bara að það verði samþykkt. Haukur Jóhannesson: Ég vil hafa, bjórinn, það yrðu kannski allir' fullir I mánuð, en svo mundi vím- an renna af mönnum og þeir kunna að nota hann. Gísli Gislason: Bjór er það sem við höfum lengi beðið eftir hér á landi. Hann mundi laga drykkju- siðina mikið og koma i veg fyrir að fólk ’ hvolfdi í sig þessum sterku vínum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.