Dagblaðið - 12.02.1977, Side 14

Dagblaðið - 12.02.1977, Side 14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977. 14 r Lff mitt með Spider Sabich --------------------------' — Claudine Longet segir frálífiogdauða skíðakappans Sabich v Bærinn Aspen í Colorado 1 Bandaríkjunum komst sky'ndi- lega í fréttir heimspressunnar þegar Claudine Longet, fyrrum frú Andy Williams, skaut friðil sinn, skíðakappann Spider Sabich til bana þar í bæ. Nú skreyta bílar sig með lím- miðum þar sem á er letrað: Þetta er allt Claudine að kenna. Réttarhöldin voru vart byrjuð þegar bæjarbúar höfðu dæmt hana. Sabieh, sem tvisvar hafði orðið heimsmeistari at- vinnumanna, var hetja í augum allra bæjarbúa. Longet er 35 ára, fjórum árum eldri en Sabich. Hún hafði flutt til hans áður en hún var löglega skilin við Andy Williams. Þessi fyrr- verandi söngkona frá Las Vegas varð eiturtungum bæjarins að bráð. Hún var talin léttúðug og sjálfselsk kona sem sveifst einskis. Það er skiljanlegt að Claudine hafi séð Iíf sitt með Spider í öðru og fallegra ljósi en bæjarbúar. „Þessi fjögur ár sem ég bjó með Spider voru hamingjusam- asti og bezti tími lífs míns,“ segir hún. „Við vorum að öllum líkindum allt það sem maður og kona geta verið hvort öðru. Hann var bezti vinur minn.“ Þrátt fyrir þetta paradisarlíf þeirra i Aspen, þar sem róman- tíkin blómstrar og fölnar eftir bankainnstæðum hverju sinni, virtist utanaðkomandi sam- band þeirra ekkert innilegra en margra annarra. Að visu stóð það kannske lengur. Hún fór frá Andy Williams árið 1970 og hitti Sabich árið 1972 á skíðamóti þar sem margt frægra manna var viðstatt. Hún ,Við Spider lékum okkur eins og litil börn,“ segir Claudine. Hér ieikur hún sér i snjónum ásamt börnum sínum og tveim vina þei»ra. Talið frá vinstri Jayne Freeman, Christian, Bobby, Kell Johnson og Noelle. . * landinu, .. . og víðtækari geta haldið niðri öllum óeiroar- nanda forseta landsins. . J «-tL -trifi -k’ +:td - ■• ■■• - ••••*« - Franska sttngkonan Claudino stjðrnuna Vlidiinir' Sabich, til , Longet var dœmd l 30 daga dauða. fangelsi f borginni' Aspen I Var tilkynnt við dómsupp- ' Colorado 1 gær fyrir óviljandi kvaðninguna, að hún gaKi setið manndráp er hún skaut elsk- af sér dðminn.hvenær seinyseri: huga sinn, fyrow sklða- fyrir sumarið. ■ . . j Frétt í DB 1. febrúar sl. um dómsuppkvaðninguna. flutti ásamt börnum sínum, Noelle, 13 ára, Christian, 11 ára, og Robert, 7 ára (hún á þau með Andy Williams) inn í 250 þúsund dala villu sem Sabich lét byggja í Aspen. Hún var útbúin með saunabaði, vatns- rúmi og fleiri slíkum lúxus tækjum. Lífsstíll þeirra var talsvert öðruvísi en hún átti að venjast með Andy Williams. Lífinu var tekið með miklu meiri ró. „Við fórum að reiða okkur betur hvort á annað,“ segir Claudine. „Noelle og ég urðum betri vinir og við nutum þess að gera hlutina saman, eins og þégar við fórum út í skóg og hjuggum okkur jólatré. Það var mikil breyting frá því sem áður var, þegar NBC út- varpsstöðin sendi okkur jólatré á hverjum jólum.“ Þau nutu þess að fara í gönguferðir og á hestbak og hann „var félagi og kennari barnanna“ að því er hún segir. „Við sáðum fræjum í garðinn og bárum síðan áburð á. Eg get ekki ímyndað mér Andy liggjandi í moldinni og berandi húsdýraáburð í garða. Börnin elska og dá Andy, en þau gátu farið í eltingaleik og gert hlutina með Spider,“ Líf þeirra var í stil við tíðar- anda Aspen. I þessari borg þar sem á hverju voru er haldin keppni um hver hafi fegurstu brjóstin.Þar sem einn vínbar er á meðaltali á eina stóra blokk. Sabich og Longet voru ekki mjög heimakær. Dagblað eitt í Denver lýsti Aspen sem „höfuðborg hvíta duftsins“ og Spider og Claudine áttu marga kunningja meðal þeirra sem álitið var að kunnugir væru duftinu. Sabich var írá keppni vegna meiðsla árin 1973 og ’74. Árið 1975 þénaði hann aðeins 800 dali , í skíðakeppnum. En Longet fékk við skilnaðinn frá Andy Williams um eina milljón dala (190 millj. ísl.). „Spider og ég töluðum aldrei um peninga,“ segir hún „og ég reyndi aldrei að gefa honum peninga. Hann var húsbóndi á sínu heimili. Það var engin spurning um það.“ Síðastliðinn vetúr fór sam- band þeirra hríðversnandi og hann gerði henni að flytja úr húsinu fyrir 1. apríl. Þau rifust iðulega opinberlega og eitt sinn kippti hún stólnum undan hon- um. Það var mikið talað um samband þeirra. Aðfaranótt 21. marz 1976 gerðist það sem verjendur hennar kalla ,,slys“ en sækjendur „kærulausa meðferð 22 kalibera skamm- byssu“. Atvikið sem skildi Sabich eftir látinn á baðher- bergisgólfinu. Longet segist nær ekkert muna eftir þessari afdrifaríku nótt. Á sjúkrahúsinu sat hún og muldraði í sifellu. „Ég skaut Bobby spurði hana hvort hún væri í fangelsi. Claudine sagði nei. — Augnabliki síðar var hann farinn að leika sér að bílunum sínum. I desember 1975 virtust baeði frami hans á skiðum og ástin tll Claudine vera að renna út i sandinn.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.