Dagblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 1
RITSTJORN SÍÐUiyitJLA 12'. SIJWI 83322. AUGLYSINGÁR OG' AFGRElÐSLA(íÞVERHOLfI 2, SÍMI 27022. „Við gefum Villa „E” fyrir frammistöðuna” —sögðu krakkarnir úr 9. bekk „E handa Villa!“ hrópuðu krakkarnir sem hafa nýlokið samræmdum prófum í 9. bekk grunnskóla. Þeir söfnuðust saman á Hlemmi eftir hádegi i gær og gengu fylktu liði upp 1 menntamálaráðuneyti þar sem þeirætluðu að afhenda mennta- málaráðherra, Vilhjálmi Hjálmarssyni, mótmælabréf. Hann var ekki viðlátinn og tók Birgir Thorlacius ráðuneytis- stjóri við bréfi þeirra. Hann var kankvís og bauð krökkunum, sem voru mættir sem fulltrúar nemenda inn til sín. Þar ræddu þeir saman um fyrirkomulag prófanna Birgir sagði að við fram- kvæmd prófanna hefðu vissu- lega orðið mistök og það væri miður. „Og við getum ekki tekið því þegjandi," sagði Einar Hrafns- son, en hann var þarna sem fulltrúi Vörðuskóla. „Þess vegna urðum við að gera eitthvað í málinu." I bréfinu til menntamálaráð- herra segir m.a. að aðeins 280 nemendur af þeim 4000 sem eru í 9. bekk geti fengið einkunnina A. Því vilja nemendur ekki sæta. Auk þess segir í bréfinu að tilhögun prófanna hafi verið mjög ábóta- vant. Þegar krakkarnir höfðu hrópað um stund „E handa Villa“, lentu nokkur egg í húsinu þar sem menntamála- ráðuneytið er. Ekki leið á löngu þar til uppi var skilti sem á stóð „Burt með eggin" og krakkarnir virtust sammála um það að þetta væri ekki aðferðin sem beita ætti til að fá kröfum sínum framgengt. -KP Skákin verður næstásunnu- daginn — með skýringum Ekkert verður um að vera í skákinni á Hótel Loft- leiðum fyrr en á morgun. Þá hefst fjórða einvígis- skákin milli Horts og Spasskys kl. 14. Hort verður þá með hvítt. Þá verða einnig sýndar og skýrðar skákir frá Rotter- dam, Luzerne og II Giocco. Vegna þess hve aðsókn að einvígisskákunum hér hefur verið góð hefur Skáksam- bandið hug á því að fá til afnota meiri salarkynni á Loftleiðahótelinu á sunnu- dag. Þriðja tölublað aukaút- gáfu tímaritsins Skákar kemur væntanlega út| á sunnudag. Verður það með’ skákskýringum eftir þá Smyslov og dr. Alster, aðstoðarmann Horts. -BS Krakkar fjölmenntu fyrir framan menntamálaráðuneytið og ekki vantaði spjöldin. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. —sjá viðtöl við nemendur á bls. 7 Nýlegar lánareglur að ganga af íslenzkum skipasmíðum dauðum? TOGARASMÍDIAFTUR- KðLLUD VEGNA KIRRA —8 af 13 stöðvum verkefnalausar fvor Atta skipasmíðastöðvar, sem stunda nýsmíði skipa, eru nú ýmist verkefnalausar eða hafa verkefni i næstu tvo til fjóra mánuði, segir í fréttatil- kynningu frá Félagi dráttar- brauta og skipasmiðja. Blaðið hafði samband við Svein Hannesson, starfsmann hjá félaginu. og sagðist hann ekki sjá nein batamerki á næst- unni auk þess að þótt samning- ar yrðu gerðir í stórum stíl næstu daga yrði verkefna- skortur vegna langs undir- búningstíma við skipasmíðar. Meðal stöðvanna átta eru tvær af stærstu stoðvum landsins. Þorgeir og Ellert á Akranesi og Marsellíus Bern- harðsson á ísafirði. Slippstöðin á Akureyri hefur hins vegar verkefni fram á mitt næsta ár. Fjórar stöðvar hafa verkefni i 10 til 12 mánuði sem talið er að nálgist að vera viðunandi fyrir fyrirtæki í skipasmíðaiðnaði. Það er álit stjórnar félagsins að aðalorsök þessa sé breyting á lánareglum Fiskveiðasjóðs sem gerð var snemma árs 1976 Þá var eigin framlag kaupenda hækkað um 50% eða úr 10% í 15% af heildarverði. Sagði Sveinn að þetta hefði sérstak- lega verið alvarlegt varðandi stór skip og var honum kunnugt um samning að smíði á skuttogara sem gekk til baka i kjölfar þessa. Taldi hann augljóst að stöðvarnar yrðu í auknum mæli að fara út í viðgerðir en þar nýtist ekki sú verkþekking, sem skipasmiðir hafa, auk þess sem nýsmiði og viðgerðir fara ekki vel sáman, skv. reynslunni. Sem dæmi um hvernig lána- reglurnar væru hvetjandi f.vrir nvsmíði og viðgerðir erlendis nefndi hann að kiskveiöasjóð- ur væri ekki skuldbundinn til að greiða viðgerð fyrr en að henni lokinni. Útvega erlendu stöðvarnar þá útgerðarmannin- um lán til framkvæmdanna en það geta íslenzku stöðvarnar ekki boðið. Þá eru greiðslur sjóðsins til nýsmíða hér hvað eftir annað skornar niður ef sjóðinn skortir fé en það er aldrei gert vegna erlendra ný- smíða vegna ábyrgða, að sögn Sveins. Einnig geta útgerðar- menn látið eldri skip upp í kaupin erlendis en íslenzku stöðvarnar ráða ekki við það. -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.