Dagblaðið - 12.02.1977, Page 4

Dagblaðið - 12.02.1977, Page 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977. 4 WASHINGTON: Stansfleld ,Turner aðmíráll, yfirmaður herja Atlantshafsbandalagsins í Suður-Evrópu, hefur verið valinn til að taka við stöðu Williams Colby hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Turner er gamali bekkjarbróðir Jimmy Carters úr skóla banda- riska flotans. RÓDEStA: Þessar fjórar nunnur voru myrtar með köldu blóði síðasta sunnudag. Þær eru á aidrinum 42-71 árs. þrjár vestur-þýzkar en ein frá Englandi. Mikil leit hófst að morðingjunum siðla dags á sunnudaginn nokkru eftir að þær voru skotnar ásamt þremur rómversk-kaþólskum prestum. ENGLAND: Suður-afriski kappakstursmaðurinn ók þessum nýstárlega kappakstursbil i tilraunaskyni í Silverstone í vikunni. Biilinn, sem nefnist March 2-4-0, er enn á tilraunastigi og ef hann reynist vel verður hann notaður í Formula 1 keppni síðar á árinu. — Það sem er óvenjulegt við March 2-4-0 er að hann er sexhjóla, hefur fjögur afturhjól með drifi og tvö framhjól. Þetta er fyrsti biliinn, með drif á f jórum hjólum, sem reyndur er í kappakstri. ENGLAND: Elisabet Bretadrottning gróðursetti á mánudaglnn eikartré í Viktoria Tower Garden við hlið þinghússins. Tilefnið var að drottningin hefur nú setið að völdum í 25 ár. BEIRÚT, Líbanon: Kurt Waldheim aðaiframkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna hefur verið á ferða'.agi um nokkur Mið-austurlönd að undanförnu og orðið taisvert ágengt i viðræðum sinum við valda- menn. Hér sést hann virða fyrir sér húsarústir í Beirút — af- leiðíngu borgarastyrjaldarinnar sem er opinberlega lokið, þó að reyndar sé enn barizt víða. MAYPORT, FLORIDA: Hópur strandgæzluliða og sjálfboðaliða vann að því aðfaranótt 7. febrúar að halda lífinu í þessum smáhvolum sem syntu á land. Nauðsynlegt var að sprauta á þá vatni og ieggjá yfir þá votar mottur til að halda þeim rökum. Um morguninn voru hvalirnir bornir út í sjó en þá höfðu yfir 100 þeirra drepizt. — Svona strand er mjög sjaldgæft. ASGEIR TÖMASSON Erlend myndsjá

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.