Dagblaðið - 01.03.1977, Síða 3

Dagblaðið - 01.03.1977, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977. 3 N Lituð f rásögn DB i körf u- knattleiknum Gisli Gíslason skrifar: Á meöan flest dagblöó leggja áherzlu á aó blaðamenn flytji sannar og óhlutdrægar frettir af atburðum eru enn draugar á meðal vor sem segja frá at- burðum á þann veg sem þeir telja bezt hæfa sínu málefni. Á iþróttasíðu Dagblaðsins þann 21. feb. sl. skrifar Hallur Hallsson um 1. deildarleik KR og Ármanns. Sú lýsing, sem gefin er á leiknum. er svo fjarri öllum sanni að ætla mætti að virðulegur íþróttafréttaritari hefði séð annan leik en undir- ritaður. Hann gengur jafnvel svo langt að ljúga. Hallur hefur áður verið staðinn að ósönnum og hlut- drægunt fréttaflutningi af körfubolta og minnist ég þess að leikmaður, sem ekki lék með, skoraði 30 stig í leik. Geri aðrir betur. Lesendabréf var re.vndar sent til Dagblaðsins en Hallur svaraði með útúrsnún- ingi og ósannindum. Grein sú sem Hallur ritaði urn leik KR og Armanns er 107 línur. Nákvæmlega 11 linur fjalla beint um gang leiksins en 96 linum ver Hallur. sem auð- sjáanlega er Ármenningur. til þess að i'á útrás f.vrir persónu- leg vonbrigði sin. Það má reyndar geta þess að Hallur hellti úr skálum reiði sinnar yfir annan dómara leiksins. Sigurð Val Halldórsson. eftir leikinn og væri slík framkoma ærið tilefni til þess að biðja Hall að skrifa unt annaö en körfubolta. F.vrirsögn Halls er: ..KR sigraði Armann með d.vggri að- stoó dómara". Lesi menn hóf- samari skrif annarra blaða komast þeir að öðru. Dómararn- ir voru alls ekki afgerandi f.vrir KR-inga. Vissulega gerðu þeir mistök en þau voru siður en svo meiri en gengur og gerist og kontu jafnt niður á báðum liðununt. Ef Haliur athugar dæmdal villur á liðin verður hann vafa- laust hissa á hve jafnt er á með þeirn. Enn segir Hallur: „Dóm- gæzla þeirra félaga var fyrir neðan allar hellur". Mér er spurn hvort Hallur sé það vel að sér i reglum um körfubolta að hann geti leyft sér að gagn- rýna. svo að vitað sé, störf dómara sem hafa mikla re.vnslu og eru almennt taldír færir um starf sitt. Þá heldur Hallur áfram: „Ósjaldan sáust leikmenn KR bókstaflega bera sig að eins og handknattleiksmenn — tóku of mörg skref — ekkert dæmt. Ar- menningur brunaði upp i hraðaupphlaupi. greinilega slegið á höndina á honunt þegar hann stökk upp. og skot hans geigaði — dæmt þá? Nei. ekkert dæmt. Dómgæzlan var öll KR i vil og þar var Sigurður sýnu verri og raunar mesta furða hvað Armann stóð i KR iniðað við mótvindinn sem liðið fékk." Þetta er átakanleg lýsing og þarna sýnir Hallur hve glöggur hann er og hve hæfari dómari hann er en Sigurður Valur Halldórsson og Kristbjörn Al- bertsson. Þá segir Hallur: „Það voru því bljúgir KR-ingar sem tóku í hendur dómaranna og þökkuðu þeim f.vrir leikinn." Vissulega voru KR-ingar ánægðir með sigurinn en þeir voru alls ekki bljúgir. Hallur veit nefnilega ekki hvað orðið bljúgur þýðir. Samkvæmt orðabókarskýringu þýðir það: 1) feiminn. 2) hóg- vær og 3) auðmjúkur. En í þeirri merkingu sem Hallur vill nota orðið er það niðrandi fvrir KR. Og Hallur segir: „Einn leik- inanna KR kom til þjálfara Ar- mánns eftir leikinn og sagði: „Eg votta þér samúð ntína en þetta höfum við KR-ingar oft mátt þola." Þar átti leikmaður- inn við óhagstæða dómgæzlu, þarf að segja meira?" Þessi orð verður erfitt f.vrir Hall að sanna enda voru þau ekki sögð eftir leik KR og Ár- manns. svo mikiö er víst. í lok greinar sinnar kemur Hallur svo með hugvekju sem fær gamlar konur til að tárast: „Hvað íslandsmeistara Armannns snertir er ekki ann- að hægt en votta þeim samúð sína. Leikmenn og aðstand- endur liðsins hafa lagt hart að sér við að komast á toppinn — það hlýtur því aö vera niður- drepandi þegar slíkt er eyðilagt með dómgæzlu sem er öðru lið- inu í hag." Vissulega er hægt að votta öllum liðum samúð ef þau tapa en lýsing Halls á baráttu Ár- menninga til að komast á topp- inn gefur til k.vnna að önnur lið leggi minna að sér en Ármenn- ingar. Og enn eru þeir á toppn- um svo ekki er allt e.vðilagt eins og Hallur telur. Aö lokum vil ég benda á að fjöldi Armenninga ásamt Halli Hallssyni gagnrýndi dómarana mjög að leik loknum en gle.vmdu þvi jafnframt að Ar- menningar hafa ekki lagt stóran skerf til dómaramála hér. Þeir eiga einn dómara sem dæmt hefur nokkra minni- háttar leiki og alls ekki dæmt þá svo vel að þakka megi honum f.vrir. Gagnrýna má þá ákvörðun að láta menn frá UMFN og ÍR dæma svona mikilvægan leik. en getur Hallur bent á betri dómara? Þessi dómaraskipan hefur verið tíðkuð frá þvi að iðkun körfubolta hófst hér og það er ekki f.vrr en nú a$ Hallur finnur hvöt hjá sér að gagnrýna svo um munar. En er annars ekki lúalegt að gera lítið úr sigri eins félags yfir öðru. eingöngu vegna per- sónulegra tilfinninga blaða- manns? Svar til Gísla Ágæti Gísli. Reiði þín er mikil og þú lætur hana hlaupa með þig í gönur. Því er að ég nenni ekki að elta ólar við staðleysur þinar, til þess ertu of barnálegur í bréfi þínu. Sleggjudóntar og staðleysur þínar cru of berar til að umræða við þig í fjölmiölum skilji nokkuð eftir sig. Þetta er miður því einmitt umræðu um körfuknattleik. cins og KR — Armanns leikurinn bar með sér, vantar illilega. Fyrir ári voru körfuknattleiksunnendur fullir áhuga og eldmóði — sannar- lega bjartviðri í íslenzkum körfuknattleik. Þetta kom berlega frant í áhorfendafjölda sem sótti leiki, svo og umræðu um körfuknatt- leik. Nú ríkir hins vegar í körfuknattleiknum svartnætti, nótt áhugaleysis og deyfðar. Hallur Hallsson r 28644 28645 | AFDREP Fasteignasalan sem er íyöar þjónustu. Ath. Efþér feliö okkur einum að annast sölu á eign yöar, bjóðum viöyöurlækkun á söluþóknun. MÓABARÐ HAFNARFIRÐI 3ja herb. 80 ferm endaíbúð í f jórbýlis- húsi. Bílskúr. Verð 8,5 millj. HRAUNBÆR 3ja herb. 90 ferm íbúð, mikið skúpa- rými. Verð 8,5 til 9 millj. Okkur vantar allar tegundir fasteigna á skrá. Nýsöluskrá væntanleg um mánaöamótin. ÁSGARÐUR 2ja herb. 70 ferm íbúð ó jarðhœð. Sérinngangur, sérhiti, tvöfalt gler. Verð 6,5 millj. Útborgun 4,5 millj. ðfdfCP f asteignasala Öldugötu 8 símar: 28644 : 28645 Solumaður Fmnur Karlsson heimasimi 434 70 Valgarður Sigurdsson logfr Hvernig lízt þér ó að SVR fúi forgang í umferðinni? María Einarsdóttir: Mér lfzt vel á það. Ég er hlynnt því að leiða- kerfið verði bætt. Hilmar Magnússon: Eg mundi mæla með þvi. Þá mundi fólk nota vagnana meira ef leiðakerfið yrði bætt. Sæmundur Sigurðsson: Nei, mér finnst að þeir eigi ekki að fá neinn forgang fram yfir önnur ökutæki, en það verður að gera einhverjar raunhæfar bætur á kerfinu. Guðmundur Hermannsson: Þeir verða að hlfta sömu reglum og aðrir í umferðinni en það væri kannski hægt að taka eitthvert tillit til þeirra. Jón Örn Amundason: Mér finnst það alveg sjálfsagt, það verður að bæta leiðakerfið á einhvern hátt. Ólöf Bjarnadóttir: Mér finnst að það sé hægt að taka eitthvert tillit til þeirra en ekki að láta þá fá einhvern forgang fram yfir önnur ökutæki.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.