Dagblaðið - 12.02.1977, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977.
Hjólreidar stundaöar árið um kring í blíðviðrinu:
HOLLT FYRIR LÍKAMA OG SÁL -
OG SVO ER BENSÍNSPARNAÐURINN
Það er hollt að hjóla. Þessu má slá föstu. Hreyfingin er hófleg, nema
helzt í brekkunum, og útiloftið örvar ótrúlega mikið, segja okkur
hjólreiðakappar sem Dagblaðsmenn hittu að máli einn þessara góðviðr-
isdaga sem við höfum fengið þetta árið. Við ræddum við nokkra
þessara hjólreiðamanna sem eru svo lukkulegir að búa við hestaheilsu,
utan það að þeir þurfa aldrei að sveigja inn á bensínstöðvarnar með
farartæki sín og eyða þar stórum peningi í eldsneyti á fararskjótann.
Karl Guðmundsson leikari er meðlimur í reiðhjólaklúbbi leikara LR
og hjólar einatt í leikhúsið. Ekki er furða þótt Karl sé hress í anda því
auk hjólreiðanna syndir hann reglulega.
tsleifur Þorkelsson, sem vinnur
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur,
hefur hjólað i 30 ár og hyggst
halda því áfram í a.m.k. önnur 30.
„Þetta heldur heilsunni góðri og
er oft mun fljótlegra en vera á bíl
ef umferð er mikil.
Arni Bergmann blaðamaður á Þjóðviljanum kveðst ekki kunna á bil
en nefnir hjólið sitt GK 1, eftir bíl föður sfns, en það var 1. bfllinn I
Gullbringu- og Kjósarsýslu. Arni sagði að margir yrðu lífhræddir á
hjóli í umferðinni en sin reynsla væri að yfirleitt væru bflstjórar
dauðhræddir við hjólreiðamenn. Hér sjáum við Arna með fararskjót-
ann í tröppum.
Hnallþór Ingason frá Lögleysu — þ.e.a.s. ungur maður sem virðir ekki nægjanlega umferðarreglurn-
ar. DB-myndir Arni Páll.
Lagarfoss kyrr enn um sinn
— vonazt til að málin skýrist eftir hádegi
Ekki tókst skreiðarútflytjend- veð í farminum og fara fram á
unum, sem eiga farminn í Lagar-
fossi, að ganga nægilega frá mál-
um sínum í gær til að útflutnings-
leyfi fengist og að skipið gæti
haldið úr höfn áleiðis til Nígeríu.
Eins og blaðið skýrði frá í gær
var skipið ferðbúið fyrir siðustu
helgi en fékk ekki að fara þar sem
útflytjendurnir, SlS, Skreiðar-
samlagið og tsl. umboðssalan,
höfðu ekki fengið nægilegar
bankatryggingar að utan fyrir að
farmurinn yrði greiddur.
Lands- og Utvegsbankinn eiga
fyrrnefndar tryggingar, en út-
flutningsleyfi eru ekki afgreidd
fyrr en bankarnir hafa samþykkt
fyrir sína hönd.
Skv. upplýsingum frá Eimskip í
gær var haldínn fundur um málið
í morgun og að honum loknum
var sú von látin í ljós að málið
leystist eftir helgi en skipið getur
haldið úr höfn fyrirvaralaust
þegar tilskildir pappirar eru
komnir í lag.
-G.S.
Guðmundarmálið þing-
f est í byrjun marz
Guðmundarmálið verður að
líkindum þingfest í byrjun næsta
mánaðar, að sögn Gunnlaugs
Briem sakadómara sem verður
dómsforseti.
„Það er eftir töluverð vinna við
þá frekari rannsókn málsins sem
við óskuðum eftir,“ sagði Gunn-
GÓLFTEPPI
fyrir
heimili—stigahús—skrifstof ur
AXMINSTER
Grensásvegi 8 — Sími 30676
laugur i
„Fyrr en
ekkert í
um.“
samtali við DB i gær.
henni er lokið gerist
sjálfum málarekstrin-
Fjórir menn hafa verið ákærðir
fyrir að eiga aðild að bana Guð-
mundar Einarsson í janúar 1974,
þeir Kristján Viðar Viðarsson,
Sævar Marfnó Ciesielski, Tryggvi
Rúnar Leifsson og Albert Klahn
Skaftason. Sá síðastnefndi er að-
eins ákærður fyrir að hafa aðstoð-
að við að koma llkinu undan og
afmá verksummerki brotsins.
-ÓV.
Guðmundur Einarsson.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 - Simi 15105