Dagblaðið - 14.02.1977, Page 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. FEBROAR 1977.
iþróttir
íþróttir
róttir
Iþróttir
ORÞREYTTIRISLENDINGAR
AUÐVELD BRÁÐ SLASKARA!
— Islenzka landsliðið tapaði þriðja leiknum gegn Slask í
fslenzka landsliðið í handknatt-
leik tapaði þriðja leik sínum fyrir
pólska meistaraliðinu Slask í gær-
kvöld suður i Hafnarfirði — nú
skildu 7 mörk — 17-24. Leikur
íslenzka landsliðsins var máttiaus
— leikmenn greinilega örþreytt-
ir, bæði andlega og líkamlega.
Aðeins vika er nú síðan ís-
lenzka landsliðið fylgdi eftir
glæsilegum sigrum gegn Pólverj-
um og Tékkum með því áð sigra
V-Þjóðverja tvívegis. Já, aðeins
vika siðan íslenzka landsliðið var
reiðubúið til að takast á við allan
heiminn — og sigra hann. En lið
Slask hefur heldur en ekki kippt
fótunum undan landsliðsmönnum
okkar — komið þeim niður á
jörðina með því beinlínis að rass-
skella landslið okkar.
gærkvöld, 17-24.
Þrátt fyrir þrjú töp — slæm töp
— er engin ástæða til að örvænta.
Ef til vill eru töpin gegn Slask
eðlilegt framhald af hinum stífu
æfingum landsliðsmanna okkar.
Þeir hafa undanfarið æft tvívegis
á dag — síðan erfiðir leikir á
kvöldin. Slíkt hlýtur að segja til
sín — og það hefur sannarlega
gert það. Skot leikmanna eru
máttlaus — sóknarleikurinn lítt
sannfærandi og vörnin eins og
vængjahurð, markvarzlan því
eðliiega í molum. Landsliðið
leikur í kvöld sinn síðasta leik við
Slask — og síðan fara leikmenn í
fri — það er þeir munu hvíla sig
fram að helgi. Þá verða haldnir
fundir og málin rædd. Síðan
verður aftur tekið til hendinni —
tíminn er naumur og aðeins
Ármann heldur ~n-deild íslands-
-- —- - x j. mdtsmsi
oruggn forustu kSrfuknattleik
Ármann heldur forustu sinni í
1. deild íslandsmótsins í
körfuknattieik — liðið sigraði
Breiðablik 104-70 og er það
raunar fyrsta sinn í vetur sem
meistarar Ármanns skora meira
en 100 stig í ieik. Njarðvík sigraði
ÍS 80-69, KR iagði Fram 96-79 og
ÍR sigraði Val 82-72. Öll efstu
liðin sigruðu og staðan því
óbreytt í kröfuknattleiknum.
En leikir helgarinnar voru
slakir, nánast formsatriði.
Ármenningar lentu í erfiðleikum
með Blikana í fyrri hálfleik — þá
skildu aðeins 5 stig — 46-41. En i
síðari hálfleik settu meistararnir
hraðann upp og þá var ekki að
sökum að spyrja — stigin hrönn-
uðust upp og í lokin skildu rúm
þrjátíu stig — 104-70. Þeir Jón
Sigurðsson og Símon Ölafsson
skoruðu flest stig Ármanns —26
hvor.
Njarðvík átti í litium erfiðleik-
um með að sigra ÍS — þó skildu
aðeins fjögur stig í leikhléi, 47-43,
en betri þjálfun og 'ögun
Njarðvíkinga kom berlega i ljós í
síðari hálfleik—öruggur sigur80-
69.
Risarnir, ÍR og KR áttu heldur
ekki í erfiðleikum með Val og
Fram. KR lenti að vísu í vand-
ræðum með Fram i fyrri hálfleik
en undir lok hálfleiksins beinlínis
sprakk Fram og KR hafði yfir í
leikhléi, 40-33, eftir að Fram
hafði haft yfir, 31-27. Lokatölur
urðu siðan 96-79. Einar Bollason
skoraði 27 stig fyrir KR og
Guðmundur Böðvarsson 29 fyrir’
Fram.
ÍR tók sín tvö skyldustig gegn
Val 82-72. Jón Jörundsson skoraði
flest stig ÍR, 14, en Kristján
Agústsson skoraði 25 stig fyrir
Val.
Akurnesingar sigur-
sælir á badmintonmóti
Opið meistaramót í bad-
minton var haldið í TBR-húsinu í
gær á vegum TBR. Þátttaka var
góð. Keppt var í tvíliðaleik og
tvenndarkeppni.
1 tvíliðaleiknum í meistara-
flokki karla sigruðu þeir
Akurnesingarnir Hörður
Ragnarsson og Jóhannes Guðjóns-
son, unnu Harald Kornelíusson og
Steinar Pedersen, TBR, í úr-
slitum 18-15, 6-15 og 15-2. í tvíliða-
leik kvenna í meistaraflokki sigr-
uðu Lovísa Sigurðardóttir og
Hanna Lára Pálsdóttir, TBR, þær
Kristínu B. Kristjánsdóttur, TBR,
og Ernu Franklín, KR, 15-4 og
15-7.
1 tvenndarkeppni meistara-
flokks urðu óvænt úrslit. Sigús
Ægir Arnason og Vildís Krist-
mannsdóttir (Guðmundssonar rit-
höfundar) sigruðu Harald og
Hönnu Láru í úrslitum 15-11 og
15-10 og höfðu unnið Steinar og
Lovísu í undanúrslitum 15-7, 4-15
og 15-11.
1 A-flokki karla sigruðu Björgv-
in Guðbjörnsson og Revnir Guð-
mundsson, KR, þá Sigurð K. Niél-
senog Halldór Snæland, KR 15-12,
15-8 og 15-10. 1 tvíliðaleik kvenna
í sama flokki sigruðu Kristín
Aðalsteinsdóttir og Jóhanna
Steindórsdóttir, Akranesi, Hlað-
gerði Laxdal og Þyri Laxdal, KR, í
úrslitum, 15-10, 13-15 og 18-17. í
tvenndarkeppni A-flokks sigruðu
Víðir Bragason og Kristín Aðal-
steinsdóttir, Akranesi, Walter
Lentz, TBR, og Hlaðgerði Laxdal,
KR, í úrslitum 15-13 og 15-9.
í tvíliðaleik í B-flokki sigruðu
Jón Bergþórsson og Ágúst Jóns-
son, KR, þá Gunnar Aðalbjörns-
son og Guðmund Adolfsson, TBR,
í úrslitum 15-4, 7-15 og 15-12. 1
tvíliðaleik kvenna sigruðu
Sigríður Jónsdóttir og Jórunn
Skúladóttir, TBR, þær Grímu
Blængsdóttur og Ólöfu Jóns-
dóttur, Gerplu í úrslitum B-flokks
með 9-15, 18-14 og 15-4. I tvennd-
arkeppni B-flokks sigruðu Aðal-
steinn Huldarsson og Jóhanna
Steindórsdóttir, Akranesi, Grétar
Hjartarson, Gerplu, og Þyri Lax-
dal, KR, með 15-7 og 15-3.
Mótið einkenndist mjög af því
að nú voru færri TBR-sigrar en
oftast áður. Akurnesingar og
KR-ingar sækja mjög fram í bad-
minton.
tæpur hálfur mánuður í B-keppn-
ina.
En engin ástæða er til að ör-
vænta né binda minni vonir við
árangur landsliðsins. Þetta bak-
slag sem liðið gengur nú í gegnum
var sjálfsagt fyrirsjáanlegt —
vegna hins stífa prógramms sem
að baki er. Liðið nær sér áreiðan-.
lega á strik aftur og komi meiðsli
ekki til með að setja strik I reikn-
inginn verður islenzka landsliðið
áreiðanlega fært um að takast á
við allan heiminn — i Austurríki.
Nú, ef við snúum okkur að
leiknum í gærkvöld þá kom ber-
lega í ljós þegar í upphafi að
Slask átti aldrei í vandræðum
með sigra landsliðið. Liðið náði
fljótt yfirburðastöðu — 7-3, síðan
11-5 en Hslenzka liðið náði að
skora þrjú síðustu mörk hálfleiks-
ins. En Pólverjarnir voru ekkert á
að gefa eftir — náðu í síðari hálf-
leik aftur heljartökum á íslenzka
liðinu og sigruðu örugglega 24-17.
íslenzka liðið misnotaði fjögur
vítaköst — en mörk Islands skor-
uðu Geir Hallsteinsson og Björg-
vin Björgvinsson, 4 mörk hvor,
Agúst Svavarsson 3, Þorbjörn
Guðmundsson og Viggó Sigurðs-
son 2, Þórarin Ragnarsson og
Viðar Símonarson 1 mark hvor.
Drög að samningi
við Tony Knapp
—liggja nú fyrir og líklegt að Knapp
verði áfram landsliðsþjálfari
Flest bendir nú til að Tony
Knapp verði ráðinn landsliðs-
þjálfari tslands í knattspyrnu á
komandi sumri. Þeir Ellert B.
Schram formaður KSt og Árni
Þorgrímsson voru í síðustu
viku í Englandi og áttu við-
ræður við Knapp sem er fuilur
áhuga á að koma.
Þeir félagar komu með upp-
kast að samningi sem lagt
verður fyrir stjórn KSÍ í
vikunni og væntanlega verður
gengið að samningum við
Knapp. Hins vegar eru menn
ekki á-eitt sáttir í stjórn KSl
um ráðningu Knapp — menn
telja að hægt sé að ráða mann
fyrir minni pening en Knapp;
hefur haft hér — og eins að
tími sé til kominn að skipta um
þjálfara. Hitt er að aðrir í
stjórn KSÍ — meirihlutinn —
líta svo á, að Knapp sé byrjaður
á verki. Það er, hann þjálfaði
íslenzka liðið í fyrri hluta
keppninnar og því sé eðlilegt að
hann ljúki verkinu.
Ekki verður deilt um þann
árangur sem íslenzka landsliðið
J hefur náð undir stjórn Knapp
1 og ber að sjálfsögðu hæst sigur
gegn A-Þjóðverjum og sigur 1
Noregi.
Tony Knapp starfar nú hjá
Norwich, þar þjálfar hann og
lítur á efnilega leikmenn fyrir
félagið. h halls
Tony Knapp
Víkingur Islandsmeistari í
fyrsta sinn innanhúss
—eftir sigurgegn Þrótti íúrslitaleik
íslandsmótsins íknattspyrnu
Vikingur varð Islandsmeistari í
innanhússknattspyrnu i fyrsta
sinn i sögu félagsins er iiðið
sigraði 2. deildarlið Þróttar í úr-
slitum 5-2. Sigur Vikings var
öruggur og verðskuldaður. Liðið
hafði yfirburði gegn Þrótti.
Víkingur hafði yfirburði í fyrri
hálfleik gegn Þrótti — skoraði þá
fjögur mörk gegn engu Þróttar.
Þróttur réði hins vegar að rétta
nokkuð sinn hlut í síðari hálfleik
— enda Víkings að halda forskot-
inu.
íslandsmeistararnir frá í fyrra
— Valur — voru mjög óvænt
slegnir út í undanúrslitum en þá
sigraði Þróttur 9-7. Virtust Vals-
menn halda að leikurinn gegn
Þrótti væri fyrirfram unninn. —
M’istök sem reyndust dýrkeypt.
Tveir af leikmönnum Vals mættu
of seint til leiks. Víkingur sigraði
hins vegar Akurnesinga í undan-
úrslitum nokkuð örugglega, 5-3.
í átta liða úrslitum sigraði Vík-
ingur Reykjavíkurmeistara Fram
í innanhússknattspyrnu, 9-6. Þá
sigraði Valur lið ÍBK 8-6, Akur-
nesingar sigruðu Hauka, 7-2, og
Þróttur sigraði Tý frá Vest-
mannaeyjum, 8-5, eftir að staðan
hafði verið jöfn, 4-4, að loknum
venjulegum leiktíma.
Aður höfðu farið fram þrlr
leikir í úrslitakeppni — Skaga-
menn sigruðu KA frá Akureyri,
7-6, Keflvíkingar sigruðu FH, 6-3,
og Fram sigraði KR, 6-4.
Breiðablik sigraði í kv'enna-
keppni — sigraði Akranes 5-1 1
úrslitum.
UNI0N HRAPAR
Við höfðum ekki möguleika
gegn Boom í 2. deildinni í gær,
töpuðum illa 3-0 á útivelli, sagði
Marteinn Geirsson, þegar Dag-
blaðið ræddi við hann i morgun.
Royale Union, sem lengstum
hefur haft forustu í deildinni i
vetur, er nú komið niður í 4. sæti,
þremur stigum á eftir efstu
iiðum, Eisden og Boom, semhafa
27 stig. Maiines hefur 25 stig og
Union 24.
Við fengum tvö góð tækifæri í
Ólaf ur slasaðist í Moskvu
og MAI vann stóran sigur
Óiafur H. Jónsson fékk slæmt
spark í siðuna í Evrópuleik MAI
og Dankersen á föstudagskvöld.
Það var um miðjan fyrri hálfleik-
inn og Ólafur varð að fara út af. 1
síðari hálfleiknum reyndi hann
að leika en sá strax að það var
tilgangslaust og hætti. MAI
sigraði með 21-14 og vann því
meira en upp fimm marka for-
skot Dankersen úr fyrri leik lið-
anna. Sigraði því samanlagt 40-38.
— Ég var mjög slæmur í
síðunni eftir leikinn og gat mig
ekki hreyft á laugardag, en er nú
aðeins betri, sagði Ólafur þegar
blaðið ræddi við hann í gærkvöld.
Eg fer til læknis á morgun, mánu-
dag, eg get því ekki sagt um —
fyrr en hann hefur skoðað mig —
hve meiðslin eru alvarleg. Ég
vona að ég hafi ekki brákazt — en
þetta er greinilega talsvert
slæmt.
Við vorum miklir klaufar að
tapa niður forskotinu í Moskvu,
sagði Ölafur ennfremur. Mark-
varzlan hjá Dankersen var sú lak-
asta sem verið hefur í vetur — en
það hefði þó ekki átt að ráða
úrslitum. Sovézku leikmennirnir
léku vel og nutu vissra forrétt-
inda hjá dómurunum. Ég er ekki
að afsaka neitt með því, en öll
vafaatriði féllu til sovézkra. Það
er erfitt að eiga við þá á heima-
velli.
Mai byrjaði með miklum látum
og komst í 5-1. en okkur tókst að
minnka muninn í eitt mark, 6-5.
Þá fékk ég sparkið og varð að >
yfirgefa völlinn. Leikurinn var
mjög harður. Á markatöflunni
mátti sjá tölurnar 10-7, 12-8 og
20-12 fyrir Mai. Síðustu fimm
mínútúrnar var „leikinn maður á
mann“ og greinilegt að Danker-
sen hefði átt að byrja á því fyrr
Þeir sovézku voru slappir á
taugum í lokin en Dankersen
tókst ekki að minnka muninn
nógu mikið.
Van Oepen, sem sovézkir tóku
úr umferð, skoraði flest mörk
Dankersen eða fjögur, öll úr vít-
um. Ölafur, Axel Axelsson og
Waltke skoruðu tvö mörk hver en
aðrir færri. Hópferð var á leikinn
frá Dankersen. 160 þýzkir áhorf-
endur og vonbrigði mikil því við
töldum okkur hafa góða mögu-
leika að komast áfram. Á laugar-
dag leikur Dankersen við
Gummersbach í Bundeslígunni og
sagðist Ölafur ekkert geta sagt
um hvort hann yrði þá orðinn
góður af meiðslunum. Fyrirhugað
er svo á sunnudag að þeir Axel og
Ölafur komi til móts við íslenzka
landsliðið.í Austurríki.
byrjun, sagði Marteinn ennfrem-
ur, en þau voru ekki nýtt og svo
náði Boom alveg yfirtökunum í
leiknum. Komst í 2-0 fyrir hlé.
Átti síðan allan síðari hálfleikinn,
en Boom skoraði þó ekki nema
eitt mark þá. Það er greinilegt að
lið Union er að gefa eftir — og
eftir að halla fór undan fæti hafa
æfingar verið tvisvar á dag. Það
hefur virkað öfugt. Þreyta sözt í
leikmenn. Marteinn lék allan
leikinn en Stefán Halldórsson
síðari hálfleikinn.
Standard vann góðan sigur
gegn Winterslag á útivelli i 1.
deild og Ásgeir Sigurvinsson átti
skínandi leik, sagði Marteinn.
Leikurinn var á laugardag og
einn bezti leikur Standard í heild
á leiktímabilinu. Þeir Riedel og
Graf skoruðu mörk Standard.
Charleroi tapaði illa á útivelli
fyrir Malinois, 3-0, Guðgeir Leifs-
son var varamaður hjáChaleroi.
20 umferðum er nú lokið I 2.
deild og í annarri lotunni náði
Louviere beztum árangri. Er með
21 stig en var í 3. neðsta sæti eftir
10 leiki. Allar líkur eru á því að
það verði Royale Union og La
Louviére sem leika um sæti í 1.
deild og í annarri lotunni náði La
árangur eftir fyrstu lotuna — 10
fyrstu leikina.
Urslit í 1. deild um helgina
urðu þessi:
Antwerpen—Anderlecht 1-0
Malinois—Charleroi 3-0
Courtrai—Beringen 1-3
Ostende—Waregem 2-1
Molenbeek —Lierse 3-2
FC Liege—Beerschot 2-1
Beveren—FC Brugge 2-1
CS Brugge—Lokeren 1-4
Winterslag—Standard 0-4