Dagblaðið - 12.02.1977, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977.
r
A leið í réttarsalinn með fyrrverandi eiginmanni sínum Andy Williams (t.h.) og lögfræðingnum Rom
Austin.
Spider. Þetta var slys, ég ætlaði
ekki að gera þetta.“ „I marga
daga,“ segir hún, „var ég á
barmi örvæntingar. Ég gerði
mér ekki grein fyrir hvað gerzt
hafði, og ég vissi ekkert af
heiminum í kringum mig.“ Hún
sagði lögreglunni að Sabich
hefði verið að sýna henni
hvernig nota ætti byssu er skot
hljóp úr henni — og sér-
fræðingar í meðferð skotvopna
báru að öryggislásinn hefði
verið bilaður.
Hún var handtekin og látin
laus gegn ábyrgð. Smám saman
tókst henni að venjast hinu
daglega lífi. „Ég fór i langar
gönguferðir, — einn eða tvo
klukkutíma á hverjum degi,“
segir hún. „Og eitt sinn á þess-
um ferðum mínum tók ég eftir
því aðgrasiðvar farið að gróa og
ég gladdist. Það var komið vor.“
Andy Williams kom henni
strax til hjálpar og var kominn
við hlið hennar aðeins nokkr-
um tímum eftir skotið. Hann
studdi hana með ráðum og dáð
allt fram til þessa dags. Hér
áóur fyrr hafði hann oft þurft
að róa þessa tilfinninganæmu
konu. Márgir sjónvarps-
áhorfendur minnast hve hann
reyndi að hugga hana þegar
hún byrjaði allt í einu að gráta
stjórnlaust í jarðarför Bobby
Kennedy.
í júní síðastliðnum keypti
hún hús í gamla borgarhluta
Aspen. Hún byrjaði einnig að
kenna frönsku tvisvar i viku I
barnaskóla þar rétt hjá.,,Það
eina sem hélt mér gangandi var
ást barna minna og Andy,“
segir hún. Einhverjir furða sig
á að hún hafi viljað dvelja í
Aspen eftir þennan atburð, en
hún segir: Ef ég hefði farið, þá
hefði ég verið að hlaupast á
brott, takandi sár mín eitthvað
annað. Ég elska þessa borg og
ég er hluti af henni. Ég vil ala
börn mín upp hér i Aspen.
Hún segist vera óhrædd við
það fólk, sem talar illa um
hana. „Ef einhver hefur kallað
mig hóru og andstyggilega
manneskju, þá er mér alveg
sama“ og bætir við: „Heimili
okkar er ekki heimili sorgar-
innar. Sorg mín býr inni fyrir, í
hjarta mínu.
Hver veit hvað framtíóin
mun bera í skauti sér, ég mun
ekki taka þátt í neinu sýningar-
standi framar. Ég vil stunda
hestamennsku og eignast
bóndabæ og ala upp kjúklinga
og endur.“ í næstu andrá segist
hún vilja fara til Tíbet og
leggja stund á fornleifafræði.
„Ég breytist eftir þeim sem ég
er með í það og það skiptið og
hvar. Mér þótti ofsalega gaman
að fara á frumsýningar með
Andy. Ég ímyndaði mér að ég
væri prinsessa og svo gat ég
hlegið að því að þremur dögum
síðar var ég að velta mér upp úr
drullunni í Aspen.“
Hún á sér engan fylgisvein
þessa stundina og hún hefur
samskipti við mjög fátt fólk og
þá mjög nána vini sína. Éinnig
hefur hún mikið samband við
systur sína. Danielle, sem er 28
ára og býr I nágrenni Los Ang-
eles.
Umhugsunin um framtíðina
minnir hana á fortíðina.
„Spider og ég vorum virkilegir
félagar," segir hún. „Þegar við
vorum saman þá var lífið sf-
felldur hlátur og ævintýri.
Hann kenndi mér að fljúga,
kanna landið, hlæja og leika.
Ég veit ekki hvort nokkur getur
nokkurn tíma fyllt plássið
hans.“
kokkteiltími) á elliheimili einu
kom í ljós að heilsufar vist-,
fólksins batnaði stórlega. Og
ekki nóg með það, öll líðan
fólksins varð miklu betri. Það
varð betra í umgengni hvort við
annað og einnig við starfsfólk-
ið.
A öðru elliheimili var farið
að gefa vistmönnum glas af
koníaki með kvöldkaffinu.
Allir urðu svo afslappaðir að
með óllkindum var og neyzla
róandi lyfja féll úr 40% niður í
18%.
Þið skulið þvf ekki hafa nein-
ar áhyggjur þótt amma gamla
fái sér neðan í því svona af og
til.
Þýtt úr Daily Mirror, Á.BJ.
urra bandarískra lækna er þeir
voru spurðir um hvaða álit þeir
hefðu á skaðsemi hófsamlega
drukkinna áfengra drykkja.
Skaðsemi? Ekki nokkur
skaðsemi sem af slíkri drykkju
hlýzt. Öllum kom saman um að
áfengi drukkið i hæfilegu
magni sé hverjum manni hollt.
Læknarnir sögðu að áfengi I
hæfilegu magni hefði hjálpað
mörgum sjúklingum á leið til
fullkomins bata og hefði
hreinlega komið í veg fyrir að
aðrir yrðu sjúklingar.
„Hófdrykkjumenn eru lang-
lífari og þeim er síður hætt við
að fá hjartaáfall heldur en fyrr-
verandi drykkjumönnum, eða
þeim, sem aldrei hafa bragðað
áfengi," segir bandariskur
læknir í bók, sem hann hefur
nýlega gefið út og nefnist
.Drink to your health".
Þar er einnig sagt frá tilraun
sem gerð var á bræðrum, 94
alls. Þessir bræður áttu það
sameiginlegt að annar drakk en
hinn var bindindismaður. Þeir
bræðurnir er brögðuðu áfengi
lifðu allir lengur en hinir. Það
varð að hætta tilrauninni þegar
síðasti bindindisbróðirinn var
allur.
En á hvern hátt er áfengis-
drykkja gagnleg fyrir heilsu-
farið?
Ef eitt eða tvö glös af víni
eru drukkín með mat hjálpar
það til við efnaskiptin og
fæðan meltist betur og fljótar.
Þess vegna eru hjarta- og æða-
sjúkdómar ekki eins tiðir í
löndum eins og Frakklandi og
ítaliu þar sem vín er hluti af
daglegri fæðu.
Alkóhól vikkar út
blóðæðarnar i kringum hjartað
Loksins koma góðar fréttir
fyrir þá, sem þykir bæði gott og
gaman að fá sér í glas, eins og
það er kallað. Smásopi af því
sem þér finnst smakkast vel,
lætur þér líða vel, er þér alveg
skaðlaus. Nú hefur komið i ljós
að það gerir þér líka heilmikið
gott.
Þetta er samdóma álit nokk-
og minnkar því álagið á það.
Bandaríski hjartasér-
fræðingurínn Irving Wright
ráðleggur sjúklingum sínum að
fá sér eitt eða'tvo staup af viskí
fjórða hvern klukkutíma. Hann
segir að það séu fá lyf, ef það
eru þá nokkur til, sem víkka
æðarnar jafn vel út og viskí eða
koníak.
Afengið lækkar einnig
blóðþrýstinginn verulega og
heldur honum niðri í þrjá til
fjóra klukkutima. Þess vegna
ráðieggja margir læknar
sjúklingum með hjartaverk að
fá sér einn snafs.
Þegar tekið var upp á þvi að
framleiða kokkteil (kl. 5-7 sem
erlendis er jafnan kallaður
........
Góðar fréttir fyrir hófdrykkjumenn:
Áfengisdrykkja hefur
góð áhrtf á heilsufarið
Gef ið gamla fólkinu í glas — það hressir, bætir og kætir