Dagblaðið - 01.03.1977, Page 6

Dagblaðið - 01.03.1977, Page 6
Erlendar fréttir REUTER Bukovsky segist hitta Carter ídag Sovézki andófsmaðurinn Vladimir Bukovsky sagði í gærkvöld í Washington að hann myndi hitta Jimmy Carter Bandaríkjaforseta að máli í dag. Hann tilkynnti þetta á fundi með frétta- mönnum, sem hann boðaði til. Bukovsky sagði við sama tækifæri að fundurinn yrði haldinn „vegna þess að ég tel forsetann ekki vilja hitta mig sem óbreyttan einstakling heldur sem fulltrúa mannréttinda- hreyfingarinnar," svo að notuð séu orð Bukovskys sjálfs. Bandarískur mordingi: Villað aftöku sinni verði sjón- varpað Bandarjskur morðingi Joseph James, þrjátíu ára að aldri sem hefur verið dæmdur til dauða, segir að verði náðunarbeiðni sinni ekki sinnt, fari hann fram á að af- tökunni verði sjónvarpað. James fékk að halda blaða- mannaíund fyrir stuttu og gaf þar eftirfarandi skýringu á ósk sinni. „Það er mjög rlkt í eðli mannskepnunnar að vilja ekki deyja. En ef þjóðfélagiö heimtar dauða minn, þá vildi ég gjarnan að öll þjóðin fengi að fylgjast með honum í sjón- varpi. Sér í lagi ef hinn villi- mannlegi rafmagnsstóll verður notaður. Bandaríkjamenn taka hunda og ketti af lífi á mannUðlegri hátt en menn. Það tel ég ekki ná nokkurri átt og það langar mig til að sýna almenningi." DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977. Amin frestar fundum —engar ástæður eru gefnar upp í Uganda Fundi Idi Amins Ugandafor- seta með Bandaríkjamönnum, bUsettum í Uganda, sem átti að fara fram á morgun hefur verið frestað. UgandaUtvarpið til- kynnti um þessa breytingu en sagði ekkert um hvers vegna hUn hefði verið gerð. Hins vegar var vitnað í talsmann stjórnarinnar og sagt að nýr fundardagur yrði ákveðinn síðar. Fundur þessi átti að fara fram á þeim sögufræga stað, Entebbe flugvelli. Honum hefur einu sinni verið frestað áður. Alls munu um 200 Banda- ríkjamenn vera bUsettir í Uganda, flestir trUboðar. — Idi Amin fullyrti fyrir skömmu, að það hefðu verið Bandaríkja- menn sjálfir, sem stungu upp á þessum fundi. Cyrus Vance utanríkisráð- herra Bandaríkjanna bað um skýringar frá Uganda þegar i stað er hann frétti um frestun- ina. Hann sagði blaðamönnum í :Washington að ákvörðun Amins kæmi sér mjög á óvart og hann vissi ekkert hvað lægi að baki. Talið er að bandaríska utan- ríkisráðuneytið hafi ætlað að tilkynna í dag, hvaða mann það hygðist senda til Entebbe- fundarins sem fulltrUa sinn. Síðustu fréttir herma að UgandaUtvarpið hafi tilkynnt að bandarískir borgarar hafi fullt ferðafrelsi jafnt innan Uganda sem utan. Jafnframt var algjör þögn áfram um hvers vegna fundinum var frestað. » Menn velta því nU fyrir sér, hvað Amin Ugandaforseti hafi meint með því að boða Banda- rikjamennina 200 á sinn fund á Entebbe-flugvelli. Var hann gripinn augnabliks hefndaræði vegna skammaryrða Carters forseta í hans garð og hugðist stytta fólkinu aldur, en sá sig síðan um hönd? Þess háttar spurningar og fleiri leita á hug- ann. Frá Uganda berast engar skýringar nema að Bandaríkja- mennirnir hafi sjálfir beðið um fundinn. HÓTELBRUNINN í MOSKVU Enn ,eru sovézk yfirvöld 'að vinna að samningu’ lista yfir nöfn þeirra, sem létu lifjð í hin- um mikla bruna, er varð i stór- hótelinu Rossija 1 Moskvu aðfaranótt föstudagsins. NU þegar er vitað að 18 manns létu lifið, en Sovétmenn segja, að um 500 vestrænir ferðamenn hafi verið á hót- elinu, er bruninn varð, þar af um 100 kaupsýslumenn, er voru í norðurálmunni þar sem eldurinn var hvað mestur. Fimm Sviar sem komu til Moskvu á föstudagsvöldið í viðskiptaerindum fengu inni i sendiráðinu og sömu sögu var að segja um þrjá Dani. Læknir, er reyndi eftir beztu getu að aðstoða við hjUkrun hinna særðu, segir, að a.m.k. 60 manns hafi látið lífið, ennþá hafa Sovétmenn ekki viljað segja neitt um málið. Sonur Rudolfs Hess: Þeir reyna að drepa föður minn Sonur Rudolfs Hess, nazistaforingjans fyrrver- andi, ásakar valdamenn landanna fjögurra, sem sigruðu i heimstyrjöldinni siðari um, að stuðla mark- visst að því að myrða föður sinn. Segir hann að Hess sé nU synjað um lyf við maga- krampa, sem hann þjáist af. Talsmaður þjóðanna fjögurra, sem sjá um gæzlu Hess i Spandau-fangelsinu, tilkynntu fyrir nokkru, að hann hefði meiðzt á olnboga, Ulnlið og fótlegg, er hann reyndi að stytta sér aldur á þriðjudaginn fyrir viku. Það hefði hins vegar mistekizt og væri Hess nU á batavegi. Rudolf Hess hefur nU set- ið í Spandau fangelsinu i þrjátíu ár — og er eini fang- inn, sem gistir þann stað. Hann var staðgengill Adolfs Hitlers á nazistatímanum. Rudolf Hess

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.