Dagblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977. ( Bíóauglýsingar eru á bls. 20 j Utvarpið f kvöld kl. 20.30: Skáldsaga fáránleikans („absurd” skáldsögur) ,,Þaö er einkenni á skáldsögu fáránleikans (absurd bók- mennta) að hún er, torskilin mjög,“ sagði Þorsteinn Antonss., rithöfundur, sem flytur þriðja erindi sitt um þessa ákveðnu tegund bókmennta. I fyrsta erindinu talaði hann um félagslegu hlið hennar í öðru um ákveðinn leshátt sem ekki er beinlínis hefðbundinn. Það er ekki hægt að lesa ,,absurd“ bækur í samhengi við eldri bókmenntir. í þessu erindi mun Þorsteinn ræða heimspekilegt tilefni þessar- ar gerðar skáldsögu. Það er byggt á því að ,,absurd“ skáldsagan eigi rót sína að rekja til meiriháttar vandkvæða, ýmist einstaklingsbundinna eða félags- legra. Höfundurinn getur verið að bollaleggja eins konar svartsýnis- heimspeki sem væri þá tilefni slíkrar skáldsagnagerðar. Allt er kolómögulegt en þarna er fundin tjáningarleið. Þorsteinn tekur Samuel Becket sem dæmi. Hann nefnir einnig bókmenntasögu og uppruna þessarar skáldsagna- gerðar eftir lok fyrir heimsstyrj- aldarinnar. Ef við nefnum höfunda, sem skrifað hafa svona sögur þá er Guðbergur Bergsson efstur á blaði hér. Einnig hefur Svava Jakobsdóttir skrifað eina slíka sögu, Leigjandann. Aðra höfunda má nefna eins og hinn franska Albert Camus og hinn tékkneska Frans Kafka. Þorsteinn skrifar sjálfur ekki í þessum stíl. Seinasta bók hans var Foreldravandamálið. Hann skrifaði líka Innflytjandann og Vetrarbros. „Núna? Já, ég er að skrifa um bókmenntasögulegt efni,“ sagði Þorsteinn. -EVI. 'Þorsteinn Antonsson rithöfundur ræðir í kvöld um sérstaka tegund bókmennta, „absurd“ skáldsögur en í þeim stíl skrifaði meðal ann- arra Samuel Becket. DB-m.vnd Sv. Þorm. Sjónvarpið íkvöld kl. 22.00: Sænsk bíómynd frá 1951 Sumardansinn (Hon dansade en sommar) Bíómynd kvöldsins er sænsk og gerð eftir ástarsögu Pers Olofs Ekströms. Sú bók var þýdd á sínum tíma á íslenzku eða rétt eftir að myndin hafði verið sýnd hér. Hún fjallar um ungan mann sem nýlokið hefur stúdentsprófi. Hann er borgarbarn og er sendur upp í sveit til föðurbróður síns til þess að hvíla sig. Frændinn hafði gefið unga fólkinu í sveitinni, sem átti sér engan samastað, gamlan húshjall. Verður það til þess að það stofnar ungmennafélag þar sem meðal annars starfar leikklúbbur. Ungi maðurinn verður meðlimur í félaginu og kynnist þá ungri 17 ára stúlku. Þau leika saman í leik- riti og verða yfir sig ástfangin. Fullorðna fólkið er ekkert yfir sig hrifið af þessu ástarsambandi. Aðalhlutverk leika Folke Sundquist og Ulla Jacobsson. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. EVI 1 kvöld verður sænska myndin Sumarást sýnd. Hún er gerð eftir sögu Pers Olofs Ekströms og hefur verið þýdd á íslenzku. ( Útvarp Sjónvarp Benedikt Arnason kemur í heimsókn íþáttinn hjá Bessí eftir hádegið i dag og segir frá framhaldsleik- ritinu. Myndin er tekin við upptöku þáttarins og þarna eru hinir frábæru tæknimenn þáttarins, þeir Friðrik Stefánsson (t.v.) og Hreinn Valdimarsson (stendur) ásamt Bessí Jóhannsdóttur. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Útvarp í dag kl. 13.10: Á prjónunum: Sagt f rá Austurríki —heilsugæzlustöð í Árbæ og spjallað er m.a. um prófafyrirkomulagið Þátturinn Á prjónunum, sem Bessí Jóhannsdóttir stjórnar, er fyrr á ferð en venjulega í dag. Þátturinn byrjar kl. 13.10. Er þetta vegna þess að inn í þátt- inn verður felld lýsing Jóns As- aeirssonar á handknattleiks- keppninni í Austurríki. „Eg ætla að spjalla svolítið um Austurríki og leika austur- ríska tónlist í tilefni af því að piltarnir okkar eru að keppa í Austurríki," sagði Bessí, þegar við forvitnuðumst um hvað hún yrði með á prjónunum í dag. „Haraldur Finnsson yfir- kennari í Hagaskóla mun flytja pistil dagsins. Hann kemur áreiðanlega inn á prófafyrir- komulagið og ýmislegt annað varðandi kennara og kennara- menntun. Haraldur hefur alla tið staðið mjög framarlega í ýmsum félagsmálum kennara. Þá mun ég skreppa í heimsókn í heilsugáezlustöðina í Árbæjarhverfi og spjalla við einn starfsmann þar, Margréti Einarsdóttur. Þá mun ég einng fara með hljóðnemann í verzlanir í hverfinu og taka íbúana tali og spyrja þá álits á útvarpinu og einnig um nýju heilsugæzlu- stöðina," sagði Bessí. í þættinum verður einnig kynnt dagskrá útvarps og sjón- varps, auk þess sem sagt verður frá veðri og færð á vegum. -A.Bj. Sjdnvarp íkvöld kl. 21.00: Úr einu íannaö á Norðurlandi „Við skruppum norður í land I efnisleit og verður eitthvað af þvi efni notað í þáttinn í kvöldýsagði Berglind Ásgeirsdóttir, annar stjórnandi þáttarins Ur einu í annað, sem er á dagskrá sjón- varpsins í kvöld kl. 21.00. Hinn stjórnandinn er Björn Vignir Sigurpálsson. „Við fórum til Húsavíkur og Akureyrar og fórum svo um sveit1 irnar í kring. M.a. heimsækjum við Kristínu Ölafsdóttur og Böðvar Guðmundsson og raula þau fyrir okkur lag. Þau eru búsett á Akureyri, þar sem Böðvar er menntaskólakennari. Við tókum upp hljómlist fyrir norðan en við geymum hana þar til síðar. Það verður hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar sem leikur og verða leikin lög frá rokktímabilinu,“ sagði Berglind. Stjórn upptöku annast Tage Ammendrup. A.Bj. Útvarp Laugardagur 5. marz 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fróttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Guðni Kolbeinsson les söguna af ..Briggskipinu Blálilju" eftir Olle Mattson (22). Tilkynningar kl. 9.00. Lótt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Dóra Ingvadóttir kynnir. Barnatimi kl. 11.10. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veóurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.10 Á prjónunum. Bessí Jóhannsdóttir stjórnar þættihuin. Inn í hann verður felld lýsing Jóns Asgeirssonar á hand- knattleikskeppni i Austurríki, þar sem íslendingar keppa i annarri um- ferð B-hluta heimsmeistarakeppninn- ar. 15.00 í tónsmiðjunni. Atli Heimir Sveins- son sér um þáttinn. 16.00 Fréttir. 16.15 Verturfregnir. íslenzkt mól. Asgeir Blönda! Magnússon cand mag. talar. 16.35 Lótt tónlist. 17.30 Framhaldsleikrit barna o£ unglillga: ..Kötturinn Kolfinnur" eftir Barböru Sleigh (ártur útv. 1957-58). Þýrtandi: Hulda Valtýsdóttir. 18.00 Söngvar i léttum dúr. Tilkvnn- ingar. 18.45 Verturfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Ekki beinlínis. Sigrírtur Þorvalds- dóttir leikkona rabbar virt Helga Sæ- mundsson ritstjóra. Karvel Pálmason alþingismann og Þóru Jónsdóttur kennara um heima og geima, svo og í slma virt Sigurð Ó. Pálsson skólastjóra á Eirtum. 20.15 Harmonikulög. 20.30 Skóldsaga fórónleikans. Þorsteinn Antonsson rithöfundur flvtur þrirtja og sírtasta erindi sitt. 21.05 Hljómskólatónlist fró útvarpinu i Köln. Gurtmundur Gilsson kynnir. 21.35 „Dermuche". smósaga eftir Marcel Aymó. Ásmundur Jónsson þýddi. Geir- laug Þorvaldsdóttir leikkona les. 22.00 Fréttir. 22.15 Verturfregnir. Lestur Passíusólma (24). 22.25 Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 6. marz 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorö og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Út- dráttur úr forustugr. dagbl. 8.30 Lótt morgunlög. 9.00 Fréttir. Hver er í símanum? 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Morguntónleikar. 11.00 Messa i EgilsstaAakirkju ó æskulýfls- degi þjóökirkjunnar. Prestur: Séra Vig- fús Ingvar Ingvarsson. 12.15 Dágskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.15 Um mannfræfli. Gisli Pálsson mann- fræðingur flytur fyrsta hádegiserindi sitt af fjórum I þessum erindaflokki: Mannfræðin og boðskapur hennar 14.00 Miödegistónleikar. 15.00 Úr djúpinu. Fjórði þáttur: Um borð í Bjarna Sæmundssyni i loðnuleit. Umsjónarmaður: Páll Heiðar Jónsson. Tæknimaður: Guðlaugur Guðjónsson. 16.00 íslenzk einsönqslög. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Á aldarafmæli Jóns Þoriókssonar. Dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð- herra flytur erindi. 16.55 Lótttónlist. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Benni" eftir Einar Loga Einarsson. Höfundur les (6). 17.50 Fró tónleikum lúflrasveitarinnar „Svans" í Hóskólabíói í desember sl. — Einleikari: Guðriður Valva Gisladótt- ir. Stjórnandi: Sæbjörn Jónsson. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Tilkynningar. 19.25 MaAurinn sem borinn var til kon- ungs, leikritaflokkur um ævi Jesú Krists, eftir Dorothy L. Sayer. Þýð- andi Vigdís Finnbogadóttir. leikstjóri Benedikt Árnason. Tæknimenn Frið- rik Stefánsson og Hreinn Valdimars- son. VI. leikrit: Laufskálahátíðin. Helztu leikendur: Þorsteinn Gunnars- son, Gísli Halldórsson, Jón Sigur- björnsson, Róbert Arnfinnsson, Bald- vin Halldórsson, Ilelga Bachman og Helgi Skúlason. 20.15 Konsert í F-dúr fyrir 3 píanó og hljómsveit K 242, eftir Mozart. Vladi- mir Ashkenazy og Fouts’Ong leika með ensku kammersveitinni. Daniel Barenboim stjórnar. 20.40 Dagskrórstjóri í eina klukkustund. Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður ræðpr dagskránni. 21.40 Tslenzk tónlist. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. 22.25 Danslög. SigvaldiÞorgilsson dans- kennari velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir. Einvfgi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór rekur fjórðu skák. 23.45 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.