Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.02.1977, Qupperneq 23

Dagblaðið - 12.02.1977, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977. 23 Utvarp Sjónvarp S> Sjónvarp á morgun kl. 21.10: Hertogahjónin komu ekki til bruðkaupsins N Sjónvarp á morgun kl. 16.00: Hiísbændurog hjií James reyndist foreldrum sínum erfiður Á síóasta sunnudag var sýndur í sjónvarpinu fyrsti þátturinn af sjö um ævi Jennie Jerome, móður Winstons Chur- chills. Annar þátturinn er á dagskránni í kvöld og nefnist hann Frú. í fyrsta þættinum sagði frá uppeldi Jennie á heimili for- eldra hennar í New York. Faðir hennar var auðugur kaupsýslu- maður og móðir hennar var mjög metnaðargjörn, en hún var af indíánaættum. Hún fluttist til Parísar með dætur sínar þrjár, því hún vildi fyrir alla muni gifta þær aðals- mönnum af evrópskum upp- runa. Eftir fimm ára dvöl í París fóru þær mæðgur til Englands og er þær höfðu dvalið þar i nokkrar vikur, hitti Jennie Randolph Churchill og urðu þau yfir sig ástfangin. Ekki var það þeim auðsótt að fá leyfi foreldra sinna til að ganga í hjónaband, en það tókst þó eftir átta mánaða trúlofun. Síðar vakti það mikið hneyksli er elzti sonur þeirra Jennie og Randolphs, Winston Churchill, fæddist aðeins sjö mánuðum eftir brúðkaupið. Frá því var skýrt i blöðum að hann hefði fæðzt tveimur mán- uðum fyrir tímann. Bandaríska leikkónan Lee Remick fer með hlutverk Jennie og er hún bæði fögur og leikur vel. Þáttur þessi er ekki sendur út í lit og er það miður, en myndin er á filmu en ekki myndsegulbandi. Því miður á sjónvarpið okkar ekki enn tæki til þess að senda litfilmur út í lit. Þýðandi er Jón O. Edwald A.Bj. Á morgun verður sýndur annar þátturinn í næsta þrettánþátta- flokki myndaflokksins vinsæla Húsbænda og hjúa. Þátturinn er á dagskránni kl. 16.00 og nefnist Tveir útlagar. Þýðandi er Krist- mann Eiðsson. Lafði Bellamy berst skuld- heimtubréf frá skartgripasala í London vegna skartgripa sem James sonur hennar hafði keypt. Hjónin hafa miklar áhyggjur af syni sínum, sem er í lífverði kon- ungsins. Yfirmaður hans kemur í heimsókn og segir þeim að James stundi mikið fjárhættuspil og hafi tapað miklu fé og sé auk þess óreglusamur. Óska þau eftir að fá hann heim til þess að tala alvar- lega við hann. James hefur verið í tygjum við Söru, fyrrverandi vinnustúlku, og hann heimsækir hana oft. Sara segir honum að hún sé barnshafandi, Þátturinn Húsbændur og hiú er sendur út í lit. A.Bj. I Útvarp á morgun kl. 19.25: Framhaldsleikritið Brúðkaupið í Kana og fleiri kraftaverk Þriðji hluti framhaldsleik- ritsins Maðurinn, sem borinn var til konungs, eftir Dorothy L. Sayers, er á dagskrá útvarps- ins annað kvöld kl. 19.25. Þýð- andi er Vigdís Finnbogadóttir. Þátturnn annað kvöld nefnist Konungsmaður nokkur. Fjallar sá þáttur um brúðkaupið í' Kana og fleiri kraftaverk Jesú. Leikstjóri er Benedikt Árna- son, en með helztu hlutverk annað kvöld fara Þorsteinn Gunnarsson, Gísli Halldórsson, Hákon Waage, Valur Gíslason og Kristín Anna Þórarinsdóttir. Flutningstimi er 45 mínútur. A.Bj. |! l; Lee Remick og Ronald Pickup i hlutverkum sínum, dansandi af hjartans lyst, þótt Randoiph væri ekki sérlega menntaður í dansiist inpi. ) Strauss-tónlist ílitum Annað kvöld kl. 22.00 verður sjónvarpað nýárskonsert í Vínarborg, þar sem Fílhar- moniuhljómsveit Vínarborgar leikur. Eru það einkum verk eftir Josef Strauss í tilefni af því að liðin eru 150 ár frá fæðingu hans. Stjórnandi er Willi Boskowsky. Þessi þáttur er í lit. Hann er frá austurríska sjónvarpinu. A.Bj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning. ar. 12.25 Veðurfreghir og fréttir. Tilkynn- ingar. Viðvinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Móðir og sonur" eftir Heinz G. Konsalik. Bergur Björns- son þýddi. Steinunn Bjarman les (4). 15.00 MiAdegistónleikar: íslenzk tónlist. a. „Endurskin úr norðri". hljómsveitar- verk eftir Jón Leifs. Sinfóníuhljóm- sveit Islands leikur: Páll P. Pálsson stjórnar. b. „Helga fagra*1. laga- flokkur eftir Jón Laxdal við texta Guðmundar Guðmundssonar. Þuríður Pálsdóttir syngur: Guðrún Kristins- dóttir leikur á pianó. c. „Draumurinn um húsið". tónverk eftir Leif Þórar- insson. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur: Páll P. Pálsson stjómar. 15.45 Um JóhannesarguAspjall. Dr. Jakob Jónsson flytur niunda erindi sitt. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. 17.30 Tónlistartími barnanna. Egill Frið- leifsson sér um tímann. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mól. Helgi J. Halldórsson flvtur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Erna Ragnarsdóttir innanhússarkitekt talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.25 íþróttaþóttur. Umsjón: Jón Asgeirsson. 20.40 Ofan í kjölinn. Kristján Árnason sér um bókmenntaþátt. 21.10 Konsert fyrir tvo gítara og hljómsveit eftir Guido Santórsola. Sergio og Eduardo Abreu leika með Ensku kammersveitinni; Enrique Garcia Asensio stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Blúndubörn" eftir Kirsten Thorup. Nína Björk Arnadóttir byrjar lestur þýðingar sinnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíusólma (7). Lesari: Sigurkarl Stefánsson. 22.25 Úr atvinnulífinu. Umsjón Magnús Magnússon og Vilhjálmur Egilsson viðskiptafræðingur. 22.50 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands og Söngsveitarinnar Fílharmoníu í Háskólabíói á fimmtudaginn var; — siðari hluti. Hljómsv.stj.: Karsten Andersen. Kórstj. á æfingum: Mart H. Friðriksson. Einleikur á trompet: Lárus Sveinsson. Einsöngur: GuAmundur Jónsson. a. Trompetkonsert í E-dúr eftir Johann Nepomuk Hummel. b. „Völuspá", kór- og hljómsveitarverk eftir Jón Þórarinsson. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. Útvarp ífyrramálið kl. 9.00: Nú vakna Borgnesingar snemma Síðasta sunnudag voru það íbúar Stykkishólms sem hringdu í Einar Karl og Árna Gunnarsson. 1 fyrramálið verða íbúar Borgarness á beinni línu til þeirra félaga. Þátturinn er á dagskránni kl. 9 í fyrramálið. Heyrzt hafa þær raddir 'að þetta sé kannski heldur snemmt svona á sunnu- dagsmorgni en ekki hefur borið á öðru en að bæði stjórnendur þáttarins og fyrirspyrjendur séu vel vakandi. Hildur Eiríks- dóttir og Ásta Jóhannesdóttir standa sig einnig mjög vel við að finna plöturnar sem leiknar eru fyrir viðmælendur Einars og Árna. Pétur Gautur Kristjánsson og Jón Guðmundsson bóndi á Kollslæk í Borgarfirði hafa samið spurningarnar. Er þetta þriðji þátturinn með spurning- um Jóns. Sannast sagna hafa mér fundizt sumar spurning- 'arnar vera nokkuð langt sóttar, t.d. þegar verið er að spyrja um stjórnmálamenn og stjórnmála- sambönd á dögum Rómverja. Miklu skemmtilegra er að hafa spurningarnar ,,léttar“ þannig að allir „eigi“ að geta svarað þeim. Fólk er samt furðu frótt um hin ýmsu atriði sem spurt er um. A.Bj. ^Sjónvarp Laugardagur 12. febrúar 17.00 Holl er hreyfing. Norskur mynda- flokkur um léttar líkamsæfingar einkum ætlaðar fólki, sem komið^er af léttasta skeiði. Hópur roskins fólks sýnir æfingarnar. 2. þáttur. Þýðandi og þulur Sigrún Stefánsdóttir. (Nord- vision — Norska sjónvarpið). 17.15 iþróttir. Umsjónarmaður tíjarm Felixson. 18.35 Emil í Kattholti. Sænskur mynda- flokkur. Þegar Una fákk tannpínu. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögu- maður Ragnheiður Steindórsdóttiri 19.00 íþróttir. Hló. 20.00 Fréttir og veAur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Fleksnes. Norskur gamanmynda- flokkur, gerður í samvinnu við sænska sjónvarpið. Radíóglópurinn. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 20.55 Gítarleikur í sjónvarpssal. Simon ívarsson leikur lög eftir Bach og Visée. Síjórn upptöku Tage Ammen- drup. 21.10 RíkarAur þriAji. Leikrit Shake- speares. kvikm.vndað árið 1955. Leik- stjóri Laurence Olivier. Aðalhlutverk Laurence Olivier, John Gielgud, Ralph Richardson og Claire Bloom. Leikurinn gerist í Englandi á siðari hluta fimmtándu aldar. Skömmu eftir að Játvarður fjórði hefur verið krýndur konungur, hefur Rikarður bróðir hans, sem er geðveill kroppin- bakur, tilraunir tfl að sölsa undir sig konungdóm. Textagerð Dóra Haf- steinsdóttir. 23.40 Dagskrárlok. Sunnudagur 13.febrúar 16.00 Húsbændur og hjú. Breskur mynda- flokkur. Tveir útlagar. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 17.00 MannlífiA. Fimmtugsaldurinn. Viðhorf manna til lífsins og tilver- unnar taka oft ýmsum breytingum á aldrinum milli 40 og 50 ára. Mjög er misjafnt. hvernig fólk bregst við að- steðjandi vanda. sumir kikna undir byrðinni, aðrir glíma við erfiðleikana og sigrast á þeim. I myndinni er m.a. rætt við fólk, sem hefur fundið nýja lífsfyilingu í starfi eða leik á fimm- tugsaldrinum. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmenn: Hermann Ragnar Stefánsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. 18.50 Enska knattspyman. Kynnir Bjarni Felixson. Hló. 20.00 Fróttir og veAur. 20.25 Auglysingar og dagskrá. 20.30 ÞaA er kominn bíll. Arni Johnsen ræðir við Stein Sigurðsson um rafbil- inn Rafsa og fleiri ökutæki sem Steinn hefur teiknað og smíðað. Stjórn upp töku Andrés Indriðason. 21.10 Janni* Breskur frámhaldsmynda flokkur í sjö þáttum um ævi Jennie Jerome, móður Winstons Churchills. 2. þáttur. Frú. Efni fyrsta þáttar: Jennie elst upp á heimili foreldra sinna í New York ásamt tveimur systr- um sinum til ársins 1868, en þá heldúr móðirin til Evrópu ásamt dætrunum. Ætlunin er að finna þeim eiginmenn af tignum ættum. Fyrstu fimm árin eru þær í París, en fara siðan til Englands. Eftir ríokkurra vikna dvöl þar kynnist Jennie Randolph Chur- chill, yngra syni hertogans af Marl- borough. Þau hafa aðeins þekkst i þrjá daga. er hann ber upp bónorð, og átta mánuðum siðar ganga þau i hjónaband gegn vilja hertogahjón- anna og móður hennar. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.00 Nýárskonsart í Vínarborg. Að þessu sinni leikur Fílharmoníuhljómsveit Vínarborgar einkum verk eftir Josef Strauss i tilefni þess, að í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Stiómancii Willi Boskowsky. (Evróvision — Austurríska sjónvarpið) 23.10 AA kvöldi dags. Séra Hjalti Guð- mundsson, dómkirkjuprestur í Reykjavík, flytur hugvekju. 23.20 Dagskráriok.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.