Dagblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977.
”Þykja meira koma til
verðlaunanna þegar vitað er
hver hlaut þau fyrstur”
— Sveinbjörn
Tönssoní
Ofnasmiðjunni
hlaut verðlaun úr
Verðlaunasjóði
iðnaðarins
„Við lítum svo á að öllum þeim,
sem síðar hljóta verðlaun úr
Verðlaunasjóði iðnaðarins muni
þykja meira tilþeirrakoma ef þeir
vita hver hlaut þau fyrstur," sagði
Kristján Friðriksson i tilefni af
fyrstu úthlutun verðlaunanna en
þau hlaut Sveinbjörn Jónsson
byggingameistari.
Það var Ultíma hf. sem stofnaði
sjóð þann sem hér um ræðir með
því að gefa húseign í Kópavogi.
Verðlaunin eru það sem húseign-
in hefur gefið af sér síðan hún var
afhent fyrir réttu ári.
Sveinbjörn Jónsson er fæddur
að Syðra-Holti í Svarfaðardal árið
1896. Hann stundaði nám við
tækniskóla í Noregi á árunum
1916-1919. Hann hefur verið
stofnandi og forsvarsmaður
margra iðnfyrirtækja. Einnig
hefur hann látið mikið til sín taka
um framkvæmdir á sviði nýtingar
á jarðvarma. Hann var aðal-
hvatamaður að hitaveitu Ólafs-
fjarðar 1944 og nú síðast sýndi
hann fram á möguleika á nýtingu
hraunvarma í Vestmannaeyjum.
Sveinbjörn hefur starfað mikið
að málefnum iðnaðarins. Hann
var formaðurlðnaðarmannafélags
Akureyrar og forgöngumaður að
stofnun Landsambands iðnaðar-
manna 1932. Hann átti sæti í
stjórn Landssambandsins, var
skrifstofustjóri þess um árabil og
ritstjóri tímarits iðnaðarins 12 ár.
Sveinbjörn Jónsson var sæmdur
fálkaorðunni 1970 fyrir störf að
iðnaðarmálum.
-KP
„Gríp ekki til
neinna aðgerða”
— segír Jön Þ. Þör, höfundur bökarmnar
Hort-Spasský
Rithöfundaráð íslands sam-
þykkti á fundi sínum síðasta
fimmtudag að veita Jóni Þ. Þór
höfundi bókarinnar Hort-Spassky
fullan stuðning ef hann teldi á sér
brotið með innköllun bókarinnar.
Jafnframt varaði ráðið í ályktun
sinni við öllum tilraunum til rit-.
skoðunar.
,,Ég hafði nú ekki hugsað mér
að grípa til neinna aðgerða," sagði
Jón Þ. Þór í samtali við Dag-
blaðið í gærdag. „Utgefandi
bókarinnar, Þorsteinn Thoraren-
sen, hefur staðið að fullu við allar
skuldbindingar sínar gagnvart
mér.“
Jón var spurður um álit hans á
innköllun bókarinnar. Hann
sagðist ekki vilja leggja neinn
dóm á efni hennar en efaðist þó
um aðþarstæði nokkuð sem ekki
befði verið sagt árið 1972 er
einvígi Fishers og Spasskys fór
fram. Hins vegar væri kannski
óþarfi að vekja upp gömul mál
þegar jafnlangur tími væri liðinn.
-AT-
Loksins standa nágrannarnir saman:
Ólsarar og Sand-
arar stofna
mjölverksmiðju
Alþingi samþykkti í maí 1975
að ríkisstjórnin léti kanna
hvort hagkvæmt væri að byggja
og starfrækja fiskimjölsverk-
smiðju á utanverðu Snæfells-
nesi sem unnið gæti feitan fisk
og fiskúrgang.
Ríkisstjórnin lét ekki hefja
athugun á þessari samþykkt
fyrr en sl. haust. Enn er nefnd
að störfum um fiskimjölsverk-
smiðjur í landinu. Engar niður-
stöður hafa enn birzt úr þeirri
athugun.
Þetta kemur fram í yfirlýs-
ingu frá hreppsnefndum Nes-
hrepps utan Ennis og Ólafs-
víkurhrepps vegna frétta í fjöl-
miðlum um fiskimjölsverk-
smiðju á Snæfellsnesi.
Fiskverkendur í Rifi, Ólafs-
vík og Hellissandi stofnuðu
með sér hlutafélagið Nesmjöl
hf. þann 6. apríl 1974 i þeim
tilgangi að koma upp fiski-
mjölsverksmiðju er unnið gæti
allan feitfisk.
Stjórn Nesmjöls hf. óskaði
siðan eftir því við þingmenn
Vesturlands að kannað yrði á
Alþingi hvort vilji væri fyrir
því að ríkið byggði slíka verk-
smiðju á utanverðu Snæfells-
nesi með tilliti til vaxandi
loðnuveiði en engin slík verk-
smiðja er nú til á svæðinu frá
Akranesi að Bolungarvík.
Studdu sveitarstjórnir Nes-
hrepps og Ólafsvikurhrepps
þessa ákvörðun, ennfremur
ýmsir opinberir aðilar svo sem
Samtök sveitarfélaga á Vestur-
landi.
Stjórn Nesmjöls hf. hefur
fyrir alllöngu látið gera kostn-
aðaráætlun um byggingu 500
tonna verksmiðju og hefur nú
lagt fram umsóknir um lána-
fyrirgreiðslu hjá opinberum
sjóðum við byggingu slíkrar
verksmiðju í Rifi eða Ólafsvík
eftir því hvor staðurinn yrði
talinn hentugri.
Hreppsnefndir Olafsvíkur-
hrepps og Neshrepps utan
Ennis hafa á sameiginlegum
fundi á Hellissandi þann 23.
febrúar 1977 ákveðið að styðja
af aíefli áform Nesmjöls hf.
um byggingu slíkrar verk-
smiðju og munu sameiginlega
beita sér fyrir beinum stuðn-
ingi og vfðtækri samstöðu um
málið.
Hreppsnefndirnar beina
þeim eindregnu tilmælum til
stjórnvalda að jákvæð fyrir-
greiðsla verði veitt í þessu þýð-
ingarmikla máli svo fram-
kvæmdir geti hafizt hið fyrsta.
BS
Sveinbjörn Jónsson (annar frá vinstri) við verðlaunaafhendinguna f ger ásamt Kristjáni Friðriks-
syni, Asrúnu dóttur Krlstjáns og forseta Islands, herra Kristjáni Eldjárn.
DB-mynd Hörður Vilhjálmsson.
FÆREYINGAR AÐDÁENDUR
ÍSLENZKS DILKAKJÖTS
Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambands bænda, Sveinn
Tryggvason framkvæmdastjóri Framleiðsiuráðs iandbúnaðarins,
Agnar Tryggvason framkvæmdastjóri búvörudeildar SlS og Agnar
Guðnason blaðafulltrúi bændasamtakanna á biaðamannafundi sem
SlS og Framleiðsluráðið efndu til. Mikið er gert til þess að leita
markaða erlendis fyrir islenzkt diikakjöt.
DB-mynd Hörður.
„Það er yfirleitt staðreynd að
í löndum Efnahagsbandalags-
ins fáum við að minnsta kosti
20% lægra verð fyrir dilkakjöt-
ið en á Norðurlöndum," sagði
Agnar Tryggvason fram-
kvæmdastjóri búvörudeildar
Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga á blaðamannafundi sem
SlS hélt ásamt Framleiðsluráði
landbúnaðarins.
Fundinn sátu einnig Sveinn
Tryggvason framkvæmdastjóri
Framleiðsluráðsins, Gunnar
Guðbjartsson formaður Stéttar-
sambands bænda og Agnar
Guðnason blaðafulltrúi.
Utflutningur á dilkakjöti er
afar sveiflukenndur og þess
vegna erfitt um vik með hann.
Eitt árið er hann kannski 6 þús.
lestir, annað 3 þús. I ár er búizt
við að hann verði 4 þús. lestir.
tslendingar halda sig að
mestu við Norðurlönd þar sem
þeir geta flutt inn visst magn
tollfrjálst, 3 þús. lestir til Nor-
egs, 650 til Svíþjóðar og 500 til
Danmerkur. En það eru frænd-
ur okkar í Færeyjum sem eru
mestu aðdáendur dilkakjötsins
okkar. Þangað fara 600 tonn af
dilkakjöti. Færeyingar borða
sem svarar 18-19 kg á mann.
Sitt eigið dilkakjöt nota þeir
aðallega í skerpukjöt. Þá eru
Færeyingar einnig þeir einu
sem kaupa af okkur svið. Þeir
keyptu 160 tonn í fyrra.
Það kom fram á fundinum að
mikil markaðsleit er alltaf í
gangi og höfum við reynt að
komast á ýmsa markaði, bæði í
Evrópu, Bandaríkjunum og
Arabalöndunum. En það er við
ramman reip að draga,
Astralíumenn og Ný-
Sjálendingar bjóða svo miklu
lægra verð en við. Þar að auki
er það trúarlegt atriði hjá Aröb-
um að borða fé sem hefur verið
skorið en ekki skotið. Það hefur
komið til tals að flytja þangað
fé á fæti en það sama er uppi á
teningnum; ekki fæst nóg fyrir
vöruna.
Islendingar hafa einnig haft
mikinn augastað á Frakklandi
en þar eru i gildi höft á inn-
flutningi sem stendur. Þar væri
hugsanlegt að fá gott verð fyrir
kjötið.
„Ekki er hægt að banna
mönnum að vera bændur. Þeim
hefur þó fækkað úr 6.500 niður
1 3.790 á þeim um það bil 30
árum sem ég hef verið hér.
Framleiðslan hefur samt sem
áður aukizt," sagði Sveinn
Tryggvason, er hann var að því
spurður hvort útflutningur
dilkakjöts gæti nokkurn tím-
ann orðið arðbær. Sem kunnugt
er verjum við háum fjárhæðum
árlega til þess að greiða
útflutningsbætur á kjöt. EVI
Æskulýðsdagur kirkjunnar nú helgaður sumarbúðastarfinu
Arlegur æskulýðsdagur
Þjóðkirkjunnar, sem er á morgun,
er að þessu sinni helgaður sumar-
búðum.
Til að vekja athygli á þessum
þætti æskulýðsstarfs innan
kirkjunnarhefurskrifstofa æsku-
lýðsfulltrúa gefið út blaðið
Immanúel og er þvl dreift í 15
þúsund eintökum um allt land.
Jafnframt því fer fram söfnun
til sumarbúðastarfsins. Víða
verður merkjasala og Aust-
firðingar selja sérstaka veifu
fyrir kirkjumiðstöð sem er að rfsa
við Eiðavatn.
Um allt land verða almennar
guðsþjónustur og útvarpað
verður frá messu á Egilsstöðum.
Sums staðar verða samkomur á
deginum og Æskulýðsstarf Þjóð-
kirkjunnar gengst fyrir kvöld-
samkomu I Bústaðakirkju i
Reykjavik. -ÓV