Dagblaðið - 01.03.1977, Side 9

Dagblaðið - 01.03.1977, Side 9
9 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 _ r Sveitastjórnarmenn fullglaðir ídráttarvaxtaálögum? Dráttarvaxtavextir þeirra stangast á við hæstaréttardóm Seðlabankinn og Gjaldheimtan íReykjavík viðurkenna ekki þær álögur Svo virðist sem flest sveitar- félög landsins leggi dráttar- vaxtavexti á gjaldfallin útsvör og fasteignagjöld þrátt fyrir að það samræmist ekki hæstarétt- ardómi frá 1974. Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga, sagði í viðtali við DB í gær að það væri löngu orðin hefð að sveitarfélög legðu saman viðkomandi skuld og áfallna dráttarvexti einu sinni á ári. Eftir þessa sámlagn- ingu eru dráttarvextir svo reiknaðir af öllu þannig að reiknaðir eru dráttarvextir of- an á eldri dráttarvexti. Páll Þorsteinsson deildar- stjóri í Gjaldheimtunni í Reykjavík sagði að þetta væri ekki gert þar, enda kynni það að reynast ólöglegt. Árið 1974‘ kvað Hæstiréttur upp dóm vegna nokkurra ára gamallar skuldar manns eins við Gjald- heimtuna í Reykjavík. Var manninum gert að greiða upp- haflega skuld auk 1% dráttar- vaxta á mánuði allan tímarin. Voru það venjulegir dráttar- vextir þá. Engar samlagningar voru tilgreindar þar um ára- mót, eða einu sinni á ári, sem virkað hefðu til hækkunar end- anlegrar upphæðar. I lögum um tekjustofna sveit- arfélaga segir að dráttarvextir af gjalddföllnum útsvörum og fleiri gjöldum skuli reiknast með sama hætti og Seðlabank- inn segir bönkunum fyrir lög- um samkvæmt. I lögfræðingadeild Lands- banka tslands var blaðinu tjáð að samlagningar, eins og sveit- arfélögin virtust tíðka, skv. frá- sögn blaðsins, tíðkuðust ekki þar. Dráttarvextir væru alltaf reiknaðir jafnháir af skuldar- upphæðinni óbreyttri, henni og samanlögðum dráttarvöxtum væri aldrei slengt saman til að geta lagt hærri dráttarvexti á á eftir. Lögfræðingar Seðlabank- ans, Sveinbjörn Hafliðason og Sigfús Gauti Þórðarson, sögðu báðir hina almennu túlkun þá að dráttarvextir væru alltaf reiknaðir á sama höfuðstól. Þeir reiknuðust 2,5% í upphafi hvers skuldamánaðar, fjöldi mánaða skipti þar engu máli. í viðtali við gjaldheimtu- stjóra ónefnds sveitarfélags í gær vildi hann ekki kalla þetta c jglegt, þetta væri frekast gert ul að hvetja fólk til að greiða. Er hann var spurður hvort þetta væri þá ekki eins hægt mánaðarlega til enn frekari hvatningar gaf hann ekkert út á hvort það væri mögulegt lög- um samkvæmt en sagði einfald- lega: „við viljum ekki gera það“. Ef einstaklingur skuldar sveitarfélagi 100 þús. kr. í þrjú ár þarf hann að greiða 219 þús. kr. til að gera málið upp, en skuldi hann banka sömu upp- hæð þarf hann að greiða 190 þús. Munurinn er tæplega 30 þús. krónur. -G.S. MINNING ÁSTU Þessi mynd Astu Sigurðardóttur er máluð skömmu eftir 1950. DB-mynd Bjarnleifur. Kynferðisfasisminn gengur sinn gang. Skrýtið var það, til dæmis, á hinni fögru vefnaðar- sýningu á Kjarvalsstöðum á dögunum, að þar skyldu lang- flestir gestnr vera kvenfólk. Þannig var að minnsta kosti þá dagstund sem ég var þar, þótt það hafi kannski verið tilvilj- um. Eða höfðu einhver leynileg boð gengið um bæinn að vefn- aður væri nú einu sinni kvennaverk og ekkert fyrir karlmenn? Á sunnudag þyrptist múgur og margmenni í Norræna húsið að hlýða á kynningu á verkum Ástu Sigurðardóttur. Sama sag- an þar: kvenfólk í miklum meirihluta á meðal áheyrenda. Stafar þá áhugi manna á mynd- list og bókmenntum einkanlega af kynferðis-ástæðum, eða er að minnsta kosti á einhvern hátt kynferðislega skilyrtur, eða stafaði aðsókn að Norræna hús- inu og Kjarvalsstöðum af ein- hverju öðru en áhuga á bók- menntum og myndlist? Skrýtnast af öllu er þó ef áhugi er að vakna upp á nýtt á Ástu Sigurðardóttur og verkum hennar vegna þess að þar sé mál flutt í nútíma- kvenfrelsisbaráttu, gegn kúgun kvenna í borgaralegu sam- félagi, eða slíkt. En það var ekki að skilja á Bergljótu Krist- jánsdóttur sem á sunnudaginn flutti skörulega ræðu um Ástu og sögur hennar. Sjálfsagt má nú nota sér og leggja út af sögunum í umræðu um slík og þvílík efni, og hafa um Ástu þau hversdagslegu sannindi að ævi, verk og örlög hennar hafi í ríkum mæli ráðist af félagsleg- um aðstæðum og ástæðum, þar á meðal kynferðislegum, sem henni voru óviöráðanlegar og þar með um megn að rísa gegn þeim. En vísvituðum kven- frelsisboðskap eða félagslegri ádeilu er varla fyrir að fara í þessum sögum: áhugi þeirra beinist yfirleitt ekki að sam- félagi heldur að lýsingu ein- staklings í sjónarmiðju sagn- anna, og að vísu í vaxandi mæli að þjáningu einstaklinga í seinni sögunum. En er það þá endanleg skýring eða ráðning á sögum Ástu Sigurðardóttur að þær lýsi draum um frelsi sem enginn vegur var að rættist í borgaralegu samfélagi hennar tima, vonleysi og þjáningu þess sem þráir og keppir að raun- verulegu frelsi i slíku sam- félagi sem sögurnar líka lýsa? Það má svo sem vera að slíka skýringu megi hafa við sögurn- ar, og í þá átt heyrðist mér Bergljót vera að fara á sunnu- daginn. En varla er hún einhlít. Ekki veit ég hvaða heimildir Bergljót Kristjánsdóttir hafði um ofboð mikið og hneykslun sem farið hafi um borgaraskap- inn í bænum þegar fyrstu sögur Ástu Sigurðardóttur birtust. Vísast er að svo hafi verið. Eg man að vísu sjálfur fullvel þeg- ar þessar sögur komu út í tíma- ritinu Lífi og list, og það sem ég man frá þeirri tíð er ekki gremja, heift eða hneyksli held- ur þvert á móti hrifning og aðdáun á þessum sögum, frá- sagnaefni og frásagnarhætti þeirra, á höfundinum fyrir dirfsku og einlægni hennar, á þeirri nýju persónu sem sög- urnar leiddu í ljós. Það var dauður maður sem ekki fann að nú var eitthvað nýtt að ske. Og þessi fyrstu áhrif hafa orðið svo varanleg að um helgina varð maður hálf-hvumsa að frétta að nú væri verið að „uppgötva" sögur Ástu upp á nýtt og ætti að fara að „kynna“ hana fyrir les- endum, og þurfti að hugsa sig um til að muna að aldarfjórð- ungur er liðinn síðan þetta var og heil kynslóð lesenda komin til sem varla hefur haft mikið af þessum sögum að segja. Fyrstu sögur Ástu Sigurðar- dóttur birtust í Lífi og list 1951. Tíu árum síðar kom út kennar eina bók, tíu sögur, með nafni hennar fyrstu ' og frægustu sögu, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns. Á sunnu- dag var að vísu lesin áður óprentuð saga, Kona Símonar frá Kýrene, sem mun vera frá seinni árum hennar, og flutt ljóð sem ekki hafa áður birst, og gefið til kynna að til væri meira óþekkt efni eftir höfund- inn. Hvað um það: það er í krafti hennar fyrstu sagna sem nafn Ástu hefurorðið varanlegt og þeirra vegna á hún sinn sér- staka stað í samtíðarbókmennt- unum. Og það var vel og ræki- lega rifjað upp á sunnudaginn. Það hefur oft verið sagt um Ástu Sigurðardóttur að allar sögur hennar sem máli skipta snúist um hana sjálfa, enda hét söguhetjan Ásta i fyrstu sög- unni. Áreiðanlega átti þessi hiklausa samsömun höfundar og söguhetju sinn ríka þátt í þeirri dirfsku, einlægni sem menn fundu í sögunum. Samt er óvarlegt að taka höfundinn alveg á orðinu í þessu efni og líta þar með á sögurnar fyrst og fremst sem persónulegar heim- ildir eða skilríki: það er að minnsta kosti ekki þess vegna sem þær eiga svo sterkt líf enn í dag. En líka má segja um Ástu, og er oft sagt, að hún hafi aldrei „staðið við“ fyrirheit sinna fyrstu sagna. Skýringar á því er þá að leita í sögunum sjálfum, andstæðum sem þær lýsa og auðnaðist ekki að sætta né samsama. Þær eru að vísu auðfundnar. Þar er þá annars- vegar krafa fyrstu sagnanna, götustelpunnar í Sunnudags- kvöld til mánudagsmorguns og Gatan í rigningu um skefja- laust frelsi, óheft líf. Og hins vegar í sögum eins og Draumur- inn, I hvaða vagni, Páskaliljur hugsýn eða þrá eða draumur um miklu venjulegri farsæld, barnsfæðingu og móðurást, hjú- skap og búskap. Þetta eru skautin tvö, andstæðurnar í þeirri kvenlýsingu sem beztu sögur Ástu snúast um. Og þær rúmuðust ekki saman í skáld- skap né veruleika. Fróðlegt var að heyra á sunnudaginn frásögn Oddnýjar Sigurðardóttur, systur Ástu, af bernsku þeirra systra i af- skekktri sveit á Snæfellsnesi, við lífshætti og búskaparlag lið- innar tíðar. Samt væri Asta Sig- urðardóttir enn ekki orðin fimmtug að aldri ef hún hefði lifað. Frá hinum forna sveitasið berast þær systur um ferming- araldur beint inn í nútíma að verða til, Reykjavík stríðsloka og eftirstríðsára þar sem sögur Ástu áttu eftir að eiga sér stað. Svona stutt er á milli gamalla tíma og nýrra. En ef þessar sögur þiggja líf af andstæðum sem þær lýsa stafar það kannski af andstæðum tímanna sjálfra þegar þær urðu til og gerast og vitna síðan um. En taka má eftir því að efni- við sinna síðustu verka, mann- spilanna sem hún var að teikna á sínum síðustu árum, og sýnd eru ásamt fleiri myndum Astu i Norræna húsinu, og sögunnar um Konu Símonar frá Kýrene, sótti hún aftur til bernskuár- anna, í þjóðsögurnar og biblíu- sögurnar. ÓLAFUR JÓNSSON Bók menntir

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.