Dagblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977.
MMBIAÐIÐ
frfálst, úhád dagblað
Útgefandi DagblaAið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjori: Jonas Krístjánsson.
Frettastjori: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AAstoAarfrettastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson.
BlaAamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurAsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur
SigurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pólsdóttir, Krístín LýAs-
dóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson,
HörAur Vilhjálmsson, Sveinn PormóAsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M.
'falldórsson.
Áskriftargjald 1100 kr. á mánuAi innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakiA.
Ritstjóm SíAumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiAsla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugorA: Hilmir hf., SíAumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Afstaða útvegsmanna
Nú verður að gera ráð fyrir,
að þorskaflinn við ísland
verði takmarkaður við 275 þús-
und tonn á þessu ári og fái
íslendingar að minnsta kosti
260 þúsund tonn af því magni.
Sjávarútvegsráðherra hefur,
eins og alkunna er, verið býsna þungur í drætti
til þess arna. En honum er varla stætt á öðru en
að viðurkenna þessa nauðsyn, eftir að útvegs-
menn, sjálfur aðalhagsmunaaðilinn í þessum
efnum, hafa nú beinlínis lagt til, að þessi leið
verði farin.
Það eru ánægjuleg tímamót, að útvegsmenn
skuli nú fara fyllilega eftir tillögum fiski-
fræðinganna um takmörkun veiðanna. Stjórn
Landssambands íslenzkra útvegsmanna
samþykkti þetta samhljóða. Forystumönnum
þessarar stéttar er ljóst, að ekki þýðir að
einblína á stundarhag. Það mundi fyrst og
fremst koma niður á þeim sjálfum, ef útsæðis-
átið héldi áfram í miklum mæli.
Þá hafa útvegsmenn gert sér ljóst, að eitt
aðalatriðið í þessum efnum er að losna við
útlendingana, sem hér stunda enn veiðar
samkvæmt samningum.
Hvaða stjórnmálamaður þorir nú að semja við
Efnahagsbandalagið um, að Bretum verði aftur
hleypt inn fyrir mörkin? Það verður vonandi
enginn, en þó er mönnum enn ekki grunlaust
um, að til þess gæti enn komið.
Útvegsmenn vilja, að nú þegar verði sagt upp
samningunum við Færeyinga, Norðmenn og
Belgíumenn með sex mánaða fyrirvara, eins og
samningarnir gera ráð fyrir, og samningurinn
við Vestur-Þjóðverja verði ekki endurnýjaður,
þegar hann rennur út hinn fyrsta desember.
Raunar ætti einnig að segja samningnum við
Þjóðverja upp nú þegar, þar sem hann er
meingallaður og okkur mjög í óhag.
Útvegsmenn gera ráð fyrir, að útlendingar
veiði hér í ár fimmtán þúsund tonn af þorski,
þótt Bretar verði áfram fyrir utan. Okkur
munar um þessi fimmtán þúsund tonn fyrir
atvinnulíf í þorpum og bæjum landsins. Við
verðum að strika þau algerlega út. Mestu
munar að sjálfsögðu að losna við að gefa Bret-
um stóran hlut af okkar takmarkaða fiski.
Heildarþorskaflinn á síðasta ári var 340 þúsund
tonn, og þar af veiddu íslendingar um 276
þúsund tonn en útlendingar 64 þúsund tonn.
Fórnin, sem útvegsmenn bjóða, er að vísu
ekki geysimikil, en aðalatriðið er, aó þeir eru
reiðubúnir að viðurkenna niðurstöður fiski-
fræðinganna og fara eftir þeim. Sömu sjónar-
mið verða að ríkja í útgerðarplássum landsins.
Fólk verður að taka því, þótt nokkru minni afli
berist á land. Ekki þýðir að tjalda til einnar
nætur. Þjóðarbúið,allir landsmenn, verður á
sama hátt að mæta þessum vanda. Uppskeran
kemur síðar, þegar þorskstofninn réttir við.
Menn horfa nú á sjávarútvegsráðherra og
ríkisstjórnina. Hann hefur ekki komizt upp
með að gera lítið úr fiskifræðingum. Hann
verður að láta þjóðarheill ráða fremur en
nokkur atkvæði á Vestfjörðum.
Mun sameining
m m Fundur Arabaríkjanna
f og Einingarsamtaka
CCVvlCVO& M Afríkuríkjahefstnk.
mánudag
Fundur fulltrúa ríkja Afríku
og Arabalandanna, sem hefst
núna á mánudaginn, telst vera
fulltrúafundur 300 milljóna
manna en gerólík sjónarmið
þessa fólks, bæði hvað við-
kemur trúarbrögðum, stjórn-
málum og öðrum menningar-
þáttum, verða að öllum líkind-
um til þess að ekki verður
kornizt að neinni sérstakri
lausn.
Almennt eru menn þessarar
skoðunar í Kairó en þangað
koma fulltrúar Einingarsam-
taka Afrikuríkja og Samtaka
Arabaríkja til fundar á mánu-
daginn til þess að koma sér
saman um fundarefnið.
Þó segja sendiráðsstarfs-
menn og fulltrúar í utanríkis-
þjónustu annarra landa að það
sé í rauninni áfangi út af fyrir
sig að fundurinn verði haldinn
eftir miklar tafir en megintil-
gangurinn er að fundarmenn
komi sér saman um hvort reisa
eigi höfuðborg álfunnar í
Arabalöndunum eða í Afríku-
ríki.
Ef ríkin 60 koma sér saman
um þetta atriði og stjórnmála-
leg eining ríkir eftir fundinn
sem og á honum hefur nýtt afl
orðið til meðal þjóða heimsins:
Afl sem ræður yfir mestum
hluta hráefnis og olíu í heimin-
um.
Einn meginþáttur fundarins
verður að reyna að koma á
meira stjórnmálasambandi
milli þjóða álfunnar og auka
efnahagssamstarf sem talið er
verða að mestu leyti í formi
styrkja til Afríkuþjóðanna frá
Aröbum.
„Það er ekki rétt að búast við
of miklu,“ sagði einn sendiráðs-
starfsmaður i Beirút á
dögunum. ,,Þið þarna í vestri
ættuð ekki að láta hlakka í
ykkur ef fundurinn einkennist
af deilum og mismunandi túlk-
unum á niðurstöðum hans.
Þið skuluð líka reyna að
muna að það tók ykkur nú
nokkur ár að koma ykkur sam-
an um Efnahagsbandalag
Evrópu og mér sýnist eins og
þið séuð ennþá að deila
um það.“
Efnahagssamstarf Afríku og
Arabaríkja er ennþá í mótun og
hefur ekki verið athafnasamt.
Samt settu Arabaþjóðirnar á
stofn sjóð sem átti að reyna að
sporna við verðhækkunum á
olíu. í hann runnu 200 milljónir
dollara og hefur verið veitt úr
sjóðnum til þeirra ríkja í
Afríku sem verst hafa orðið úti
vegna verðhækkananna.
Margar ríkisstjórnir Afríku-
rikja hafa samt látið þess getið
að aðstoðin hafi ekki verið upp
á marga fiska. Sagt er að mikið
hafi verið deilt um þennan sjóð
er nokkrir fulltrúar mættu til
undirbúningsfundar í Lusaka í
Zambíu.
Samkvæmt heimildum munu
fulltrúar 48 Afríkuríkja hafa
krafizt þess á þeim fundi að 21
þjóð í Arabasambandinu lánaði
þeim fjórar billjónir dollara á
fjögurra ára tímabili.
Ekki er vitað hvernig deila
skyldi þessari upphæð millj.
Afríkuríkjanna en sumar
þjóðirnar eru í báðum samtök-
unum.
Vilja Arabar aðeins lána um
10% af þessari upphæð og vilja
ennfremur að peningarnir
verði lánaðir í gegnum fram-
kvæmdabanka Afríku til þess a
koma í veg fyrir ójafna skipt-
ingu.
Talið er að öll fjárframlög
Araba til Afríkuríkja fram til
þessa hafi einungis verið veitt í
ljósi þess að Afríkuríkin slitu
stjórnmálasambandi við ísrael í
stríðinu árið 1973 og studdu
Arabaríkin opinberlega.
- ísrael, sem eitt sinn lét mikið
að sér kveða í málefnum
Afríku, vill nú reyna að ná
aftur fyrri áhrifum og ætti það
að verða Afríkuríkjunum í hag.
Grunsemdir í þessa átt vökn-
uðu með Aröbum er Yitzhak
Rabin forsætisráðherra ísraels
átti skyndifund með
Houphouet-Boigny forseta Fíla-
beinsstrandarinnar en þar hafa
Israelsmenn ennþá einhver
áhrif.
ísrael hefur haldið góðu sam-
Mikill munur er á ailri aðstöðu þjóða Afríku. Þetta eru atvinnulausir svartir menn í Jóhannesarborg.
V .......... ' I I
.....................
Nesjamennska
Jón Helgason prófessor í.
Kaupmannahöfn benti á það í
viðtali við danskt blað fyrir all-
mörgum árum, að eitt helsta
auðkenni íslenskra samfélags-
hátta væri fúskið, sem meðal
annars stafaði af smæð þjóðar-
innar og þeirri áráttu is-
lendinga að mæla sig aldrei við
aðra en sjálfa sig. Hann gat
þess í leiðinni að það hefði
orðið Halldóri Laxness til
bjargar að hann hleypti
heimdraganum og tók mið af
alþjóðlegum straumum og
stefnum í bókmenntum.
Svipaða sögu er reyndar aö
segja af Gunnari Gunnarssyni
og ýmsum öðrum rithöfundum,
lista- og vísindamönnum, eins
og alþjóð er kunnugt.
Nú skal ekki standa á mér að
viðurkenna merkilegt framlag
áhugamanna á mörgum sviðum
til íslenskrar menningarvið-
leitni. Með svo fámennri þjóð
er það beinlínis lífsnauðsyn að
sem allra flestir leitist við aö
vera virkir í menningarlífinu.
Öll slík viðleitni er jákvæð og
stuðlar að fjölbreytni og lífs-
þrótti þjóðmenningarinnar, en
dregur út tilhneigingu til
upphafinnar sparimenningar
útvalinna hópa. Það er góðra
gjalda vert og eitt af sér-
kennum íslenzkrar menningar
að bændur, sjómenn, verka-
menn og embættismenn skuli
taka þátt í listsköpun í landinu,
hver eftir sínum hætti, við hlið
atvinnumanna i listum.
En þessu fylgir óneitanlega
sú hætta, að alít sé metið að
jöfnu, að ekki sé gerður grein-
armunur á þvi sem best er gert
og hinu sem einungis er miðl-
ungi gott eða þaðanaf síðra.
Það var eflaust þetta sem Jon
Helgason hafði í huga þegar
hann minntist á íslenska
fúskið. Og raunar hefur
Halldór Laxness einnig farið
hörðum orðum um flatneskj-
una á íslandi í Islendinga-
spjalli: „Þetta er hinn al- og
séríslenski lýðræðisskilningur
okkar og andleg jafnaðar-
stefna. Við aðhyllumst fortaks-
lausa jöfnun verðmæta...Jafn-
vægi þessa litla samfélags getur
raskast ef einhver nær betra
árangri enalmennt gerist á ein-
hverju sviði, tam. ef í einhverri
grein cr búin til eða boðin fram
betri vara en samfélag okkar er
þess umkomið að framleiða al-
mennt.“
Hér og víðar í hinum snjalla
lokakafla bókarinnar drepur
nóbelsskáldið á þá veilu sem er
að ríða íslensku samfélagi á
slig. Það mun almennt viður-
kennt að miðað við hina frægu
höfðatölu eigi íslenska þjóðin
óvenjustóran hóp afreksmanna
á fjölmörgum sviðum. Fæstir
þessara rnanna fá notið sín
nema að afar takmörkuðu Ieyti
sökum þess að ráðandi öfl sam-
félagsins, sem öll eru á stigi