Dagblaðið - 12.02.1977, Side 5

Dagblaðið - 12.02.1977, Side 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. FEBRtJAR 1977._ markaðurinn Veöurfar og kjötlækkun SL koma illa við fískinn Veðurfarið í Bandaríkjunum í vetur hefur mjög slæm áhrif á fisksölu íslendinga þangað þar sem samgöngur hafa teppzt. Þá hefur kjötverðið farið ört lækkandi á Bandaríkjamarkaði, sem einnig kemur illa við fisk- söluna. Þetta kom fram í viðtali sem DB átti við Eyjólf ísfeld Eyjólfsson, framkvæmdastjóra Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, í gær. Blaðið bar undir Eyjólf frétt í bandaríska tímaritinu Business Week þar sem segir að verð þar á kjöti, kjúklingum og fiski sé 10 prósentum lægra en það var fyrir ári. Eyjólfur sagði að samdráttur hefði orðið á fisksölu í almennum verzlunum og mun átt við verð á þeim í geininni. Hins vegar hefði orðið mikil aukning á heildarsölu á fiski. Fiskneyzlan hefði aukizt, þegar á heildina væri litið, og koma þar inn i dæmið „fish and chips“ veitingastaðirnir sem hafa mætt vaxandi velgengni. En veðurfarið mun hafa komið illa við veitingastaðina. Eyjólfur sagði að sala á þorskflökum hefði vaxið um 45% á síðast ári en öðru máli gegndi um sumar aðrar fiskteg- undir. Þannig hefði salan á flökum almennt ekki aukizt nema um f jögur prósent. -HH. Þjórsárflóðin réna hægt: GADDURINN BJARGAÐI VEGUNUM Heldur er Þjórsá í rénun á flóðasvæðunum í Villingaholts- hreppi þótt hún sé i vatnsmikil ennþá, einkum neðan til á móts við bæinn Mjósund, að því er blaðið fregnaði hjá Ölafi Gísla- syni vegaverkstjóra á Selfossi í gær. Svo langt sem hann vissi var honum ekki kunnugt um að vegir hefðu skemmzt af völdum flóð- anna. Ekki hefði orðið vart við að úr þeim rynni og þakkaði Ólafur það fyrst og fremst því að þeir hefðu verið beingaddaðir þegar flóðin hófust. Miðað við áframhald á þessari veðráttu bjóst Ölafur við að áin gengi jafnt og þétt niður næstu daga. G.S. Hækkandi sdl Það má nú segja að veöur- guðirnir gera það ekki enda- sieppt við íbúa á suðvestur- horninu þennan veturinn. Þeim hefur liklega runnið til rifja að láta þá dúsa í rigning- unni ailt síðastliðið sumar. Undanfarið hefur tíð verið með eindæmum góð í höfuðborg- inni, eins og allir vita, og náttúrufegurð slik að við borð liggur að maður trúi ekki sin- um eigin augum. Morgunroð- inn og kvöldroðinn eru á sínum stað og sólin hækkar á lofti dag frá degi — suma dagana hef- ur jafnvel verið vor i lofti. Litla vatnsbunan á myndinni minnir okkur á að vorið er e.t.v. á næsta leiti, samkvæmt upp- lýsingum veðurfræðinganna eru ekki væntanlegar neinar stórvægilegar breytingar á veðri í náinni framtíð. A.Bj. „Ar var alda...” Sinfóníuhljómsveit íslands, 9. tónleikar i Háskolabíói, ásamt Söngsveitinni Filharmóníu, 10.02. '77. Efnisskrá: Beethoven: Sinfónía nr. 2. J.N. Hummel: Konsert fyrir trompet og hljóm- sveit. Jón Þórarinsson: VÖLUSPÁ, tónverk fyrir einsöngvara, kór cg htjómsveit. Stjórnandi: Karsten Andersen Einleikari: Lárus Sveinsson Einsöngvari: Guðmundur Jonsson. Kórstjóri . Fílharmóníu: Marteinn Hunger Frifiriksson. Beethoven var á leið á tindinn er hann samdi 2. sinfóníu sína árið 1802, tveimur árum eftir að hann samdi 1. sinfóníuna. 2. sinfónían var samin undir öðrum kringum- stæðum en hin fyrsta, því þá var Beethoven farinn að finna til heyrnarleysisins sem átti eftir að verða algjört. Eftir að hann lauk samningu sinfóníunnar skrifaði hann bræðrum sínum hið fræga „Heiligenstadt Testament", nokkurs konar erfðaskrá þar sem vei má merkja vonleysi hans og vonbrigði, því hvað getur verra hent tónskáld en að verða heyrnarlaus? En samt tekst honum á verkinu að hefja sig yfir þjáningar sínar, það er ekki að heyra á sinfóníunni að þar sé örvæntingarfullt tón- skáld á ferð. Óheppinn....“ Johann Nepomuk Hummel fæddist í Pressburg, sem við þekkjum sem Bratislava, á óheppilegum tíma, þ.e. fyrir hann sjálfan. Æviskeið hans hófst árið 1778 og lauk 1837, hann var uppi á sama tíma og „risarnir" Haydn. Mozart, Beethoven og Schubert og hvarf því í skugga þeirra. Hann var eitt af undrabörnum tónlistarinnar, niu ára gamall ferðaðist hann um Evrópu og hélt píanótónleika, var nem- andi Mozarts og Clementis í píanóleik og síðar í tónsmíða- ,námi hjá Salieri, sem var kennari Schuberts, Albrechts- berger, sem var kennari Beethovens, og hjá Haydn. En Hummel er minnst sem mikils píanókennara, sem hann seinna varð, og er búið að. Átti hann mikinn þátt í að byggja upp þá píanót^kni sem við lýði er í dag. Sem'tóítskáld má segja að hann sé að ,,uþ^götvast“, en eftir hann liggur mikið af verk- um, sérstaklega fyrir píanó, svo og önnur hljóðfæri. Trompetkonsert sá, sem Lárus Sveinsson lék með Sinfóníuhljómsveit íslands, er talinn vera með erfiðustu og glæsilegustu konsertum, sem skrifaðir hafa verið fyrir það hljóðfæri, en til marks um „skuggadvöl" Hummels má geta þess að konsertinn var ekki gefinn út fyrr en 1957. Leikur Lárusar var mjög góður, þó ekki hafi ég verið hrifinnaí meðferð 'hans á trillunum, fannst mér þær ekki vera eins léttar og skyldi, og hraðinn í rondóinu var aðeins of mikill til að það væri nógu örugglega leikið. Lárus Sveinsson hefur mjög fallegan ,,tón“, mjúkan, fjaðurmagnaðan og sterkan. Hljómsveitin veitti honum góð- an stuðning og naut Lárus þess að aldrei var hætta á að hún gæti yfirgnæft hann. „Ár var alda“ „Völuspá" Jóns Þórarins- sonar var samin að tilhlutan þjóðhátíðarnefndar Reykja- vikurborgar til flutnings á þjóðhátíð á Arnarhóli 1974, og er verkið helgað minningu dr. Róberts A. Ottóssonar. Tón- skáldið valdi 17 af 65 erindum Völuspár og skiptist verkið i .fjóra þætti, en samfellt í flutningi. Frumflutningur Völuspár á Arnarhóli fór sennilega fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum er á það hlýddu, enda fá verk sem njóta sín á útisviði nema einhverjar ráðstafanir seu til þess gerðar að flutningur njóti sín, t.d. að um sérstaka hljómburðar- mögnun sé að ræða. Því er gleðilegt að Sinfóníuhljómsveit tslands skuli hafa tekið verkið á efnisskrá sína og sjónvarpið tekið það upp. Tónlistin fellur vel að textan- um, tónsetningin er nokkuð hefðbundin, notar Jón t.d. fúgustíl o.s.frv. Völuspá er í heild sinni skemmtilegt og áheyrilegt verk, virkar aldrei tætingslegt sökum hljóðfæra- fjöldatilað ná fram einhverjum áhrifum sem fara fram hjá áheyrandanum eins og oft vill verða með verk íslenskra tónskálda. Bestu kaflarnir voru að minu mati lokaerindi 2. kafla, „Unz þrjár komu þursa meyjar....“, og í 3. kafla, „Bræður munu berjast...“, svo og allur 4. kafli, sem var ákaf- lega ljúfur og fallegur og mundi sóma sér á söngskrá góðs samkórs. 1 upphafi 4. þáttar er vert að geta vel leikins einleiks á bassaklarinett. Fílharmóníusöngsveitin hefur sungið betur, tónninn var oft þokukenndur, ekki nægi- lega hreinn á köflum, þ.e. stundum ofan við tóninn, t.d. var lokatónninn, sem átti að vera „a”“ hjá sópran, og mun nær „b”“. Minni munur var á karla- og kvenröddum í styrk en oft áður, en það er vandamál sem samkórar hvar sem er á landinu eiga við að glíma. Guðmundur Jónsson skilaði sínu hlutverki áreynslulítið en var stundum kæfður af hljóm- sveitinni. Hann er ekki djúpur bassi en hljómmikill og þéttur, eins og maðurinn sjálfur, og það má um Guðmund segja, að öllum hlutverkum er borgið í höndum hans. Sinfóníuhljóm- sveit íslands lék vel á þessum tónleikum og Karsten Andersen hafði styrka stjórn á öllu saman. JON KRISTINN CORTES Tónlist Þessi bátur er til sölu Hann er 5 tonna með Volvo Penta vél, 35 hestalla, Sim- rad dýptarmæli, 6 manna björgunarbát, 3 rafmagns- vindum, sjálfseignartalstöð og línusjálfdragara. Verð kr. 4 millj. Uppl. í síma 10300 eftir kl. 7 á kvöldin. Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða 3 starfsmerm til bókhalds- og vélritunarstarfa (fullt starf). Umsóknir ásamt uppl. um aldur og fyrri störf sendist skrifstofu Hita- veitunnar, Drápuhlíð 14, fyrir 18. feb. nk. Hitaveita Reykjavíkur.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.