Dagblaðið - 12.02.1977, Side 10

Dagblaðið - 12.02.1977, Side 10
10 frfálsi, úháð dagblað Utgefandi DagblaAiA hf. Framkvæmdastjori: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjansson. Frettastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Johannos Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AAstoAarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. BlaAamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurAsson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur SigurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Katrin Palsdottir, Kristin LyAsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljosmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Sveinn ÞormóAsson. Skrif stofustjori: Ólafur Eyjolfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuói innanlands. í lausasolu 60 kr. eintakiA. Ritstjórn SíAumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiAsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerA: Hilmirhf., SíAumúla 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Gamalt nasistabragð Bræðravígin á Spáni í borgara- styrjöldinni á fjórða tug aldarinn- ar voru löngum vítin til að varast, svo mjög að Francostjórnin fékk frið. Þrátt fyrir mikla andstöðu við stjórnina var endurminningin um ógnir borgarastyrjaldarinnar svo sterk, að menn vildu ekki hætta á að slíkt gæti gerzt aftur. Nú er bezt komið í ljós, hversu andstaðan við Francostjórnina var öflug. Fasisminn á sér formælendur fáa. Þetta sést af skoðanakönnun- um, og það varð augljóst, þegar allur þorri kjósenda samþykkti stjórnarskrárbreytingar í lýðræðisátt. Því hefði ekki þurft mikið til að skriða hefði fallið og steypt Francostjórninni, þrátt fyrir sterkan her og lögreglu. En sú skriða rann ekki af stað. En fylgjendur einræðisins, þótt fáir séu, hafa ekki misst alla von. Þeir standa fyrir hermdar- verkum. Eins og víðar hafa þeir sömu hags- muni og öfgaíullir vinstrimenn af því aö skapa ógnaröld. Höfuðmarkmið þeirra er, eins og Adolfo Suarez forsætisráðherra komst að orði í janúar, að vekja skelfingu meðal þjóðarinnar, veikja trú hennar á stjórnvöld og etja saman alþýðu manna og her og lögreglu. Fyrir fasistunum vakir að fá herinn til að grípa í taumana. Herforingjar, sem upphófust í kerfi Francos, kunna enn að taka værð einræðis- stjórnar fram yfir lausbeizlað lýðræði. Þetta er eina von fasistanna. Kommúnistar, sem enn hafa ekki hlotið fulla viðurkenningu sem stjórnmálaflokkur, binda vonir við að geta komizt langt í upplausn. Þeir vænta þess að verða við þær aðstæður forystuafl vinstri manna. Foringjar kommúnista segjast hins vegar vilja lýðræði, en samkvæmt skoðana- könnunum er fylgi kommúnista aðeins um átta af hundraði kjósenda. Þetta er grunntónn þeirra átaka, sem nú eiga sér stað á Spáni í fæðingarhríðum lýðræðisins. Ekki er útséð um, hvernig fer. Konungi og ríkisstjórn er full alvara með loforði um frjáls- ar kosningar í júní og frelsi til handa pólitísk- um föngum. Samt hafa stjórnvöld neyðzt til að efla völd lögreglu. Gamla nasistabragðið gæti enn heppnazt. Ógnaröld vegna átaka nasista og kommúnista á götunum opnaði Hitler leið til valda. Margir voru þá reiðubúnir að fórna frelsinu fyrir stöðugt stjórnarfar. Þeir stjórnmálaflokkar, sem orðið hafa til á Spáni að undanförnu, lofa góðu. Öflugasta fylkingin er, samkvæmt skoðanakönnunum, bandalag miðflokka. Því er spáð yfir 40 af hundraði atkvæða. íhaldsflokki er spáð 18 af hundraði og tasistaflokki þremur af hundraði. Jafnaðarmenn virðast hafa nálægt 20 af hundr- aði, en þeir eru enn klofnir í smáflokka og gæti fylgið farið talsvert yfir 20 prósent, ef tekst að sameina þá. Flokkarnir til hægri eru nokkuð efins um lýðræðið, en raunverulegir lýðræðis- flokkar hafa greinilega fylgi yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. Pólitíkin breytir ekki sólarhæð, en íslenzkum sóldýrkendum ætti að geðjast betur að skipta við frjálsa menn en þræla. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977. A siðasta ári var framleiðslan á pepsí komin upp í 50 milljón flöskur. Gert er ráð f.vrir 20% aukningu á þessu ári. Sovét- menn svolgra ísig límonaði frá USA — Skipta á vodka og pepsí Það eru ekki bara Banda- ríkjamenn sem svelgja í sig pepsí og kók. Nú hafa Sovétmenn smitazt af þessum ósköpum og þar hanga nú uppi alls konar auglýsingar um ágæti pepsí, því Bandaríkja- mönnum hefur tekizt að troða pepsíi upp á Sovétmenn. Þeir hafa nú drukkið þennan svala- drykk frá því árið 1974. Þá hófst framleiðslan í verksmiðju við Svartahafið. A síðasta ári var framleiðslan komin upp í 50 milljón flöskur og fer enn vaxandi og er búizt viö að það þurfi að auka framleiðsluna um 20 af hundraði. Krúsjef drakk átta flöskur Pepsídrykkja Sovétmanna hófst eiginlega með heimsókn Krúsjefs til Bandaríkjanna árið 1959. Þá var Richard Nixon varaforseti. Donald M.Kendall var þá forstjóri Pepsí- verksmiðjanna, en hann hefur átt sinn þátt í því að Nixon bauð sovézka gestinum upp á pepsí, en ekki einhvern annan drykk. En Kendall sá fram í tímann og Rússar tóku vel pepsíinu, eins og Krúsjef, en hann drakk hvorki meira né minna en átta flöskur, þegar hann komst í þennan drykk. Þeir Kendall og Nixon gengu svo frá því við Sovétmenn, þegar sá siðarnefndi var kominn i Hvíta húsið, að Sovétmenn fengju nóg af þessum bandaríska svaladrykk. Pepsí í skiptum fyrir vodka Sovétmenn vildu ná sér í góóan samning og það varð úr að í staðinn fyrir að fá pepsí inn í landið gerðu þeir samning við Pepsí-fyrirtækiö að það seldi vodka í Bandaríkjunum. Samningurinn er þannig, að því meira sem selt er af pepsí. því meira fá Bandaríkjamenn af vodka. Sú tegund sem er á markaðinum í Bandarikjunum er tveimur dollurum dýrari en sú algengasta sem þeir sjálfir búa til. En Bandaríkjamenn fá einnig kampavín sem er kallað Nazdorovya og er sagt vera frá timum Alexanders II. keisara sem var uppi um 1870. A síðasta ári var rússneskt vodka um 70% af innfluttu vodka á Bandaríkjamarkaði og það flytur Pepsí-verksmiðjan allt inn. Það munu vera um 115 þúsund kassar. Það er hægt að tlytja meira inn og rússneskt vodka nýtur sífellt meiri vin- sælda í Bandaríkjunum. Pepsí- fyrirtækið hefur auðvitað hag af þessu og því meira sem þeir geta troðið inn á rússneskan markað því meiri líkur eru til þess að pepsí komist til annarra austantjaldslanda. Fleiri verksmiðjur handa þyrstum Rússum Nú á að fara að bæta við fleiri verksmiðjum í Sovétríkj- unum. Pepsídrykkja þjóðar- innar krefst þess. Rússar urðu allt í einu óskaplega þyrstir. Nýjar verksmiðjur eiga að rísa í Moskvu. Leningrad og Tallin. Pepsí er auglýstur sem heilsusamlegur drykkur, sem á að bæta allt mögulegt og ómögulegt. En hvað sem aug- lýsingar segja, þá virðast Sovét- menn ánægðir með sitt. Eitt vandamál hefur komið upp við gosdrykkjasöluna, en 'það er flöskuskortur. Rússar vilja nefnilega hirða og eiga tvær af hverjum fimm flöskum. Þrátt f.vrir að hægt sé að fá 'nokkurn pening fyrir þessar |flöskur þá vilja pepsí- aðdáendur eiga sínar flöskur. Kók ú Ólympíuleikjunum 1980 Nú hefur Kókverksmiðjan ekki látið keppinautinn sitja einan að sældarbrauðinu, heldur er búin að fá einkaleyfi fyrir kóksölu á Ólympíuleikjun- um i Moskvu 1980. Þá er ómögulegt að segja hvernig fer með pepsíið, kannski finnst Sovétmönnum kók miklu betra. En ef þeim finnst kók betra þá fá Bandaríkjamenn minna af Stolichnaya vodkanu, sem þeir eru svo hrifnir af. Nú er það forseti Bandaríkj- anna, Carter, sem er vinur for- stjórans í Kókverksmiðjunni og kannski dregur hann Bresnev að einhverjum kóksölustaðnum og lætur hann drekka eins og átta flöskur. í lokin væri ekki úr vegi að geta þess að Sovétmenn drekka pepsíið sitt gjarnan blandað vodka tii helminga i háu glasi. Krúsjcf og Nixon gæða sér á límonaði árið 1959. Þá tók sá 4amli sig til og drakk átta flöskur i cinu. Vodkað og kampavínið sem Rússar selja Bandaríkjamönnum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.